Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ARI Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hlaut einróma kjör þingfulltrúa á Búnaðarþingi í gær sem formaður til næstu þriggja ára. Þau tíð- indi gerðust við stjórnarkjörið að tveir stjórn- armenn, sem gáfu kost á sér áfram, náðu ekki kjöri í aðalstjórn. Þetta voru þeir Þórólfur Sveins- son, formaður Landssambands kúabænda, og Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum. Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum þingfulltrúa voru á einu máli um að fósturvísamálið svokallaða hefði haft töluverð áhrif á að Þórólfur náði ekki kjöri, en sem formaður kúabænda hefur hann barist fyrir innflutningi fósturvísa úr norskum kúm, sem mjög hefur verið umdeildur á þessum vetri. Af öðrum tíðindum af stjórnarkjöri má nefna að tvær konur náðu kjöri og hafa jafnmargar konur ekki setið áður í stjórn Bændasamtakanna. Ari var einn í kjöri til formanns og hlaut 41 at- kvæði af 47 mögulegum. Sex seðlar í formanns- kjöri voru ógildir. Ari var þakklátur þingfulltrú- um fyrir endurkjörið, í stuttri ræðu sem hann flutti, en tók fram að sér hafi ekki tiltakanlega vantað vinnu. Sagðist hann líta á kjörið sem vís- bendingu um að hann og aðrir forystumenn og starfsmenn Bændasamtakanna undanfarin sex ár, sem hann hefur verið formaður, væru að gera góða hluti. Mat hann einróma endurkjör sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Stjórn Bændasamtakanna er kjörin á þriggja ára fresti og í henni sitja sjö manns að formann- inum meðtöldum. Tveir í fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér áfram og komu þeir báðir af Suð- urlandi, þ.e. Hrafnkell Karlsson frá Hrauni og Hörður Harðarson á Laxárdal. Í stað þeirra af Suðurlandi komu inn í stjórnina nú þau Sólrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri og Eggert Pálsson á Kirkjulæk. Hlutu þau afgerandi kosn- ingu en þau voru bæði í varastjórn samtakanna á nýliðnu kjörtímabili. Af Vesturlandi og Vestfjörðum voru kosnir í stjórn þeir Guðmundur Grétar Guðmundsson á Kirkjubóli, sem var áður í stjórn og fékk 28 at- kvæði, og Guðmundur Jónsson á Reykjum, sem var áður í varastjórn, en fékk nú 32 atkvæði. Hann kemur inn af þessu svæði í stað Þórólfs Sveinssonar á Ferjubakka II í Borgarfirði sem hlaut 23 atkvæði í stjórnarkjörinu. Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu og Ari Teitsson, formaður og bóndi á Hrísum, náðu öruggu endurkjöri í stjórn sem fulltrúar Norð- lendinga en af Austurlandi kemur ný inn í stjórn Sigríður Bragadóttir, kúabónda á Síreksstöðum í Vopnafirði. Kosningin á kjörsvæði Austfirðinga var spennandi því Sigríður fékk 24 atkvæði, eða minnsta mögulega meirihluta frá þeim 47 þing- fulltrúum sem kusu. Örn Bergsson kom næstur með 22 atkvæði. Eftirmál eiga eftir að koma í ljós Þórólfur Sveinsson sagði við Morgunblaðið að stjórnarkjöri loknu að niðurstaða væri fengin og lítið við henni að segja. Hvort líta bæri á nið- urstöðuna sem vantraust á hans störf fyrir hönd kúabænda sagðist Þórólfur ekkert geta fullyrt um. Benti hann á að Bændasamtökin hefðu aldrei í sinni sögu hleypt starfandi formönnum tveggja stærstu búgreinafélaganna í stjórn. „Ég vissi að þetta gat farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Þórólfur en þegar hann var spurður hvort hann byði sig fram til endurkjörs sem for- maður kúabænda á aðalfundi þeirra í lok sumars sagðist hann vona að sauðfjárbændur myndu ekki stjórna því kjöri. Vísaði hann þar til sterkra áhrifa þeirra á Búnaðarþingi. Aðspurður hvort einhver eftirmál yrðu af stjórnarkjörinu í Bænda- samtökunum sagði Þórólfur að það ætti eftir að koma í ljós og vildi hann ekki orðlengja það frek- ar. Formaður Bændasamtakanna einróma endurkjörinn á Búnaðarþingi Formaður kúabænda var felldur í stjórnarkjöri BÚNAÐARÞING 2001 hefur sam- þykkt að fela stjórn Bændasamtak- anna, í samvinnu við Landsamtök skógareigenda, að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa og gera samning við ríkisvaldið um föst fjárframlög til lands- hlutabundinna skógræktarverk- efna næstu sjö til tíu árin. