Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 24
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SERTILBOD.IS og Strik.is hafa
gert með sér samstarfssamning
sem felur m.a. í sér að Strik.is
mun kynna Sertilbod.is í aug-
lýsingum sínum, jafnt á Strikinu
sjálfu sem og í öðrum miðlum, s.s.
sjónvarpi. Sertilbod.is bætist í
hóp netverslana á verslun strik.is
og síðan verður því aðgengi-
legri neytendum sem leita að
verslun og þjónustu á Netinu,
samkvæmt því sem segir í frétta-
tilkynningu.
Fimm vinsælustu tilboðin
Þá munu verslanir á Strik.is,
sem eru með sértilboð eða útsölur,
verða auglýstar með miðlum Ser-
tilbod.is. Strik.is mun birta dag-
lega „5 vinsælustu tilboð“ frá Ser-
tilbod.is og auka þannig þjónustu
við notendur Striksins, auk þess
sem fyrirtæki með skráð tilboð hjá
Sertilbod.is fá betri kynningu.
Sértilboð er nýlegt, íslenskt fyr-
irtæki sem hefur það markmið að
auðvelda neytendum að versla
ódýrt. Starfsfólk Sértilboða þræðir
auglýsingamiðla landsins og safnar
saman og skráir tilboð og útsölur
sem fyrirtæki auglýsa.
Þessi tilboð eru birt m.a. á vef-
síðu Sértilboða, www.sertilbod.is ,
póstlista þess og öðrum íslenskum
vefsíðum. Nýlega gerðu Sértilboð
samning við Tal hf., sem gerir að
verkum að viðskiptavinir Tals geta
fengið tilboðin send til sín með
SMS-skilaboðum í símana sína.
Sertilbod.is og Strik.is gera
með sér samstarfssamning
FRÓMAS með rommbragði frá
Kjörís hefur fengið nýtt útlit.
Í fréttatilkynningu segir að hann
hafi verið á markaði í fjölda ára og sé
hentugur til ýmissa nota, t.d. á milli í
tertur, í vatnsdeigsbollur, í ábætis-
rétti eða bara beint úr dósinni.
Frómasinn fæst í 1 ltr. umbúðum.
Frómas með
rommbragði
VOR- og sumar-
listi frá póst-
versluninni
Margaretha er
kominn út. Í
fréttatilkynn-
ingu segir að
listanum sé
dreift til fólks að
kostnaðarlausu
um allt land. Í listanum eru m.a.
úrval útsaumsmynda, púða og
dúka.
Nánari upplýs. fást hjá Póst-
versluninni, Kringlunni 7, í síma
533-5444.
Hannyrðir
BÆKLINGUR
með vor- og sum-
arlínu Green-
House er kominn
út. Fyrirtækið er
danskt en í frétta-
tilkynningu segir
að fatnaðurinn sé
aðallega seldur á
heimakynningum eða heima hjá
sölukonum. Einnig er hægt að
hringja og panta flíkur. Bæklingur-
inn er ókeypis. Nánari upplýsingar
eru í síma 588-1259.
Vor- og
sumarlisti
VOR- og sum-
arlistinn
OTTO er kom-
inn út, tæp-
lega 1.400
blaðsíður að
stærð.
Í fréttatil-
kynningu seg-
ir að í listan-
um sé
tískufatnaður
á alla fjölskylduna í öllum stærð-
um.
Þar er einnig að finna vefnaðar-
vöru, húsgögn og borðbúnað auk
gjafavöru.
Eins og undanfarið verður einn-
ig boðið upp á listann á geisladiski.
Sérlistarnir eru nokkrir en
þeirra á meðal eru Klitzeklein þar
sem er m.a. að finna meðgöngu-
fatnað, Kidoki en í honum eru föt á
börn 2 til 6 ára, og Fair Lady þar
sem er á boðstólum klassísk kven-
mannsföt í öllum stærðum.
Nýtt símanúmer er 466-4000 en
einnig er hægt að skoða og panta
vörur og lista á heimasíðunni:
www.otto.is.
Vor- og sumarlisti
Nýtt
UMBOÐSAÐILINN Tómas &
Dúna hf., sem rekur BanThai-veit-
ingahúsið, hefur hafið innflutning á
tælenskum skyndiréttum fyrir ofna
og örbylgjuofna.
Skyndiréttirnir eru sjö talsins,
mismunandi bragðsterkir og meðal
tegunda eru Kai sa tay- og Tom kha
kai-réttirnir.
Skyndiréttirnir eru fáanlegir í öll-
um helstu verslunum landsins.
Skyndiréttir
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