Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLUGVÉLIN kem- ur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Um borð eru farþegar sem eiga erindi af margvíslegum ástæð- um. Þar getur verið amma eða afi á leið í heimsókn til barna- barnanna sem búa syðra, sveitarstjórn- armaðurinn að erin- dast í Reykjavík, vegna þess að þar er öll stjórnsýslan, fram- kvæmdastjórinn í er- indum fyrirtækis síns, ungt fólk á leið í skóla, karl eða kona sem hafa ákveðið að lyfta sér upp um helgina í leikhúsum eða öðrum menningarstofnunum, sem ríkis- sjóður starfrækir af örlæti sínu fyrir skattfé allra landsmanna í Reykjavík. Og ferðin er svo sem ekki gefin. Einstaklingur pungar út fimmtán þúsund kalli, eða kannski ein- hverju minna, ef hann getur fellt skilmála ferðarinnar að erindi sínu. Það er þess vegna öllum ljóst að ferðalangurinn er að leggja tals- vert á sig fjárhagslega til þess að koma flugleiðis í bæinn. Hann er með öðrum orðum ekki að gera það að gamni sínu, eða vegna þess að hann eigi annarra (og ódýrari) kosta völ. Menn nýta sér þennan ferðamáta af þörf. 1.200–1.300 farþegar á dag Þetta er hlutskipti sem nær hálf milljón farþega kýs sér. Um flug- völlinn í Reykjavík fara nefnilega daglega um 1.200 til 1.300 farþegar í margvíslegum erindum. Sá þægi- legi kostur að geta farið upp í flug- vél á Reykjavíkurflugvelli og flogið í allar áttir út frá höfuðborginni og til baka skiptir þetta fólk höfuðmáli. Af þessu má ráða að flugvöllurinn skipar ríkulegan sess í huga mjög margra. Og skýringin er einföld; flugvöllurinn er grundvöllur að lífi og starfi svo margra Ís- lendinga um land allt og ekki síst á höfuð- borgarsvæðinu. Það hljómar því ótrúlega sérkennilega, þegar flugvöllurinn, þessi lífæð, er skyndi- lega orðinn útmálaður sem óvelkomin boð- flenna í höfuðborginni. Daglegur ferðamáti 1.200–1.300 manna og vinnustaður fjölmargra, er sem út- lægur gerr, í máli þeirra sem gera nú kröfu til þess að flugvöllurinn fari burt. Krafan um flugvöllinn burt er nefnilega líka um að víkja burtu því fólki sem nýtir hann og þeirri starfsemi sem í kring um hann þrífst. Það að allur þessi fjöldi fólks ferðast oftar og skemur með innanlandsfluginu er til marks um brýna þörf og að innanlands- flug um Reykjavík er besti kost- urinn. Út í hafsauga eða í apalhraun Umræðan um flugvöllinn hefur verið afar ómarkviss af hálfu þeirra sem vilja hann feigan. Eftir að farið var að ræða málin af krafti, vegna hinnar stórfurðulegu atkvæðagreiðslu sem er fyrirhuguð í Reykjavík á næstunni, hófst afar sérkennileg atburðarrás. Með til- viljanakenndum hætti hentu menn á lofti alls konar hugmyndir um hvar nýjan flugvöll mætti stað- setja. Var þar í senn lagt til að flugvöllurinn yrði settur út í hafs- auga, eða út í einhver apalhraun. Sem dæmi um hversu vanhugs- aðar þessar hugmyndir voru, má nefna að borgaryfirvöld lögðu til í opinberri umræðu að nýjum millj- arða flugvelli yrði komið fyrir í til- teknu sveitarfélagi, án þess að yf- irvöld þess hefðu af því spurnir fyrr en í fjölmiðlum. Síðar kom svo í ljós að þessi hugmynd virtist frá- leit. Nýr flugvöllur hefði verið til- tölulega stutt frá Keflavíkurflug- velli, umferð frá Hvassahraunsvelli kynni að trufla alþjóðaflug, vanda- mál