Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 53 barnabörn, megi allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Inger. Það var dimmur morgun sunnu- daginn 4. mars sl. þegar fréttist af því að Ólöf í Múla, eins og hún var jafnan kölluð, hefði farist af slysför- um þá um nóttina. Hún hafði verið kvenna kátust á dansleiknum í Voga- landi sem var í lok Góugleði sem hef- ur verið haldin þar fyrsta laugardag í mars. Það var Kvenfélag Geiradals sem stóð að skemmtuninni sem orðin er hefð til margra ára. Kvenfélags- konur sjá um mat og skemmtiatriði og þar var Ólöf heitin alltaf með af fullum krafti eins og henni var lagið. Og þetta kvöld hafði hún ekki látið sitt eftir liggja, hún eldaði matinn og vann í eldhúsinu með öðrum konum og svo stóð hún og söng með gest- unum og hvatti þá til að skemmta sér sem allra best. Þannig var Ólöf, gaf sig alla í það sem hún gerði hverju sinni og miðlaði gleði og fjöri til allra í kringum sig. Það er því skarð fyrir skildi við hið snögglega fráfall henn- ar. Það vantar söngröddina hennar í Samkór Reykhólasveitar, það vantar hina félagslyndu stallsystur í kven- félagið og það vantar starfskrafta hennar og fórnfýsi í Hjúkrunarheim- ilið Barmahlíð, þar sem hún hafði unnið í mörg ár. En mest er hennar saknað í fjölskyldu- og vinahópnum. Hún var mikil fjölskyldumanneskja, heimilið, börnin og barnabörnin gengu fyrir öllu. Alltaf var hún tilbú- in að vinna þeim öllum allt það er hún mátti og kraftar hennar leyfðu. Reyndar held ég að stundum hafi hún gengið ótæpilega á starfsorku sína við að miðla öðrum eða vinna fyrir aðra, bæði fjölskyldu og vini. Hún var einnig mikil garðyrkju- kona, hafði mikið yndi af blómum. Á vorin var hún strax komin í garðinn sinn að hlúa að gróðrinum. Hún sagði mér að það væru sínar bestu stundir, þar fyndi hún sjálfa sig og væri eitthvað að hjá henni lagaðist það þegar hún færi að vinna í garð- inum sínum. Ég kynntist henni fljót- lega þegar ég flutti í Reykhólasveit. Þessi ljóshærða, laglega og fjörmikla kona hlaut alls staðar að vekja at- hygli. Við unnum saman í kvenfélag- inu og kórnum og þegar erfiðleikar steðjuðu að þeim hjónum með bú- setu þeirra í Gilsfjarðarmúla, lagði ég fram nokkra aðstoð við að koma þeim málum áfram og leysa ýmsa hnúta. Þá kynntist ég því hve stað- föst Ólöf var og ákveðin í að láta hlut- ina ganga upp. Það var ekkert víl eða vol, þetta skyldi bara ganga. Þegar Ólöf tók eitthvað í sig þá var ekki gefist upp fyrr en í fulla hnefana. Þannig var hún alveg til hinstu stundar og þannig viljum við minn- ast hennar. Ég vil þakka Ölöfu fyrir vináttu hennar og hjálpsemi, fyrir allt hennar góða starf að félagsmál- um í Reykhólahreppi, fyrir starfið í Barmahlíð sem hún vann af svo mik- illi natni og dugnaði . Hún var líka einstök við sjúklingana og þeir voru aldrei glaðari en þegar Ólöf tók fram gítarinn sinn og spilaði og söng fyrir vistmenn og starfsfólk. Allir sveit- ungar hennar eru harmi slegnir yfir fráfalli hennar. Í litlum samfélögum er hver maður svo dýrmætur og ekki síst þeir sem alltaf eru tilbúnir til alls sem gera þarf. Og hugur okkar allra er hjá fjölskyldunni hennar, móður hennar, eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barnabörnunum litlu sem hún elskaði og gladdist yfir hverja stund. Þau hafa öll misst svo mikið og það er svo erfitt að sætta sig við svo ótímabæran missi. Ég get aðeins beðið algóðan Guð að styrkja þau og hjálpa þeim í sorg þeirra á næstu misserum og í fram- tíðinni. Ég veit þau eiga góðar minn- ingar til að ylja sér við og það er það sem að lokum verður ofan á þegar slíkir atburðir sem þessir gerast. