Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 1
58. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. MARS 2001 ALBANSKIR skæruliðar hertu enn árásir sínar við landamæri Serbíu og Makedóníu í gær. Srdjan Kerim, ut- anríkisráðherra Makedóníu, sat fund með yfirstjórn, Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, í gærdag sem lýsti yf- ir stuðningi við Makedóníumenn. NATO íhugar nú að grípa til enn harðari aðgerða til að sigrast á skæruliðunum. Að sögn Davíðs Loga Sigurðssonar, starfsmanns Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í Pristina í Kosovo, er ekki talið að átökin muni breiðast út um Balkan- skagann. Í fyrstu árás skæruliðanna í gær, sem sumir hverjir komu frá Kosovo að því er talið er, réðust þeir á liðs- sveitir Makedóníumanna í Brest. A.m.k einn Makedóníumaður lést og einn skæruliði í átökunum. Þau urðu til þess að Makedónía lokaði landa- mærunum til Kosovo. Það þýðir að helsta aðflutningsleið matvæla og eldsneytis í Kosovo er lokuð í annað sinn á tveimur dögum. Í Presevo-dalnum í Suður-Serbíu féll a.m.k. einn lögreglumaður og þrír særðust eftir árásir skæruliðanna, að sögn serbneskra yfirvalda. Þrír Al- banar særðust. Innanríkisráðherra Júgóslavíu sagði í gær að hersveitir gætu verið komnar á vettvang á vopnlausa svæð- ið í Suður-Serbíu, við landamæri Kos- ovo, innan tveggja daga. NATO von- ast til að hernum takist að koma í veg fyrir vopnasmygl skæruliðanna til Makedóníu, en talið er skæruliðarnir í löndunum tveimur vinni saman. George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, sagði þó óhugsandi að NATO myndi sinna eftirliti við hlið júgóslavneskra hersveita. Robertson sagðist þess fullviss að það tækist að kveða átökin niður. Davíð Logi segir að albönsk dag- blöð hafi gagnrýnt harðlega ákvörðun NATO um að leyfa hermönnum Júgó- slavíu að fara inn á hluta vopnlausa svæðisins við landamæri Serbíu og Júgóslavíu. „Það má segja að þrátt fyrir að takist að kveða niður átökin núna sé ekki búið að leysa vandamál svæðisins.“ Rétt viðbrögð Makedóníumanna Óttast hefur verið að árásir skæru- liðanna í Makedóníu dragi dilk á eftir sér. Stjórnmálaskýrendur hafa hins vegar bent á að Makedóníustjórn hafi brugðist hárrétt við árásum þeirra með því að falast eftir aðstoð alþjóða- stofnana í stað þess að ráðast á skæruliðana af hörku. Slíkt hefði get- að vakið samúð albanska þjóðarbrots- ins í Makedóníu með málstað skæru- liðanna. Áframhaldandi átök í S-Serbíu og Makedóníu þrátt fyrir viðbrögð NATO AP Barn af albönskum uppruna ríður framhjá farartækjum bandaríska hersins við þorpið Debellde á landamærum Kosovo og Makedóníu. Mannskæðar árásir albanskra skæruliða Skopje, Tírana, Brussel, Bújanovac, AFP, AP. MILLJÓNATJÓN varð í fisk- eldisstöð skammt utan við Flekkefjord í Noregi aðfara- nótt fimmtudags, segir í norska vefritinu Fiskaren. Svo virðist sem siglt hafi verið á fiskeld- iskvíar stöðvarinnar. Rekstrar- stjóri stöðvarinnar, Kjetil Han- sen, sagði að tjón á mann- virkjum næmi andvirði 30 millj. ísl. króna. Að sögn Hansen er mesta tjónið þó í laxi sem slapp úr ker- um, en lax að andvirði 260 millj. ísl. kr. var í kerum. Hansen sagði ekki ljóst hversu stór hluti laxins hefði glatast, en net hefðu verið lögð út til að bjarga því sem bjargað yrði. Enn er óljóst hver olli skað- anum. Danskur skipstjóri flutn- ingaskips var tekinn til yfir- heyrslu hjá lögreglu en neitaði að tengjast árekstrinum. Engin ummerki voru heldur á skipinu sem bentu til þess að svo væri. Milljóna- tjón í eldisstöð ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur lýst því yfir að hann vilji hitta Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, að máli til að reyna að stöðva átökin á sjálfstjórnarsvæðun- um, sem hafa nú staðið í fimm mán- uði. Yasser Abed Rabbo, háttsettur samningamaður