gætu skapast við blindflug, flug um völlinn yrði takmarkað vegna umferðar um Keflavíkur- flugvöll, auk þess sem svæðið er annálað meðal flugmanna fyrir vindsperring og garra; raunar kom það fram í Morgunblaðinu nýlega að þangað legðu flugmenn leið sína vildu þeir æfa sig við nógu and- styggilegar aðstæður. Farsæl áratuga reynsla af Reykjavíkurflugvelli Allt hnígur því að hinu sama. Eðlilegast er að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað á landi sem ríkið á að hluta til, í svokallaðri Vatnsmýri. Áratugareynsla af flugvelli á þessum stað er farsæl og góð. Flugvöllurinn er mikilvæg- asta umferðarmiðstöð Íslendinga vegna ferðalaga innanlands. Hann er upphaf þjóðleiðar um landið og treystir stöðu höfuðborgarinnar. Það er því sameiginlegt hagsmuna- mál okkar Íslendinga að svo mik- ilvægt samgöngumannvirki verði um ókomin ár til staðar. Burt með ykkur? Einar K. Guðfinnsson Flugvöllur Flugvöllurinn er mikilvægasta umferðarmiðstöð Íslendinga, segir Einar K. Guðfinnsson, vegna ferðalaga innanlands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vestfirði. Í ATKVÆÐAGREIÐSLUNNI um framtíðarnýtingu Vatnsmýrinn- ar hinn 17. mars nk. verður kosið um tvo kosti. Annars vegar verður spurt hvort Reykvíkingar vilji að flugvöll- ur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 og hins vegar hvort þeir kjósi að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Ég hef áður skrifað um mikilvægi þess að þessi ákvörðun verði tekin nú, þegar unnið er að gerð svæðisskipulags fyrir allt höf- uðborgarsvæðið og aðalskipulag Reykjavíkur er í endurskoðun. Ýms- ir framámenn í Sjálfstæðisflokknum hafa horn í síðu atkvæðagreiðslunn- ar og segja að hún sé óþörf enda aldrei að vita hvað borgarfulltrúar árið 2016 vilji gera og óvíst að þeir taki nokkurt mark á þessari at- kvæðagreiðslu nú. Nú er öllu venju- legu fólki ljóst, þótt það eigi e.t.v. ekki við um forystu Sjálfstæðis- flokksins, að ákvarðanir í skipulags- málum eru alla jafna teknar með löngum fyrirvara, ekki síst þegar gera á um- fangsmiklar breyting- ar, eins og flutningur flugvallar vissulega er. Flugvöllur verður ekki fluttur eins og hendi sé veifað og því er brýnt að vanda undirbúning slíkrar ákvörðunar og taka hana með góðum fyrirvara. Þess vegna er atkvæðagreiðslan nú tímabær og meiri- hlutinn í borgarstjórn stendur heill og óskipt- ur að þeirri tímamóta- ákvörðun að fela borg- arbúum sjálfum að vísa veginn í þessu efni til framtíðar. Ef flugvöllurinn fer ... Hvað þýða þessir kostir sem í boði eru? Annar kosturinn felur það í sér að flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýri eftir árið 2016. Sú niður- staða gæti m.a. þýtt að gera yrði nýj- an flugvöll fyrir sunnan Hafnarfjörð, í Hvassahrauni, eða jafnvel að innan- landsflugið flyttist til Keflavíkur með nýjum og stórbættum sam- göngum milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Þá þarf að hafa í huga að á 15-20 árum mun vænt- anlega margt breytast í samgöngu- málum almennt og afstaða manna til tíma og vegalengda sömuleiðis. Þessi kostur felur líka í sér mögulegan Lönguskerjarflugvöll, en hann er samkvæmt öllum útreikningum og athugunum lang dýr- asti kosturinn í stöð- unni og vafalítið einnig