Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 55 HINN 1. mars sl. birti Morgunblaðið leið- arakafla, þar sem vikið var að ræðu, sem bandaríski hæstarétt- ardómarinn Clarence Thomas hafði flutt á kvöldverðarfundi Am- erican Enterprise Insti- tute um miðjan febrúar. Blaðið hafði reyndar áð- ur birt stutta frétt af ræðunni, sem byggð var á fréttaskeyti frá Associated Press fréttastofunni. Í ræðunni hvetur hinn bandaríski hæsta- réttardómari þá menn, sem kunna að vera ósammála pólitískum rétttrún- aði samfélagsins á hverjum tíma, til að láta ekki óttann við gagnrýni hrekja sig frá því að segja skoðanir sínar. Hann segir það algengt, að þeir sem taki til máls á opinberum vett- vangi ritskoði sjálfa sig, til að forðast gagnrýni pólitískra rétttrúnaðar- sinna. Þeir sem segi hug sinn verði oft fyrir ómerkilegum árásum. Þeir séu stimplaðir sem öfgamenn, kynþátta- hatarar eða hvað annað sem henta þyki hverju sinni. Þeir sem taki þátt í alvarlegum þjóðfélagsumræðum eigi á hættu að verða fyrir fjandsamleg- um árásum og jafnvel stundum hrein- um ærumeiðingum. Afleiðingin af þessu sé sú að menn ritskoði sjálfa sig. Í því felist alls ekki sú hæverska sem menn telji sér trú um, heldur miklu fremur hugleysi, eða í besta falli sjálfsblekking. Thomas sagði frá dæmum um þetta sem snertu hann sjálfan. Hann hefði t.d., áður en hann varð hæstaréttardómari, orðið fyrir hastarlegum árásum fyrir skoðanir sínar um réttmæti opinberrar stefnu í svonefndum velferðarmálum, en þar mætti finna augljóst dæmi af mála- flokki þar sem pólitískur rétttrúnað- ur ríkti. Og þá væru rökræður ekki leyfðar. Þeim væri svar- að með persónulegum árásum ef skoðanir þess sem talaði féllu ekki að hinum pólitíska rétttrúnaði. Þegar hann hafði skilaði sératkvæði í Hæstarétti 1992 í máli sem snerist um agamál í fangelsum, hefði hann verið sakaður um að vilja leyfa fangavörðum að misþyrma föngum, svo hlægilegar sem slík- ar ásakanir hefðu verið. Hvatti hann menn til að láta ekki óttann við per- sónulegar árásir hrekja sig frá því að segja skoðanir sínar. Erindi við Íslendinga Ég tel þessa hugvekju Clarence Thomas hæstaréttardómara eiga er- indi við Íslendinga. Hér ríkir svo sannarlega það ástand sem hann lýs- ir. Í hverju málinu á fætur öðru til- einka fjölmiðlamenn og síðdegis- spjallarar sér pólitískan rétttrúnað af því tagi sem Thomas ræðir um. Slíkar trúarskoðanir eru langoftast þess efnis, að þær þola ekki efnislegar um- ræður. Eina vörnin fyrir þær er þá einatt að ráðast gegn persónu þeirra manna sem kunna að taka til máls gegn þeim. Trúarbrögðin geta bæði lotið að einstökum málum eða mála- flokkum. Ég get nefnt tvö dæmi af málum, þar sem ég hef sjálfur komið við sögu á undanförnum misserum: 1. Ég lét strax eftir að öryrkjadóm- urinn féll í desember sl. í ljósi þá skoðun, að meirihluti Hæstiréttar hefði farið út fyrir valdmörk sín. Fyr- ir þessu hafði ég skýr rök, sem reynd- ar njóta almennrar viðurkenningar í lögfræði, a.m.k. þegar menn eru ekki blindaðir af einstökum málum sem þeir hafa tekið huglæga afstöðu til. Ég varð ekki var við merkileg efn- isleg andsvör við þessum röksemd- um. Hins vegar varð ég, vegna þess- arar afstöðu minnar, fyrir þeim ásökunum opinberlega, að ég væri andstæðingur öryrkja. Þá væri ég ekki hæfur til að fjalla um það í starfshópi ríkisstjórnarinnar hvað í viðurkenningardómi réttarins hefði falist. 