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ólafar Snorradóttur. Að lokum, kæra vinkona: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist á Stóruborg í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu 22. september 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Jóns- son, f. 28. júlí 1892, d. 6. apríl 1936, og Ólöf Helgadóttir, f. 6. apríl 1898. d. 11. febrúar 1945. Systk- ini Guðmundar eru : Njáll, f. 15. mars 1920, d. 24.maí 1998; tvíbur- ar meybörn, f. 11. nóv 1921, d. sama dag; Jóhann Helgi, f. 5. nóv. 1995, og Kristín Ingimundardótt- ir, f. 11. maí 1916. Börn Guð- mundar og Sigríðar eru: 1) Ólöf Kristín, f. 29. des 1959, maki Jón- atan Ingimarsson, f. 30. septem- ber 1954 (slitu samvistir). Þeirra börn eru: Sigríður Rósa, f. 2. febrúar 1980; Sigrún, f. 4. apríl 1983; og Íris Helga, f. 27. ágúst 1987. 2) Þorsteinn, f. 6. apríl 1961, maki Guðrún Kristín Sveinbjörns- dóttir, f. 18. mars 1967 (slitu sam- vistir). Þeirra barn er Eiríkur Ernir, f. 21. október 1987. Þor- steinn er í sambúð með Þóri Þor- lákssyni. 3) Ásborg, f. 8. mars 1967, maki Sverrir Gunnarsson, f. 22. október 1971. Þeirra börn eru Guðmundur Axel, f. 27. júní 1990; og Helga Kristín, f. 22.júlí 1994. 4) Helgi, f. 14. júlí 1975. Guðmundur starfaði í rúm 40 ár sem tækjastjóri en síðustu mánuði við almennar bifreiðaviðgerðir. Útför Guðmundar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1922, d. 28. des 1988; Guðrún Jóhanna, f. 20. feb 1924; Auður, f. 16. mars 1926; Ólafur Ingimundur, f. 29. apríl 1928; Anna, f. 6. febrúar 1930; Ásborg, f. 25. mars 1931, d. 19. mars 1948; Reynir Líndal, f. 8. júní 1932, d. 14. júlí 1984; Þórð- ur, f. 28. janúar 1934; og Rannveig Sigríð- ur, f. 7. maí 1935. Hinn 29. mars 1959 kvæntist Guðmundur Sigríði Ingu Þor- steinsdóttur, f. 11. júlí 1940 á Reynistað í Garði. Foreldrar hennar eru Þorsteinn Jóhannes- son, f. 19. febrúar 1914, d. 24. júní Hann elsku pabbi minn er dáinn. Besti pabbi sem hægt er að hugsa sér bæði sem barn og fullorðinn. Hann var alltaf reiðubúinn að gera allt sem í hans valdi stóð til að hjálpa mér og mínum, alveg sama hvað það var, gera við bílinn minn, byggja húsið mitt sem hann eyddi öllum sínum frístundum í, á meðan húsið var í byggingu, eða halda Írisi Helgu undir skírn. Oftast var það þannig að það þurfti ekki að biðja hann því hann var kominn að bjóða fram hjálp sína og gekk í verkin. Það var allt- af hægt að leita til hans pabba um ráð er eitthvað átti að framkvæma og aldrei stóð á ráðleggingunum. Eiginlega var það þannig að við fórum aldrei út í neitt nema ræða það við hann fyrst. Ég man varla eftir honum pabba öðruvísi en að vera að gera eitt- hvað, honum féll aldrei verk úr hendi. Í bílskúrnum dundaði hann sér oft, þá jafnvel að gera eitthvað fyrir eða með barnabörnunum, hún Sigga á t.d. forláta rauðan jeppa sem þú smíðaðir handa henni. Hann pabbi var mikill fjöl- skyldumaður og var fjölskyldan honum allt. Mamma, börnin, tengdabörnin og barnabörnin hans sex sem hann reyndist alltaf vel og þeim fannst gott að vera í návist hans enda var hann alltaf með húmorinn á réttum stað. Bænin sem þið mamma kennduð mér er ég var lítil. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku pabbi minn. Ég kveð þig með trega þar sem við áttum eftir að gera svo margt en við ráðum víst ekki öllu í þessum heimi. Ástarþakkir fyrir allt sem þú varst okkur, Siggu, Sigrúnu, Írisi og mér. Þín dóttir, Ólöf Kristín. Elsku pabbi minn. Hvers vegna finnst manni lífið oft vera svo óréttlátt? Ég veit samt að þér líður betur eftir þessi erfiðu veikindi en samt er svo erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. Aldrei hef ég kynnst annarri eins hetju eins og þú varst pabbi. Þó að þú værir sárþjáður og mjög illa haldinn kvartaðir þú ekkert og slóst ávallt á létta strengi. Annars er ekki hægt að minnast þín án þess og nefna hana mömmu sem alltaf stóð eins og klettur við hliðina á þér, hvatti þig áfram og annaðist af innilegri alúð. Æska þín var erfið fyrir lítinn dreng sem fæddist föðurlaus í þennan heim í stóran systkinahóp og missti svo móður sína sem barn. En alltaf talaðir þú stoltur um æsku þína og sérstaklega sveitina þína í Húnavatnssýslu. Þær voru nokkrar ferðirnar sem við fjölskyldan fórum norður. Manstu þegar við fórum í Borg- arvirkið og við krakkarnir lékum okkur í Faxalæk? Minningarnar eru svo margar og svo ljúfar. Alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur krakkana, þú vannst alltaf myrkranna á milli en þínum fáu frístundum varðir þú með fjöl- skyldunni sem skipti þig öllu í líf- inu. Það var ekkert sem þú gerðir ekki fyrir mig enda var ég alltaf svo mikil pabbastelpa. Alltaf hafðir þú tíma til að laga sprungið dekk á hjólinu eða dytta að litla dúkku- húsinu okkar sem var mikið notað eða fara með mig og fleiri krakka í sund í Njarðvík snemma á sunnu- dagsmorgnum. Þær voru margar stundirnar sem ég eyddi í bílskúrnum með þér. Þú varst með mikla bíladellu og varst oft að gera við bíla, þú kenndir mér margt um bíla og smitaðir mig af dellunni, enda voru þær líka margar ferðirnar sem við fórum saman á bílasölurnar. Þegar ég eignaðist svo hann nafna þinn tók hann við í skúrnum með þér. Samband ykkar Gumma var mjög sérstakt. Þið áttuð sömu áhugamál og gátuð eytt heilu dög- unum saman við að smíða jeppa og allskonar bíla. Það var alveg sama hvenær hann vildi fara í Garðinn, hann var alltaf meira en velkom- inn. Það var alltaf gaman að sjá ykkur saman á rúntinum fyrst á „ræsunni“ og svo seinna á „pick- up-inum“. Þegar Helga Kristín stækkaði vildi hún nú fá að vera með, sem hún mátti auðvitað, enda man ég ekki eftir því að heyra þig neita barnabörnunum um neitt. Mikið var nú lán okkar hjónanna þegar við stofnuðum fyrirtæki með vinafólki okkar fyrir rúmlega ári. Þá komst þú til starfa hjá okkur, fyrst svona aðeins til að hjálpa okkur að starta því en áður en langt um leið varstu kominn á fullt eins og þú varst vanur að vinna. Mér fannst þér alltaf finnast svo gaman niðri á verkstæði og þú sagðir alltaf að þetta væru svo góð- ir strákar. Það var alltaf glatt á hjalla í kaffitímunum og það sem þið rugluðuð og bulluðuð. Mér er mjög minnisstætt kvöldið sl. sumar þegar við höfðum grillpartý fyrir verkstæðið, það sem þið Gísli gát- uð fíflast. Ég held að ég hafi aldrei hlegið eins innilega á ævinni og hvað þér þótti gaman. Sama sagan var þegar við fórum öll saman í