Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Sigmar fæddistá Breiðabóli á Svalbarðsströnd 25.10. 1903. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð hinn 3. mars sl. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson, f. 21.6. 1864, d. 18.12. 1945, b. á Breiðabóli, og kona hans, Sessilía Jónatansdóttir, f. 10.8. 1867, d. 18.9. 1950, húsfreyja. Systkini Sigmars: Jóhannes, f. 4.7. 1888, (látinn) b. á Breiðabóli á Svalbarðsströnd; Elínrós, f. 8.2. 1890 (látin) ljósmóðir í Keflavík, gift Þórarni Eyjólfssyni, d. 1971, útgerðarmanni og smiði; Sigrún, f. 29.10. 1891, (látinn) bústýra á Breiðabóli, Jón, f. 16.3. 1894 (lát- inn) fyrrv. yfirlögregluþjónn á Akureyri; Jónatan, f. 18.9. 1895, (látin) smiður og bílstjóri á Breiðabóli; Guðfinna Sessilía, f. 14.5. 1897, ( látin) var gift Jóni Eyjólfssyni, formanni og útgerð- f. 9.9. 1929, múrari og vélstjóri í Njarðvík, kvæntur Jóhönnu Þor- steinsdóttur; d. 21.11. 00, Ingi, f. 17.7. 1934, búfræðingur og versl- unarmaður í Reykjavík, kvæntur Lilju Þorsteinsdóttur. Sigmar var sjómaður á Sval- barðseyri 1920–24, lauk vélstjóra og stýrimannaprófi á Akureyri 1924 og var vélstjóri fiskibátum á Svalbarðseyri 1924–26, vélstjóri á fiskibátum í Vestmannaeyjum 1926–30, í Keflavík 1930–37, var stýrimaður og skipstjóri í Kefla- vík 1934–35 og vélstjóri á flutn- ingabátum á Svalbarðseyri 1937– 47. Sigmar var frysthússtjóri frystihússins á Svalbarðseyri 1947–80 og hefur gert út trillu á Svalbarðseyri frá 1980. Sigmar var formaður Vél- stjórafélags Vestmannaeyja 1928–29 og Vélstjórafélags Kefla- víkur 1931–32. Hann sat í hrepps- nefnd Svalbarðseyrarhrepps 1950–56 og 1972–76, var einn stofnanda og formaður slysa- varnadeildarinnar Svölu á Sval- barðseyri 1951–83 en hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar frá SVFÍ fyrir vel unnin störf. Hann var safnaðarfulltrúi Svalbarðseyrarkirkju 1962–83. Útför Sigmars fer fram frá Svalbarðsstrandarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 armanni í Keflavík; Kristján, f. 12.3. 1899, (látinn) Guðmundur, f. 23.9. 1900, d.s.b. Sigurbjörg, f. 11.9. 1901, gift Sigtryggi Friðrikssyni, b. á Sel- landi í Fnjóskadal (látinn); Guðmundur, f. 5.5. 1907, (d. 9.2. 1901) búfræðingur á Breiðabóli; Anna, f. 10.6. 1909, (látin); Kristján, f. 23.7. 1912, d.s.b. Axel, f. 29.4. 1914, (látin). skóla- stjóri á Húsavík, kvæntur Þorbjörgu Guðmunds- dóttur. Sigmar kvæntist 9.5. 1925 Ingi- björgu Ágústsdóttur, f. 16.12. 1903, d. 10.1. 1991 húsmóður. Foreldrar hennar voru Ágúst Sveinbjörnsson, verkamaður í Vestmannaeyjum, og kona hans, Kristín Ólafsdóttir húsmóðir. Börn Sigmars og Ingibjargar eru, Ásta, f. 3.11. 1925, gift Bjarna Sveinssyni, múrarameist- ara á Akureyri; Jóhannes Pétur, Spegilsléttur Eyjafjörðurinn, döggin í grasinu og kyrrðin, sem einkennir dagrenningu áður en náttúran vaknar og skarkali dag- legs amsturs byrgir okkur sýn á stórkostlegt sköpunarverk almætt- isins. Það er hvíslast á meðan bát er rennt úr vör því nú skyldi róið til fiskjar, öll framkoma og fas sjó- mannsins bar vott um djúpstæða virðingu hans fyrir náttúrunni og lífinu í kringum hann. Þetta var fyrsta minningin sem kom upp í huga mér þegar móðir mín til- kynnti mér lát afa míns Sigmars Benediktssonar. