Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG er ekki hættur að borða eldislax, en ég er varkárari en áður og vildi vita hvort það er hættulegt að gefa tveimur ungum sonum mínum eldislax, hvort ég þarf að gæta að því eða hvort það er í lagi,“ segir Jeremy Bri- stow, framleiðandi sjónvarpsþáttar um lax- eldi, í viðtali við Morgunblaðið, en breska sjónvarpsstöðin BBC2 sýndi þáttinn á sunnu- dagskvöldið. Í þættinum er bent á ýmsar óæskilegar hliðar á fiskeldi, svo sem að eld- islax virðist stuðla að útrýmingu villta laxins og að mikið magn þrávirkra efna og eiturefna eins og díoxíns í eldislaxi sái efasemdum um hollustu hans, einkum fyrir börn, barnshaf- andi konur og konur með börn á brjósti. Þátturinn hefur hlotið mikla umfjöllun í breskum fjölmiðlum, ekki síst í Skotlandi þar sem mikið er um laxeldi, og lax þykir jafn ein- kennandi og heiðarlyngið. Þáttagerðarmenn- irnir eru sakaðir um að hræða fólk að ósekju. Skoskir stjórnmálamenn hafa ráðist á BBC fyrir að kynda undir hræðslu, sem eigi ekki við rök að styðjast, en talsmaður BBC svar- aði því til að almenningur ætti rétt á að fá óvilhallar upplýsingar um ástand mála. Í kjöl- far fréttaflutnings áður en þátturinn var sýndur er á næstunni búist við að Evrópu- sambandið muni taka fyrir hver mörk þrá- virkra efna og díoxíns megi vera í fóðri sem notað er til fiskeldis. Fiskeldi í Bretlandi sæt- ir vaxandi gagnrýni og þáttur BBC2 er aðeins ein umfjöllun af mörgum þar sem viðruð er gagnrýni á þennan iðnað. Þátturinn er einnig dæmi um að í Bretlandi er í vaxandi mæli litið á eldisfisk sem húsdýr og um hann eigi að gilda sömu ákvæði og um dýravernd almennt. Í samtali við Morgun- blaðið hefur breskur blaðamaður er fæst við umhverfismál látið í ljós þá skoðun að það sé aðeins spurning um tíma hvenær almennt verði farið af fjalla um fisk og fiskveiðar út frá dýraverndunarsjónarmiðum. Bristow hafði í fyrstu í huga að gera þátt um hnignun laxastofna í Norður-Atlantshafi en beindi í staðinn athyglinni að ástandinu í fiskeldi á Bretlandseyjum og áhrifum þess. Í þættinum eru rakin ýmis hliðaráhrif, sem fiskeldi hefur haft á umhverfið í Skotlandi, þar sem 300 fiskeldisstöðvar eru starfræktar. „Fiskeldi er iðnaður í hröðum vexti um allan heim, meðal annars sökum hnignandi ástands villtra stofna, svo það er ekki úr vegi að huga að ástandinu í þessum iðnaði,“ segir Bristow. Í þættinum eru tekin fyrir atriði eins og áhrif eldisfisks á villtan lax, samhengi eldis og sjúkdóma, hollusta eldisfisks og hvort gen- breyttur fiskur sé það sem koma muni í lax- eldi. Leiddar eru líkur að því að eldisfiskur sleppi í svo ríkum mæli úr eldiskvíum að hann sé á góðri leið með að útrýma villta lax- inum. Fram kemur að á móti hverjum einum villtum laxi í norskum ám séu nú 3–4 eld- islaxar. Í þættinum er haft eftir vísindamanni að það sé „hreint grín“ að halda því fram að það sé ekki samhengi á milli fiskeldis og 80 prósenta samdráttar í veiðum á villtum laxi við norð-vesturströnd Skotlands undanfarin fimm ár, en þar eru flestar eldisstöðvarnar. Í þætti Bristows kemur fram að sérfræðingum hafi verið hótað því að þeir misstu vinnuna ef þeir segðu álit sitt á umhverfisáhrifum eld- isfisks á villta laxinn. Það birtast í þættinum sláandi myndir af afmynduðum eldislöxum. Sagt er að sökum ákafrar ræktunar, meðal annars með því að hafa mjög heitt vatnið við klak, afmyndist laxinn og líkist meir kubbslegum karfanum en rennilegum laxi. Fram kemur að sumstaðar sé allt að 70 prósent af eldislaxi vanskapaður af þessum orsökum. Þá eru vaktar spurningar um hvort almenn