Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 61 ÞAÐ er alltaf hálf- dapurt er upplýstir menn og vel menntaðir ráðast fram á ritvöll með skætingi sem minnir fremur á leigu- penna en málefnalegt innlegg. Í þá gryfju féll náttúrufræðingurinn Skúli Guðbjarnarson í Morgunblaðinu þriðju- daginn 6. mars sl. er hann réðst að ósekja á Norður-Atlantshafs- laxasjóðinn NASF og formann hans Orra Vigfússon og kallaði öfgakennd samtök manna sem berjast gegn hagsmunum íslensku þjóðar- innar. Öllum, sem til þekkja eða vilja vita, er ljóst að NASF og formaður hans njóta virðingar í öllum löndum þar sem barátta er háð til að koma í veg fyrir útrýmingu villtra laxa- stofna. Fyrir þessa baráttu sem nú hefur staðið í 11 ár hafa NASF og Orri Vigfússon hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga náttúru- verndarsamtaka beggja vegna Atl- antshafsins. Síðast fyrir nokkrum vikum gekk breska stjórnin til liðs við NASF með 100 milljóna króna framlagi gegn sömu upphæð frá sjóðnum til að ganga frá uppkaupum á reknetaleyfum við norðaustur- strönd Bretlands, sem árlega hafa fangað tugþúsundir laxa.Var for- manni sjóðsins falið að ljúka þessu verkefni. Í síðustu viku bauð sjávarútvegs- ráðherra Írlands Frank Fahey, Orra Vigfússyni til Dublin með ósk um að- stoð við stefnumótun írsku ríkis- stjórnarinnar varðandi samninga við írska laxareknetamenn um sann- gjarnt verð fyrir þeirra veiðiréttindi. Fyrir þremur vikum flaug Orri í boði kanadísku ríkisstjórnarinnar til Ottawa til að leggja á ráðin með stjórnvöldum þar hvernig hægt væri að afstýra hruni þarlendra laxa- stofna. Orri Vigfússon hefur setið fundi í Hvíta húsinu í Washington fyrir til- stilli bandarísku náttúrverndarsam- takanna National Fish and Wildlife Fondation sem hafa veitt háar upp- hæðir til NASF, sem einu samtaka í heiminum sem náð hafa árangri í friðun villtra laxastofna. Allir íslenskir laxveiðimenn og samtök veiðiréttareigenda sem og netabændur eiga Orra Vigfússyni að þakka að á síðustu árum náðust sanngjarnir samningar um uppkaup síðustu netalagna í sjó við Íslands- strendur til viðbótar við netaupp- kaup í Hvítá í Borgarfirði. Ég hygg að flestir ef ekki allir sem unna ís- lenskri náttúru vilji ekki hugsa þá hugsun til enda hvernig ástandið í ís- lenskum laxveiðiám væri ef ekki hefði notið liðssinnis NASF. Eitt er þó rétt hjá Skúla Guð- bjarnarsyni, við erum sek um of- veiði á laxi. Það á jafnt við um vorlax- inn stóra sem og þann smáa. Þetta er til viðbótar sveiflum, sem við óhjá- kvæmilega búum við í kjöltu heim- skautsbaugs, þar sem seiðin úr norð- lensku ánum synda í orðsins fyllstu merkingu undir norðurheim- skauts- baug í leit að æti. Þar er stundum kalt, lítil selta og fæðusnauður sjór. Þá vegnar þessum lömbum hafsins viðlíka og ef við rækjum okkar lömb á fjall að hausti og ætluðum að smala und- ir góulok. Helsti talsmaður minnkandi veiðiálags, veiða og sleppa og al- mennrar hófsemi í stangaveiði er Orri Vigfússon. Hann hefur í hartnær tvo áratugi verið formaður Laxár- félagsins, sem minntist 60 ára afmælis á liðnu hausti. Undir hans for- mennsku og í sátt við bændur í Aðaldal hafa veiðimenn Reykjavíkur-, Húsavíkur- og Akureyrardeilda skipulega dreg- ið úr veiðiálagi á þessa drottningu okkar laxveiðielfa, án þess að skerða tekjur bænda nema síður sé. Lætur nærri að fimmti hver keyptur veiði- dagur sé friðaður. Í sumar hefst í fyrsta sinn í sögu Laxárfélagsins hreinn flugutími 3. ágúst og eftir 1. september verður einungs veitt og sleppt. Í allri sinni baráttu fyrir verndun laxsins hefur Orri haft að leiðar- ljósi, sanngirni og hógværð. Þannig fékk hann frændur okkar Færey- inga til að hætta öllum úthafsveiðum á laxi sem námu hundruðum tonna á ári hverju. Hann hefur það sama að leiðar- ljósi, er hann spyr hvort ekki sé sanngjarnt að við skoðum til hlítar hvaða áhrif risaeldi á laxi í þröngum fjörðum fyrir austan hafi á náttúr- una, ekki að banna það eða bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu Aust- fjarða sem vafalaust má flokka undir allt að þjóðarnauðsyn til að stöðva fólksflótta. Heldur að við vitum hvað við erum að gera. Sjálfur er ég hissa á að minn gamli vinur og Langárráð- gjafi til margra ára, Árni Ísaksson veiðimálastjóri, hámenntaður líf- fræðingur, skuli gefa út rekstr- arleyfi til slíkrar risaframleiðslu. En hér virðist ráða pólitísk nauðsyn sem segir áhættuna viðunandi. Ég vona svo sannarlega að allt gangi vel og dugmiklum Djúpavogsbúum og fjár- festum takist það sem engum hefur enn tekist hér á landi, að reka laxeldi áfallalaust og með hagnaði. Ég vona einlæglega að ekki sjáist risafyrir- sagnir eða sjónvarpsmyndir af hörmungum viðlíka þeim sem, hentu laxeldið fyrir 10 árum, er milljarða- tugir króna þjóðarinnar frá bönkum, sjóðum fyrirtækjum og einstakling- um brunnu á báli. Ég vona líka einlæglega að það sé að marka þau orð Guðna Ágústsson- ar landbúnaðarráðherra að laxeldi verði hvergi leyft þar sem á kyssi fjörð. Hans og Sivjar umhverfisráðherra er ábyrgðin mest, er frá er talinn 1. þingmaður Austfirðinga hæstvirtur, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Halldór Ás- grímsson. Varðandi aulafyndni „náttúru- fræðings“ í garð þjóðskáldsins Bubba Morthens segi ég það eitt að Bubbi er áreiðanlega margfalt meira náttúrubarn en Skúli Guðbjarnarson er „náttúrufræðingur“. Ég óska þess að lokum að öll störf Skúla í þágu ís- lenskrar náttúru og íslenskrar þjóð- ar megi verða til farsældar. ,,Náttúrufræðingur“ á villigötum Ingvi Hrafn Jónsson Lax Öllum, sem til þekkja og vilja vita, er ljóst, segir Ingvi Hrafn Jónsson, að NASF og formaður samtakanna njóta virðingar í öllum löndum þar sem barist er gegn útrýmingu villtra laxastofna. Höfundur er leigutaki Langár á Mýrum og einn af stofnendum og stjórnarmaður í NASF. EINS og við mátti búast er Halldór Björn Runólfsson kominn í hanaslag, sem á sér nokkuð vísan farveg: A hrekur lið fyrir lið það sem B hefur sagt. B gerir svo hið sama við A og eilífðarvélin er kom- in í gang. Jafnvel hanar geta orðið þreyttir á rövli sínu og um síðir klykkir annar hvor út með: Málið er útrætt af minni hálfu. Sá telur sig hafa sigrað sem átti síðasta orðið. Að ís- lenskir blaðalesendur skuli ekki löngu dauðir úr leiðindum er einungis því að þakka að enginn nennir að lesa nema A og B. Ég verð að játa að ég hef ekki mikla löngun til að leggjast í sparða- tíning með Halldóri B. Til þess eru spörð hans allt of lítil, of létt og dreifð út um víðan völl. Þó verður ekki hjá því komist að tína til eitthvert lítil- ræði. Halldór kallar mig sinn gamla kennara. Það var og. Hann var einu sinni skráður í módelönn hjá mér, en ef það er eitthvað sem ég kann og get kennt, er það módel- teikning. Ég sá Halldór B. aldrei og þótti mér það ekki verra. En út úr öllum öðrum stofum en módelstofunni, tók að heyrast langdregið suð, eins og í ryksugu sem gleymst hafði að slökkva á. Þetta var Halldór B. að tala. Jafnvel annálaðir kjaft- askar fundu ekki rof- ann og létu sig hverfa. Hann mun ekki hafa þagnað síðan. Á tung- unni flaut hann gegnum Myndlista- og handíða- skólann. Nú telur blessaður maðurinn mig hafa lagst á náinn, þar sem ég fjallaði um Jón heitinn Gunnar og taldi hann meðal fremstu skúlptúrista Íslands um öldina ofanverða. Gerast nú hálmstráin visin og ekki er ein báran stök. Í sömu grein taldi ég Halldór ekki botna neitt í málverki og þarf það varla vitnanna við. Og þá rýkur Halldór B. upp, fer að djöflast á Jóni Stefánssyni, kannski til að sannfæra sjálfan sig um að hann sé gjaldgeng- ur í mati á málaralist. Það kostar hann að verða rassskelltur svo kirfi- lega af samverkamanni sínum, Braga Ásgeirssyni, að það tekur því varla fyrir hann að hysja upp um sig. Nú má Halldór Björn Runólfsson mín vegna setja segulbandið í gang á síðum Morgunblaðsins, en ég kenni í brjósti um ritstjórnina. Hún situr uppi með suðið. Hálmstráin visin Kjartan Guðjónsson Höfundur er listmálari