Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur HelgiÞórðarson fædd- ist 10. júní 1906. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi sunnudaginn 4. mars. Foreldrar hans voru Þórður Magnússon, f. 15. maí 1875, d. 31. maí 1948, og Kristín Baldvinsdóttir, f. 5. apríl 1876, d. 19. apr- íl 1953. Systkini Ólafs voru Sigurður; Baldvin; Anna; Magnús; Björn og Guðmundur. Þau eru öll látin. Kona Ólafs var Ólafía Sigurð- ardóttir, f. 27. júlí 1906, d. 10. júní 1984. Foreldrar hennar voru Sig- urður Þórðarson, f. 30. september 1878, d. 18. júní 1950, og Guðríður Guðlaugsdóttir, f. 5. júní 1867, d. 13. ágúst 1964. Börn Ólafs og Ólafíu eru: 1)Þórður Laxdal, f. 1938, kona hans er Guðný Björg Óskarsdóttir, þeirra börn eru Ólafía, Óskar og Sigrún Dögg, þau eiga eitt barnabarn. Fyrri kona Þórðar var Sigríður Jóna Clausen og eiga þau Eyjólf, Ólöfu og Aðalheiði, barnabörnin eru sex. 2) Guðríður, f. 1946. Hún var gift Viðari Guðnasyni, þeirra dóttir er Kristín, barnabörn tvö, þau skildu. 3) Sigþór, f. 1942. Hann var kvæntur Guðrúnu Lárusdóttur, þeirra synir eru Ólafur og Gunnar, barnabörn þrjú, þau skildu. Sambýliskona hans er Guðrún Lilja Skúladóttir. Fyrir átti Ólafía tvo syni. Þeir eru: 1) Oddfreyr Ásberg, f. 1933, d. 1971, sam- býliskona hans var Halldóra Halldórsdóttir, látin, þeirra börn eru Sigurður og Odd- freyja, barnabörn fimm. 2) Reynir Ásberg, f. 1931, kona hans var Karólína Rut Valdimarsdóttir, börn þeirra eru Kristján, Þórdís, Kristín, Sigurlaug, Þorleifur og Karl, barnabörn 11, þau skildu. Ólafur og Ólafía bjuggu tvö ár í Hrafnadal í Strandasýslu og hófu síðan búskap á Hlíðarenda í Ölfusi árið 1938 þar sem Ólafur bjó þangað til í janúar á þessu ári er hann veiktist. Útför Ólafs fer fram frá Þor- lákskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hjallakirkjugarði. Mig langar með nokkrum orðum að minnast afa míns Ólafs Þórðarsonar sem er látinn á 95. aldursári. Þegar ég sest niður og hugsa til baka kemur oftast upp í hugann minning þar sem þið amma sátuð í eldhúsinu heima hjá okkur í Þorlákshöfn og voruð að spila eða spjalla saman. Þá hafðirðu mjög gaman af að reyna að æsa hana upp og ef það tókst fórstu að hlæja. Þegar árin liðu og ég var orðin eldri hafðirðu gaman af því að leika þennan sama leik við mig og sagðir svo að ég væri alveg eins og hún amma mín. Svo var það þessi þrjóska í þér að vilja ekki flytja frá Hlíðarenda. Oft hugsaði ég um það hvernig þér liði að búa einn í sveitinni og þá sérstaklega varð mér hugsað til þín þegar vetr- arveðrin skullu á, hvort þér væri nægilega hlýtt því ég trúði því varla að húsið héldi vatni og vindi. En það sem gerði þér mögulegt að vera þarna svona lengi einn var að þú áttir svo góða að og þá sérstaklega pabba og mömmu. Síðan voru það allir hinir góðu vinir sem þú áttir sem komu svo oft uppeftir að heimsækja þig. Alveg þangað til þú veiktist um miðjan janúar fylgdistu vel með öllu, horfðir á allt sem þú gast í sjónvarp- inu og fylgdist með því sem var að gerast hjá ættingjum og vinum, svo oftar en ekki gastu sagt manni nýj- ustu fréttirnar. Þig var farið að lengja eftir þeirri frétt sem við Brynjar gát- um sagt þér vorið 1998 að við ættum von á barni þá um haustið, þú varst búinn að bíða svo lengi eftir þessari frétt að þú margspurðir okkur hvort við værum virkilega að segja þér satt. Þú varst alltaf viss um að ég gengi með litla Björgu en svo var ekki því við eignuðumst dreng í október og skírðum hann Daníel Orra. Mikið varstu montinn af honum þar sem hann spurði þig alltaf um hestana og kindurnar þegar þið