Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TIL SÖLU ALLT TIL REKSTURS VÍDEÓLEIGU 2000 spólur, tölva, innréttingar frá Ofnasmiðjunni, hillurekkar og afgreiðsluborð ásamt sælgætisrekkum Upplýsingar í síma 893 0040 TALNINGA- VOGIR Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is  Léttu þér vinnuna í talningunni!  Auðveld í notkun  Vog á fínu verði Hafðu samband eða skoðaðu www.eltak.is Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Borgarsíðu og götur þar í kring. AÐALSTJÓRNIR Knattspyrnu- félags Akureyrar, KA og Íþrótta- félagsins Þórs samþykktu í lok síð- asta mánaðar að hefja að nýju viðræður um sameiningu meistara- flokka félaganna í karlaflokki í hand- knattleik og knattspyrnu. Eins og flestum er kunnugt hafa félögin þeg- ar tekið upp samstarf um rekstur meistaraflokka kvenna í handknatt- leik og knattspyrnu. Viðræður um sameiningu meist- araflokka félaganna í karlaflokki hóf- ust haustið 1999 og stóðu fram undir vor á síðasta ári. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá KA og Þór. Sérstök viðræðunefnd félaganna átti fjölmarga fundi á áðurnefndu tímabili, þar sem rætt var um málið á jákvæðan hátt. Í kjölfarið funduðu stjórnarmenn úr handknattleiks- deildum KA og Þórs um möguleika á að sameina meistaraflokka félaganna en án þess að niðurstaða fengist út úr þeim viðræðum. Aðalstjórnir félaganna eru þó sam- mála um að halda viðræðum áfram og á fundi viðræðunefndar fyrr í þessum mánuði var samþykkt að halda áfram þar sem frá var horfið í vor en þó með aðeins breyttum áherslum. Ákveðið var að stofna til tveggja viðræðu- hópa, annars vegar þar sem sitja fulltrúar frá handknattleiksdeildum og aðalstjórnum félaganna og hins vegar þar sem sitja fulltrúar frá knattspyrnudeildum og aðalstjórnum félaganna og munu viðræður þessara hópa hefjast þegar í stað. Samvinna vænleg að margra mati Bág fjárhagsstaða íþróttafélaga á Akureyri og reyndar víðar á landinu hefur verið töluvert til umræðu á undanförnum misserum og er flest- um kunn. KA og Þór hafa leitað ým- issa leiða í þeirri baráttu að rétta af fjárhagstöðuna en betur má ef duga skal. Enn frekari samvinna félaganna er að margra mati vænleg leið til ár- angurs og þá ekki bara í fjárhagslegu tilliti, heldur einnig til framtíðar á keppnisvellinum sjálfum. Þá hafa forsvarsmenn unglinga- ráða félaganna í knattspyrnu rætt saman og hyggja á víðtækt samstarf á ýmsum sviðum og er það vel, eins og segir ennfremur í fréttatilkynn- ingunni. Samþykkt aðalstjórna KA og Þórs Viðræðum um sameiningu meistaraflokka haldið áfram BGB–Snæfell hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt til að greiða rúmlega tvítugum karl- manni bætur að upphæð um 3,5 milljónir króna auk vaxta vegna slyss sem hann varð fyrir þegar hann vann hjá fyrirtækinu árið 1996. Þá var fyrirtækinu gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Maðurinn fór fram á skaða- og miskabætur að upphæð um 5,3 millj- ónir króna. Málsatvik eru þau að í lok janúar árið 1996 var maðurinn, sem þá var 17 ára gamall, við vinnu í fiskverk- unarhúsi Blika, en það fyrirtæki hef- ur á liðnum árum sameinast öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Vann hann við að pressa þurrkaða skreið- arhausa í skreiðarpressuvél þegar hann klemmdi fjóra fingur hægri handar í pressunni. Alvarlegir áverkar reyndust vera á þeim öllum utan þumalfingurs og fór hann í skurðaðgerð vegna þeirra. Varan- legur miski mannsins var metinn 25% af þar til kvöddum læknum. Taldi maðurinn að rekja mætti slysið til vanbúnaðar pressunnar og gáleysis