Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 63 SKOÐUN TVÆR konur í þingliði sjálf- stæðisflokksins hafa lagt til á Al- þingi, að leyfð verði sala áfengis í matvöruverslunum. Taka þær fram í greinargerð með frumvarpi um það mál, sem þær flytja ásamt þrem samherjum sínum, að „sjálf- sagt muni það hafa í för með sér meiri neyslu“ og ennfremur segja þær, að „hófleg neysla áfengis er í ýmsum tilvikum til bóta fyrir heilsu og líðan“. Af þessu má ráða, að flytjendur frumvarpsins láti sér í léttu rúmi liggja, þótt hið margvíslega tjón og böl af völdum áfengis eigi eftir að aukast, ef frumvarpið nær fram að ganga en aukinni neyslu fylgir óumflýjanlega meira tjón og vöxt- ur annars ófarnaðar af áfengis- drykkju. Það er því vægast sagt dapur- legt, að konur á Alþingi, önnur hjúkrunarfræðingur, hin lögfræð- ingur, skuli nú ganga fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir málstað Bakkusar. Og það er vítavert, að þær leyfi sér að beita blekkingum með því að kynna áfengi sem „holl- ustudrykk“, þegar vitað er og við- urkennt, að áfengið er helsta orsök ýmissa sjúkdóma, enda hefur Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin lýst drykkjuskapnum sem „einum skæðasta sjúkdómsvaldi í heimin- um“. – Þá hafa margir ábyrgir og virtir læknar og vísindamenn vitn- að um skaðsemi áfengis fyrir heils- una, sbr. t.d. skrif um það efni í Mbl. 23. des. 1999 og 7. júní sl. Þótt viðhorfsbreyting meðal kvenna til áfengismála kunni að hafa breyst síðustu árin verður að vona að barátta nefndra kvenna í Sjálfstæðisflokknum endurspegli ekki almennan vilja kvenfólks til aukinnar áfengisneyslu, enda voru konur hér á landi á árum áður þekktar fyrir samstöðu gegn út- breiðslu áfengis. Barátta kvenna fyrr á árum Ýmis kvennasamtök létu fyrr á árum baráttuna gegn áfengisbölinu til sín taka. Bar hún m.a. þann ár- angur, að talsmönnum áfengisauð- valdsins á Alþingi tókst ekki að brjóta niður ýmsa varnarmúra gegn áfengisflóðinu. Þá samþykktu konurnar á þingum sínum áskor- anir um afnám vínveitinga á veg- um hins opinbera, sem mun t.d. hafa haft þau áhrif að forseti landsins á þeim tíma felldi niður vínveitingar við viss tækifæri. Þótt vert væri að geta margra forustu- kvenna í þessari baráttu, er á fáar hallað, þótt hér sé minnst tveggja, sem báðar lifðu það að verða 100 ára. Önnur var Jóhanna G. Egils- dóttir, þjóðkunn forustukona í verkalýðsmálum um langt skeið. Hún skildi vel gildi þess að vernda alþýðuheimilin fyrir böli áfengis og hve mikilvægt væri fyrir mæðurn- ar að standa dyggan vörð um vel- ferð heimilanna og sýna gott for- dæmi. Og Jóhanna var ómyrk í máli um lýsinguna á drykknum, sem þær Ásta og Þorgerður telja til „bóta fyrir heilsu“, en í merkri bók um ævi Jóhönnu sagði hún þessi orð, þá 99 ára: „Áfengið er eitur og öllum til bölv- unar.“ Hin konan, Jakobína Mathiesen, átti að baki langan og gifturíkan feril á sviði ýmissa félagsmála. Hún hafði bindindishugsjónina að leiðarljósi alla ævi og var ófeimin við að vara við voða vínsins. Þannig er í minningargrein um hana vikið að eftirfarandi varnað- arorðum, sem hún ætíð lagði ríka áherslu á: „Vín er viðbjóður.