hittust. Um síðustu jól vildirðu endilega gefa honum hest í jólagjöf af því að þegar Daníel Orri var spurður hvað hann vildi fá í jólagjöf sagðist hann vilja hest. Ég sagðist vilja bíða með það þangað til hann yrði stærri, ekki varstu ánægður með það og talaðir um það síðast þegar við komum með hann í heimsókn til þín á Ljósheima að það ætti ekki að hlusta á það sem ég segði, það ætti bara að gefa strákn- um hest. Hver veit nema í framtíðinni eignist Daníel Orri hest og fái þann áhuga sem þú hafðir á hestum? Þú hafðir skoðanir á öllu og lást ekki á þeim. Þegar ég var yngri gátu oft myndast heitar umræður milli okkar um mál sem við vorum ekki sammála um. Ég man að ég átti það til að rjúka inn í herbergi og skella á eftir mér en ég var fljót að jafna mig, kom þá fram og við fórum að tala um eitthvað ann- að. Einnig man ég eftir því að einu sinni kom ég í heimsókn og var greini- legt að þú varst ekki ánægður með það sem ég hafði látið gera. Mikið er- um við Sigrún Dögg búnar að hlæja að því sem gerðist síðasta aðfangadag þegar þú hafðir orð á því hvað Sigrún Dögg væri í þröngum kjól. Hún var fljót að fara og skipta yfir í annan kjól og hefur þröngi kjólinn fengið að hanga inni í skáp síðan. Ég efast um að hún eigi eftir að nota hann aftur. Það eru margar góðar minningar sem ég á um þig og þær á ég eftir að geyma í hjarta mér og segja Daníel Orra frá þegar hann verður stærri og fer að spyrja um þig eins og hann gerði við kvöldmatarborðið síðastlið- inn sunnudag þegar hann allt í einu leit upp og spurði: „Hvar er langafi?“ Það er örugglega ekki í síðasta sinn sem hann spyr því að hann á eftir að vilja fara í sveitina til langafa og skoða hestana og kindurnar. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund og við eigum öll eftir að sakna þín. Guð blessi minningu þína. Lóa, Brynjar og Daníel Orri. Elsku Óli minn, ég sit hérna og hugsa um liðna nótt. Nóttina sem þú lagðir upp í þína hinstu för. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síðasta spölinn á lífsleið þinni. Ég heimsótti þig í gær með mömmu og pabba og þá gerði ég mér grein fyrir að hlutverki þínu hér, eftir 94 ár, væri um það bil að ljúka. Þegar ég mætti í vinnuna í gær- kvöld var ég nokkuð viss um að þessi nótt yrði erfið og sú varð raunin því um þrjúleytið kvaddir þú þennan heim. Það er svo fjarri raunveruleikanum að manneskja sem maður elskar sé farin og maður muni aldrei sjá hana aftur. Þó að ég hafi vitað að bráðum væri tími þinn kominn áttaði ég mig ekki á hvað ég væri í rauninni að missa. Óli minn, ég veit að núna líður þér vel en það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur og að ég eigi aldrei eftir að heimsækja þig aftur á Hlíðarenda. Í hjarta mínu lifir góð minning um góðan mann og mun hún lifa svo lengi sem ég lifi. Kallið er komið, komin er sú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Helga Rúna. Elsku afi minn er dáinn. Nú þegar komið er að leiðarlokum langar mig að minnast hans með nokkrum orðum og þakka fyrir allar þær samverustundir sem við áttum. Hann afi minn átti langa ævi, varð 94 ára. Samverustundir okkar voru ávallt ánægjulegar og ég sakna hans sárt. Að eiga góðar minningar er gulls ígildi og mér mikils virði. Ég man þegar við fjölskyldan lögðum í hann austur fyrir fjall þegar ég var lítil til að heimsækja afa og ömmu í sveitina og síðan afa eftir að amma dó 1984. Tilhlökkun mín var alltaf söm að koma í sveitina og fallegt finnst mér á Hlíðarenda. Afi var alla ævi mikill hestamaður og gleymdi sér oft ef hann sá fallegt hross í haga. Þegar ég var sjö eða átta