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp að hluta hjá afa mínum og ömmu á Svalbarðseyri, og dvaldi hjá þeim hvenær sem kostur var allt fram á unglingsár. Þolinmæði hans við að kenna mér að lesa og draga til stafs, lestur á ævintýrum fyrir svefninn og áherslan sem lögð var á bænina og forsjálni almættisins, allt eru þetta minningabrot sem upp koma þegar litið er yfir sam- ferð okkar. Sumt af því sem hann lagði áherslu á við mig fannst mér oft óskiljanlegt t.d. mátti ekki spila á spil á aðfangadagskvöld, og ef maður hafði önglað saman fyrir einni tyggjóplötu sem fékkst nú sjaldan í kaupfélaginu nema fyrir stórhátíðir og laumaðist til að njóta í leyni, þá var maður kominn á gráa svæðið, og ef maður var staðinn að verki hafði gleymt sér í allri sælunni yfir tyggjóinu, þá fékk maður oft hvasst augnaráð, tyggjóið límdist við góminn og hreyfðist ei meir þann daginn. Það var ekki við hæfi að hans mati að tyggja jórturleður á hátíðisdögum. Afi var barns síns tíma, tíundi í röð 15 systkina sem öll eru látin nema Sigurbjörg f. 11.9. 1901. Lífsviðhorf hans og gildismat mót- aðist af þeirra tíma lífsbaráttu, mikilli vinnu, samheldni og trausti á sjálfan sig til lífsbjarga og vel- farnaðar, og kom þetta mikið fram í hvernig hann nýtti það sem til var, hvað var nauðsyn og hvað óþarfi. Hann var skapmaður mikill og það gustaði oft af honum, og eru mér vel í minni orðræður og skoðanaskipti hans við samferða- menn og bændur af ströndinni um málefni sem efst voru á baugi á hverjum tíma. Var þá oft tekin snerra og flóra hins íslenska máls nýtt til hins ýtrasta, ekki hvað síst ef umræðan snerist um pólitík en hann var sjálfstæðismaður mikill þó svo að blái liturinn hafi eitthvað fölnað síðustu árin. Hann átti oftar en ekki undir högg að sækja á þessum vettvangi því Svalbarðs- ströndin var í raun vagga Fram- sóknar. En eins og hendi væri veifað datt allt í dúnalogn og menn sneru sér að mikilvægari málefn- um s.s. lífsbjörginni og baráttu hins daglega lífs og flugu þá stök- ur og vísur manna á milli. Í maí 1925 giftst afi Ingibjörgu Ágústs- dóttur. Þau hófu búskap í svoköll- uðu Njarðarhúsi á Svalbarðseyri en fluttu til Vestmannaeyja 1926 og síðar til Keflavíkur, en fluttust um 1940 aftur til Svalbarðseyrar og festu þá kaup á veiðarfæra- geymslu í eigu Síldarvinnslunnar Njarðar, sem þau gerðu að íbúðar- húsi sem nefnt var Breiðablik og bjuggu þar æ síðan. Þó svo að það gustaði stundum af honum þýddi það lítið ef amma var nálægt. Þessi hægláta blíða kona hafði ein- stakt lag á honum og þurfti oft ekki meira en nokkur orð sett fram á hennar rólega hátt til að setjan hann alveg út af laginu í tjáningunni. Hún bjó þeim fallegt heimili þar sem gott var að dvelja og var það annað heimili okkar systkinanna úr Brekkugötunni. Afi hafði farið ungur til sjós, lauk vél- stjóra- og stýrimannaprófi á Ak- ureyri og starfaði lengi framan af ævinni sem skipstjóri og vélstjóri, eða fram til 1947 að hann réðst fyrst sem frystihússtjóri hjá Kaup- félagi Svalbarðseyrar og starfaði þar fram til 1980. Ekki sleppti hann hendinni af sjómennskunni því hann átti alltaf trillur og stundaði handfæra- og netaveiði í Eyjafirði allt til hins síðasta, en síðasta trillan hans kjölbrotnaði við sjósetningu þegar hann var 93 ára og varð það honum mikil eft- irsjá. Eitt sem hann átti mjög erf- itt með að skilja var hvernig fræð- ingarnir fyrir sunnan gátu fundið það út að fiskurinn í firðinum væri bara við milli 9 og 12 á föstudög- um og átti þar við reglugerðir og heimildir um netalagnir. Er mér ekki grunlaust um að hann hafi hugsað sýslumanninum á Húsavík þegjandi þörfina eftir að yfirvaldið gaf honum áminningu, þá tæplega níræðum, um að fara að reglugerð um netaveiði. Eftir að hann missti síðustu trilluna gaf hópur trillu- karla honum gamla trillu sem sett var niður á hlaðinu í Breiðabliki þar sem hann gat dyttað að henni, vonandi að hann kæmist á sjó að nýju. Ég