Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 37
ICAO, Alþjóða flugmálastofn-unin, hefur aðsetur í Montrealí Kanada og er nokkurs konardeild innan Sameinuðu þjóð-
anna. Þar hafa Íslendingar lengi
verið við einhver störf ýmist tíma-
bundið eða gegnt þar föstum emb-
ættum. Gunnar Finnsson hefur
starfað þar um árabil og sinnt verk-
efnum á sviði flugvallamála og flug-
umferðarþjónustu og Grétar H.
Óskarsson gegnir nú til þriggja ára
stöðu í starfshópi sérfræðinga um
flugöryggis- og flugleiðsögumál.
Þeir voru báðir staddir hérlendis á
dögunum og gafst þá tækifæri til að
hlera þá um störf þeirra og stofn-
unina.
„Ég starfa í sérfræðingahópi eða
nefnd sem heitir Air Navigation
Commission, ANC. Hún setur al-
þjóðlega flugöryggisstaðla eða regl-
ur og sér um að þeim sé framfylgt,“
segir Grétar H. Óskarsson en hann
starfaði um árabil sem fram-
kvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins
hjá Flugmálastjórn Íslands og
gegndi í fimm ár starfi flugmála-
stjóra Namibíu.
Áður en lengra er haldið er rétt að
greina örlítið frá uppbyggingu
ICAO. Aðildarlönd stofnunarinnar
eru nú 185. Henni var komið á fót ár-
ið 1944 þegar fyrstu löndin skrifuðu
undir samþykktir hennar á ráð-
stefnu í Chicago. Æðsta vald hennar
er hjá eins konar löggjafarsam-
kundu, allsherjarþinginu, sem kem-
ur saman á þriggja ára fresti og mót-
ar stefnu og fjárhagsáætlun næstu
þriggja ára. Þess á milli fer fastaráð
með málefni stofnunarinnar en í
hana skipar löggjafarsamkundan
fulltrúa frá 33 löndum. Fulltrúi
Norðurlanda í fastaráðinu nú er frá
Noregi en Norðurlöndin skiptast á
um að eiga fulltrúann þrjú ár í senn.
Starfsmenn ICAO eru um 600 og
eru sjö svæðisskrifstofur auk aðal-
skrifstofunnar í Montreal í Kanada.
Þær eru í Bangkok, Kaíró, París,
Dakar, Nairóbí, Lima og Mexíkó.
Stofnunin á náið samstarf við aðrar
stofnanir innan Sameinuðu þjóð-
anna, en einnig er samstarf við Al-
þjóðasamband flugfélaga, IATA, Al-
þjóðasamband flugmannafélaga,
IFALPA, Alþjóðleg samtök flug-
valla, ACI og önnur alþjóðasamtök á
ýmsum sérsviðum flugmála.
Segja má að hlutverk Alþjóða
flugmálastofnunarinnar, ICAO, sé
að staðla og samræma allt sem við-
kemur flugi. Það þýðir að flugmenn
geta flogið hvert sem er og athafnað
sig á flugvöllum hvar sem er í heim-
inum en eru þó alltaf í sama um-
hverfinu, öll samskipti við flugum-
ferðarstjórnir fara fram á ensku og
ekkert á að koma þeim á óvart í
þessum efnum. Til að ná þessum
markmiðum hafa hinar ýmsu deildir
og sérfræðihópar stofnunarinnar
hver sitt verksvið og segja má að
þetta sé eilífðarverkefni þar sem
þróun er mikil í flugi og reglur og
staðlar í stöðugri endurskoðun.
Sérfræðingar en ekki
fulltrúar einstakra landa
„Í hópnum starfa 15 sérfræðingar
í flugöryggismálum og við eigum að
bera ábyrgð á öllum flugöryggis-
stöðlum sem alþjóðaflugið er byggt
á,“ segir Grétar en hann er fulltrúi
Norðurlandanna í flugöryggisnefnd-
inni, ANC, en þau skipta með sér að
tilnefna fulltrúa sinn í hana. Nefnd-
armennirnir fimmtán eru allt fag-
menn, þ.e. verkfræðingar eða aðrir
tæknimenn, flugmenn og aðrir sem
hafa sérþekkingu á flugöryggismál-
um. Og þótt þeir séu skipaðir í
nefndina af ákveðnum löndum eru
þeir ekki fulltrúar þeirra heldur
starfa sem fagmenn og fara eftir eig-
in samvisku í umfjöllun sinni um ein-
stök málefni. En hver eru helstu um-
fjöllunarefnin í sérfræðingahópnum
um þessar mundir?