“ Ábyrgar konur bindist samtökum Sjálfagt er fjöldi kvenna, sem hefur andúð á allri viðleitni, sem er til þess fallin að auka áfengisvand- ann og vill hlífa börnum sínum og öðrum við ógnum áfengis og ann- arra eiturlyfja. Samt virðist blasa við, að almenn neysla áfengis með- al kvenna hafi aukist á undanförn- um árum. Þar munu valda miklu fjötrar drykkjutískunnar og stór- aukinn fjöldi drykkjustaða. Þá hef- ur linnulaus áróður frjálshyggju- og áfengispostula um skaðleysi hinna „léttu vína“ blekkt marga til drykkju og fest í snörur Bakkusar. Einkum hafa þessi öfl bent á rauðvín í þessu sambandi. En sannleikurinn er sá, að engar vís- indalegar sannanir eru til um það, að rauðvínið sé eitthvað frábrugðið öðru áfengi að því er varðar hætt- urnar, sem drykkjunni fylgja, skerðing dómgreindar, heilsutap, afbrotahneigð o.fl. Þannig hefur Hjartanefnd Bandaríkjanna (AMA) nýlega lagt að bandarískum læknum að ráð- leggja sjúklingum sínum ekki að drekka rauðvín, heldur einbeita sér að meðferð, sem vitað er, að dragi úr hættu á hjartaslagi. Og fleiri dæmi mætti nefna um álit virtra lækna og vísindamanna um hætturnar af rauðvíni og öðrum léttum vínum, t.d. nýlega álit pró- fessors að nafni Ira Goldberg við Kolumbíuháskólann í New York. – Þetta vita áfengisframleiðendur og eru því dæmi um það erlendis að óábyrgum læknum hefur verið mútað til að segja rangt til um skaðsemi áfengra drykkja. Þegar konur bindast samtökum til framdráttar þörf- um málefnum er fátt, sem fær bugað þeirra mátt. Vonandi taka nú ábyrgar konur höndum saman til baráttu gegn því óheillaspori, að áfeng- ið komist í hillur mat- vörubúða. Þeir, sem ekki treysta sér til að lifa lífinu án áfengis, verða að hafa fyrir því að nálgast það annars staðar en í matvöruverslunum. Svo einfalt er málið gagnvart þeim. Ölum er þó fyrir bestu og enginn þarf að iðrast þess að segja skilið við þann óþarfa, sem áfengið er og hafa heilbrigt lífsgæðamat að leiðar- ljósi. Kjarni málsins Drykkjumunstrið, hvort það heitir hófdrykkja eða eitthvað ann- að, ræður ekki úrslitum um afleið- ingar áfengisdrykkju. Afbrot, heilsutjón og önnur ógæfa af völd- um áfengis verður jafnt rakin til hófdrykkjumannsins og annarra drykkjumanna og fer ekki eftir áfengistegundum. Kjarni málsins er sá, að þeim mun meira frjálsræði sem ríkir í meðferð og sölu áfengra drykkja þeim mun meira verður tjónið. Það sannar reynslan alveg ótvírætt, t.d. í Danmörku og Frakklandi. Hver vill í alvöru þjóð sinni svo illt að stuðla að slíkri þróun? Það var því gleðilegt að lesa ný- lega grein í DV þar, sem einn af fyrrum forustumönnum kaup- mannasamtakanna hér á landi lýsti algerri andstöðu sinni við sölu áfengis í matvöruverslunum, en hann hafði áður haft aðra skoðun í þeim efnum. Mátti ráða af orðum hans, að þau rök væru léttvæg fundin að benda til þess, að slíkur sölumáti tíðkaðist víða í öðrum löndum. Hví skyldum við þurfa að taka upp það versta hjá öðrum þjóðum? Er ekki meira virði að forða þjóðinni frá frekari hörm- ungum af völdum áfengis, eitur- lyfsins, sem er hættulegast, mest- um skaða veldur og er oftast undirrót annarrar