lakastur frá umhverfis- sjónarmiði. Verði nið- urstaðan að flugvöllur- inn fari eftir árið 2016 skapast að sjálfsögðu mikið rými til byggða- þróunar miðsvæðis í borgarlandinu sem er afar dýrmætt fyrir höf- uðborgina og mögu- leika hennar til að þjóna því hlutverki sínu að vera brjóstvörn okk- ar litla samfélags í harðandi sam- keppni við útlönd um unga fólkið okkar. ... og ef hann verður Hinn kosturinn gengur út á það að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir ár- ið 2016. Þar er ekki verið að tala um flugvöllinn eins og hann er nú heldur eingöngu að flugvöllur í einhverri mynd verði í Vatnsmýri eftir árið 2016. Ýmsar tillögur hafa komið fram um að hvernig skipuleggja mætti flugvallarsvæðið í framtíðinni ef þar verður áfram flugrekstur. Má í því sambandi nefna hugmyndir um nýja flugbraut á uppfyllingu í Skerjafirði í stað núverandi austur-vestur flug- brautar en með því móti fengjust um 70 ha lands til byggðaþróunar eða drjúgur helmingur núverandi flug- vallarsvæðis. Ennfremur er ekki útilokað að á næstu 15-20 árum verði unnt að reka innanlandsflug frá Reykjavík með einni flugbraut eða þá að flugvéla- kosturinn geri minni kröfur til lengdar flugbrauta o.s.frv. Þessa kosti mun þurfa að skoða rækilega, velji Reykvíkingar flugvöll í Vatns- mýri eftir árið 2016. Of skammt gengið Flugmálayfirvöld hafa að undan- förnu kynnt hugmyndir sínar um breyttan flugvöll í Vatnsmýri. Þær hugmyndir ganga út á það að koma til móts við sjónarmið borgaryfir- valda og tryggja nokkurt rými sem nú tilheyrir flugvallarsvæðinu til al- mennrar byggðarþróunar. Lætur nærri að það sé um fimmtungur nú- verandi flugvallarsvæðis. Sannleik- urinn er sá, að undanfarin 10 til 12 ár hefur sú stefnumörkun legið fyrir af hálfu borgaryfirvalda að flytja skyldi æfinga- og kennsluflugið burt og sú stefna var líka mörkuð í samgöngu- ráðuneytinu í ráðherratíð Stein- gríms J. Sigfússonar. Þeirri stefnu- mörkun var stungið undir stól þegar sjálfstæðismenn tóku við samgöngu- málunum árið 1991 og flugmálayfir- völd hafa aldrei lagt áherslu á að ná almennri sátt í borginni um flugvall- arsvæðið, því miður. Ákvörðun nú- verandi meirihluta að efna til at- kvæðagreiðslu í borginni um málið hefur hins vegar ýtt undir sam- göngu- og flugmálayfirvöld að bregðast við og sýna einhvern lit með því að kynna hugmyndir að nýju skipulagi flugvallarsvæðisins. Í mín- um huga ganga þær tillögur allt of skammt. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að flugvöllur í Vatnsmýr- inni skipti Reykjavík miklu máli og það væri freistandi að finna lausnir sem gætu tryggt áframhaldandi rekstur áætlunarflugsins þar en jafnframt skapað sátt um þann rekstur frá sjónarmiði umhverfis og öryggismála. Á hinn bóginn er að mínu mati úrslitaatriði fyrir skipulag borgarinnar og þróun hennar að fá meira rými miðsvæðis og þá hljótum við að horfa til Vatnsmýrarinnar. Þær lausnir sem ganga út á það að um helmingur flugvallarsvæðisins losni og nýtist fyrir uppbyggingu á háskólasvæðinu, fyrir Landspítala, aðra atvinnustarfsemi og íbúðir eru að mínu mati fýsilegar. En telji flug- málayfirvöld á hinn bóginn að ekki sé unnt að reka Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri miðað við þær