„Við höfum talsvert fjallað um há-
vaðareglur og mengunarmál að und-
anförnu en í heild má segja að allir
öryggisstaðlar og reglur um flug séu
í stöðugri endurskoðun. Þetta eru
yfirgripsmiklar reglur og í flugmál-
um er stöðug þróun í gangi og þess
vegna fjöllum við oft um málin og að-
lögum hlutina,“ segir Grétar og
nefnir að það sé nokkuð flókinn ferill
að breyta samþykktum og reglum.
„Þegar sérfræðingahópurinn hef-
ur komist að niðurstöðu sendum við
aðildarlöndunum tillögur okkar til
umsagnar og fáum oft til baka ýmsar
athugasemdir. Þegar nýjar reglur
eru svo gefnar út er ákveðinn aðlög-
unarfrestur en síðan öðlast reglurn-
ar alþjóðlegt gildi. Einstök lönd geta
þó ákveðið að fylgja ekki einstaka al-
þjóðastaðli eða reglu tímabundið eða
til langframa. Slík frávik verður að
tilkynna til ICAO sem lætur þá öll
hin aðildarlöndin vita.“
Gunnar Finnsson er viðskipta-
fræðingur að mennt og hefur lengst-
um starfað hjá ICAO. „Ég vann með
náminu við mililandaflug á söluskrif-
stofu Flugfélags Íslands sumurin
1962 og 1963 og Örn Ó. Johnson, for-
stjóri Flugfélags Íslands, bauð mér
síðan starf hjá sér eftir að náminu
lauk og byrjaði ég þar árið 1964.
Hélt ég svo til Bandaríkjanna seinna
það ár í MBA nám í leyfi frá Flug-
félaginu þar sem mér hafði hlotnast
Fulbright styrkur. Ég kom heim til
starfa síðla árs 1965 en átti svo árið
1969 kost á eins og hálfs árs stöðu
hjá ICAO og fékk síðan fasta stöðu
þar og hef verið þar síðan. Við hjónin
höfðum hugsað okkur að vera í Kan-
ada kannski í fimm ár í allt en þau
eru nú orðin yfir 30,“ segir Gunnar
en hann er brátt á heimleið þar sem
hann hyggst láta af störfum næsta
sumar og flytjast til Íslands á ný. En
hvert er starfssvið hans?
„Ég veiti forstöðu deild sem hefur
stjórnun og fjármál flugvalla og
flugumferðarþjónustu á sinni könnu
en í því felst hönnun og skipulag á
flugvöllum, stefnumörkun og stjórn-
un þeirra og þjónusta sem þar er
rekin, bæði sú sem snýr að flugvél-
unum og farþegunum í flugstöðvun-
um sjálfum, svo og þjónustu sem
flugvélar þurfa á að halda á alþjóða
flugleiðum.
Rekstur flugvalla er margslung-
inn og aðalverkefnið er að gera hann
eins hagkvæman og unnt er til að
íþyngja ekki um of flugrekendum
með of háum gjöldum og þar með
farþegunum sem greiða fyrir þenn-
an kostnað í miðaverðinu. Sú þróun
hefur æ meira verið uppi síðustu ár-
in að aðskilja það sem að ríkinu snýr
varðandi flugþjónustu og það sem
fela má einkafyrirtækjum eða hluta-
félögum, sem eru undantekningalít-
ið að mestu áfram í ríkiseign. Með
því verður öll ákvarðanataka heldur
hraðari og fljótlegra að laga þjón-
ustu og verðlagningu að þeim breyt-
ingum sem alltaf eru í þessu um-
hverfi. Aðildarríki ICAO bera
ábyrgð á flugþjónustunni og að
stöðlum sé fylgt en þau geta veitt
öðrum umboð til að taka að sér
ákveðna þætti þjónustunnar.“
Gunnar segir að rekstur flugvalla
standi vart undir sér með lending-
argjöldunum einum og því hafi fleiri
tekjuleiðir komið til. „Ein þeirra er
hvers kyns þjónusta og verslan-
arekstur sem skilað hefur flugvöll-
unum umtalsverðum tekjum og bætt
upp hallan sem er af flugþjónustunni
sjálfri og vel það.“
Meðal þess sem deild Gunnars
vinnur að um þessar mundir er
hvernig hægt er að nýta GPS-kerfið
og önnur gervihnattakerfi meira
varðandi staðsetningar- og fjar-
skiptamálefni flugvéla.
