Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isJón Arnar hefur keppni á HM í dag. B/4 Haukar lágu á heimavelli ÍR. B/2 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r10. m a r s ˜ 2 0 0 1 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær karlmann af ákæru ríkissaksóknara um að hafa framið kynferðisbrot gegn ungri stjúpdóttur sinni með því að þukla á kynfærum hennar. Þetta átti að hafa gerst á síðasta ári. Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan hafi ekki komið fyrir dóm en samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála verði að reisa dóma í málum á því sem kemur fram við meðferð þess fyrir dómi. Félagsráðgjafi tók viðtal við stúlkuna sem var tek- ið upp á myndband í Barnahúsi. Annar félagsráð- gjafi fylgdist með viðtalinu af sjónvarpsskjá. Í dómnum segir orðrétt: „Myndbandsupptaka af frásögn stúlkunnar hjá barnaverndaryfirvöld- um og það sem vitni hafa borið um frásögn [stúlk- unnar] af athæfi ákærða og um hana sjálfa nægja ekki, gegn neitun ákærða, til þess að sanna sök á hann í málinu.“ Faðir stúlkunnar leitaði til barnaverndaryfir- valda í Reykjavík í ágúst á síðasta ári. Hann sagð- ist gruna ákærða, sem þá var sambýlismaður móð- ur stúlkunnar, um að hafa áreitt skúlkuna kynferðislega. Hún hafði tjáð honum að stjúpfaðir hennar hefði þuklað á henni og látið hana taka mynd af sér berum. Þetta varð til þess að barnaverndaryfirvöld tóku málið til umfjöllunar og lögreglan hóf rann- sókn. Viðtal tekið í Barnahúsi Viðtal var tekið í Barnahúsi þar sem stúlkan lýsti því hvernig stjúpfaðir hennar hefði áreitt hana kynferðislega, aðallega með því að þukla á henni innan klæða. Þetta hefði gerst mörgum sinnum. Hann hefði beðið hana um að segja ekki frá þessu en hún hefði samt gert það. Við yfirheyrslur hjá lögreglu neitaði maðurinn að hafa vísvitandi áreitt stúlkuna kynferðislega. Hann kvaðst, vegna veikinda, þurfa að nota sterk lyf að staðaldri. Þegar hann drykki áfengi ofan í lyfin vissi hann ekki hvað hann gerði og missti minnið. Maðurinn kvaðst þó muna að hafa einu sinni eða tvisvar strokið stúlkunni um klofið en mundi ekki hvort það var utan- eða innanklæða. Atvik þetta gerðist árið 1999. Stúlkan hefði sagt móður sinni frá þessu. Maðurinn og móðir hennar hefðu þá rætt um það við stúlkuna um að hún segði frá þessu ef þetta gerðist aftur. Það hefði hún ekki gert. Móðir stúlkunnar sagði fyrir dómi að hún hefði aðeins talið að um fálm í drukknum manni hefði verið að ræða. Henni hefði brugðið mjög þeg- ar barnaverndaryfirvöld hefðu tjáð henni að grun- ur hefði vaknað um kynferðisafbrot. Í niðurstöðum dómsins segir að skilja verði ákæruna í málinu á þann veg að þar sé ákærði ein- ungis ákærður fyrir að brjóta af sér í eitt skipti ár- ið 2000. Önnur tilvik komi ekki til álita í þessu máli. Þá hafi maðurinn alfarið neitað sök og skýrslur hans hjá lögreglu geti ekki talist játning á því at- hæfi sem hann er sakaður um. Dómurinn var kveðinn upp af héraðsdómurun- um Pétri Guðgeirssyni dómsformanni, Ragnheiði Bragadóttur og Skúla Pálmasyni. Sigríður Jósefs- dóttir saksóknari sótti málið fyrir hönd ákæru- valdsins en Björgvin Jónsson hrl. var til varnar. Stjúpfaðir sýknaður af ákæru um kynferðisbrot ORKUVEITA Reykjavíkur verður fyrir milljónakróna tjóni á hverju ári vegna veggjakrots á húseignir fyrirtækisins. Aðfaranótt fimmtudagsins voru veggjakrotarar á ferð við dælustöð Orkuveitunnar við Stekkjarbakka í Breiðholti. Þorsteinn Birgisson, deildarstjóri byggingadeildar Orku- veitunnar, segir að það muni kosta um 300.000 kr. að afmá