eiturlyfja- neyslu? Megi alþingismenn bera gæfu til þess að koma í veg fyrir þjóðarslys með því að fella frumvarpið um sölu áfengis í matvöruverslunum. UM AFSTÖÐU KVENNA TIL ÚT- BREIÐSLU ÁFENGIS Drykkjumunstrið, hvort sem það heitir hófdrykkja eða eitthvað annað, segir Árni Gunnlaugsson, ræður ekki úrslitum um afleiðingar áfengisdrykkju. Árni Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður í Hafnarfirði. að ræða þessi mál á nærgætinn hátt og gerir ráð fyrir að málflutn- ingurinn muni bera vott um skiln- ingsleysi og þekkingarleysi þeirra sem hann flytja. Þarna er Gísli að viðurkenna að hann telji sig og sína undirmenn ekki hafa unnið nægilega gott starf. ÍTR hefur innan sinna vébanda stofnanir sem ala upp börn í höfuðborginni. Inn- an ÍTR eru starfræktar félagsmið- stöðvar og fleiri stofnanir sem sjá um fræðslu og forvarnarstarf. Með því að treysta ekki unglingunum, sem þessar stofnanir hafa átt þátt í að ala upp og fræða, er hann að viðurkenna að uppeldið og fræðsl- an hafi mistekist. Ef til þessarar umræðu kemur þá sést hvað ung- lingar í dag hafa óþroskað og ósanngjarnt viðhorf gagnvart nýbúum og hvað ÍTR hefur staðið sig illa í kynningu á málefnum þeirra. En fleiri koma að skoðanamótun unglinga en ÍTR. Með því að af- lýsa keppninni hefur Gísli ekki að- eins lýst unglingana vanhæfa í um- ræðunni heldur segir einnig að hann treysti ekki fullorðnum þjálf- urum þeirra til að forðast óþrosk- aðan málflutning. Að auki er hann að lýsa því yfir að skólastjórar þessara skóla, sem örugglega hafa báðir þónokkra nýbúa innan sinna veggja, séu líklegir til þess að láta ræðulið, sem koma fram fyrir hönd skólanna, hafa í frammi mál- flutning sem muni særa einstaka nemendur. Er Gísli Árni með fordóma? Það segir ýmislegt að Gísli Árni aflýsi rökræðukeppni um nýbúa vegna þess að hann telji að um- mæli sem þar koma fram muni særa fólk. Hann er búinn að ák- veða að þeir sem ætla sér að mæla gegn nýbúum geti einungis gert það með því að koma með ónær- gætin ummæli. Þetta lýsir þröng- sýni og fordómum. Þröngsýnin er fólgin í því að halda að í öllu því sem við kemur nýbúum og mál- efnum þeirra sé ekkert neikvætt að finna nema særandi ummæli. Fordómarnir eru fólgnir í því að ákveða fyrirfram skoðanir og hugsunarhátt annarra. Hann er einnig búinn að gefa sér það að þjálfarar, skólastjórar og foreldrar láti sig ekkert um það varða hvað börn á þeirra ábyrgð segja op- inberlega. Hver eru skilaboð ÍTR til ungs fólks? Í enda viðtalsins talar Gísli Árni um hvernig eigi að taka á þeirri stöðu sem skapast hafi. Þar kór- ónar hann hroka sinn og ábyrgð- arleysi. Bæði liðin höfðu lagt á sig mikla vinnu í 10 daga samfleytt. Þegar var búið að draga í næstu umferð og hún því ekki langt und- an. Gísli Árni vill finna nýtt um- ræðuefni og láta þannig ræðuliðin undirbúa sig fyrir tvær ræðu- keppnir í röð án nokkurrar hvíld- ar. Keppnir sem þessar eru mjög krefjandi fyrir þá sem taka þátt í þeim og ef vel á að vera fer nánast allur frítími þeirra í undirbúning- inn. En Gísla Árna dettur ekki í hug að koma til móts við liðin og sýna þann manndóm að bæta fyrir sín eigin