Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 47
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 47 talað við sem sagt hafa viðlíkar sögur varðandi stærðfræði. Það er fljótlegt að komast að skilningi þessara barna með því að biðja þau einfaldlega að segja sér frá eða sýna sér og það geta bæði foreldrar og kennarar gert. Barnið sem hefur góðan skilning á fjölda upp undir tug hefur að sjálf- sögðu ekki þörf fyrir hluti til að ná tökum á samhengi fjölda og talna- heita. En það getur þurft það til þess að skilja hvernig tugir verða til og hvernig brjóta má tugi upp í einingar eða hópa eininga. Það getur líka þurft hluti til að átta sig á að við reiknum með tugum á sama hátt og einingum og þar sem réttur fjöldi eininga (tíu) myndar tug- inn, myndar sami fjöldi tuga hundr- aðið. Og jafnvel þótt barnið hafi fullan skilning á þessu þarf það engu að síð- ur á hlutum að halda til að skilja hvað reikniaðgerðirnar samlagning, frá- dráttur, margföldun og deiling snúast um. Notkun hluta, mynda og talna- þrauta úr nánasta umhverfi sem barnið hefur áhuga á að glíma við, geta bætt mjög þær skertu aðstæður sem mörg börn búa við á þessu sviði. Viðhorf og venjur Í TIMSS-rannsókninni fyrir nokkrum árum voru nemendur 3./4. bekkjar og 7./8. bekkjar prófaðir og spurðir ýmissa spurninga um viðhorf og venjur í stærðfræðináminu. Verk- efnin sem lögð voru fyrir skiptust í nokkra flokka, svo sem tölur, mæl- ingar, rúmfræði, hlutföll o.s.frv. Áhersla hefur alla tíð verið mikil á reikning í stærðfræðikennslu ís- lensku skólanna og margir kennarar hafa talið sig þurfa að bæta við fjölda æfingadæma þar. Önnur svið eins og rúmfræði, sem lögð var aukin áhersla á í námsefni allt frá 1975, hafa hins vegar fengið mun minni tíma en til stóð. Það kom því mörgum kennurum á óvart að sá efnisþáttur sem íslenski nemenda- hópurinn stóð sig best í var rúmfræði en frammistaða í reikningi var miklu lélegri. Svo dæmi sé tekið voru ís- lenskir 7. bekkingar í heildarniður- stöðu í 22. sæti af tuttugu og sjö þjóð- um sem uppfylltu öll aðferðafræðileg skilyrði en í rúmfræðiþættinum voru þeir í 15. sæti. Þannig skiluðu áherslur í kennslu sér engan veginn í árangri nemendanna. Á þetta var bent strax í blaðagreinum og víðar. En því miður hefur engu fjármagni verið varið enn til að vinna sérfræði- lega úr þessum þáttum sem er þó mikilvægt. Í ýmsum rannsóknum og skemmri athugunum hér heima fyrir hefur ver- ið athugað hvað nemendum finnist erfitt í stærðfræði á barnastiginu og í sumum tilvikum hafa foreldrar eða kennarar einnig verið spurðir. Í þess- ari grein gefst ekki rúm til að fjalla um almenn brot en það kemur alls staðar í ljós að þar sem samlagning og margföldun eru taldar frekar að- gengilegar reikniaðgerðir og auðvelt að átta sig á dæmum þar og leysa þau, á annað við um frádrátt og deilingu. Mér hefur stundum fundist að fólk telji þetta vera nánast náttúrulögmál. En flest bendir til að ástæðan sé allt önnur. Frádráttur og deiling eiga sér fleiri hliðar en samlagning og marg- földun og þeim er ekki öllum gefinn nægilegur gaumur í kennslu eða um- ræðu utan skólanna. Þess vegna þekkja nemendur þess konar verk- efni mun verr og kunna illa til verka að gera þau skiljanleg í huga sér. Hvað merkir frádráttur? Mörg þúsund manns hef ég beðið að segja mér sögu að baki dæminu 9-5 (eða viðlíka dæmi). Yfirgnæfandi meirihluti kemur aðeins með eina sögugerð eða túlkun. Þar eru 9 menn, epli, bílar o.s.frv. og svo fara 5 eða eru teknir í burtu. Þeir eru dregnir frá. Vissulega má segja að nafnið á þess- ari reikniaðgerð valdi þessum þrönga hugsunarhætti