Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 1

Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 1
62. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. MARS 2001 DAGINN eftir að Bandaríkin bönnuðu kjötinn- flutning frá löndum Evrópusambandsins (ESB) bættist í gær við fjöldi annarra ríkja sem einnig settu kaupum og flutningum á evrópsku búfé og landbúnaðarvörum strangar skorður í nafni var- úðarráðstafana gegn útbreiðslu gin- og klaufa- veiki. Stefna þessar aðgerðir allar landbúnaði í ESB, sem kúariðufárið hefur leikið grátt, í enn al- varlegri kreppu. Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og Noreg- ur bættust í gær á listann yfir lönd sem bannað hafa innflutning búfjár á fæti og kjötafurða frá ESB-löndunum 15, í kjölfar þess að á þriðjudag greindist á kúabúi í Norðvestur-Frakklandi fyrsta tilfellið á meginlandinu frá því veikin kom upp í Bretlandi fyrir tæpum mánuði. Alls hafa nú 90 lönd gripið til slíkra innflutningshafta. ESB gagnrýnir „ýktar ráðstafanir“ Ann Veneman, landbúnaðarráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að þarlend stjórnvöld væru staðráðin í að gera hvað sem til þyrfti til að tryggja að hinn bráðsmitandi búfjársjúkdómur bærist ekki vestur yfir haf, þar með talið að herða eftirlit með ferðamönnum frá ESB til Bandaríkjanna. Sagði Veneman að gin- og klaufaveiki hefði ekki orðið vart í Bandaríkjunum frá árinu 1929 og ráð- stafanirnar sem stjórnin hefði ákveðið væru ætl- aðar til að tryggja að ekki yrði breyting á þessu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagn- rýndi í gær ákvörðun Bandaríkjastjórnar fyrir að ganga lengra en ástæður væru til. David Byrne, sem fer með heilbrigðis- og neytendamál í fram- kvæmdastjórninni, gagnrýndi þau lönd sem að hans mati hefðu gripið til „ónauðsynlegra og ýktra“ ráðstafana. Sagðist hann þegar hafa rætt við Veneman vegna þessa. Beate Gminder, talsmaður þeirrar deildar fram- kvæmdastjórnarinnar sem sér um heilbrigðis- og neytendamál, tjáði blaðamönnum að vissulega væri það skiljanlegt að í viðskiptalöndum ESB- landanna væru menn áhyggjufullir, en að banna innflutning allra dýra, kjöt- og mjólkurafurða frá öðrum svæðum ESB en þeim, þar sem veikin hef- ur greinzt, sé einfaldlega of langt gengið. Danir eiga, sem stærstu útflytjendur grísakjöts í álfunni, mikilla hagsmuna að gæta. Á árinu 1999 fluttu Danir út 1,5 milljónir tonna af grísakjöti, þar af yfir 60% til annarra ESB-landa. 68.000 tonn af grísakjöti voru flutt út frá ESB til Bandaríkjanna á árinu 1999 og framleiddu Danir um 70% af því. Samkvæmt bráðabirgðatölum yfir árið 2000 keyptu Bandaríkjamenn um 65.000 tonn af dönsku grísa- og svínakjöti fyrir um 245 milljónir Banda- ríkjadollara, andvirði um 21 milljarðs króna. Nú hefur gin- og klaufaveiki greinzt á samtals 220 býlum í Bretlandi og þar sem ekki sér fyrir endann á útbreiðslu hennar þar í landi eykst nú þrýstingur á Tony Blair forsætisráðherra að fresta kosningum sem fastlega hefur verið búizt við að hann hyggist boða til hinn 3. maí nk. Yfir 130.000 nautgripum, svínum, kindum og geitum hefur verið slátrað og hræin brennd frá því veikin kom upp. Grunur í Portúgal Landbúnaðarráðherra Portúgals sagði í gær að þar hefði greinzt mótefni gegn gin- og klaufaveiki í tveim kúm sem fluttar voru inn frá Hollandi. Þótt þetta sé ekki ótvírætt merki um að dýrin hafi haft sjúkdóminn hafi þeim verið lógað í varúðarskyni. Blóðsýni hefðu verið send til Ítalíu til greiningar. Þá var greint frá því í gær að fyrstu tilfelli sjúk- dómsins væru komin upp í Saudi-Arabíu og Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Um níutíu lönd hafa sett innflutningsbann á evrópskar afurðir Stefnir landbúnaði í ESB í enn alvarlegri kreppu París, London, Brussel. AP, Reuters, AFP. ÁTÖK milli albanskra skæruliða og makedóníska hersins hafa borist til Tetovo, næststærstu borgar Make- dóníu, sem er