Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 68
Inga Jóna Þórðardóttir og Geir H. Haarde ásamt Stefáni Stefánssyni í New Iceland Heritage Museum í Gimli. Íslenska ríkið lagði fé til safnsins, sem opnað var í fyrra. Það er hluti af elliheimilinun Bethel þar sem Stefán býr en hann fjármagnaði hluta sýning- arinnar til minningar um eiginkonu sína. GEIR H. Haarde fjármála-ráðherra var viðstaddurkveðjusamkomuna ásamtIngu Jónu Þórðardóttur konu sinni. Fyrr um daginn skoðuðu þau sig um í Íslendingabyggðum í Gimli, Arborg og Hecla Island. Fjármálaráðherra sagðist, í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðsins, telja að ár hinna miklu hátíðahalda, árið 2000, hefði heppnast mjög vel, „bæði í Bandaríkjunum og hér í Kanada. Ég tel að það hafi verið af- skaplega vel ráðið af íslenskum stjórnvöldum að senda hingað sér- staka fulltrúa til þess að vinna við þessi mál. Ég tel líka að það hafi verið mikið happ að fá þau hjónin Guðrún og Svavar til þess að taka þetta að sér. Þau hafa gert þetta mjög vel. Þau hafa aflað sér mikilla vinsælda og virðingar fyrir Íslands hönd á þessu svæði á þessu tímabili og leyst þetta verkefni með sérstök- um sóma. Það hafði ég reyndar á til- finningunni áður en ég kom hér, en nú hef ég upplifað það beint í æð. Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlega ráðið á sínum tíma. Ég held að þessi hátíðahöld hafi yfir höfuð styrkt böndin á milli Íslend- ingasamfélaganna hér í Kanada og í Bandaríkjunum við okkur heima á Íslandi, og þess vegna hafi þetta haft mjög mikilvægan tilgang. Mér þótti til dæmis hér í kvöld alveg sér- staklega yndislegt að hlusta á barnakórinn sygja þessi íslensku lög eftir Atla Heimi, Sigfús Halldórs- son, Inga T. Lárusson og aðra,“ sagði ráðherrann. „Það var sérstök upplifun að hlusta á það og sýnir okkur hvað þessi bönd eru sterk. Ég hef aldrei áður komið hingað til Manitoba og á þetta Íslendingasvæði og mér finnst þetta hafa verið ógleymanleg upp- lifun. Ég hafði líka tækifæri til þess að sjá það hvernig okkar fjárfram- lög til Háskólans í Manitoba hafa nýst í sambandi við íslenska bóka- safnið og íslensku deildina og ég hef sannfærst um það að þeim pening- um hefur verið afskaplega vel varið. Hér eru lifandi samskipti á ferð sem þarf að rækta og tryggja það að hér verði áframhaldandi gróska í þess- um samskiptum. Ég held að það sé mikilvægt bæði fyrir okkur og okk- ar frændfólk hér í Kanada. Niðurstaðan er sú að í stað þess að hafa enga skrifstofu áður þá munum við nú hafa tvær. Það verð- ur sendiráð í Ottawa og það verður skrifstofa fyrir verslunar- og menn- ingarmálefni hér í Winnipeg. Mér sýnist að það sé fullkomlega réttlæt- anlegt,“ sagði Geir H. Haarde. Jón Örn Jónsson ræðismaður í Saskatchewan sagði hátíðahöldin hafa heppnast eins vel og hugsast getur á allan hátt. „Það vita allir á Íslandi um Manitoba, Winnipeg og Gimli. Það sem gleymist er að það er mikið af Íslendingum í Saskatchew- an, næsta fylki fyrir vestan Mani- toba. Það eru hundruð landnema þar. Þessi hátíðahöld urðu til þess að forseti Íslands kom til okkar árið 1999. Það hafði ekki komið forseti í heimsókn þangað síðan Ásgeir Ás- geirsson kom á sínum tíma. Þarna kom Ólafur forseti, brúðuleikhúsið hennar Hallveigar, leikritið hennar Brynju og Guitar Islancio-tríóið. Þetta hefur orðið til þess að Sas- katchewan er komið á kortið og það er ekki nokkur vafi á því að mikið starf Svavars og Guðrúnar hefur gert það að verkum. Þetta var rétt fólk á réttum stað á réttum tíma. Það sem íslenska ríkisstjórnin setti í þetta af fjármunum var vel varið. Þetta mun stuðla að áfram- haldandi varðveislu íslenskrar menningar í Kanada,“ sagði Jón Örn. David Gíslason í Manitoba tók í sama streng. „Allt sem fram fór hér fór langt fram úr mínum björtustu vonum. Það á líka eftir að skila sér í framtíðinni. Þessi