og fyrrverandi kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Myndlist Ég kenni í brjósti um ritstjórnina, segir Kjartan Guðjónsson. Hún situr uppi með suðið. ínstöð umkringdri gráum nýbygg- ingum. Í samanburði við þennan kröfuharða Þjóðverja þá sýnist mér flestir ferðamenn sjá öflugt menn- ingarlíf sem eitt af náttúruundrum landsins þótt svo sumir kysu frekar að sjá frumstæðan þjóðflokk í snjó- húsum sem leynt undirstrikaði trú þeirra á menningarlegum yfirburð- um eigin lands. Tónlistarstarf og kennsla skipar veigamikinn þátt í þessari menning- arlegu grósku og má ég biðja hvern þann sem efast að líta á menningar- og listasíður dagblaða þar sem tón- list er bæði í aðalhlutverki og til stuðnings öðrum listgreinum, s.s. leikhúsi, ballett og hluti af ýmiskon- ar uppákomum. Tónlistarmenntun skapar grundvöll að þeirri sérþekk- ingu sem til þarf og er þegar öllu er á botninn hvolft einn mikilvægasti hlekkurinn í að skapa forsendur fyrir að við getum talað um öflugt og fjöl- breytt menningarsamfélag. Samningsaðstaða tónlistarfólks Ímyndum okkur að stéttarfélög tónlistarfólks hefðu yfir að ráða valdi sem gerði þeim kleift að stöðva allan tónlistarflutning, lifandi sem og í fjölmiðlum og jafnframt stöðva alla sölu og innflutning á tónlist undir merkjunum „tónlist er okkar fag“. Slík hugmynd er vissulega fjar- stæðukennd en hún ætti að vekja einhverja til umhugsunar um hlut- verk tónlistar í samfélaginu. Vissu- lega er hlutverkið misjafnt eftir stefnum og vettvangi, en allt er það hlekkur í áðurnefndri grósku og fjöl- breytni. Slíka grósku er erfitt að skil- greina og meta því hún er samtvinn- uð á svo margvíslegan máta. Raunveruleikinn er þó sá að tónlist- arkennarar og hljóðfæraleikarar hafa veikt verkfallsvopn. Það sem þeir verða að reiða sig á er að höfða til skynsemis- og réttlætissjónar- miða, og fara fram á að menntun og starf þeirra sé almennt virt og í sam- ræmi við aðra kennara og starfs- menn hjá sama launagreiðanda. Það er vert að hafa í huga að námsferli at- vinnutónlistarfólks skiptir tugum ára. Þegar allt kemur til alls er krafan einfaldlega um launakjör sem stand- ast samanburð í nútíma vestrænu samfélagi. Almennt séð er yfirborðs- kennt góðæri, í formi auðfengins lánsfjár, á engan hátt viðunandi við- mið um raunverulega fjárhagsstöðu. Í slíkri stöðu er máttur allra laun- þega stórlega skertur með aftur- hvarfi til fjötra leiguliðans. Nógir eru átthagafjötrarnir fyrir og sú stað- reynd að við lifum á eyju gerir öllum erfiðara um vik að leita og skapa við- urværi í öðru landi. Það eru óneit- anlega ýmsir kostir á landfræðilega stærri starfsvettvangi og þessir kostir verða sífellt meira eftirsókn- arverðir þegar virðingin fyrir fjöl- breytilegu og öflugu menningarlífi minnkar með vaxandi peninga- hyggju. Það gæti reyndar farið svo að tónlistarfólk sem og listafólk al- mennt væri gagngert að vinna gegn sjálfu sér með því að reyna að skapa viðurværi og starfsgrundvöll á Ís- landi. Góður vinur orðaði þetta svo er hann heyrði um kjör íslenskra tón- listarkennara: “get the hell out of there, its not worth your knowledge or efforts“. Ég hef skrifað þennan pistil af mjög illri nauðsyn því þörfin á end- urbótum er brýn. Núverandi staða gerir fátt annað en að grafa undan ís- lensku tónlistarlífi og starfi tónlistar- skólanna. Leiðin liggur ekkert annað en í átt að meiri og meiri óánægju sem dregur úr öllum samtakamætti um öflugt menningarsamfélag. Þetta fjölbreytta og öfluga menningarsam- félag er forsenda þess að það sé í raun þess vert að búa hér. Land- fræðilega má deila um ágæti lands- ins en það sem skiptir mestu máli er fólkið og sá metnaður og kunnátta sem einkennir íslenska menningu. Höfundur er tónlistarkennari og tónskáld. Tónlistarkennsla Núverandi staða gerir fátt annað, segir Úlfar Ingi Haraldsson, en að grafa undan íslensku tónlistarlífi og starfi tónlistar- skólanna. Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.