Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 33 ORKUVEITA Reykjavíkur hefur haf- ið undirbúning að lagningu hitaveitu í Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, nánar til- tekið í vestanverðu Grímsesi og í Grafn- ingi, sunnan Úlfljóts- vatns. Áætlað er að lagning hitaveitunnar hefjist á næsta ári og gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki þrjú ár. Hitaveitan mun þjóna meginhluta þeirrar byggðar sem fyrir er á þessu svæði. Þar á meðal eru tæplega 1.000 sum- arhús, allnokkrir sveitabæir, tvær sundlaugar, skóli og mannvirki sem tengjast þjónustu, þ.m.t. ferðaþjón- ustu. Ennfremur mun hitaveitan þjóna framtíðarbyggð á veitusvæð- inu, en samkvæmt skipulagi er þar gert ráð fyrir byggð fyrir nokkur hundruð sumarhús til viðbótar þeim sem fyrir eru, auk hugmynda um heilsársbyggð í Grímsnesi. Áætlað- ur stofnkostnaður hitaveitunnar er um 440 milljónir króna. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja undirbúning að framkvæmdum við hitaveitu á þessu svæði. Tillaga um það efni var samþykkt í stjórn veitustofnana borgarinnar um mitt síðasta sumar, en þá lágu fyrir viljayfirlýs- ingar frá Grímsnes- og Grafningshreppi um samstarf vegna þessa verkefnis. Einnig hef- ur náðst samkomulag við landeigendur í Öndverðarnesi, en þar er jarðhiti sem áform- að er að hitaveitan nýti. Meginhluti veitunn- ar er frá Öndverðarnesi að Úlfljóts- skála (svæði 1 og 2 á meðf. korti). Frá veitunni munu síðan liggja þrír leggir, að Búrfellssvæðinu (svæði 3), að Efri-Brú og niður Grafning (svæði 4). Ekki er talið að veitan á Búrfells- og Grafningssvæðunum verði hagkvæm þegar í stað, en von- ast er til að veitan þar geti orðið hagkvæm með vaxandi byggð á komandi árum. Í fyrsta áfanga, sem ráðgert er að hefjast handa við á næsta ári, er áætlað að hitaveita verði lögð á Öndverðanessvæðinu og til norðurs, upp með Soginu, og að veitunni tengist byggð við Álfta- vatn og allt upp að Efri-Brú, þ.m.t. byggð við Syðri-Brú, Írafoss og Ljósafoss. Þetta er svæði 1 á meðf. korti. Árið eftir er síðan stefnt að því að hefja lagningu hitaveitu í landi Úlfljótsvatns (svæði 2) og í Búrfellslandi (svæði 3), síðasta áfanga er áætlað að hitaveita verði lögð í Grafningi (svæði 4). Þessi framkvæmdaáætlun er þó háð ytri aðstæðum á svæðinu, svo sem að spár um orkuöflun og markaðssetn- ingu á svæðinu gangi eftir. Stofngjaldi notenda Grímsnes- og Grafningsveitu verður stillt í hóf, en ef áætlanir standast er gert er ráð fyrir því að tengigjald vegna hvers húss verði innan við 100.000 kr. sem er lágt verð miðað við það sem þekk- ist hjá öðrum hitaveitum. Ætla má að á þessu svæði dveljist á milli 4.000 og 5.000 manns að meira eða minna leyti yfir sumar- tímann, en eins og áður sagði eru sumarhús á svæðinu tæplega eitt þúsund talsins. Samkvæmt því verð- ur hitaveitan með þeim stærri á landsvísu, en ætla má að notendur hennar verði fleiri en t.d. íbúar í Borgarbyggð, Grindavík, Húsavík og Fjarðarbyggð, en íbúatala þess- ara sveitarfélaga er frá rúmlega 2.300 til tæplega 3.100 manns. Með þessu framtaki Orkuveitu Reykja- víkur má ætla að notkunarmögu- leikar sumarbústaðaeigenda á hús- um sínum fari vaxandi, þar sem sumarhúsin verða í raun heilsárshús með tilkomu hitaveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur hefur ný- lega fest kaup á Hitaveitu Þorláks- hafnar og með það að markmiði að veita viðskiptavinum á svæðinu sem besta þjónustu, mun sú veita sjá um rekstur hitaveitunnar í Grímsnesi og Grafningi. Nefna má að ef til þess kemur að jarðhiti frá Öndverðarnesi anni ekki eftirspurn eftir heitu vatni kemur til álita að tengja veituna orkuverinu á Nesjavöllum. Orkuveitan veitir þjónustu í Gríms- nesi og Grafningi Ásgeir Margeirsson Hitaveita Ætla má að á þessu svæði, segir Ásgeir Margeirsson, dveljist á milli 4.000 og 5.000 manns að meira eða minna leyti yfir sumartímann. Höfundur er aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. til inngöngu í Háskóla Íslands þá. Tók oft tvö ár að lesa undir stúd- entspróf eftir hið ágæta kennara- próf. Nokkrir fóru þá leið og settust að því loknu í HÍ. Nú gerist það hins vegar, að fólk með gamalt kennarapróf hefur kom- ist inn í Háskólann, ekki síst í guð- fræðideild. Þetta hefði ekki verið ónýtt á mínum ungu árum. Tímarnir breytast og kröfurnar um leið. Allmargar myndir birtast í Almanakinu, og hefur Heimir Þor- leifsson tekið þær allmargar. Alls eru ljósmyndarar 11 að tölu. Er hið ágætasta bókarskraut að þessum ljósmyndum, og þær mjög til skýr- ingar. Ég hef áður skrifað um almanak Þjóðvinafélagsins, og er víst nær einn um það. Ég tel þetta vera mjög fræðandi og merkilegt rit, enda góð- ir að því nautarnir: Heimir Þorleifs- son sagnfræðingur og Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur. Hafi þeir þökk fyrir ágætt verk. Sá er nefnilega munur á þessari bók og jólabókunum margfrægu, að hún lif- ir þær allar, hún er notuð allt árið. Höfundur er með BA-próf í dönsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.