Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 16

Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 16
LANDIÐ 16 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstöðum - Á laugardag voru á Egilsstöðum og Höfn haldnir stofn- fundir félags áhugamanna um litlar vatnsaflsvirkjanir á Austurlandi. Var notaður fjarfundabúnaður og mættu um 50 manns á báða fundina, sem flestir skráðu sig sem stofn- félaga. Framfarafélag Fljótsdalshéraðs lagði megindrög að stofnun félagsins og var Orri Hrafnkelsson á Egils- stöðum formaður undirbúnings- nefndar. Að sögn Orra er tilgangur félags- ins einkum að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem eiga eða hyggjast reka litlar vatnsaflsstöðvar: „Áhrifa- svæði félagsins er Austurlandsfjórð- ungur forni. Félagið á að vera mál- svari félagsmanna út á við og vinna að og gæta hagsmuna þeirra í hví- vetna. Stuðla á að rannsóknum, gera úttekt á möguleikum smávirkjana á Austurlandi og vinna að orkuöflun og orkusölu til almenningsveitna. Meginmarkmiðið er auðvitað að auka atvinnutækifærin og þar með vonandi að bæta mannlífið í leiðinni. Þarna er um að ræða tiltölulega náttúruvæn atvinnutækifæri, sem falla vel að umræðunni núna um þessi aldamót og stefnt er að því að miðla þekkingu og reynslu þeirra sem náð hafa góðum árangri og aflað sér þekkingar á sviði smávirkjana.“ Aðspurður hvort félög á borð við þetta finnist víðar segir Orri að þetta sé fyrsta svæðisbundna félagið, sem þar að auki einbeiti sér beinlínis að tækifærum innan fjórðungs. Lands- samtök raforkubænda, sem voru stofnuð fyrir tveimur árum, vinna meira að því að opna fyrir möguleika á orkusölu í samvinnu við þá sem eiga og reka veitukerfin. Á fundinum var Björn Sveinsson verkfræðingur með framsögu um smávirkjanir. Hann lýsti ferli verk- legra framkvæmda, breyttum rekstrarviðhorfum og tengingum inn á veitukerfi. Eiður Jónsson, túrbínu- smiður í Árteigi í Þingeyjarsýslu, sem smíðað hefur túrbínur í áratugi, fjallaði um hvernig menn eiga að standa að uppbyggingu smávirkj- ana. Orri segir bjartsýni og mikinn áhuga hafa einkennt fundinn. „Menn voru einhuga um að þetta væru geysilega góð atvinnutækifæri, sem tiltölulega auðvelt er að nýta. Litlir rafmagnsframleiðendur geta selt inn á stóra veitukerfið og haft af því hagnað. Einnig virðast vera möguleikar tengdir vetnisfram- leiðslu. Þeir sem til þekkja sögðu að menn gætu jafnvel framleitt vetni heima hjá sér. Einnig er talað um möguleika í bleikjueldi. Það er aug- ljóst að þarna felast geysimiklir möguleikar.“ Formaður félags áhugamanna um litlar vatnsaflsvirkjanir á Austur- landi var kosinn Helgi Bragason í Fellabæ, en aðrir stjórnarmenn eru Karl Sveinsson á Borgarfirði og Sig- fús Guðlaugsson, Reyðarfirði. Vara- menn eru Helgi Már Pálsson, Höfn, og Broddi Bjarnason og Halldór Sig- urðsson, Austur-Héraði. Félag áhugamanna um litlar vatnsaflsvirkjanir stofnað á Austurlandi Miklir mögu- leikar felast í smávirkjunum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá stofnfundi félags áhugamanna um litlar vatnsaflsvirkjanir. Grund, Skorradal - Hvanneyrarstaður hlaut umhverfisverðlaun UMFÍ og Umhverfissjóðs verslunarinnar að þessu sinni, en verðlaunin voru veitt á Hvanneyri laugardaginn 10. mars sl. Meðal viðstaddra var Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra. Athöfnin á Hvanneyri hófst með því að börn úr Andakílsskóla sungu nokkur lög undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur. Síðan fluttu ávörp Þór- unn Gestsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjaðar- sveitar, Magnús B. Jónsson, rektor, Björn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Umhverfissjóðs verslunarinnar, Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, Ríkharð Brynjólfsson, kennari og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Í máli Magnúsar B. Jónssonar kom fram að aðalhvatamenn að þessari tilraun með rotsorp voru þeir Hvanneyringarnir Ríkharð Brynjólfs- son kennari og Guðmundur Hallgrímsson ráðs- maður. Ríkharð Brynjólfsson sagði að upphafið að þessari tilraun mætti rekja til ársins 1996 en þá hófst á Hvanneyri almenn umræða um