2. Haustið 1999 sýknaði Hæstirétt- ur mann sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn dóttur sinni og ég hafði varið fyrir réttinum. Sýknu- dómurinn byggðist á því að sök mannsins hefði ekki sannast. Þar beitti rétturinn einni helgustu mann- réttindareglu í okkar réttarkerfi, að menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra sannast að lögum. Eftir- málinn varð skelfilegur. Síðdegis- spjallarar og leiðarahöfundar sak- felldu manninn og réðust á dómstólinn. Svo vel tókst þeim að trylla almenning, að þjóðfélagið lék um tíma á reiðiskjálfi út af þessu. Maðurinn var sakfelldur úti á götu og helst mátti skilja að í Hæstarétti sætu dómarar sem ættu sér ekki aðra ósk heitari en að koma kynferðisaf- brotamönnum undan refsingum. Þetta byggðist auðvitað ekki á neinni þekkingu á sönnunarfærslu í málinu. Búinn var til rétttrúnaður um þetta sem drifinn var áfram af fordómum og vanþekkingu. Ég sá mig knúinn til að taka til andsvara á hinum opinbera vettvangi. Leitaðist ég við að skýra meginregluna sem dæmt var eftir og hvers vegna dómstóllinn ætti heiður skilinn fyrir að hafa beitt henni í þessu erfiða máli. Fyrir þetta mátti ég þola persónulegar árásir. Ég varð hins vegar lítt var við efnislegar rök- semdir gegn því sem ég sagði, enda eru þær vandfundnar. Pólitískur rétttrúnaður stendur al- mennum umræðum um þjóðfélags- mál fyrir þrifum. Mér finnst oft eins og sumir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum, og þurfa að taka af- stöðu til einstakra þjóðfélagsmála, hugsi fyrst um hvað koma muni þeim best að segja. Slíkir stjórnmálamenn tala helst aldrei gegn pólitískum rétt- trúnaði. Þess vegna skipta þeir engu máli. Engu máli skiptir, hvort ráð- herrann heitir Pétur eða Páll ef hann er aðeins að reyna að falla meirihluta manna í geð. Sá einn skiptir máli sem þorir að hafa sannfæringu og er tilbú- inn til að færa rök fyrir henni og standa við hana þegar á reynir. Fíkniefni Sem dæmi um þjóðfélagsmál sem lýtur lögmálum rétttrúnaðarins er stefna ríkisins í fíkniefnamálum. Þar ríkir sá rétttrúnaður, að herða beri refsingar og löggæslu til að draga úr vandanum. Engu máli skiptir þótt það hafi sýnt sig bæði hér á landi og erlendis, að þessi stefna ber engan ár- angur. Neyslan fer vaxandi. Auk þess fylgja þessari stefnu ótal óæskilegir fylgifiskar. Fíkniefnaheimurinn er neðanjarðarheimur, þar sem lög og regla gilda ekki í samskiptum manna. Glæpir eru framdir, efnin sem seld eru geta verið blönduð og því miklu hættulegri en ella, ungmenni sem leiðast til neyslu eru gerð að afbrota- mönnum o.s.frv. Þar að auki er mikill tvískinnungur fólginn í því að banna fíkniefni en leyfa áfengi. Eina leiðin sem er til þess fallin að minnka bölið sem leiðir af neyslu fíkniefna er sú sama og dugar best gegn áfengisböl- inu: Að fá neytendur til að taka sjálfir ábyrgð á lífi sínu. Veigamikil rök standa til þess að þjóðir heims taki sig saman um að hugsa þetta mál upp á nýtt. En þetta segir enginn stjórn- málamaður. Oftast er ástæðan sú, að menn vilja ekki ganga gegn hinum pólitíska rétttrúnaði. Lögfræðilegir álitsgjafar Þetta gildir ekki aðeins um stjórn- málamennina. Á því fræðasviði sem ég þekki best, lögfræðinni, er mikið um að menn ritskoði sjálfa sig og þori ekki að segja hug sinn af ótta við and- úð annarra. Svo er til dæmis um suma hefðbundna álitsgjafa um lögfræði, sem einatt er leitað til nú á dögum til að segja álit sitt á uppkveðnum dóm- um og öðrum lögfræðilegum málefn- um sem efst eru á baugi hverju sinni. Ég þekki mörg dæmi um lögfræð- inga, sem í einkasamtölum lýsa ein- dreginni og rökstuddri afstöðu t.d. til dómsýslunnar, en taka svo til máls á fundum eða í fjölmiðlum og segja eitt- hvað allt annað. Menn tala kannski ekki beint um hug sér. Þeir sleppa því frekar að tjá skoðun. Margir