tengsl sem við töl- um svo mikið um hafa styrkst mikið. Ég hef talað við marga sem ætla sér að ferðast til Íslands. Það er mikils virði fyrir okkur að halda tengslum við Ísland. Svavar og Guðrún hafa unnið mikið verk hér og sinnt sínu starfi vel. Þau þekkja sjálfsagt fleiri Vestur- Íslendinga en ég geri eftir þessi tvö ár þeirra hér. Ég held ég geti sagt að allir hér hefðu viljað hafa þau áfram hér í sendiráðinu í Ottawa. Það sem vantar til þess að efla þessi tengsl okkar í framtíðinni eru meiri viðskipti milli okkar og Ís- lands. Ég vona að sá fulltrúi Íslands sem verður sendur til Winnipeg geti hjálpað okkur að koma meiri við- skiptum í gang, sérstaklega milli Manitoba og Íslands. Nú býðst Flugleiðum að fjölga flugum til Kanada og ef þeir ákveða að fljúga hingað til Winnipeg mun það auðvelda þetta starf mikið. Eitt það mikilvægasta sem kom út úr þessu átaki Íslands hér í Kan- ada er sú ákvörðun að opna sendiráð í báðum löndum. Ég var mjög hissa og ánægður að heyra að Kanada ætlaði að opna sendiráð á Íslandi. Ég er viss um að það sem hefur far- ið hér fram á síðustu tveimur árum hefur hjálpað mikið til þegar sú ákvörðun var tekin.“ Lillian Thomas, aðstoðarborgar- stjóri Winnipeg-borgar, sagði það hafa verið stórkostlegt að fá að taka þátt í hátíðahöldum Íslendinga í borginni. „Eiginmaður minn er af ís- lenskum ættum svo þetta hefur ver- ið mjög sérstakt fyrir okkur. Við munum sakna Svavars og Guðrún- ar. Þau hafa verið góðir fulltrúar Ís- lands og það verður ekki auðvelt að feta í þeirra fótspor,“ sagði hún við Morgunblaðið. „Ég tel að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá Íslendingum að leggja mikla áherslu á hátíðahöld hér á þessu svæði því það er svo mikið af Íslendingum í þessari borg. Það hef- ur líka verið mikill heiður fyrir borgina að hafa svo hátt settan diplómat staðsettan hér. Ég er sannfærð um að framtíðin býður upp á mikla möguleika í frekara samstarfi okkar. Sjálfri finnst mér gaman að koma á samkomur Íslend- inga og borða pönnukökur og vín- artertu,“ sagði Lillian Thomas. Gail McCleery í Toronto sagði þrjá viðburði standa upp úr í Ont- ario-fylki. „Í fyrsta lagi er það heim- sókn hinnar frábæru brúðuleikhús- konu Hallveigar Thorlacius. Hún heillaði unga áhorfendur á öllum þeim níu sýningum sem hún hélt í Toronto, London og fleiri stöðum. Í öðru lagi vil ég nefna afhjúpun listaverks til minningar um landnám Íslendinga í Kinmount. Listaverk Guðrúnar Sigursteinsdóttur Girgis túlkaði reynslu landnemanna sem yfirgáfu sitt fyrra líf í von um betra líf í öðru landi. Þriðji viðburðurinn sem upp úr stendur er skemmtidagskrá sem við héldum í höfuðstöðvum kanadíska ríkisútvarpsins og kallaðist Viking Mikil ánægja með hátíðahöldin í Kanada og Bandaríkjunum í tilefni landafundaafmælisins Ljósmyndir/Jón E. Gústafsson Við Hvíta klett, White Rock, þar sem fyrstu íslensku landnemarnir lentu við strönd Winnipeg- vatns á sínum tíma. Þar hefur nú verið reist minnismerki. Á myndinni eru frá vinstri: Svavar Gestsson, Guðrún Ágústsdóttir, Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir og Neil Bardal. Fór allt langt fram úr björtustu vonum Guðrún Ágústsdóttir ásamt Brynjólfi Sigurgeirssyni, sem búið hefur á Hecla Island allt sitt líf. Binni, eins og Brynjólfur er jafnan nefndur, kom á fót minjasafni um íslensku landnemana á Heclu-eyju. Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir þakka fyrir gjöf frá vestur- íslenska samfélaginu; útskorna lóu í tré, listaverk eftir Einar Vigfússon. Vestur-Íslendingar í Manitoba kvöddu nýverið hjónin Svavar Gestsson aðal- ræðismann og Guðrúnu Ágústsdóttur eftir tveggja ára dvöl þeirra í Kanada. Jón E. Gústavsson fylgdist með og ræddi meðal annars við Geir H. Haarde fjár- málaráðherra sem var viðstaddur. FRÉTTIR 68 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.