Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 31 Fundarstjóri: Valdimar K. Jónsson forseti verkfræðideildar HÍ. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. Málþingið er skipulagt af viðskipta- og hagfræðideild HÍ, verkfræðideild HÍ og Verkfræðingafélagi Íslands. Skráning í síma: 525 4444 • Netfang: endurmenntun@hi.is MÁLÞING Markaðsvæðing raforkukerfisins Þriðjudaginn 13. mars, 2001 kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands 12:30 13:00 13:05 13:15 13:55 14:20 14:45 15:10 15:35 15:55 16:20 Skráning ráðstefnugesta. Setning: Anna Soffía Hauksdóttir prófessor í rafmagnsverkfræði. Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nokkrar meginályktanir dregnar af alþjóðlegri reynslu við markaðsvæðingu raforkukerfa. Eiga þær við á Íslandi? Steve C. Riddington ráðgjafi, KEMA Consulting Europe . Hvað geta Íslendingar lær t af óförum Kaliforníubúa í raforkumálum? Friðrik Már Baldursson prófessor við viðskipta- o g hagfræðideild HÍ. Verðlagning á raforkuflutningi; rekstrarfræðileg sjónarmið. Egill B. Hreinsson prófessor í raforkuverkfræði, verkfræðideild HÍ. Íslenskt raforkuskipulag með samk eppni að leiðar ljósi. Aðalsteinn Guðjohnsen orkuráðgjafi bor garstjóra. Hönnun hjálparkerfa við ákvarðanatöku í markaðs væddu raforkukerfi – byggð á rannsóknum á raforkumarkaði í Þýskalandi o g á Íslandi. Kristján Halldórsson rafmagnsverkfræðingur Tækniháskólanum í Dar mstadt. Kaffihlé Pallborðsumræður : Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Reykjavíkur og Edvard G. Guðnason, Landsvirkjun auk fyrir lesara. Stjórnandi: Guðmundur Magnússon forseti viðskipta- o g hagfræðideildar HÍ. Ráðstefnuslit: Guðmundur Magnússon forseti viðskipta- og hagfræðideildar HÍ. Dagskrá: BÍLALEST zapatista-índíánanna var komin inn í úthverfi Mexíkó- borgar í gær og með leiðtogann Marcos í broddi fylkingar. Hér er um að ræða eina þekktustu skæru- liðahreyfingu í heiminum í dag en markmiðið með ferðalaginu er þrí- þætt: Í fyrsta lagi að vekja athygli þjóðarinnar og umheimsins á bágum kjörum frumbyggja í heimafylkinu Chiapas sem og í öllu landinu; í öðru lagi að styrkja samband ólíkra frum- byggjaþjóða og í þriðja lagi að beita Mexíkóþing þrýstingi og fá það til að samþykkja lagafrumvarp um rétt- indi frumbyggja. Þetta er í fyrsta skipti sem Marc- os, leiðtogi zapatista-hersins, yfir- gefur skæruliðabúðirnar í frumskóg- um Suður-Chiapas síðan zapatistar risu upp gegn yfirvöldunum 1. janú- ar 1994. Lagði bílalestin af stað 25. febrúar frá borginni San Cristobal de las Casas í fylgd lögreglubíla og þyrlu undir einu helsta kjörorðinu, „Ya basta“, sem þýðir „Nú er komið nóg“. Vopnin voru skilin eftir heima en Marcos og nánustu samstarfs- menn hans héldu þó höfuðbúnaðin- um, svörtu skíðahúfunum, sem hylja andlitin. Ferðast var í tvær vikur um 12 fylki landsins áleiðis til höfuðborg- arinnar og hvarvetna var þeim fagn- að af íbúum landsins með hrópunum „Nú er komið nóg“ og „Lifi Zapata“ en Emiliano Zapata var ein af helstu byltingarhetjum Mexíkómanna og er hreyfingin kennd við hann. Hefur þessi atburður vakið mikla athygli um heim allan og hefur fjöldinn allur af fréttamönnum fylgt hópnum. Einnig hefur borið mikið á ýmsum þekktum fræðimönnum þessa dag- ana í Mexíkó, sem