mistök, t.d. með því að hleypa báðum liðum áfram. Þvert á móti vill hann bæta vinnu á fólk sem þegar hafði lagt mikið á sig til einskis. Að lokum segir Gísli Árni að verði ekki farið að þessum dómi hans verði báðir skólar dæmdir úr keppni. Með því að aflýsa rökræðu- keppni um nýbúa milli tveggja skóla töpuðu allir. Augljóslega töp- uðu skólarnir þar sem ræðulið þeirra lögðu á sig mikinn und- irbúning til einskis en neyddust síðan til að segja sig úr keppni. Mál- og skoðanafrelsi tapaði líka þar sem það var virt að vettugi. Nýbúar töpuðu, því þeir fá það á tilfinninguna að íslensk ungmenni hugsi svo neikvætt í þeirra garð að þeim sé ekki treystandi til að ræða um nýbúa án þess að særa tilfinn- ingar. Að lokum tapaði ÍTR því sú stofnun vann gegn tilgangi sínum. Ræðukeppni Sum málefni má alls ekki ræða, segja Daníel Isebarn og Stefán Ingi Valdimarsson, og örugglega ekki ef til stendur að fram komi fleiri en ein hlið á málinu. Höfundar eru þjálfarar ræðuliðs Hagaskóla. meðan hinir fórnfúsu tapa. Við, sem séð höfum ljósið í boð- un sannleiksráðuneytisins í þess- um efnum, hlökkum til þeirrar stundar á haustdögum, þegar að óbreyttum lögum smábátaflotan- um verður endanlega útrýmt í þágu hagræðingarinnar. Smábáta- framtaksmenn eiga engan rétt á sér og hagsmunir einhverra sjáv- arplássa mega ekki standa í vegi fyrir hagræðingunni hjá þessum fáu, sem í alvöru kunna til útgerð- ar. Hér brestur mig þrek til að halda þessum leikaraskap áfram. Staðreynd er, að svona fráleit og þvert ofan í alla skynsemi er rök- semdafærslan, sem þjóðin lætur bjóða sér í því mikla hagsmuna- máli hennar sem fiskveiðistjórnin er. Og meirihluti þjóðarinnar held- ur áfram að styðja þá stjórnmála- flokka, sem fyrir þessu standa, og bjóða henni þessar afkáralegu rök- semdir. Þeir lofuðu þjóðinni sátt fyrir kosningar, staðráðnir í að breyta engu. Langdregið starf auðlindanefndar hentaði þeim ásetningi vel. Dráttur á störfum nýju kvótanefndarinnar hentar sömuleiðis prýðisvel eins og sjáv- arútvegsráðherra hefur staðfest. Það gerir ekkert til þótt því starfi seinki. Það festir ríkjandi ólög í sessi. Væri hér á ferðum sakamál mundi dómari tala um einbeittan brotavilja. Þessa skák tefla stjórnvöld af makalausri ósvífni í þágu stórút- gerðanna, en á kostnað hinna smærri og sjávarbyggðanna, þar sem sjálf tilvera þeirra er í húfi. Þessa ósvinnu styður æðistór hluti þjóðarinnar skv. skoðanakönnun- um. Hvernig væri nú að hætta að svara Gallup eða lýsa stuðningi við annan flokk? Það er fyrir löngu kominn tími til að hitni undir þeim Davíð og Halldóri fyrir að taka hagsmuni hinna fáu, stóru í útgerð fram yfir almannahagsmuni, þvert ofan í skoðanir 75% þjóðarinnar. Og man enginn lengur hálendis- frumvörp eða öryrkjadóm, þar sem eins stóð á? Er svona stór hluti almennings svo sinnulausar geðlurður að láta bjóða sér þetta? Frelsi Það er fyrir löngu kom- inn tími til að hitni undir þeim Davíð og Halldóri, segir Jón Sigurðsson, fyrir að taka hagsmuni hinna fáu, stóru í útgerð fram yfir almannahags- muni, þvert ofan í skoð- anir 75% þjóðarinnar. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.