jólahlaðborð í desember sl. Ég var svo hrædd um að þú treystir þér ekki þar sem þú varst orðinn svo veikur þá, en jaxlinn hann pabbi minn, auðvitað mættuð þið mamma og skemmtuð ykkur mjög vel. Síðustu mánuðirnir voru þér erf- iðir en alltaf barstu þig vel. Mér finnst svo stutt síðan við Sverrir sátum hjá ykkur mömmu með krakkana í stofunni heima í Garð- inum, mamma að gefa okkur kaffi og með því og þú varst svo hress og kátur. Þú varst svo feginn að búið var að laga hitaveituna í sum- arbústaðnum og við hlökkuðum öll til að klára að standsetja hann í sumar. Ég veit að þú fylgist með okkur í sumar og við skulum gera hann fínan eins og þig langaði til. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, elsku pabbi minn, þú ert besti pabbi í heimi sem alltaf varst til staðar. Ég bið guð að geyma þig og styrkja mömmu og ömmu í sorginni. Minning þín lifir í hjarta mínu. Þín dóttir, Ásborg. Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum fá að þakka þér fyrir þær stundir sem við höfum eytt saman. Eftir að ég kynnist dóttur þinni sumarið 1989 hefur þú og fjöl- skylda þín tekið mér opnum örm- um og ég er mjög þakklátur fyrir það. Þær stundir sem við tveir höf- um átt saman eru mér ofarlega í huga. Kvöld eftir kvöld, helgi eftir helgi vorum við saman í skúrnum hjá þér á Sunnubrautinni, þar var ýmislegt tekið sér fyrir hendur og voru þau verkefni leyst með sóma. Það voru margir siðir sem þú hafði tamið þér og margt sem þú kennd- ir mér og ég á eftir að nota það eins lengi og guð leyfir mér að gera í mínu lífi. Reglulega var farið inn og fengið sér kaffi og var alltaf heitt á könnunni hjá mömmu, eins og þú kallaðir hana Siggu svo oft. Þú gast verið með eindæmum þver og þrjóskur og varð þér yfirleitt ekki haggað frá skoðunum þínum, en stundum var hægt að ræða mál- in og við komumst að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Það var ýmislegt sem búið var að tala um í sambandi við sumarbústaðinn, sem enn er ógert, og vonast ég til þess að við getum klárað hann sem fyrst því hann var þér svo ofarlega í huga. Hugsunin um að fjölskyld- an gæti komið upp í sumarbústað, frá öllu daglegu amstri og slappað af, var þér alltaf svo kær. Þær stundir sem þú eyddir með honum nafna þínum eru okkur öll- um ofarlega í huga. Þið voruð svo líkir, með sömu taktana við svo margt og sömu áhugamál. Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig, kæri vinur. Megi guð styrkja Siggu í þessari miklu sorg. Sverrir Gunnarsson. Elsku afi. Þú fórst svo snöggt. Alltaf þegar ég fór til þín og ömmu fannst mér svo gaman, þú sagðir alltaf svo fyndnar sögur. Þú komst manni alltaf til að hlæja. En þú veiktist og varðst svo veikur. En svo kom að því að þú kvaddir okk- ur og vonandi líður þér betur núna. Ég veit að Guð passar þig, við söknum þín öll. Íris Helga. Elsku afi. Af hverju þurftirðu að fara frá okkur núna. Ég hugsa um allt sem við gerðum saman og ég lofa að geyma bílana sem við gerð- um eins og gull. Ég sakna þess að vera ekki í skúrnum með þér og ég sakna líka að borða hamborgara og franskar með þér, það var svo gaman og svo sváfum við í tvo til fjóra klukkutíma. Við áttum eftir að gera svo mikið saman, til dæmis áttum við eftir að fara á Mercedes Benz safnið og á Formúlu 1 keppni. Við áttum líka eftir að klára að gera við sumarbú- staðinn og eitthvað fleira. Ég vona