hafa jafnan stutt zapatista, en meðal þeirra var nób- elskáldið frá Portúgal, José Saramago. Fox boðar nýja tíma Ýmsir öfgahópar höfðu hótað að drepa Marcos meðan á ferðinni stæði og einnig höfðu ákveðin harð- línusamtök reynt að þrýsta á forset- ann og fá hann til að koma í veg fyrir ferðina á þeim forsendum, að hún myndi hræða erlenda fjárfesta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. Vicente Fox, forseti Mexíkó, varð þó ekki við því og hann hefur lagt á það áherslu, að nú séu nýir tímar í Mexíkó. Hann er þó varkár í yfirlýsingum enda er málið flókið. Í landi þar sem búa um 100 milljónir manna eru frumbyggjarnir um 10 milljónir og búa við bág kjör, hvort sem er í sveit- um eða borgum. Í Chiapas-fylki hafa yfir 40% íbúanna, langflestir frum- byggjar, ekki aðgang að rafmagni né rennandi vatni þótt í fylkinu séu 60% raforkuframleiðslunnar í landinu og 40% af náttúrulegu gasi. Ólæsi er þar yfir 50% og af einni milljón barna á milli 5 og 14 ára fara 40% aldrei í skóla. Aðeins einn af hundrað nemendum kemst á háskólastig. Þessi tíu prósent þjóðarinnar í Chiapas skiptast síðan upp í meira en 50 frumbyggjaþjóðir sem tala hver sitt eigið tungumál. Ein af ástæðunum fyrir því að staða frumbyggja í landinu er svona bág er sú, að menning þeirra og rétt- indi hafa í gegnum árin aldrei verið tekin til greina í áætlunum ráða- manna þjóðarinnar, sem hafa jafnan tekið upp hugmyndir frá Evrópu, jafnvel þótt þær hafi lítt átt við veru- leikann í Mexíkó. Áform zapatista er að koma á umbótum þar sem þeir verði ekki undanskildir. Þeir vilja að landið verði viðurkennt sem fjöl- þjóðaríki sem virði og stuðli að upp- byggingu og skilningi á mismunandi menningarhefðum. Þeir berjast fyrir uppskiptingu landareigna, sérstak- lega í Chiapas, almennri lýðræðis- og jafnræðisþróun í landinu og fyrir meiri sjálfstjórn í sínum eigin sam- félögum. Margir hafa velt því fyrir sér hvað muni gerast eftir þessa ferð zapat- ista til höfuðborgarinnar. Ýmsir hafa bent á, að nú þurfi zapatista-herinn að breyta um aðferðir til að ná sínu fram, þ.e.a.s. að breytast í pólitískt afl. Marcos hefur sagt að zapatista- herinn verði ekki leystur upp fyrr en orðið hafi verið við kröfum hans en hann hefur þó gefið í skyn, að hinn borgaralegi armur zapatista þurfi að styrkjast til muna. Það á þó eftir að koma í ljós því Marcos hefur sagt, að þótt pólitísku lýðræði verði komið á í Mexíkó, þá muni enn líða langur tími þar til frumbyggjar landsins fái sömu réttindi og aðrir þegnar sam- félagsins. Zapatista-lestin komin til Mexíkóborgar Uppreisnarmenn í Chiapas krefjast þess að Mexíkó verði fjöl- þjóðaríki, segir í grein eftir Stefán Á. Guð- mundsson, þar sem tek- ið verði tillit til hefða og menningar frumbyggja. Reuters Uppreisnarmenn í liði zapatista leika á hljóðfæri við athöfn í helsta vígi sínu, þorpinu La Realidad í Chiapas, fyrir förina til Mexíkóborgar. Höfundur er magister í menning- arsögu Rómönsku-Ameríku og fyrrverandi fréttaritari Morg- unblaðsins í Mexíkó. MERCK, eitt af stærstu lyfjafyrir- tækjum heims, hefur ákveðið að lækka verð tveggja alnæmislyfja sinna um 40% í þróunarlöndunum. Samtök, sem berjast fyrir því að þró- unarlöndin fái alnæmislyf á viðráð- anlegu verði, fögnuðu þessari ákvörðun en