Palestínumanna, sagði í gær að af fundinum gæti jafn- vel orðið á næstu dögum. Talsmaður Sharons, Raanan Giss- in, sagði fréttamönnum í gær að for- sætisráðherrann hefði sent Arafat er- indi þessa efnis á fimmtudag. Í bréfi sínu segir Sharon meðal annars að hann telji beina fundi og viðræður nauðsynlegar til að ná friði. Þetta er stefnubreyting af hálfu Sharons, sem hafði fyrr á fimmtudag útilokað fund með Arafat fyrr en Pal- estínumenn hefðu látið af uppreisn sinni. Kom hún í kjölfar bréfs frá Ara- fat, þar sem hann óskar Sharon til hamingju með embættistökuna og slær sjálfur af kröfum sínum. Arafat hvetur þar Sharon til að hefja aftur friðarviðræður á grundvelli undirrit- aðra samninga, en ekki á grundvelli niðurstaðna viðræðnanna í Camp David, eins og hann hafði áður krafist. Sharon lagði þó áherslu á að form- legar friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna gætu ekki hafist á ný fyrr en átökunum á sjálfstjórnar- svæðunum hefði linnt, þrátt fyrir að þeir Arafat hittust fyrr. Abed Rabbo sagði á hinn bóginn í gær að friðarviðræður gætu ekki haf- ist fyrr en Ísraelar hefðu opnað landa- mæri sjálfstjórnarsvæðanna og dreg- ið þar úr herviðbúnaði. Skotið að Ben Eliezer Útvarp ísraelska hersins skýrði frá því í gær að leyniskytta hefði skotið að eftirlitsstöð hersins, þar sem Bin- yamin Ben Eliezer varnarmálaráð- herra og Shaul Mofaz, yfirmaður hersins, voru í heimsókn. Enginn lét lífið en skotin munu hafa hafnað nærri varnarmálaráðherranum. Sharon vill hitta Arafat að máli Jerúsalem. AFP, AP. ANDSTÆÐINGAR Úkraínu- forseta, Leoníds Kuchmas, lentu í átökum við lögregluna í gær. Þá leystist minningarathöfn um úkra- ínska þjóðskáldið Taras Shevenko upp í blóðugustu mótmæli herferð- arinnar gegn forsetanum. Nokkrir særðust í átökum fylkinganna. Er leið á daginn fjölgaði þeim er þátt tóku í mótmælunum og urðu allt að 18.000 á endanum, að sögn lögregl- unnar. Átökin komu aðstandendum mótmælanna á óvart, en nokkrum sinnum hafa verið skipulögð frið- samleg mótmæli gegn Kuchma í kjölfar ásakana um að hann hafi tengst morði á blaðamanni sem hafði gagnrýnt úkraínsk stjórnvöld. Blóðug mótmæli í Úkraínu AP SAMSTEYPUSTJÓRNINNI í Fær- eyjum tókst aðfaranótt föstudags með naumindum að komast hjá klofn- ingi eftir margra daga viðræður og var ákveðið að haldið skyldi áfram að vinna að fullveldi. Upphaf deilnanna var þegar An- finn Kallsberg, lögmaður og leiðtogi Þjóðarflokksins, ákvað fyrir nokkru að aflýsa fyrirhugaðri þjóðarat- kvæðagreiðslu um fullveldi sem átti að verða 26. maí. Høgni Hoydal, ráð- herra fullveldismála og forystumaður Þjóðveldisflokksins, var mjög ósáttur við þá ákvörðun. Málamiðlunin sem náðst hefur um stefnu í fullveldismálinu er að mörgu leyti samhljóða því sem flokkarnir ætluðu að leggja til í atkvæðagreiðsl- unni. Allir málaflokkar sem sam- kvæmt núverandi sambandslögum heyra undir dönsku stjórnina, eiga smám saman að falla undir færeysku landstjórnina fyrir árið 2012. Þjóðaratkvæðagreiðsla síðar Verður efnt til þjóðaratkvæða- greiðslu um nýju tillögurnar en ekk- ert er sagt um hvenær hún verður. Aðeins er sagt að hún muni fara fram þegar landstjórnin hafi tekið við öll- um umræddum málaflokkum og Færeyingar verði hættir að þiggja peningaaðstoð frá Danmörku. Kalls- berg hefur þegar sent dönsku stjórn- inni bréf þar sem hann útskýrir nýju stefnuna. Árlegur fjárstyrkur Dana við Fær- eyinga á þegar að lækka og á Kalls- berg að semja við Poul Nyrup Ras- mussen, forsætisráðherra Danmerk- ur, um tímaáætlun í því sambandi. Rasmussen hefur neitað að sam- þykkja að Færeyingar fái langan að- lögunartíma ef þeir ákveði að verða fullvalda þjóð, hámarkið sé fjögur ár. Fullveldis- stefna heldur velli Þórshöfn. Morgunblaðið. Færeyska landstjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.