starfsmanna fyrirtækisins. Fulltrúar Vinnueftirlits bentu á að með viðeigandi ráðstöfunum hefði mátt fyrirbyggja hættu á því að klemmast í pressunni. Einnig er bent á að pilturinn hafi einungis ver- ið 17 ára að aldri er slysið varð og al- kunna sé að unglingar hafi ekki sama jafnlyndi og eldra fólk né heldur jafn þroskaða athyglisgáfu. Hæpið sé að láta ungling hafa umsjón með hættu- legri vél og án ítarlegrar aðvörunar. Af hálfu fyrirtækisins var rökum mannsins hafnað og var m.a. bent á að engar athugasemdir hefðu verið gerðar við öryggisbúnað hjá Vinnu- eftirliti fyrr en eftir slysið. Einnig er nefnt að um langan aldur hafi tíðkast hér á landi að unglingar ynnu frá 16 ára aldri sem fullgildir verkamenn. Maðurinn hafi um skeið unnið við pressuna og hafi verið henni vanur, hann hafi því átt að gera sér grein fyrir þeim hættum sem gætu falist í notkun hennar. Strax hefði átt að gera viðeigandi ráðstafanir Dómurinn álítur að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu átt að gera við- eigandi ráðstafanir varðandi skreið- arpressuna til að fyrirbyggja slys um leið og hún var tekin í notkun, en ekki eftir að óhappið átti sér stað. Því beri fyrirtækið skaðabótaábyrgð á því tjóni sem maðurinn varð fyrir. Þar sem honum hefði, vegna reynslu sinnar, mátt vera hættan ljós kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sýnt af sér gáleysi er hann lagði hönd sína í fals hennar um leið og hann lét hana síga. Við mat á gáleysi hans var þó litið til ungs aldurs hans og reynsluleysis á slysadegi. Þótti því hæfilegt að hann bæri sjálfur einn þriðja hluta tjóns síns. Héraðsdómur Norðurlands eystra Ungur karlmaður fær 3,5 milljónir í bætur vegna slyss DAGARNIR lengjast nú óðum. Sólin er örlítið farin að skína og síðdegis á miðvikudag var fagurt yfir Akureyri að líta þegar sólin roðagyllti skýin á himninum yfir kirkjunni. Roðagyllt ský Morgunblaðið/Kristján VETRARDAGSKRÁ Húss skálds- ins hefst með ljóðakvöldi í Sigurhæð- um í kvöld, föstudag, 12. janúar, kl. 20.30. Að þessu sinni verður ljóðum Tómasar Guðmundssonar skipað í öndvegi í tilefni af aldarafmæli hans á þrettánda degi jóla, og skömmu áð- ur voru 75 ár liðin frá útkomu fyrstu bókar hans, „Við sundin blá“. Í fréttatilkynningu segir: Þó að Tómas hafi á hátíðlegum stundum í höfuðborginni oftlega verið nefndur „Borgarskáldið“, fer því fjarri að yrkisefni hans séu bundin Reykjavík sérstaklega. Allt í gegnum ljóð hans um „Fagra veröld“ og „Stjörnur vorsins“ streymir „Fljótið helga“ líf- ið sjálft – líkt og Sogið sem fellur nið- ur með Grímsnesinu þar sem hann ólst upp – sveitadrengur og heims- lystarmaður í senn. Ljóðakvöldin hafa notið mikilla vinsælda – en hafa nú legið niðri um hríð. Nú er ætlunin að hafa þau viku- lega á föstudögum – ekki miðviku- dögum eins og áður – og til skiptis í Sigurhæðum og Davíðshúsi. Dag- skráin hefst kl. 20.30 en húsið er opið kl. 20–22 og heitt á könnunni. Ljóð Tómasar í öndvegi Ljóðakvöld á Sigurhæðum ÞAÐ hefur víst ekki farið framhjá neinum að jólin eru að baki og eru flestir landsmenn væntanlega bún- ir að pakka sínu jólaskrauti og jólaseríum niður í kassa og koma í geymslu. Þó finnst mörgum ágætt að láta jólaljósin loga eitthvað lengur í svartasta skammdeginu. Akureyringar voru sem fyrr dug- legir við að skreyta híbýli sín og starfsmenn bæjarins að skreyta í bænum. Það tekur því nokkurn tíma að taka saman eftir hátíð- arnar og í gær voru starfsmenn umhverfisdeildar enn að taka nið- ur jólaljós. Jólaljósin tekin niður Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.