lögfræð- ingar láta við það sitja að lýsa atvik- um og álitaefnum en sleppa því að segja skoðun. Það er eins og þeir telji hlutdrægt að hafa skoðun, að minnsta kosti ef henni er lýst opinberlega. Og þeir lögfræðingar séu góðir lögfræð- ingar, sem ekki hafa skoðun. Gera má ráð fyrir að allir menn hafi tilhneigingar til að ritskoða sjálfa sig í þágu áheyrendanna. Jafnvel má segja, að stundum geti slíkt háttalag flokkast undir kurteisi; verið eins konar saklaus hvít lygi. Hitt er svo al- veg áreiðanlegt, að þessi háttsemi gengur oftast miklu lengra en þetta og er beinlínis, eins og Clarence Tho- mas benti á í erindi sínu, skaðleg fyrir almennar umræður í þjóðfélaginu. Menn eiga því að taka sig á og strengja þess heit, að láta ekki óttann við fávísa síðdegisspjallara og póli- tískan rétttrúnað hrekja sig frá því að hafa skoðanir og færa fram rök fyrir þeim svo aðrir heyri. Ritskoðun á sjálfum sér Jón Steinar Gunnlaugsson Sjálfsgagnrýni Margir lögfræðingar láta við það sitja að lýsa atvikum og álitaefnum, segir Jón Steinar Gunn- laugsson, en sleppa því að segja skoðun. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. NÝBIRT skoðana- könnun Price Water- house-Coopers stað- festir að æ fleiri kjósendur eru að átta sig á því að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll er ekkert annað en skrípa- leikur. Samkvæmt könnuninni fer þeim fjölgandi sem óákveðn- ir eru í afstöðu sinni til flugvallarins og eru þeir tæplega fjórðung- ur aðspurðra. Ef hlut- fall óákveðinna er borið saman við sams konar könnun í nóvember, kemur í ljós að óákveðnum hefur fjölgað úr 10–24%. Hingað til hefur sú regla gilt að óákveðnum kjósend- um fækkar jafnt og þétt fram að kjör- degi eftir því sem fleiri gera upp hug sinn og línurnar milli valkostanna skerpast. En nú hefur R-listanum tekist hið ómögulega. Eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslunni, fjölgar hinum óákveðnu. Flugvallarmálið í hnappheldu Það er einnig athyglisvert að sam- kvæmt könnuninni virðist andstaða borgarbúa við flugvöll í Vatnsmýrinni hafa minnkað verulega eða úr 40% í 27%. Þessa breytingu má að verulegu leyti skýra með þeirri hnappheldu sem R-listinn hefur komið flugvall- armálinu í með klúðri og óvönduðum vinnubrögðum. Margir andstæðingar flugvallarins vilja auðvitað vita hvaða kostir eru fyrir hendi áður en þeir greiða atkvæði. Skýrir valkostir eru forsenda þess að „borgaralegt lýð- ræði“ virki en það á svo sannarlega ekki við í þessu tilviki. Kjósendur gera sér því enga grein fyrir hvað kjósa á um eða með hvaða hætti borgar- stjóri og aðrir borgar- fulltrúar R-listans muni túlka hugsanlega niður- stöðu kosningarinnar. Fara eða vera? Á atkvæðaseðlinum er fólki einungis gefinn kostur á því að kjósa hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera. Þeir, sem vilja að flugvöllur- inn fari úr Vatnsmýr- inni, vilja að sjálfsögðu vita hvert hann verði fluttur. Allir sjá að það er mikill munur á því að kjósa flugvöllinn út í Skerjafjörð eða alla leið til Keflavíkur. Hinir, sem vilja halda flugvellinum í Vatnsmýrinni, vilja einnig vita með hvaða hætti hann eigi að vera þar áfram. Á hann að vera þar í óbreyttri mynd eða á að leggja nýjar flugbraut- ir meðfram Nauthólsvík eða út í Skerjafjörð með þeirri umhverfis- röskun sem slíkum framkvæmdum fylgir? Þessum spurningum hefur ekki verið svarað og verði það ekki gert fyrir 17. mars er ljóst að at- kvæðagreiðslan verður marklaus. Ráðvilltir borgarfulltrúar Er það nema von þótt hinn almenni borgarbúi sé ráðvilltur þegar í ljós kemur að borgarfulltrúar eru engu betur