ára fannst afa aldeilis ófært að ég kynni ekki að ríða hesti og auðvita var séð fyrir því að ég fengi námskeið í þeirri íþrótt. Fyrir stuttu heimsótti ég afa ásamt syni mínum en þá lá afi á sjúkrahús- inu á Selfossi og var hann orðinn mjög máttfarinn. Samt sem áður ræddi hann um hesta við drenginn. Ég man hvað það var oft margt um manninn á Hlíðarenda, gestagangur mikill og glaðværð, alltaf jafn gaman og gott að koma. Kaffið, molinn og neftóbaksdósirnar alltaf í nálægð afa auk þeirrar einstöku og skemmtilegu kímni sem einkenndi hann og ávallt var minnst á landsmál, sveitabúskap og líðan okkar allra með nokkuð öðr- um hætti en venja er. Það var gott að kynnast afa og ég veit að oft mun ég minnast orða hans og skoðana í framtíðinni. Ég veit að minning hans verður mér ávallt nærri. Kristín Björk Viðarsdóttir. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast langtímagóðvinar míns Ólafs á Hlíðarenda, eins og hann var jafnan nefndur í okkar hóp. Kynni okkar hófust árið 1948, þeg- ar átti að reisa Hlíðardalsskóla í Ölf- usi. Aðventkirkjan keypti bújarðirnar Vindheima og Breiðabólstað með hús- búnaði og búpeningi öllum. Hlíð- arendi er næsti bær. Hugsjónin var að reisa æskulýðsskóla á staðnum, sem var gert, og skyldu ungmennin kynnast alhliða störfum utan húss og innan þar með talin búsörfum. En þegar að heyskapnum kom var vandi á höndum því í byrjun átti stað- urinn engin heyskapartæki. Þá kom Ólafur að eigin frumkvæði, með sláttuvél sína, og sló tún skólans. Þegar búið var að þurrka heyið birtist hann aftur til að draga það inn í hlöð- ur og heystæði. Að taka greiða fyrir slíkt var ekki á dagskrá hans. Hið sama gilti er þurfti að plægja eða herfa. Og raunar skipti það engu um hvað málin snerust, hver þörfin var, allt var sjálfsagt af hans hendi með einstökum ljúfleik og orðalausu ör- læti, ætti hann eitthvað til lausnar. Hvað eru slík samskipti? Er það ekki „Gullna reglan,“ útfærð í sam- skiptum manna? Vissulega sá ég hana í framkvæmd í allri hátign og göfgi fegurðar sinnar, þennan einstaka „lögstaf“ um samskipti manna. Lög- staf, sem á engan sinn líka í allri lög- smíðagerð mannkynsins, og einn sem slíkur nægði mannheimi sem löggjöf, væri hann útfærður svo sem hann er grundaður. Enginn lagabálkur er jafn fáorður, en samtímis svo víðfeðmur, altækur og gagnger, að ekkert af mannlegu samskiptatagi er undan- skilið. Ólafur lifði þennan lagabálk réttilega, því hann lét sér ekki standa á sama um náungann ... nágrannann. Vinur minn Ólafur hafði ekki hátt um sjálfan sig – þeytti ekki lúður sjálfum sér til sóma. Dagfarslega var hann hæglátur, hlédrægur og fór með gát. En glöggur var hann og kunni viðfangsefnum sínum góð skil. Hann var afburða fjárglöggur og marka- skrána kunni hann að góðum hluta ut- anbókar, held ég. Þá var hann mikill hestamaður og átti jafnan góðhesta. Ljúft var mér að fara á hestbak með honum enda um gæðinga að ræða. Allan þann langa tíma sem við þekktumst bar aldrei skugga á kært vinfengi okkar. Þegar ég heimsótti hann seinast kvöddumst við með þakklátum trega. Kæri Þórður, Doddi minn, og allir aðrir Ólafi kærir. Ég sendi hlýjustu samúð og þakkir fyrir hin löngu, ljúfu kynni. Guð blessi ykkur öll. Hér er góður drengur genginn, og blessuð sé minning hans. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. ÓLAFUR HELGI ÞÓRÐARSON Elsku frænka. Nú ert þú flutt á þann stað, sem liggur fyrir okkur öllum að flytja á. Og er ég viss um að tekið hefur verið vel á móti þér. Ég er viss um, að þér líður vel að vera búin að hitta alla ást- vini okkar, sem á undan þér voru farnir. Hver veit nema að þú sért far- SIGRÚN BÁRÐARDÓTTIR ✝ Sigrún Bárðar-dóttir fæddist að Höfða í Mývatnssveit 8. nóvember 1916. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bárður Sigurðs- son, f. 28. maí 1872, d. 1937, og Sigur- björg Sigfúsdóttir, f. 19. febúar 1892, d. 1964. Sigrún var elst átta systkina: Hall- dór, f. 1917, d. 1993; Karl Kristján, f. 1920, d. 1998; Stefán Aðalgeir, f. 1923, d. 1974; Sigurður, f. 1925, býr í Reykjavík; Sveinbjörn, f. 1928, býr á Akur- eyri; Gyða, f. 1930, býr á Akur- eyri, og Sigfús Þór, f. 1932, d. 1983. Sigrún eignaðist eina dótt- ur, Helen Báru Brynjarsdóttur, hennar börn eru Sigurður, Sigrún María, Eyjólfur Brynjar, Jón Þór og Kristín, d. 2000. Sigrún var jarðsett í kyrrþey 19. janúar. in að spila á hljóðfæri fyrir englana alla, eins og þú gerðir svo oft fyrir okkur í gegnum árin. Fyrstu minning- arnar um þig, elsku frænka, eru úr Eiðs- vallagötu á Akureyri, þar sem þú, amma Bogga, og Bíbí frænka bjugguð. Það var alltaf svo mikið sport fyrir litlu sveitastelpuna, hana nöfnu þína, að fara með pabba og mömmu til Akureyrar og fá að gista hjá Sig- rúnu frænku. Hvert heimili hefur sína angan, og ég man að mér þótti alltaf svo góð lykt heima hjá ykkur, svona Eiðsvallagötulykt. Þegar ég flutti fyrst hingað til Reykjavíkur haustið 1972, varst þú löngu flutt þangað, og þá var svo gott að vita af þér og að maður var alltaf velkomin til þín, þú tókst ætíð á móti mér með opinn faðminn, þú varst alltaf svo hlý og góð. Músík var stór hluti í þínu lífi, eins og allir vita sem þig þekktu. Manstu þegar í eitt af mörgum skipt- um er ég var hjá þér í Hátúninu, að ég sagði þér að fyrirhugað væri stuð hjá Bárðarslektinu næstu helgi, en þá sagðist þú vera að fara uppá Hvanneyri og yrðir þar í viku að spila fyrir orlofskonur. Þær voru ófáar ferðirnar sem þú fórst hingað og þangað til að spila fyrir dansi og það var svo gaman að heyra þig segja að þú værir að fara að spila fyrir gamla fólkið í Hlíðabæ, en þá varst þú sjálf farin að nálgast áttrætt. Manstu þeg- ar við vorum oft að grínast með að þú værir komin í harða samkeppni við Sumargleðina hvað vinsældir varð- aði. Þú varst alltaf svo fíngerð og nett, alltaf vel til höfð, uppsett hárið og fallega lakkaðar neglur, þú varst alltaf svo fín, elskan mín. Margar yndislegar stundir áttum við saman með fjölskyldunni þar sem við spil- uðum saman, þú á píanóið og ég á gít- arinn, svo var sungið fram á nótt. Oft heyrði maður sagt á slíkum stundum, Já, hún Sigrún Bárðardóttir er ótrú- leg, þvílíkt úthald, því alltaf varst þú með þeim síðustu til að fara að sofa. Oft hafa pabbi og mamma sagt við mig þegar ég hef verið á kafi innan um geisladiska og kassettur að taka upp, laga til og breyta að ég væri ekki ólík henni nöfnu minni. Já, mús- íkin var og er okkur ótrúlega góður félagi. Já, elsku frænka, heimurinn hefði verið fátækari án þín, og ég veit að sá heimur sem þú ert komin til núna á eftir að njóta góðmennsku og hlýju þinnar að eilífu. Að lokum vil ég koma á framfæri kveðju og þakklæti frá Baddý systur í Svíþjóð, Rebekku systur, pabba og mömmu svo og frá börnunum mínum Sigurði og Berglindi. Við erum svo rík að hafa átt þig að og fengið að njóta samvista við þig svo lengi. Takk fyrir allt, elsku frænka, þegar við hittumst á ný eigum við örugglega eftir að spila og syngja saman. Elsku Bíbí og börn, pabbi og mamma, Sveinbjörn og Gyða, ég votta ykkur samúð og bið algóðan guð að gefa ykkur styrk og vaka yfir ykkur alla tíð. Sigrún Sigurðardóttir. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.