að þér líði vel þarna uppi hjá Guði og ég lofa að vera góður við ömmu. Guð geymi þig. Góða nótt. Þinn besti vinur Guðmundur Axel Sverrisson. Hin óumflýjanlega kveðjustund rennur upp í lífi okkar allra. Þegar ég kvaddi Gumma mág minn á heimili þeirra systur minnar fyrir örfáum vikum vissi ég að við myndum ekki hittast aftur í þessu lífi. Sandurinn í stundaglasinu hans var að renna út og þótt allir hafi vonað að öðruvísi færi verðum við að lúta vilja hans sem öllu ræð- ur. Á leiðinni til Reykjavíkur þenn- an dag rifjaði ég upp í huga mínum kynni okkar sl. 45 ár og þóttu mér þau harla góð. Ég var tólf ára þegar Gummi kom inn í fjölskylduna okkar á Reynistað þegar hann heillaði til sín elstu heimasætuna. Samferða honum inn í fjölskylduna var Þórð- ur bróðir hans sem krækti í þá næstelstu. Þarna voru allt í einu komnir tveir strákar inn í þennan stelpnahóp sem alltaf ríkti á heim- ilinu og áttu þeir eftir að reynast okkur yngri systrunum sem bestu bræður. Leiðir okkar lágu svo sem ekki alltaf saman og það var ekki fyrr en síðasta áratuginn, þegar meiri ró og staðfesta kom yfir lífshlaup okkar, að við Gummi kynntumst verulega náið og urðum góðir vinir. Síðustu árin deildum við Árni Val- ur með þeim Siggu og Gumma, og fleiri vinum í fjölskyldunni, áhuga- máli sem við unnum að af áhuga og gleði á hverju sumri og áttum við saman ógleymanlegar stundir í sælureitnum okkar í sveitinni, þar sem við reyndum að heiðra minn- ingu pabba og mömmu með því að uppfylla drauma þeirra um þennan stað. Þar voru stórir draumar að verða að veruleika en því miður var Gummi hrifinn brott úr miðju verki til annarra verkefna á æðri stöðum. Erfið barnæska og sár foreldra- missir kenndu Gumma að meta fjölskyldulíf og staðfestu, enda var það hans æðsta hugsjón í lífinu að ala börnin vel upp og veita þeim kærleika og gott heimilislíf. Hann var sívinnandi að hag fjölskyld- unnar og heimilisins og hann var stoltur af þeim öllum. Þótt sökn- uður ástvinanna sé sár geta þau kvatt hann með stolti og virðingu, því hann var heimilisfaðir af lífi og sál, umhyggjusamur og elskulegur eiginmaður og faðir, mikill afi og góður tengdapabbi. Tengdaforeldr- um sínum reyndist hann líka ákaf- lega trúr og hlýr. Þótt vinnudag- urinn væri oft æði langur var frítíminn jafnan helgaður fjölskyld- unni, hún var hans stærsta áhuga- mál. Hann var einnig vinmargur og tryggur félagi. Gummi var mikill húmoristi og hafði einstaklega gott lag á því að sjá spaugilegu hliðarnar á flestu. Hann fór ekki um með hávaða eða trumbuslætti, glettnisglampinn í augunum dugði oftast til að setja hópinn í viðbragðsstöðu. Öll fæðumst við inn í fyrirframá- kveðið hlutverk í lífsleikritinu og þegar síðasta setningin hefur verið sögð ber okkur að yfirgefa sviðið. Gummi skilaði sínu hlutverki með sóma og hann yfirgaf sviðið með reisn, en við meðleikarar hans höldum merki hans og minningu á loft meðan við erum enn á sviðinu. Við hjónin og dætur mínar kveðjum góðan vin og frænda með söknuði og vottum fjölskyldunni samúð okkar. Samverustundirnar verða ekki fleiri að sinni, en við eigum góðar minningar sem munu ylja okkur meðan við leikum okkar hlutverk til enda. Guð blessi minningu góðs drengs. Unnur Þorsteinsdóttir. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Ólöfu Snorradóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.