staddir? Sigrún Magnúsdóttir, oddviti framsóknarmanna í borgar- stjórn og formaður fræðsluráðs, fræddi áheyrendur á borgarstjórnar- fundi í síðustu viku um það, að hún myndi greiða atkvæði með flugvelli í Vatnsmýrinni en tók um leið fram að hún vildi þennan sama flugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Þótti öðrum borg- arfulltrúum fróðlegt að heyra þetta. Öllum hlýtur að vera ljóst að kosn- ingin mun trauðla endurspegla vilja borgarbúa enda eru valkostir margir og hafa þeir engan veginn verið metnir með tilliti til kostnaðar, um- hverfisáhrifa og annarra þátta. Það vantar svo sem ekki hugmynd- irnar og má nefna óbreytt flugvall- arstæði eða nýjan flugvöll úti í Skerjafirði, Lönguskerjum, Engey, Hvassahrauni eða Miðdalsheiði. Þá hefur Ágúst Einarsson, hugmynda- fræðingur Samfylkingarinnar, lagt til að nýr flugvöllur verði lagður á hlaðinu á Bessastöðum. Ef til vill vak- ir fyrir Ágústi að feta í fótspor stór- þjóða eins og Frakka og Bandaríkja- manna og skíra flugvöllinn í höfuðið á einhverjum fyrrverandi forseta. Mætti þá jafnvel efna til atkvæða- greiðslu um hvaða forseti yrði fyrir valinu og án efa yrði mun meiri spenna í þeirri kosningu en þeirri sem fram undan er. Að vera eða vera ekki í Vatnsmýrinni Kjartan Magnússon Flugvöllur Æ fleiri kjósendur, seg- ir Kjartan Magnússon, eru að átta sig á því að kosningin um Reykja- víkurflugvöll er ekkert annað en skrípaleikur. Höfundur er borgarfulltrúi. HINAR nýju tillög- ur sem komnar eru fram um bryggju- hverfi í Garðabæ eru mjög athyglisverðar. Greinilegt er að mikið hefur verið unnið í þróun tillagnanna og ríkt tillit tekið til at- hugasemda íbúa við endanlega mótun þeirra. Þessar tillögur varða mjög framtíðar- hagsmuni bæjar- félagsins. Fallegt hverfi við Arnarnes- voginn mun setja mjög fallegan svip á bæjarfélagið. Mikilvæg vítamínsprauta Bryggjuhverfið mun gefa fjöl- mörgum tækifæri til að setjast að á einu fallegasta byggingarlandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar hins nýja hverfis munu vera bæjar- félaginu mikilvæg vítamínsprauta og styrkja mjög innviði Garða- bæjar. Tekjustofnar bæjarfélags- ins munu styrkjast mjög með nýj- um greiðendum útsvars og fasteigna- gjalda. Verslun og þjónusta í Garðabæ mun styrkjast veru- lega. Verktakarnir munu afhenda hverfið fullbúið og Garðabær mun ekki bera kostn- að af gerð gatna og lagna. Það liggur í augum uppi hvað hér er um mikið hags- munamál fyrir Garða- bæ að ræða. Bæjarprýði sem gleður augað Það er erfitt að sjá hvað kann að mæla á móti þessari framkvæmd. Sú landfylling sem ráðast er í er mjög hófleg og mun ekki spilla útsýni annarra íbúa. Ekki fer þó hjá því að menn muni sjá bryggjuhverfið en það mun gleðja augað og verður bæjarprýði. Ekki þarf að búast við að fuglalíf verði fyrir skaða eða að náttúru verði alvarlega raskað. Landfyll- ingar hafa verið notaðar í fjölda ára bæði hér á Íslandi sem og er- lendis. Hvernig myndi Reykjavík líta út ef menn hefðu ekki unnið land með landfyllingum? Reykjavík hefur verið mótuð og stækkuð eins og hefur þótt henta og áratuga hefð er fyrir því að vinna land úr sjó. Nú er tækifærið komið upp í hendurnar á Garðabæ. Verktakar hafa mótað hugmyndina og lagt fram mjög áhugaverðar tillögur. Það er von flestra að málið njóti brautargengis hjá framsýnni bæj- arstjórn. Heildarhagsmun- ir Garðabæjar Þorvaldur E. Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Bryggjuhverfi Menn munu sjá að Bryggjuhverfið mun gleðja augað, segir Þorvaldur E. Sigurðsson. Það verður bæjarprýði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.