veit að hann mat þessa gjöf mikils. Eins og getið er um í kynningu hér að ofan starfaði hann töluvert að félagsmálum. Hann bar ávallt mikla umhyggju fyrir kirkju sinni og gegndi starfi meðhjálpara þó- nokkur ár. Þau hjónin gáfu t.d. alt- aristöflu þá sem nú prýðir Sval- barðsstrandarkirkju, málaða af próf. Magnúsi Jónssyni, sem og aðra gagnmerka muni til minn- ingar um foreldra sína. Mér eru minnisstæðar ferðir okkar í gömlu kirkjuna á Svalbarði þegar kynda þurfti upp með góðum fyrirvara fyrir messur, þá var eins gott að það heyrðist ekki mikið í manni meðan hann bjástraði við eldivið- inn. Sérstaklega var honum um- hugað um styrk og velferð Slysa- varnafélags Íslands og starfi deilda á landsbyggðinni. Hann sótti öll landsþing Slysavarna- félagsins meðan kraftar entust og var það honum ætíð tilhlökkunar- efni. Afi gat verið fastur fyrir og hafði oft á tíðum mjög fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum, sumir voru ágætir, aðrir á réttri báru, og svo enn aðrir sem voru bara la la. Hafði ég oft gaman af hin síðari ár að ná gamla mann- inum upp og láta hann segja frá og lýsa mönnum og málefnum og skein þá oftar en ekki glettnin úr augum og húmorinn var á sínum stað. Eftir að amma féll frá bjó hann einn í Breiðabliki. Hann neit- aði því alfarið að fara á elliheimili, það væru aðrir sem ættu þangað brýnna erindi en hann. Kom það í hlut foreldra minna, Ástu Sig- marsdóttur og Bjarna Sveinssonar auk Bjargar systur minnar, að annast hann umfram þá heima- hjúkrun sem hann hafði. Þær eru ótaldar ferðirnar sem þau hafa keyrt út á Svalbarðseyri, og hefur móðir mín haldið fyrir hann heim- ili mörg undanfarin ár. Veit ég að hann var henni afar þakklátur fyr- ir það þó svo að honum gengi ekki alltof vel að sýna það. Á hún mikl- ar þakkir skildar fyrir þá miklu ást og umhyggju sem hún sýndi foreldrum sínum og þá honum sér- staklega eftir að hann varð einn. Á sl. sumri fékkst hann loksins til að fara á Dvalarheimilið Hlíð og færi ég starfsfólki heimilisins bestu þakkir fyrir góða umönnun og alúð í hans garð. Hinn 9. feb. sl. lést bróðir hans Guðmundur og í nóv. sl. lést ástkær tengdadóttir hans Jóhanna Þorsteinsdóttir. Það var börnum mínum ávallt mikils virði að heimsækja langafa sinn, þeim fannst hann aldrei „svona gamall“, alltaf hress og hafði gaman af að spjalla. Ég mun minnast afa míns sem manns sem kenndi mér margt, hafði alltaf tíma til að tala við mann og reyndi að ala úr mér óþekktina, en sem betur fer fyrir mig átti hann oftar en ekki erfitt með að sýnast alvarlegur við slík tækifæri því hann var strákur í sér alla tíð. Í anddyrinu í Breiðabliki stóð síðast er ég kom þangað heima- smíðuð netabauja, skaftið var sprungið og veðrað með tveimur lituðum hringjum til auðkennis, veifan trosnuð af langvarandi áníðslu sjávarroks og vinda, kork- urinn haganlega skorinn og ásett- ur. Þar sem hún stóð þarna í öllum sínum grófleika og einfaldleika hvíldi yfir henni einhver einkenni- legur friður, friður sem fylgir þeim er lokið hafa góðu dagsverki og eru sáttir. Ég kveð þig, afi minn, með þessa mynd í huga og þakka þér allt sem þú veittir mér og kenndir á ferðalagi okkar. Ég veit að dagrenning nýrra heimkynna opnaðist þér á enn stórfenglegri hátt en forðum daga er lítill drengur var leiddur styrkri hönd út í lífið. Fyrir hönd eiginkonu minnar, barna og barnabarna sendum við aðstandendum hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sveinn Bjarnason. Í dag er til moldar borinn afi minn Sigmar Bergvin Benedikts- son Breiðabliki á Svalbarðseyri. Í fáeinum orðum vil ég minnast hans. Því