Gunnar og Grétar rifjuðu upp
hversu mikla framsýni íslensk
stjórnvöld með Agnar Kofoed Han-
sen, þáverandi flugmálastjóra, í far-
arbroddi sýndu þegar Ísland gerðist
aðili að ICAO og tók í framhaldi af
því að sér að sjá um flugumferðar-
stjórn á stórum hluta Norður-Atl-
antshafsins. Þeir segja ekkert sjálf-
gefið að þessi starfsemi, sem veitt
hefur mörgum störf beint og óbeint í
áratugi, verði áfram á hendi Íslend-
inga. „Það eru fleiri sem gætu tekið
að sér stóru flugstjórnarsvæðinu
fyrir vestan og austan landið en ef
við höldum vel á spöðunum, fylgj-
umst með þróuninni og bjóðum
þjónustuna á hagstæðu verði þá er
ekkert því til fyrirstöðu að hún verði
áfram hjá Íslendingum lengi enn.“
Tveir Íslendingar nú við störf hjá Alþjóða
flugmálastofnuninni ICAO í Kanada
Sjá um flugörygg-
isstaðla og flugum-
ferðarþjónustu
Gunnar Finnsson hefur
starfað hjá ICAO í þrjá
áratugi. Grétar H. Ósk-
arsson gegnir þriggja
ára stöðu þar. Í viðtali
við Jóhannes Tóm-
asson segja þeir Íslend-
inga geta sinnt áfram
flugumferðarstjórn yfir
Norður-Atlantshafi ef
vel verður haldið á
spöðunum.
Morgunblaðið/Þorkell
Gunnar Finnsson og Grétar H. Óskarsson starfsmenn Alþjóða flug-
málastofnunarinnar í Kanada.
segir hún.
rð því að
ð á öllum
rgarinnar.
amkvæmt
evrópska
svo fór að
rygginga-
gingarnar
Sjóvá-Al-
þjónustu.
, deildar-
hjá Sjóvá
ynslan af
kurborg sé
Almennar
yggingum
elsi í lög-
um komst
erið stórir
yri og síð-
fellum var
gir Sveinn
ess að vel
markmið
un tjóna,
a. Aðeins
lækka ið-
ð
ð
yggingum
lagi og
llri okkar
borgina og
anir hefur
m á þessu
amningar
enda þess
oru með
rygginga-
asamning
rum ættu
jafnast út.
mningsins
i heildar-
ðgjöldum.
sta kemur
mál, kynn-
rvarnir.“
að enn sé
yrirkomu-
að það fari
orgarkerf-
þó alltaf
reytingar.
tu mánuð-
hafi farið
um stór-
gerð form-
la ári hins
ki leiki þó
a hagræð-
á fyrir-
takrafna
kja bætur
a þótt það
n borgar-
um þetta
þóttu vega
ri komið í
nan borg-
ði í af-
ss að nýta
sem er til
inu, stöðl-
r, ekki síst
aranna við
Þau Gestur og Berglind leggja
bæði áherslu á að þetta ferli eigi að
ganga hratt og vel fyrir sig. Það á
líka við um fyrirtæki eða stofnanir
sem verða fyrir tjóni, t.d. brotinni
rúðu eða skemmdum af völdum
eldsvoða. Sérstakur opinn rekstrar-
reikningur var stofnaður í því skyni
að bæta slík tjón fljótt og vel. Það
má því segja að borgin sjálf bæti nú
öll smærri tjón sem verða í undir-
stofnunum hennar eða fyrirtækjum
en ekki tryggingafélög eins og áður
var. Munurinn er sá að iðgjöldin,
sem voru gríðarhá, eru ekki lengur
til staðar.