veggjakrot- ið. Þetta er í þriðja skiptið á þremur mánuðum sem þessi dælustöð verð- ur verulega fyrir barðinu á veggja- kroturum. Húseignir Orkuveitunar, spenni- stöðvar, dælustöðvar, borholuhús og brunnar eru um eitt þúsund talsins. Þorsteinn segir að veggjakrotar- ar valdi talsverðum skemmdarverk- um á þessum húsum. Viðgerðir vegna þess kosti milljónir á hverju ári. Þorsteinn telur að veggjakrotar- arnir hljóti að vera stálpaðir ung- lingar, eða jafnvel eldri. Það sjáist m.a. á því hve hátt veggjakrotið nái. Þá kosti úðabrúsarnir sitt en Þor- steinn áætlar að það efniskaup þess sem úðaði á dælustöðina við Stekkjarbakka hafi kostað hann um 15–20.000 kr. Þorsteinn hvetur borgarbúa til þess að vera vakandi gagnvart þess- ari iðju og láta vita verði þeir vitni að veggjakroti. Húseignir Orkuveitu Reykjavíkur verða talsvert fyrir barðinu á veggjakroturum Milljónatjón vegna veggjakrots árlega Morgunblaðið/Golli Veggjakrot þekur stóran hluta af framhlið dælustöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Stekkjarbakka. Þorsteinn Birgisson, deildarstjóri byggingadeildar Orkuveitunnar, segir tjónið verulegt. BÖRN í fjórða, fimmta og sjötta bekk Giljaskóla á Akureyri hafa útbúið snjólistaverk á lóð við skól- ann. Þau fóru út í hlákuna með myndmenntakennara sínum, Margréti Steingrímsdóttur, og sköpunargáfan var allsráðandi þegar farið var að móta snjóinn. Meðal þess sem sjá má á svæðinu eru snjókerlingar og alls konar dýr en þegar börnin höfðu lokið við að búa verkið til var það mál- að í öllum regnbogans litum. Ekki er víst að þessi listaverk standi lengi uppi því hlýtt hefur verið í veðri og því eins víst að fari fyrir þessum verkum eins og Snæfinni snjókarli sem sólin bræddi hratt og örugglega. Morgunblaðið/Kristján Viktor Ari og Árni Gísli, sem eru í 2. bekk í Giljaskóla, skoðuðu snjólistaverkin á leiðinni heim úr skólanum í gær. Sköpunar- gáfan nýtt við gerð snjólista- verka TILRAUNIR standa nú yfir á vegum Landssímans með útsend- ingar á stafrænu sjónvarpi. Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri breiðbandssviðs Landssímans, sagði að u.þ.b. sex heimili tækju þátt í tilrauninni. Hann sagði að tilraunin mið- aðist að því að fullvissa menn um að tækni Landssímans virkaði eins og til væri ætlast, en sjón- varpsefninu er dreift með breið- bandinu. Þór Jes sagði að mögulegt yrði að dreifa sjónvarpsefni á nokkur hundruð sjónvarpsrásum með stafrænum hætti. Í dag er sjón- varpsefni sent út á svokölluðum hliðrænum rásum. Þór sagði að þetta takmarkaði flutningsgetuna þannig að kerfið gæti ekki flutt nema u.þ.b. 40 sjónvarpsrásir. Með stafrænu sjónvarpi væri hægt að þjappa merkjunum mikið saman og nýta tíðnisviðið betur. Með þessum hætti væri hægt að ná fram áttfalt meiri nýtingu á breiðbandinu. Til að ná stafrænu sjónvarpi þurfa notendur ekki að kaupa nýtt sjónvarpstæki. Sjónvarps- merkin eru send út stafrænt á breiðbandinu, en þar tekur „af- ruglari“ við sem breytir merkinu í hliðrænt merki sem sjónvarps- tækið meðtekur. Tilraun hafin með stafrænt sjónvarp AÐ SÖGN Theódórs Agnars Björnssonar, forstjóra Byggða- stofnunar, verður ákveðið í næstu viku hvaða húsnæði verður valið undir starfsemi stofnunarinnar á Sauðárkróki. Verður þá valið á milli Stjórn- sýsluhússins við Skagfirðinga- braut og húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga við Ártorg á Sauðárkróki. Ráðgert er að sá hluti starfsemi Byggðastofnun- ar, sem er í Reykjavík, flytjist til Sauðárkróks fyrir 1. júní. Byggðastofnun Húsnæði valið í næstu viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.