sorp- mál og þá einkum hvað gera mætti við rotn- anlegt sorp, en pappír, fernur og annað fylgdi með. Á Hvanneyri búa um 180 manns og við Landbúnaðarháskólann er 80 manna heimavist sem rekin er sem hótel yfir sumarið. Frá upp- hafi var lögð áhersla á að ná heildarlausn fyrir staðinn, þannig að ekkert rotsorp færi burt. Heimilisrotkassar hafa gengið ljómandi vel í hérlendum verkefnum en reynslan bendir til að þeir séu ekki sú lausn sem eftir var sóst nema með mjög sterkum efnahagslegum hvata. Múgajarðgerð fyrir Hvanneyrarstað einan var ekki talin henta, til þess er sorpmagnið of lítið. Eftir nokkra leit í ritum og skýrslum var stað- næmst við búnað sem náð hefur nokkurri út- breiðslu í Svíþjóð og kalla má jarðgerð í lokuðu rými. Ákveðið var að reyna helst tunnu frá fyr- irtækinu Kompostinnovation í Gautaborg. Hún er framleidd í nokkrum stærðum (30–120 heim- ili). Til að kaupa hana og prófa sóttu Bænda- skólinn á Hvanneyri, Andakílshreppur og bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnað- arins um styrki til ÁFORM-átaksverkefnis og umhverfisráðuneytisins. ÁFORM veitti eina milljón króna til kaupanna og umhvefisráðu- neytið kr. 250.000 til rekstrar og prófunar. Tæk- ið kom í janúar 1997 og var tekið í notkun í byrj- un febrúar. Að gömlum og góðum sið var tækinu gefið nafn, Molda, sem ekki þarfnast frekari skýringa. Sorpið sótt aðra hverja viku Rotsorp er sótt til heimila aðra hverja viku á pallbíl. Í flestum tilvikum nota heimilin inn- kaupapoka sem eru látnir út á gangstétt. Því er síðan ekið að Moldu, það vigtað og losað í hana ásamt stoðefnum. Algengt er að magnið sé 150– 250 kíló hverju sinni. Sorp úr mötuneyti og hót- eli er sótt eftir hendinni. Sorpið missir lit og lögun mjög fljótt og er óþekkjanlegt eftir 1–2 sólarhringa í Moldu, nema bein. Heilir ávextir, einkum appelsínur, og hráar kartöflur og gulófur standast þó gerj- unina vel. Því er brýnt fyrir íbúum að smækka stór stykki. Í erlendum leiðarvísum er munnbiti sagður hæfileg stærð. Og síðan sagði Ríkharð: „Verkefni eins og Molda eiga sér að sjálfsögðu upphaf og eftir- fylgd. Það væri þó með öllu ónýtt nema almenn- ingur fylkti sér að baki því eins og gerst hefði hér á Hvanneyri. Íbúar og starfsfólk mötuneytis hafa gengið til þess með gleði, öllum ber saman um að flokkunin sé ekkert mál og vitund um úr- gang frá heimilum og vinnustöðum hefur vaxið. Björn Jóhannsson gat um helstu verkefni sem Umhverfissjóður verslunarinnar hefði styrkt á síðustu árum en þeir sem hlotið hafa verðlaun eins og veitt voru á Hvanneyri eru: Hótel Geysir, Sorpa, Egilsstaðir, Laugarnes- skóli og nú Hvanneyri Þórir Jónsson gat um ánægjulegt samstarf Ungmennafélags Íslands og Umhverfissjóðs verslunarinnar, sem hefði hafist með verkefninu Flöggum hreinu landi. Það væri honum sérstakt ánægjuefni að verðlaunin í ár, síðasta ár hans á forsetastóli Ungmennafélags Íslands, færu í hans gömlu heimabyggð. Að ávörpum loknum þáðu gestir góðar veit- ingar í boði Landbúnaðarháskólans en síðan var gengið út að gróðurhúsi Landbúnaðarháskólans og umhverfisráðherra afhjúpaði verðlauna- skjöldinn, sem hannaður er af Oddi Sæmunds- syni, Selfossi. Að lokum var gengið inn í gróð- urhúsið og hið margumtalaða tæki, „Molda“ skoðað, ásamt innihaldinu sem í því var að um- breytast í moldu. Umhverfisverðlaun Ungmennafélags Íslands og Umhverfissjóðs verslunarinnar veitt í 5. sinn Hvanneyrarstaður hlaut verðlaunin í ár Morgunblaðið/Davíð Pétursson Siv Friðleifsdóttir afhjúpaði verðlauna- skjöld til staðfestingar á umhverfisverð- launum til handa Hanneyrarstað. Borgarnesi - Jakob Skúlason fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta hjá Skallagrími árið 2000. Hann hefur komið að íþrótta- starfi í Borgarbyggð í tuttugu ár og var þar af formaður knatt- spyrnudeildar Skallagríms í 11 ár og er vel að því kominn að varð- veita glæsilegan farandbikar og eignarbikar að auki fyrir um- stangið. Þeir sem til þekkja vita að gríð- arlega mikil sjálfboðavinna felst í því að taka þátt í starfsemi íþrótta- félaga og ekki er tekið út með sæld- inni að eyða flestum frístundum, sumarfríum og helgidögum stóran