„Hagræðið af þessu er augljóst,“
segir Berglind og bætir því við að
þetta fyrirkomulag þyki flestum
vera til mikilla bóta. Ekki þurfi
lengur að ganga eftir fjármagni til
endurbóta eða viðgerða eftir tjón,
heldur sé gengið frá því með tiltölu-
lega skjótum hætti. Hún leggur þó
jafnframt áherslu á að gæta verði
þess að sjóður þess verði ekki mis-
notaður. Virkt eftirlit þurfi að vera
með útstreymi hans, bæði af hálfu
umsjónaraðila hans og einnig Borg-
arendurskoðunar.
Í ljósi hins góða árangurs Reykja-
víkurborgar í lækkun tryggingaið-
gjalda, hlýtur sú spurning að vakna
hvort önnur sveitarfélög eða opin-
berar stofnanir geti farið sömu leið.
Gestur Pétursson segir aðspurður
að lykilatriði í þessum efnum sé
stærð og umfang viðkomandi trygg-
ingartaka. Í tilfelli Reykjavíkur-
borgar hafi fasteignamat til að
mynda hlaupið á tugum milljarða
kr.
„Ég myndi hiklaust mæla með því
að sveitarfélög og stofnanir skoði
þessi mál rækilega,“ segir Berglind
Söebech, „því hér eru gríðarlegir
hagsmunir í húfi. Vinna við grein-
ingu og úttekt er því fljót að borga
sig.“
Höfuðatriði að
marka sér stefnu
Gestur er á sama máli. Hann bæt-
ir þó við að höfuðatriði sé að marka
sér stefnu hvað tryggingar áhrærir.
Það hafi ríkið út af fyrir sig gert með
því að vera aðeins með lögbundnar
tryggingar, en ekki frjálsar ábyrgð-
artryggingar. Vandinn felist hins
vegar í því óhagræði sem felist í að
einstök fyrirtæki og stofnanir vasist
í hverju tjónamáli fyrir sig. Við það
tapist mikill tími starfsfólks, sem sé
dulinn kostnaður, og of mikil ná-
lægð geti verið þægileg fyrir suma
og óþægileg fyrir aðra. Auk þess
geti komið upp vandamál þegar
bregðast þarf við smátjónum, t.d.
með endurnýjun tækjabúnaðar. Þá
geti jafnvel komið upp sú ankanna-
lega staða að leita þurfi eftir auka-
fjárveitingu með tilheyrandi bið og
óvissu.
Gestur leggur áherslu á þrjú
grundvallaratriði í þessu sambandi.
Miðstýrða viðskiptaumsjón, mið-
stýrða afgreiðslu tjóna en hins veg-
ar dreifstýrðar aðferðir til að verj-
ast og bregðast við tjónum. Hann
segir að ekki myndi ganga vel upp
að hafa allt ferlið dreifstýrt, þar sem
slíkt hefði í för með sér skort á nauð-
synlegri yfirsýn. „Í þessum efnum
er mikilvægast að hafa yfirsýn. Hún
fæst aðeins með miðstýringu. Ég
veit að það hljómar ekki of vel á tím-
um þegar sjálfstæði í ákvarðana-
töku er að aukast en stundum getur
miðstýringin átt við. Aðeins með
henni er hægt að sjá veikleikana og
ráða bót á þeim með skjótvirkjum
og öruggum hætti,“ segir Gestur.
borgar 891 milljón kr. á árunum 1993–1997
da
itt til
nna í
m ár
si á
a op-
alið.
!"
"
#$ % "
!"!#$"$$$
% "#%"$$$
$
%$"&'"$$$
(
))
* (
) + ,
! %- ' )
)
.
/&0
(
) + ,
! %- '.
!$$0
-
!1
/1
%1
!1
/1
%1
2 )
! %-! '
2 )
! -/$$% 3