um 40 km suðvestur af landamærunum að Kosovo-héraði, þar sem skærur hafa hingað til átt sér stað. Að sögn albanskra íbúa á svæðinu hófust átökin í kjölfar þess að lög- regla og her komu upp eftirlitsstöðv- um norður af Tetovo. Skotið var á lög- reglumenn í úthverfum borgarinnar og svöruðu þeir með skothríð. Að minnsta kosti ellefu lögreglumenn særðust. Átökin bárust síðdegis til þorpa í hlíð fjallsins Sar Planina þar nálægt og að sögn útvarpsstöðvar í Tetovo geisuðu þar harðir bardagar. Óttast frekari útbreiðslu Fregnir af átökunum voru óljósar í gær en óttast er að þau taki að breið- ast vestar inn í Makedóníu, þar sem stærsti hluti albanskra íbúa landsins hefur búsetu. Albanar eru um fjórðungur af tveimur milljónum íbúa Makedóníu. Þrátt fyrir að þeir eigi fulltrúa í rík- isstjórn landsins og á þingi hafa þeir í vaxandi mæli krafist aukinna rétt- inda. Júgóslavneskar hersveitir héldu í gærmorgun inn í Kosovo í fyrsta sinn frá lokum átakanna í héraðinu árið 1999, í því skyni að flæma albanska skæruliða frá svæðum við landamæri Kosovo og suðurhluta Serbíu að Makedóníu. Eftirlitsmenn frá Atl- antshafsbandalaginu (NATO) og Evrópusambandinu (ESB) fóru einn- ig inn á svæðið til að fylgjast með því að vopnahlé, sem skæruliðar sömdu um við júgóslavnesk stjórnvöld á mánudag, væri haldið. Nokkur spenna var meðal al- banskra íbúa í Kosovo vegna komu júgóslavnesku hermannanna en allt var með kyrrum kjörum á svæðinu. Reuters Albanskur drengur hrópar slagorð til stuðnings Frelsisher Kosovo á útifundi í Tetovo í gær. Yfir 3.000 Albanar mættu á fundinn. Átök breiðast út í Makedóníu Miratovac, Tetovo. AFP, AP. VÍSINDAMENN tóku í gær af allan vafa um að magn gróður- húsalofttegunda í andrúmslofti jarðar færist í aukana og minni hiti sleppi út úr andrúmsloft- inu. Er þetta byggt á nýjum vísbendingum frá gervitungl- um sem eru á braut um jörðina. Hingað til hafa vísindamenn reitt sig á mælingar á jörðu niðri og tilgátulíkön til að fylgj- ast með breytingum á gróður- húsalofttegundum sem þeir telja að séu orsök svonefndra gróðurhúsaáhrifa, eða hlýnun- ar í lofthjúpi jarðar, og mikilla loftslagsbreytinga. Beinar vísbendingar Nýjar samanburðarupplýs- ingar, sem fengust með 27 ára millibili frá tveim gervitungl- um, annars vegar 1970 og hins vegar 1997, hafa nú veitt fyrstu vísbendingarnar, sem byggðar eru á beinum athugunum úr geimnum, um aukningu gróð- urhúsalofttegunda. Samanburðurinn á upplýs- ingunum, sem greint er frá í nýjasta hefti vísindaritsins Nature, sýnir umtalsverðan mun á 27 ára tímabili á lang- bylgjuútgeislun sem getur ein- ungis stafað af gróðurhúsaloft- tegundum. Eru þessar niðurstöður í samræmi við mælingar sem gerðar hafa ver- ið á jörðu niðri. Gróður- húsaáhrif sjást úr geimnum London, Baltimore. Reuters, AP. LÆKKUN varð á gengi hlutabréfa á mörkuðum, bæði í Evrópu og vestan hafs í gær, og við lokun á Wall Street var Dow Jones-vísitalan undir 10 þúsund stigum og hafði lækkað um 3,1 prósent. Þetta er í fyrsta sinn síð- an 18. október sem Dow fer undir 10 þúsund stig. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 2,1% og var undir tvö þúsund stigum. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkj- anna, kvaðst „áhyggjufullur“ vegna þróunarinnar. Bandarískur fjár- málaskýrandi sagði: „Það er sama hvernig á málið er litið, þetta er slæmt.“ Strax við upphaf viðskipta á Wall Street féll Dow Jones niður fyrir 10 þúsund stiga markið og í kjölfarið varð lækkun á mörkuðum í Evrópu. Í London lækkaði FTSE-100-vísital- an um 1,7% og hefur lækkað um fimm prósent í þessari viku. Enn fremur varð lækkun á mörkuðum í París og Frankfurt. Fjármálaskýrendur telja að niður- sveiflan á mörkuðunum núna sé eitt versta markaðshrun sem orðið hafi síðan í kreppunni í byrjun níunda áratugarins. Dow Jones niður fyrir 10 þúsund New York, London. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.