Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 37
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 37 SLEÐADAGAR Notaðir vélsleðar með ríflegum afslætti Valdar vörur og aukahlutir á einstöku tilboðsverði á meðan birgðir endast. 15 - 30% afsláttur á fatnaði og fylgihlutum raun geta gerst hvar sem er. Þegar haft var samband við Vinnueftirlit ríkisins kom í ljós að tvö slys á líkamsræktarstöðvum höfðu verið tilkynnt og skráð á síðastliðn- um 10 árum og í báðum tilvikum var um viðskiptavini að ræða. Hvorugt slysið var alvarlegt, annað var bruni á baki vegna of heits vatns í sturtu og síðara tilvikið var slys vegna niður- togstækis sem leiddi til meiðsla á höfði. Konur duglegri í líkamsrækt Í könnun sem fyrirtækið Price- waterhouseCoopers ehf. gerði árið 1999 á íþróttaiðkun og líkamsrækt landsmanna kemur fram að rúmlega 55% fólks á aldrinum 15 til 75 ára stunda reglulega líkamsrækt eða íþróttir. Rúmlega 50% þeirra eru með kort eða aðgang að líkamsrækt- arstöðvum. Þar kemur jafnframt fram að konur hafi meiri tilhneigingu til að stunda líkamsrækt en karlar. Morgunblaðið/Jim Smart Algengustu slysin á líkamsrækt- arstöðvum er þegar fólk mis- stígur sig eða tognar. Á mörgum hlaupabrettum er að finna öryggisbönd sem virka þannig að ef teygist of mikið á þeim stöðvast brettið. Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN hjá Planet Pulse- keðjunni fara að sögn Jónínu Benediktsdóttur, íþróttakennara og forstjóra Planet Pulse, allir í vissa þjálfun áður en þeir hefja störf og þá hafa þeir próf í fyrstu hjálp. „Ég er með einkaþjálf- unarskólann FIA sem ég hef rek- ið bæði hér og í Svíþjóð en þar geri ég kröfur um grunnatriði í heilsurækt. Eingöngu íþrótta- kennarar og sjúkraþjálfarar kenna þar og það fær enginn vinnu hjá okkur í dag nema að fara á þetta námskeið fyrst.“ Jónína segir að tvö óþægileg slys hafi orðið á síðustu fjórum árum. Annað átti sér stað þegar einn nuddari fyrirtækisins festi hring í skáphurð, hoppaði niður af stól og festi fingurinn hálfpart- inn í skáphurðinni þannig að fing- urinn var næstum farinn af. Hitt atvikið var þegar viðskiptavinur fékk snert af hjartaáfalli en þá brugðust að hennar sögn allir rétt við og kallað var á sjúkrabíl. „Oft koma æfingameiðsl, undir handleiðslu ófaglærðs fólks, ekki fram fyrr en eftir mörg ár. Það er því mikilvægt að fólk æfi af skyn- semi en ekki útlitsáráttu. Á gullstöðvum okkar eru ávallt starfsmenn í tækjasölum en á silf- urstöðvunum okkar er boðið upp á kennslu á tækin fyrir byrjendur og síðan verða viðskiptavinir að gera það upp við sig hvort þeir vilji borga meira og fá þar af leið- andi betri þjónustu. Mín reynsla er sú að fólk ætlast oft til að borga lítið fyrir líkamsrækt og ætlast þá í raun ekki til neinnar aðstoðar. Heilsurækt kostar pen- inga og ég vil benda almenningi á að ígrunda vel hversu dýrmæt heilsan okkar er og hvað það sé um leið tilbúið að greiða fyrir hana.“ Læknisskoðun er ekki skilyrði við inngöngu að sögn Jónínu en við inngöngu fá viðskiptavinir þó spurningablað þar sem m.a. kem- ur fram hvort þeir séu á ein- hverjum lyfjum eða hvort einhver heilsuvandamál séu til staðar. „Læknisskoðun tíðkast víða er- lendis en það er svo merkilegt að á Íslandi er ekki hægt að komast í heilsukönnun nema með margra vikna bið, það er allt svo stirt hér á landi. Þetta á þó vonandi eftir að breytast í framtíðinni.