sögðu að fyrirtækið hefði ekki gengið nógu langt. Merck tilkynnti á miðvikudag að verð ársskammts af lyfinu Crixivan hefði verið lækkað í andvirði 51.000 króna og árskammtur af Stocrin ætti að kosta 43.000 krónur í þróunar- löndunum. Fyrirtækið sagði að eftir þessa verðlækkun hefði það engan hagnað af sölu lyfjanna í þriðja heim- inum. Sérfræðingar í Afríku sögðu að flest ríki álfunnar hefðu ekki efni á að kaupa lyfin þrátt fyrir verðlækk- unina. Af um 36 milljónum alnæm- issmitaðra manna í heiminum búa 25 milljónir í Afríku. „Þetta er skref í rétta átt en þeir þurfa að ganga lengra,“ sagði Toby Kasper, talsmaður frönsku samtak- anna Lækna án landamæra. Hann bætti við að verð lyfja Merck væri enn hærra en annarra lyfja sem í boði væru, t.a.m. indverska lyfjafyr- irtækisins Hetero, sem selur alnæm- islyf fyrir andvirði 30.000 króna. 39 lyfjafyrirtæki hafa höfðað mál í Suður-Afríku vegna laga sem heim- ila stjórn landsins að flytja inn og framleiða ódýrari gerðir af alnæm- islyfjum þeirra. Þessi ódýru lyf eru ekki varin með einkaleyfi. Fyrirtæk- in segja að lögin gangi í berhögg við stjórnarskrá landsins og krefjast þess að þau verði afnumin. Réttarhöldin í málinu hófust á mánudag og þeim var frestað daginn eftir til 18. apríl. Verð lyfjanna verð- ur í brennidepli í réttarhöldunum því samtökum, sem beita sér fyrir ódýr- ari alnæmislyfjum, verður leyft að tí- unda aðstæður alnæmissjúklinga sem fá enga lyfjameðferð vegna kostnaðarins. 10% íbúa Suður-Afríku, eða 4,2 milljónir manna, hafa smitast af al- næmisveirunni, HIV. Hugsanlegt er að lyfjafyrirtækin höfði einnig mál vegna áforma stjórnarinnar í Kenýa um að setja lög sem heimila innflutning á ódýrari gerðum af lyfjum sem notuð eru til að fresta því að þeir sem smitast af HIV-veirunni sýkist og minnka hættuna á því að veiran berist frá smituðum mæðrum í ófædd börn þeirra. Um 600 manns deyja af völdum al- næmis á degi hverjum í Kenýa og 14% íbúanna hafa smitast af HIV- veirunni, að sögn þarlendra stjórn- valda. AP Suður-Afríkumenn á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið í Pretoríu. Þeir kröfðust þess að alþjóðlegu lyfjafyrirtækin lækkuðu verðið á alnæmislyfjum sínum í þróunarlöndunum. Alnæmisbaráttan í þróunarlöndunum Merck lækkar lyfjaverð um 40 prósent Jóhannesarborg. AFP, The Daily Telegraph. LAGT verður bann við tóbaki, eld- spýtum og kveikjurum í öllum fangelsum í sambandsríkinu Maryl- and í Bandaríkjunum frá því í júní. Skipun þessa efnis á að leysa að hluta sjö ára gamla deilu er kom upp vegna þess aðnokkrir núver- andi og fyrrverandi fangar kvört- uðu yfir slæmum áhrifum óbeinna reykinga. Bannið nær til rúmlega 23.300 fanga og 8.000 starfsmanna fang- elsanna. Röksemdir lögmanns fanganna, Andrews Freemans, eru meðal annars að þeir hafi verið dæmdir til refsivistar en ekki „dauða af völdum lungnakrabba- meins eða hjartaáfalls“. Ekki eru allir ánægðir með bann- ið og fulltrúi einna samtaka starfs- manna sagðist hafa áhyggjur af því að verið væri að taka skyndilega fíkniefni frá notendum þess. „Fang- arnir verða augljóslega æstir og sama er að segja um starfsmenn,“ sagði fulltrúinn, Ruth Ann Ogle. Reykingabann í fangelsum Hagerstown í Maryland. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.