dýraverndunarsjónarmið eigi ekki að gilda um laxinn eins og um önnur eldisdýr. En það sem einkum hefur vakið deilur er að í þættinum er leitt að því líkum að eldislax sé ekki eins hollur matur og af sé látið. Bent er á að mælt sé með því að fólk neyti eins skammts af feitum fiski á viku. Hins vegar er bent á að hátt stig þrávirkra efna og díoxíns í eldisfiski hljóti að vekja efasemdir um að þessar ráðleggingar geti staðist. Það eru ekki síst staðhæfingar eins og að eldisfiskur inni- haldi tíu sinnum meira magn en díoxín, sem hefur vakið reiði forráðamanna fiskiðnaðar- ins. Sterk viðbrögð í Skotlandi Bristow er á því að breska matvælaeft- irlitið eigi að athuga málið og kanna hvort þessar ráðleggingar standist. Það geti vel verið að annað gildi til dæmis um börn, barnshafandi konur og konur með börn á brjósti og fólk eigi rétt á nákvæmum upplýs- ingum. Matvælaeftirlitið hefur hins vegar ásakað BBC fyrir að ýta undir skelfingu, sem ekki eigi við rök að styðjast. Þar á móti kem- ur að ESB hyggst nú setja mörk um díoxín í fóðri til fiskeldis eftir að skýrsla á þess veg- um sýndi að það væri líkleg leið eiturefna inn í fæðukeðjuna. Fjölmiðlaumfjöllun um þáttinn sýnir að hann hefur snert ýmsa. The Observer bendir á að þátturinn muni ýfa upp deilur um fisk- eldi, sem í Skotlandi sé iðnaður er færi 300 milljónir punda inn hagkerfið og sjái 6.500 manns fyrir vinnu. Þar eru því miklir hags- munir í húfi. Stórfyrirtæki á þessu sviði fram- leiða bæði fóður fyrir fiskeldisstöðvar og reka þær, svo fóðurframleiðslan og sjálft laxeldið er samþætt. Fréttir af þættinum í síðustu viku voru vísast ástæðan fyrir því að hluta- bréf í Nutreco, einu stærsta fyrirtækinu á þessu sviði og í eigu hollenskra aðila, féllu í verði um fimmtán prósent. Í Sunday Times var sagt frá þættinum á forsíðu og tekið upp efni úr þættinum um að skoskir stjórnmálamenn reyndu að halda leyndum upplýsingum um skaðvænleg um- hverfisáhrif fiskeldisstöðva. Í skoskum blöð- um hafa stjórnmálamenn komið fram hver um annan þveran til að lýsa stuðningi sínum við þennan öfluga iðnað og skömm sinni á heimildaþætti BBC2, um leið og efnið hefur valdið miklum deilum. Umhverfisverndar- sinnar minna á að stjórnvöld hafi verið treg til að leggja trúnað á upplýsingar vísinda- manna um samhengi kúariðu og Creuzfeldt- Jakob-veikinnar. Því veki það grun þegar hið opinbera freisti þess að hamla upplýsinga- flæði. Bent á óæskilegar hliðar í breskum sjónvarpsþætti um umhverfisáhrif frá laxeldi Eldisfiskur útrýmir villta fiskinum og er mengaðri en hann Þáttur í breska sjónvarpinu um laxeldi er sagður dæmi um að í Bretlandi er í vaxandi mæli litið á eld- isfisk sem húsdýr og að um hann eigi að gilda sömu ákvæði og um dýravernd almennt. Sigrún Davíðsdóttir kannaði ýmsar hliðar málsins. London. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ísinn á undanhaldi ÍS myndaðist í kuldakastinu síðustu vikur sums staðar við strendur Reykjavíkur. Ísinn er nú nánast horfinn eftir að hlýnaði um miðja vikuna. Hætt er víð að ísinn hverfi hratt ef spá Veður- stofunnar gengur eftir en spáð er hlýindum fram yfir næstu helgi. Framundan íshrönglinu í Skerjafirði suður af fjörunni við Ægisíðu sést í Reykjavíkurflugvöll. Erfiðara er hins vegar að spá um hvort hann hverfur í náinni framtíð. ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmað- ur barna, gagnrýnir hið opinbera fyrir sinnuleysi gagnvart málefnum barna og unglinga, en hún segir að svör við erindum varðandi málefni þessa hóps berist oft seint og illa á skrifstofu sína. Þórhildur sagði að árið 1996 hefði hún fengið fyrirspurn frá foreldrum um það hvort í gildi væru einhverjar reglur um sumarnámskeið og vinnu- skóla sem starfandi væru á vegum sveitarfélaganna. T.d. reglur er kvæðu á um öryggi barna og það hvaða kröfur væru gerðar til leið- beinenda. Að sögn Þórhildar kom í ljós að ekki voru til neinar reglur um þetta og sendi hún strax bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem far- ið var fram á að settar yrðu einhverj- ar lágmarksreglur um starfsemina. Hún sagði að fyrst núna, rétt fyrir áramót eða fjórum árum eftir að málið fór í gang, hefði Samband ís- lenskra sveitarfélaga sent frá sér bréf þar sem að það kæmi fram að það væri ekki hlutverk þess að setja reglur um þetta, heldur væri það hlutverk hvers sveitarfélags. Þórhildur sagði að þetta dæmi sýndi hvernig viðhorf hins opinbera væri oft gagnvart málefnum barna og unglinga, því hún hefði árið 1997, 1999 og árið 2000 ýtt á eftir málinu. Varðandi svar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði Þórhildur, að hún myndi skoða þetta mál nánar á næstu mánuðum, því henni þætti sjálfsagt að settar yrðu samræmdar lágmarksreglur um sumarnámskeið og vinnuskóla sveitarfélaganna, þannig að börn byggju við sem jöfn- ust kjör hvar sem þau væru í sveit sett. Umboðsmaður barna Stjórnvöld sýna mál- um barna sinnuleysi SAMGÖNGUNEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á mánu- dag að hækka leyfilegan hámarks- hraða á Miklubraut, frá Grensás- vegi að brúnni yfir Elliðaár, úr 60 km/klst. í 70 og hámarkshraða á Gullinbrú frá Höfðabakkavegi að Hallsvegi úr 50 km/klst. í 60. Þessi breyting er í samræmi við óskir lögreglustjórans í Reykjavík en hann taldi að nýlegar breytingar á þessum götum væru með þeim hætti að göturnar þyldu aukinn umferðarhraða. Lögreglustjóri fór einnig fram á að hámarkshraði við nokkrar götur yrði hækkaður úr 30 í 50 km/klst. Jafnframt benti hann á að merking- ar á hámarkshraða um þessar göt- ur væru ekki nægilega góðar. Helgi Pétursson, formaður sam- göngunefndar, segir að nefndar- menn muni athuga ástandið við þær götur borgarinnar þar sem leyfileg- ur hámarkshraði er 30 km/klst. Kannað verði hvort merkingum sé ábótavant og hvort líklegt sé að ökumenn átti sig á því að þeir séu að aka um íbúðahverfi. Helgi segist efins um að tilmæli lögreglustjóra um að hækka hámarkshraðann fái mikinn hljómgrunn hjá nefndar- mönnum og segist sjálfur vera því mótfallinn. Helgi segist hafa fengið mikil viðbrögð hjá fólki sem býr við umræddar götur og það telji það spor í rétta átt að leyfilegur há- markshraði skuli hafa verið lækk- aður í 30 km/klst. þó svo að veru- lega vanti upp á að ökumenn fari eftir því. Fulltrúi lögreglu lagði á fundi samgöngunefndar fram lista yfir fjölda ökumanna sem hafa verið sektaðir fyrir hraðakstur um íbúða- hverfi. Á tíu mánaða tímabili á síð- asta ári voru 216 ökutæki mæld á yfir 30 km hraða í Hamrahlíð, 78 á Brúnavegi, 2 á Laugarásvegi, 82 á Seljabraut og 101 á Barónsstíg. Helgi segir að nefndin muni skoða það hvers vegna muni svo miklu á götunum. Þá sé sérstaklega athygl- isvert að svo virðist sem ökumenn átti sig ekki á því að hraðakstur um Hamrahlíð sé óleyfilegur en þar eru tveir skólar og blindraheimili. Samþykkt samgöngunefndar um að hækka leyfilegan hraða á Miklu- braut og Gullinbrú fer næst fyrir borgarráð og síðan til lögreglu- stjóra. Helgi segir að tillaga um þetta hafi verið rædd í borgarráði fyrir ári en hlaut þá ekki afgreiðslu. Merkingar á hámarkshraða í íbúðargötum verða kannaðar Hraðamörk hækkuð á Miklubraut og Gullinbrú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.