“ Skilyrði að allir starfsmenn fari í einkaþjálfunarskóla NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fjölmargir neytendur hafi talið sig illa svikna sem keyptu í símasölu geisladisk til styrktar félaginu Einstök börn, sem er félag til stuðnings börnum með sjald- gæfa, alvarlega sjúkdóma. Samkvæmt upplýsingum NS hafi sölumenn sagt kaupendum að verið væri að styrkja Einstök börn með kaupum á diskinum en komið hefur í ljós að Einstök börn fengu aðeins 10% af þeim 2.700 krónum sem borgað var fyrir diskinn. Fyrirtækin Íslensk miðlun, sem annast söluna, og fyrirtækið Landco, sem er útgáfuaðili disks- ins, fá því 90% af greiðslunni eða 2.430 krónur. Neytendasamtökin telja þetta afar hæpna og senni- lega ólögmæta öflun fjármuna, þar sem meginhluti þeirrar upp- hæðar sem neytendur greiða rennur ekki til þess málstaðar sem höfðað er til í símtalinu. Fréttaflutningur afar misvísandi Guðmundur Haraldsson fram- kvæmdastjóri Landco telur fréttaflutning vegna þessa máls hafa verið afar misvísandi. Ekki sé rétt að Landco og Íslensk miðlun fái um 90% af greiðslu heldur sé hlutur Landco um 300 krónur, listamaðurinn Páll Rós- inkrans fái 250 krónur af hverj- um geisladisk svo dæmi sé tekið en stór hluti greiðslu fari í ýmis gjöld, svo sem virðisaukaskatt, dreifi- og sölukostnað, pökkun og póstburðargjöld. „Komið hafi verið fram af heiðarleik við Einstök börn frá upphafi og engin launung verið um hve mikið hver og einn fengi í sinn hlut. Um 20 starfsmenn vinna að sölu geisladisksins hjá Íslenskri miðlun og mögulega hafi einn af þeim ekki farið rétt með staðreyndir og komið nei- kvæðri umræðu af stað. Vonandi verður þetta ekki til þess að Einstök börn njóti ekki áfram góðs af framtakinu.“ Minnt á 14 daga skilafrest Neytendasamtökin minna neytendur á að samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölu er unnt að hætta við viðskipti sem fram fara með þessum hætti í allt að 14 daga frá því að þeir fá söluhlut í hendur. Ekki má þó rjúfa innsigli ef um geisladisk er að ræða. Einnig er í lögunum kveðið á um skyldu seljanda til að veita neytanda tilteknar upp- lýsingar, svo sem nafn og heim- ilisfang seljanda, helstu eigin- leika vöru, verð og rétt til að falla frá samningi. Ef seljandi uppfyllir ekki upplýsingaskyldu sína er samningurinn ekki bind- andi fyrir neytandann. Þessar reglur gilda einnig um viðskipti sem eiga sér stað með húsgöngu, í gegnum Netið og við sjónvarps- markaði. Fjölmargir neyt- endur sviknir í símasölu? Geisladiskur til styrktar einstökum börnum NOKKRAR formlegar kvartanir hafa borist Samkeppnisstofnun frá viðskiptavinum Orkuveitu Reykja- víkur vegna gjalds sem tekið er af greiðsluseðlum stofnunarinnar. Gjaldið nemur 250 krónum með virð- isaukaskatti, fyrir hvern seðil. „Við erum með málið í athugun og höfum snúið okkur til Orkuveitunnar og óskað eftir þeirra sjónarmiðum. Þau eru ekki ennþá komin fram. Vonir standa til að málið skýrist bet- ur síðar í þessum mánuði,“ segir Guðmundur Sigurðsson forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar. Í kvörtunum þeim sem borist hafa Samkeppnisstofnun er vísað til þess að viðskiptahættir Orkuveitunnar verði kannaðir með hliðsjón af því hvort fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, að því er Guðmundur segir. Einnig hafa aðilar vísað til þess að um óréttmæta viðskiptahætti kunni að vera að ræða. Guðmundur kveðst aðspurður ekki þekkja fleiri dæmi um íslensk þjónustufyrirtæki og stofnanir sem taka gjald fyrir að senda greiðslu- seðla þar sem innheimt er fyrir veitta þjónustu. Kvartað vegna gjalds af greiðsluseðlum Samkeppnisstofnun kannar viðskipta- hætti Orkustofnunar Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.