hluta ársins í þau ótal verkefni og viðfangsefni sem þarf að leysa. Jak- ob hefur einnig starfað í sveit- arstjórn og beitti sér þá mjög fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Hann segir tvær ástæður að- allega standa að baki því starfi sem hann hefur sinnt. Annars vegar er hann „fótboltafíkill“ þó að hann hafi ekki sjálfur spilað knattspyrnu frá því hann var í yngri flokkum og hins vegar hefur hann mjög gaman af því að starfa með börnum og unglingum og telur að forvarn- argildi þessarar íþróttar sem og annarra sé margsannað. Það hefur ekki spillt fyrir að Jó- hanna Hallgrímsdóttir eiginkona Jakobs hefur sömuleiðis yndi af knattspyrnu hefur og tekið þátt í stjórn félagsins. Hún er „Poolari“ en hann „Leedsari“ og því var ekki spurningað drífa sig út á leik milli Liverpool og Leeds á Anfield- leikvangnum í Liverpool í tilefni fimmtugsafmælis hennar á síðasta ári og sjá Liverpool vinna Leeds 3:1. Yngri flokka starfið er að mati Jakobs grundvöllurinn að góðum árangri meistaraflokks og hefur þaðsem betur fer verið með ágæt- um í Borgarnesi undanfarin ár. Meistaraflokkur Skallagríms hefur spilað í öllum deildum en sumarið 1997 stóð upp úr þegar félagið spil- aði í úrvalsdeildinni. Aðspurður sagði Jakob aðopnunarleikurinn í úrvalsdeildinni á heimavelli það vorið, þegar Skallagrímur vann glæsilegan sigur 3:0 gegn Leiftri Ólafsfirði, væri eitt af því eft- irminnilegasta frá þessum tíma. Íþróttastarfsemi er og hefur allt- af verið háð styrkjum og fram- lögum en eftir því sem betur geng- ur er auðveldara að sækja í sjóði. Jakob er bjartsýnn fyrir hönd Skallagrímsmanna og segist ekki efast um að þeir komist aftur upp í efstu deild og telur jafnframt nú- verandi stjórn vera á réttri braut. Þrátt fyrir að vera formlega hættur afskiptum af knattspyrnu í Borga- nesi er hann áfram áhugasamur um velgengni Skallagríms. Auk þess er Jakob landshlutakjörinn stjórn- armaður í KSÍ og fékk reyndar silf- urmerki árið 1997 í viðurkenning- arskyni fyrir störf sín innan sambandsins. Fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Jakob Skúlason fékk viðurkenn- ingu fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta hjá Skallagrími. RÁÐSTEFNA sem ber yfirskrift- ina „(Ó)velkomin(n) í eigin landi? Þjóðgarðar og friðlýst svæði, bú- seta og atvinnusköpun“ verður haldin á Húsavík 23. mars næst- komandi. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boðar til hennar. Þar verður fjallað um sambúð byggðar og þjóðgarða og friðlýst svæði, tækifæri og ógnanir í ljósi reynslu Þingeyinga í 25 ár. Í Þingeyjarsýslum eru tvö vernd- arsvæði, Mývatn og Laxársvæðið, en um það gilda lög frá 1974, og Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, sem stofnaður var 1973. Sambúðin er því orðin nokkuð löng og þótti forsvarsmönnum At- vinnuþróunarfélags Þingeyinga ástæða til að staldra nú við og fjalla um hverju þessar ráðstafanir hafa skilað, hvort menn hafi nýtt tækifærin og hverjar séu helstu ógnanir. Leitast verður við að horfa á málið út frá sjónarhorni svæðisins, en fram til þessa hefur mest verið horft til friðlýsingu svæða af sjónarhóli suðvesturhorns landsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra setur ráðstefnuna og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra flytur ávarp. Tveir er- lendir sérfræðingar, Peter Prok- osch frá Noregi og Rocer Croft frá Skotlandi, flytja ávarp á ráðstefn- unni en þeir fjalla um rekstur þjóð- garða í öðrum löndum. Fjallað verður um atvinnustarfsemi á frið- lýstum svæðum og náttúruvernd- arsvæðum, skipulagsmál náttúru- verndarsvæða og sambúð byggða við þjóðgarða og friðlýst svæði. Einnig verður kynnt tillaga Hug- myndasmiðju Landverndar um Vatnajökulsþjóðgarð, en sam- kvæmt þeim hugmyndum verður verulegt landsvæði norðan jökuls- ins friðlýst með ýmsum hætti og sett undir stjórn Náttúruverndar ríkisins. Ráðstefnustjórar verða Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, og Reinhard Reyn- isson, bæjarstjóri á Húsavík. Ráðstefna Atvinnu- þróunarfélags Þingeyinga á Húsavík Fjallað um þjóðgarða og friðlýst svæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.