kröfur verður flugvöllurinn einfaldlega að víkja. Og raunar virðist mér málið stefna í þá átt, miðað við þær hug- myndir sem flugmálayfirvöld hafa kynnt og þann ósveigjanleika sem þau sýna í málinu. Árni Þór Sigurðsson Flugvöllur Atkvæðagreiðslan nú er tímabær, segir Árni Þór Sigurðsson, og meiri- hlutinn í borgarstjórn stendur heill og óskipt- ur að þeirri tímamóta- ákvörðun að fela borg- arbúum sjálfum að vísa veginn í þessu efni. Flugmálayfirvöld ganga of skammt Höfundur er formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. TILEFNI skrifa minna er sú staðreynd að enn á eftir að semja um laun fyrir ákv. hóp kennara sem starfa við tónlistarskóla landsins. Kjör tónlistarkennara eru í engu samræmi við laun annarra kennara- hópa, hvorki fyrir né hvað þá eftir nýgerða kjarasamninga. Í tón- listarkennslu er nánast ekkert tillit tekið til hvort um sé að ræða hóp- eða einkakennslu, og hvort kennt sé byrj- endum eða nemendum sem eru á framhalds- og háskólastigi. Í ljósi slíkra stað- reynda þá spyr ég sjálfan mig hvern- ig ráðamenn og almenningur metur starf tónlistarskóla og tónlistarfólks. Launaþróunin sendir þau skilaboð að hér sé um nám og starf að ræða sem spili lítið hlutverk í íslensku samfélagi. Starfið er metið sem nokkurskonar aukabúgrein til hliðar öðru skólastarfi og „alvöru lífsins“. Þetta viðhorf virðist því miður hafa magnast í tíðaranda undanfarinna ára með vaxandi peningahyggju og draum um skyndigróða. Flestir gera sér í hugarlund að tónlistarstarf sem og annað listrænt starf kemur aldrei til með að falla vel að slíkum viðmið- um. Það er bara ekki eðli þessa starfs að byggja á ávöxtun efnislegra verð- mæta, hókus pókus eða heppni. Tónlistarmenntun, jafnframt því að vera ein meginuppistaða heil- brigðs og öflugs menningarsam- félags, er menntun sem ræktar að jafnaði með nemandanum almenna hæfileika í formi aga, einbeitingar, fram- komu og sjálfsöryggis á máta sem fá önnur við- fangsefni gera. Ís- lenskt samfélag sýnist mér hafa brýna þörf fyrir ræktun slíkra eig- inleika meðal einstak- linga ef marka má þró- un samfélags síðustu áratuga. Í framhaldi langar mig að benda á fáein atriði varðandi al- menn tengsl tónlistar- menntunar við menn- ingu og kynningu Íslands. Ef slík tengsl eru það mikilvæg und- irstaða undir öflugt menningarlíf sem ég álít, þá er þessari undirstöðu og hlutverki tónlistarfólks mikil van- virðing sýnd í launakjörum. Tónlistarmenntun sem hlekkur í öflugu menningarlífi Fjölbreytt menning kostar fjár- muni en í huga mínum er enginn vafi að Ísland hefur ekki efni á að vera án þeirrar menningarlegu grósku og metnaðar sem hér ríkir. Því án þessa væri landið vart meira en dimm og köld verksmiðja í Norður-Atlants- hafi. Svona álíka fyrirbæri og olíu- borpallur í Norðursjó þar sem menn gætu aflað sér nokkurra tekna til þess eins að koma sér á brott sem allra fyrst. Þessi samlíking er ekki alveg sprottin upp úr þurru því ég man eftir að hafa heyrt um Þjóðverja sem kom hér að sumarlagi og fannst lítið til landsins koma í menningar- málum (enda í ládeyðu sumarsins) og lýsti landinu sem gríðarstórri bens- Tónlistar- menntun og starf, til hvers? Úlfar Ingi Haraldsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.