en við annmörkum nafnsins (sem reyndar á nú á bratt- ann að sækja í málinu því að stækk- andi hópur talar um að mínusa í stað þess að draga frá) þarf að bregðast og tryggja að skilningur á aðgerðinni verði ekki svona einlitur. Dæmið gæti allt eins fjallað um eft- ir hve mörg ár 5 ára barn verði 9 ára, hve mörgum árum eldri 9 ára systir er en 5 ára telpan, hvað vanti marga bolta í poka með 5 stykkjum til þess að þeir verði 9 o.s.frv. Allar túlkanir sem snúast um mismun virðast fjær fólki en hin túlkunin en þó er slík notkun ekki síður mikilvæg og algeng í lífinu. Víða hef ég einnig beðið fólk að gefa mér dæmi um deilingu. Svörin sem ég hef fengið eru í yfirgnæfandi meirihluta skipting, þar sem upp- gefnum fjölda er skipt milli svo og svo margra, t.d. 10 mandarínum skipt jafnt milli 5 krakka o.s.frv. En deiling á sér fleiri hliðar. Hún snýst ekki síð- ur um spurninguna: Hve oft…? T.d.: Hve oft get ég borðað 2 mandarínur ef ég á 10 stykki. Þetta atriði er lúmskt og kann að virðast skipta litlu máli. En það er þessi hlið deilingar- innar sem er mikilvæg fyrir skilning á almennum brotum og vinnu með þau. Margt sem nemendum er uppálagt varðandi almenn brot að læra bara ut- anbókar því að það sé eina leiðin, á sér fullkomlega eðlilegar og rökréttar skýringar sem engin ástæða er til að svíkja nemendur um að kynnast. Nokkru nánari umræða um kennslu í almennum brotum og fyrstu skref í algebrunámi tengist skrifum um veigamiklar áherslubreytingar sem þurfa að verða í reiknings- kennslu miðað við nútímaþjóðfélag og leiðir kennara til að taka á því máli í starfi sínu. Það er ekki alfarið einfalt mál að kenna bæði annað og öðruvísi en maður lærði sjálfur en mörg dæmi, innlend sem erlend, sýna að það er hægt. Ásjóna hlutanna getur verið mikils virði í stærðfræðikennslu. Í dag kl. 14:00 fer fram afhend- ing verðlauna og viðurkenninga í Stærðfræðikeppni Flensborg- arskólans fyrir grunnskóla- nema. Afhendingin fer fram í kaffi- samsæti í Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði þar sem 10 efstu nemendum í 8., 9. og 10. bekk er boðið ásamt foreldrum og kennurum. Stærðfræðikeppni Erasmus stúdentaskipti: Háskóla- stúdentar sem hafa lokið a.m.k. 30 einingum geta sótt um að taka hluta af sínu námi við evrópska háskóla. Umsóknar- frestur renn- ur út 15. mars nk. Nánari upplýs- ingar fást í síma 525 4311 og bey@hi.is. Tollaákvæði á sjávarafurðir Út er komin hjá Euro Info skrif- stofunni í samvinnu við Útflutnings- ráð Íslands skýrsla sem ber heitið: „Samantekt á tollum á íslenskar sjávaraf- urðir í innflutningi til ESB.“ Saman- tektinni er ætlað að auðvelda aðgengi ís- lenskra fyrirtækja að upplýsingum um tolla og magn- kvóta á sjávarafurðum, og tryggja þannig réttan og hagkvæman inn- flutning á vörum til ESB-ríkjanna. Fyrirtæki geta fengið samantekt- ina senda sér að kostnaðarlausu. Upplýsingar í síma 511 4000 og á vef: www.icetrade.is Frjáls för vinnuafls ESB Framkvæmdastjórn ESB leggur drög að nýrri meginstefnu sem mið- ar að því að örva enn frekar frjálsa för vinnandi fólks milli ESB- landanna. Stefnt er að því að sam- ræma enn frekar viðurkenningar á starfsmenntun, draga úr mun á almannatrygg- ingum og lífeyrisréttindum og efla enn frekar upplýsingagjöf um at- vinnutækifæri og vinnumiðlun milli landanna. Sjá nánar á: http;//europa.eu.int/comm/emp- loyment_social/news/2001/ mar/54_en.html. Ný sumarstörf í EES Sjá upplýsingar um sumarstörf á heimasíðu EES-Vinnumiðlunar: www.vinnumalastofnun.is - EES- Vinnumiðlun - Gagnlegir tenglar - Sumarstörf. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.