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að nú þegar hafa þrjú slík verkefni verið samþykkt sam- kvæmt lögum þar um, en forsenda þess að markmið laganna nái fram að ganga eru að tryggðar verði fjárveitingar til þess. Í hverju landshlutaverkefni er unnin áætlun til 40 ára um umfang þess og eru gerðir bindandi samn- ingar við landeigendur, framleið- endur plantna ofl. „Ótryggt fjármagn til verkefna sem hafa mikla þýðingu fyrir fjölda einstaklinga getur raskað verulega öllum áformum og skipulagi rækt- unarstarfs þeirra sem vinna að framkvæmd verkefnanna.“ Samið við ríkið um lands- hlutabundna skógrækt Morgunblaðið/Golli Störfum búnaðarþings var haldið áfram í gær og þá fór meðal annars fram stjórnarkjör.  BJÖRN Stein- björnsson varði doktorsritgerð 9. júní síðastliðinn í dýralækningum við dýralæknahá- skólann í Hann- over í Þýskalandi. Leiðbeinandi var Hans Merkt, pró- fessor emiritus við Institut für Reproduktion við Dýralæknaháskól- ann í Hannover. Andmælendur voru Erich Klug, prófessor við Klinik für Pferde, dýralæknaháskólanum Hannover, og Albrecht Pfeiffer, dr.med.vet., privatdosent, dýralæk- naháskólanum í Hannover. Ritgerðin fjallar um þá þætti sem skipta máli hvað varðar frjósemi í frjálsu stóðlífí hjá íslenska hestinum. Rannsóknirnar voru tvískiptar. Ann- arsvegar atferlisrannsókn og hins- vegar frjósemisrannsókn. Á árunum 1995–1997 voru skoðaðir þrír stóð- hópar, hver með sínum graðhestinum í eitt og tvö gangmálstímabil hryssu. Þ.e.a.s. í þrjár vikur og sex vikur, samtals í 2.148 klukkustundir. Hóp- arnir voru í girðingum þar sem auð- velt var að fylgjast með þeim. Í miðri girðingunni var komið fyrir hjólhýsi sem stjórnstöð. Þrískiptri vakt var komið á og hóparnir vaktaðir allan sólarhringinn. Hryssurnar voru allar merktar með númerum á báðum hlið- um sem sást vel úr fjarlægð. Allt kyn- atferli var skráð. Hluti hryssnanna var ómskoðaður til þess að fastsetja egglos hjá þeim. Til þess að skrá kyn- atferli hrossanna var notuð smátölva, Psion-Workabout, með prógramminu Observer 2.0. Upplýsingarnar voru síðan færðar reglulega inn í stærri tölvu. Allar athafnir hrossanna voru skráðar jafnóðum og þær gerðust, klukkan hvað og staða hópsins í heild á klukkustundar fresti. Skráð var meðal annars sérstaklega hve oft graðhestur fyljaði hverja hryssu og hve lengi hryssurnar voru í látum. Rannsóknirnar nýtast hrossarækt- endum til þess að ná hámarks frjó- semi út úr stóðum sínum. Niðurstöð- urnar sýna að kynhegðun íslenska hestsins er ekki frábrugðin kyn- hegðun annarra hestakynja. Báðir aðilar eru virkir þátttakendur í ást- arlífinu. Svo virðist sem graðhestar haldi hryssum í hóp til þess að létta sér að ákvarða hvaða hryssur séu í látum og hvenær þær nálgist egglos. Með því að rannsaka úrgangsefni þeirra fá þeir hugsanlega þessa vitn- eskju í gegnum lyktarefni sem hryss- urnar gefa frá sér (pheromone). Sú staðreynd að þeir eyða aðeins 2,2–2,4 dögum að meðaltali í að fylja mer- arnar þótt þær séu að ganga í 4,4–4,7 daga bendir til þessa. Þegar meri klippir gull er hún hugsanlega að koma skilaboðum í gegnum pherom- one til graðhestsins. Graðhestarnir fylja hryssurnar hvenær sem er á sól- arhringnum og oftar þær sem eru duglegastar að bjóða sig. Séu margar hryssur að ganga í einu, er hætta á því að einhverjar verði útundan og fyljist því ekki. Björn Steinbjörnsson lauk stú- tentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1978. Hann starfaði nokkur ár sem tamnigamaður