Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 25
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 25
HEILDVERSLUN Ásbjörns
Ólafssonar ehf. mun hinn 26.
mars hækka verð á um fimmtán
vöruflokkum eða um 200 vöru-
númerum.
„Hækkunin nemur frá 3 til 12%
eða um 3% að meðaltali þegar all-
ar matvörur okkar eru teknar
saman.
Við erum aðallega að hækka
verð á Knorr- vörum eins og
bollasúpum, kryddi, kröftum og
pastaréttum en einnig erum við
meðal annars að hækka verð á
Maryland- og Cadbury-kexi,“
segir Guðmundur Björnsson,
framkvæmdastjóri Heildverslun-
ar Ásbjörns Ólafssonar ehf.
„Við erum ekki að hækka allar
vörutegundir okkar en ástæða
hækkunar á umræddum vörum
er þróun gengismála og erlendar
og innlendar hækkanir. Verðið á
Knorr-neytendavörum hefur ekki
breyst frá því í október árið 1996
nema til lækkunar fyrir um ári en
sú lækkun er að ganga til baka
nú,“ segir Guðmundur.
Verð á öllum
framleiðsluvörum hækkar
1. apríl næstkomandi munu
Kjarnavörur hf. hækka allar
framleiðsluvörur sínar sem nem-
ur 3–4%. „Ástæður hækkunar-
innar eru fjölmargar og má nefna
hráefnis-, gengis- og launahækk-
anir,“ segir Guðjón Rúnarsson,
eigandi Kjarnavara hf., og bætir
við að fyrirtækið hafi ekki hækk-
að verð á vörum sínum í tæp tvö
ár.
Verð á
Jakobspítu lækkar
Af rúmlega 90 vöruflokkum
Daníels Ólafssonar ehf. er verð á
23 flokkum að hækka og 6 að
lækka. Verðbreytingarnar munu
eiga sér stað 16. mars.
„Meðal þeirra vara sem eru að
lækka hjá okkur eru Alpen musli,
Fruitibix og Bananabix frá
Weetabix, Jakobspíta og Daloon-
rúllur. Lækkunin nemur frá tæp-
lega 3% til rúmlega 11%,“ segir
Októ Einarsson, markaðsstjóri
Daníels Ólafssonar ehf.
„Þeir 23 flokkar sem hækka
eru aðallega þeir sem eru í gjald-
miðlunum dönsk, sænsk og norsk
króna, hollensk flórena og þýskt
mark. Þessir gjaldmiðlar hafa til
að mynda allir hækkað um meira
en 10% undanfarna sex mánuði.
Meðal þeirra vara sem hækka
eru Gunilla marmelaði, Maggi
súpur og Haust hafrakex. Hækk-
unin nemur frá rúmlega 4% til
12%.“
Aðspurður segir Októ ástæður
umræddrar lækkunar vera ýms-
ar. „Við höfum fengið lækkanir
að utan og náð betri samningum
við birgja og það er að skila sér
til neytenda nú.
Hvað varðar ástæður verð-
hækkananna þá eru það fyrst og
fremst gengishækkanir. Þær
vörur sem hækka um meira en 5
til 6% gera það vegna gengis-
hækkana og erlendra hækkana.“
Meðalhækkun
í kringum 6%
Ó. Johnson & Kaaber ehf. mun
hinn 15. mars hækka verð á
vörum eins og Del monte, Mel-
roses te og Pågens. Hækkunin
nemur frá 5% og upp í 12%.
„Meðalhækkunin er í kringum
6% enda aðeins örfáir liðir í Del
monte- línunni sem eru að hækka
um 12%.
Þess má geta að verð á flestum
þessara vara hefur ekki hækkað í
nokkur ár,“ segir Alfreð S. Jó-
hannsson, sölustjóri Ó. Johnson
& Kaaber.
„Hækkunin á sér aðallega stað
vegna gengisbreytinga og er-
lendra hækkana.“
Verð á ýmsum vörutegundum að hækka og lækka
Verðhækkanir
nema 3–12%
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur
hafið innflutning á þremur nýjum
bragðtegundum af Uncle Beńs hrís-
grjónum í Natural Select- línunni.
Bragðtegundirnar eru hvítlaukur
og smjör, tómatur og basil og kjúk-
lingur og kryddjurtir. Í fréttatil-
kynningu segir að hrísgrjónin séu
forsoðin og fljótelduð, krydduð með
náttúrulegum bragðefnum.
Þá hafa tvær nýjar bragðtegundir
bæst í Country Inn-línuna en þær
eru; Mexican Fiesta og Oriental
Fried Rice. Hrísgrjónin eru löng og
mjúk með grænmeti, Mexíkó- eða
Orientalkrydduð.
Country Inn-línan er sögð henta
vel sem undirstaða í kjöt- eða fisk-
máltíð.
Uncle Beńs hrísgrjónin fást í öll-
um helstu matvöruverslunum.
Nýtt
Hrísgrjón
KOMINN er
út nýr Argos-
pöntunarlisti.
Í fréttatil-
kynningu seg-
ir að nú sé
einnig að
finna fatnað í
listanum.
Nánari upp-
lýsingar fást hjá B. Magnússyni hf.
að Austurhrauni 3 eða í síma 555-
2866.
Pöntunarlisti
Draumur
kaffiunnenda!
Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum.
Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum.
SAECO er stærsti framleiðandi
expresso-kaffivéla á Ítalíu.
Expresso-
Cappuccino
kaffivélar
Verð frá kr.
13.965 stgr.
Ofnæmisprófað
100% ilmefnalaust
ww
w.
cli
niq
ue
.co
m
MELHAGA 20,
SÍMI 552 2190
Nú flæða litirnir inn
Rakaefnablöndur sem bæta útlit varanna með ferskum lit, endurnýja rakastig
varanna og hlífa vörunum með SPF 15 sólarvörn og andoxunarefnum.
12 nýir stórkostlegir litir sem innihalda háþróuð rakaefni sem auka rakastig
varanna til lengri tíma.
Ef þú kaupir Clinique snyrtivörur fyrir 1.500 kr.
eða meira, þá fylgir kaupauki sem inniheldur:
Facial Soap Mild með sápuhulstri, 42 g.
Anti-Gravity Firming Lift Cream 7ml.
Naturally Glossy Mascara 2,2 g
ásamt gjafaöskju.
Ráðgjafi verður í versluninni í dag, fimmtudag
15. mars, og föstudag 16. mars kl. 13-17.
Í dag opnar Lyf og heilsa Melhaga nýja og endurbætta verslun.
Af því tilefni ætlar Clinique að kynna Moisture Surge varaliti.
með nýju Moisture Surge SPF 15 varalitunum frá Clinique
Baðaðu varirnar í athygli
♦ ♦ ♦