þegar móðir mín hringdi og sagði að afi væri dáinn þá var eins og tíminn stoppaði og minn- ingar hrönnuðust upp, minningar sem aldrei gleymast og eru þær flestar frá minni barnæsku þegar ég var hjá afa og ömmu á sumrin á eyrinni. Afi var sjómaður, bæði með vélstjóra- og stýrimannsrétt- indi, Hann stundaði sjóinn mest frá Svalbarðseyri, Keflavík og Vestmannaeyjum en hann var for- maður vélstjórafélags Vestmanna- eyja 1928 og formaður vélstjóra- félags Keflavíkur 1931, hann var frystihússtjóri frystihússins á Svalbarðseyri 1947-80. Afi gerði út trillu og sótti sjóinn langt fram á tíræðisaldur. Ýmsum trúnaðar- störfum gegndi hann fyrir Sval- barðsstrandarhrepp en mestallan hug hans átti Slysavarnafélag Ís- lands. Hann var einn af stofnend- um Slysavarnadeildarinnar Svölu og var formaður hennar í 32 ár. Er ungur ég var heima hjá afa og ömmu virtist mér Svalbarðseyri vera stærðar þorp þar sem allt ið- aði af lífi sem það vissulega gerði þá en stærðin var eingöngu vegna hversu lítill ég var. Á eyrinni eign- aðist ég marga vini og leikfélaga. Ég man að þegar við leikfélagarnir fórum ógætilega gat afi verið strangur að okkur fannst en mað- ur áttar sig ekki á því hvers vegna hann var það fyrr en maður er sjálfur orðinn faðir og afi að þetta var umhyggja hans fyrir okkur því afi var góðhjartaður maður sem öllum vildi gera gott. Það var mikill missir þegar amma dó og afi varð einn eftir í húsinu. Foreldrar mínir heimsóttu hann þó nær daglega en eftir að hann var kominn á elliheimilið var það móðir mín sem fór daglega til hans enda sagði afi að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur því dóttir hans sæi um hann. Enda þótt móð- ir mín sé á áttræðisaldri var hún alltaf litla dóttir hans. Er ég heim- sótti afa fyrir síðustu áramót sá ég að þrekið var farið að dvína og ekki yrði langt þar til hann myndi sameinast ástvinum sínum sem þegar voru farnir yfir móðuna miklu. Biðin var á enda laugardag- inn 3. mars. Ég bið góðan guð að varðveita afa okkar. Sigmar Bergvin Bjarnason og fjölskylda. Elsku afi, langafi og langa- langafi, þá er kveðjustundin komin og þessar ljóðlínur eru kveðjan okkar til þín: Hann stendur í fjörunni, horfir á hafið himinn tær og fagurblár. Allt er lífskrafti vorsins vafið vonin í brjóstinu hrein og klár. Vetrarins þunglyndi gleymt og grafið geislandi fegurð um enni og brár. Gamall maður, grár fyrir hærum gengið hefur niður að sjó. Minningar vakna; þeir voru á færum það vantaði ekki þeir fiskuðu nóg. Úr sjónum köldum og kristaltærum í kappi við hina sinn afla dró. Minningar af honum stöðugt streyma störmasöm ævi um hugann fer. Um liðna daga hann lætur sig dreyma þó líf’ans hafi nú borist á sker. Hann þráði og elskaði hafsins heima í hyllingum allt þetta finnur og sér. Hér vildi hann ljúka langri ævi leggjast til hvílu við sjávarnið. Bað þess hljóður að guð sér gæfi af gæsku sinni eilífan frið. Að mætti hann róa á sólgullnum sævi og sækja á gjöful fiskimið. (Valdimar Lárusson.) Drottins blessun fylgi þér. Ingibjörg Bergrós, Sigurður, Jóhannes, Sigrún og börn. Til heiðurs minningu langafa míns langar mig að segja frá því óvenjulega en fallega ævintýri sem við áttum saman. Ég vissi ekki að ég ætti lang- ömmu og langafa úr föðurfjöl- skyldu fyrr en ég fermdist. Þá fékk ég frá þeim fallegt bréf, fín- heklaða dúka og pening í gjöf. Sem betur fer þekkti móðir mín nöfnin og útskýrði fyrir mér frá hverjum gjöfin var. Úr varð að ég skrifaði þeim bréf til baka og þannig má segja að kynni okkar hafi hafist. SIGMAR BENEDIKTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.