í Þýskalandi og hóf þá nám í dýralækningum sem hann lauk 1988. Síðan vann hann sem sjálfstætt starfandi dýralæknir í um tíu ár. Rannsóknirnar voru gerðar á Íslandi á árunum 1995–1997. Árin 1998–2000 stundaði Björn dokt- orsnám við dýralæknaháskólann í Hannover. Björn er kvæntur Þorbjörgu Frið- riksdóttur og eiga þau fjögur börn, Friðrik Marvin, Ragnheiði Erlu, Steinbjörn og Erni Snæ. Eftir lok doktorsprófs hóf Björn starf sem hér- aðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi nyrðra með aðsetur á Egilsstöðum. Hann er einn af stofnendum og starf- ar einnig sem framkvæmdastjóri Dýraspítala Austurlands ehf. Doktor í dýralækn- ingum FÓLK BÆNDASAMTÖKIN hafa tekið að sér að halda miðlægan gagnagrunn fyrir alla ræktend- ur íslenska hestsins hvarvetna í heiminum. Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að hér sé um að ræða framþróun á skráningakerfi sem Bænda- samtökin hafa rekið fyrir ís- lensku hrossaræktina um ára- bil. Nú hafi verið gert samkomulag við Alþjóðasam- tök Íslandshestaeigenda, að Bændasamtökin útvíkki þessa þjónustu fyrir aðildarlöndin eftir því sem þau kjósa að koma inn í grunninn. „Ég hygg að innan tveggja til þriggja ára verði öll löndin komin inn í gagnabankann, sem eru allflest Evrópulöndin, Bandaríkin og Kanada,“ segir Sigurgeir. Fyrstu löndin, Noregur og Austurríki, eru um þessar mundir að hefja sína skráningu í grunninn. Forritunin fór fram á síðasta ári og er verið að full- móta forritið. Reiknað er með því að á næstu þremur árum verði skráning á hrossakyn- bótakerfinu að mestu orðin raf- ræn, bæði hérlendis og alfarið í útlöndum. Grunnur að kynbóta- útreikningum Sigurgeir segir að þessar upplýsingar séu grunnurinn að kynbótaútreikningum á stóð- hestum. Í grunninn fara allar ætternisupplýsingar, lýsingar á hrossunum og allir dómar sem hrossin fá. Þetta gefi tæki- færi til þess að afkvæmi hests, sem er metinn hafa kynbóta- gildi, koma inn í gagnasafnið hvort sem þau eru í Þýskalandi, Íslandi eða annars staðar. Áður hefur ekki verið hægt að tengja þetta saman. Gagnabankinn verður mikið notaður af áhuga- fólki um hestamennsku, jafnt hérlendis og erlendis. Útlendu aðildarfélögin þurfa að greiða fyrir aðgang að grunninum og á sú greiðsla að standa að mestu undir rekstrinum. Einnig kem- ur til greina að innheimta not- endagjöld. Alþjóðlegur gagna- grunnur um íslenska hestinn SAMÞYKKT hefur verið ályktun á Búnaðarþingi þar sem skorað er á ríkisstjórnina og Alþingi að leiðrétta með lagabreytingu „það misrétti sem viðgengst“ í skattlagningu tekna af veiðileigu, eins og það er orðað í álykt- uninni. Bændur sem hafa veiðileigu- tekjur og stunda búrekstur á jörðum sínum þurfa að greiða fullan tekju- skatt af veiðileigunni meðan aðrir jarðeigendur, sem ekki stunda at- vinnurekstur á jörðum sínum, geta talið fram tekjur af veiðileigu sem fasteignaleigu og greitt 10% skatt. Í greinargerð með ályktuninni seg- ir m.a. að hlunnindi séu nýtt með tvennum hætti, annars vegar hlunn- indi sem byggjast að mestu á vinnu bóndans, svo sem æðardúnn, rekavið- ur, lax- og silungsveiði í net og hins vegar nýting með leigu. Veiðifélög víða um land hafa á hendi leigu veiði- réttar. Þau starfa samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði og bera ekki sjálfstæða skattskyldu. „Veiðileigan er leiga á fasteign og því ekki eig- inlegur hluti af atvinnurekstri bónd- ans. Það er óhjákvæmilegt að taka til endurskoðunar skattalega meðferð veiðileigutekna til þess að leiðrétta það mikla ójafnræði sem nú við- gengst. Þessi mismunun vinnur bein- línis gegn hagsmunum dreifbýlis og er í engu samræmi við byggðastefnu Alþingis,“ segir ennfremur í greinar- gerðinni. Vilja breytta skattlagn- ingu veiðileigutekna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.