Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 28
ERLENT
28 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kjörstaðir:
Ráðhúsið, Kringlan, Engjaskóli, Seljaskóli,
Hagaskóli og Laugarnesskóli.
Borgarbúar eru ekki bundnir af því að
greiða atkvæði á ákveðnum kjörstað.
Opnunartími:
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Persónuskilríki:
Kjósendum er skylt að framvísa
persónuskilríkjum.
Þjónusta við fatlaða:
Á hverjum kjörstað verður gott aðgengi
og sérstakur útbúnaður fyrir fatlaða.
Í Ráðhúsi verður einnig sérstakur útbúnaður
fyrir blinda og sjónskerta.
Aðstoð og leiðbeiningar:
Á kjörstað geta þeir sem þess óska
fengið aðstoð og leiðbeiningar um hvernig bera
skuli sig að við rafræna kosningu.
Upplýsingar:
Upplýsingar um kjörskrá og annað er lýtur að
kosningunum eru veittar í síma 563 2200.
Yfirkjörstjórn:
Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi
verður í Ráðhúsinu.
um framtíð Vatnsmýrar
og Reykjarvíkurflugvallar
laugardaginn 17. mars 2001
Atkvæðagreiðsla
MIKIL óvissa ríkir um örlög lýðræð-
islegrar umbótastefnu Mohammads
Khatamis, forseta Írans, eftir að hóp-
ur umbótasinnaðra menntamanna og
blaðamanna var handtekinn fyrir
samsæri gegn ríkinu, sem getur varð-
að dauðadómi.
Nokkrum stundum fyrir handtök-
una hafði Khatami forseti lýst því yfir
að írönsk stjórnvöld ættu „ekki ann-
ars úrkosti en að koma á lýðræði í
landinu“. Khatami var kjörinn forseti
árið 1997 eftir að hafa lofað að koma á
pólitísku frelsi og færa landið í nú-
tímalegra horf. Afturhaldssamir
klerkar og stuðningsmenn þeirra
hafa hins vegar hindrað umbæturnar
með fulltingi Alis Khameneis erki-
klerks, æðsta trúarleiðtoga Írana,
sem stjórnar hernum, lögreglunni og
dómstólunum.
Afturhaldsmennirnir hafa látið
loka umbótasinnuðum dagblöðum,
fyrirskipað handtöku umbótasinna og
hindrað setningu laga sem
afturhaldsöflin hafa vanþóknun á.
Íranska lögreglan réðst á sunnu-
dag inn á heimili Mohammads Bast-
ehnegars, tengdasonar eins af helstu
umbótasinnunum úr röðum klerka,
og handtók að minnsta kosti 20 um-
bótasinna. Þeir höfðu komið saman á
heimili Bastehnegars til að fagna því
að blaðamaðurinn Ahmad Zeid-Abadi
var leystur úr haldi gegn tryggingu
eftir að hafa verið sakaður um að
dreifa áróðri gegn íslamska ríkinu.
Heimildarmenn úr röðum umbóta-
sinna segja að 30–40 manns hafi verið
fangelsaðir. Byltingardómstóllinn í
Teheran sagði hins vegar að 20
manns hefðu verið handteknir á fundi
„þjóðernissinnaðra og trúarlegra
afla“ sem hefðu „alltaf bruggað laun-
ráð gegn íslamska stjórnarfyrir-
komulaginu“. Talið er að hópurinn
verði sakaður um „glæp gegn guði“
sem varðar dauðadómi eða að
minnsta kosti tíu ára fangelsi.
Níu mannanna, þeirra á meðal
Zeid-Abadi, voru leystir úr haldi á
mánudag en hinum er enn haldið í
fangelsi. Margir þeirra tengjast
Írönsku frelsishreyfingunni, sem hef-
ur verið bönnuð þótt starfsemi henn-
ar hafi ekki verið stöðvuð.
„Ekki er hægt að réttlæta þessar
handtökur. Þær kynda undir tor-
tryggni almennings í garð dómstól-
anna,“ sagði Ali Akbar Mohtashami,
leiðtogi umbótasinnaða meirihlutans
á þinginu.
Khatami hefur ekki enn skýrt frá
því hvort hann ætli að gefa kost á sér
til endurkjörs í forsetakosningunum í
júní. Íranska frelsishreyfingin skor-
aði á Khatami að sækjast eftir endur-
kjöri og láta ekki „sálfræðihernað“
afturhaldsaflanna buga sig.
Umbótastefna Khat-
amis sögð í hættu
Teheran. The Daily Telegraph, AFP.
FRESTA varð fundi í indverska
þinginu í gær vegna harðra deilna
um meinta mútuþægni Bangaru
Laxmans, eins af leiðtogum öflug-
asta stjórnarflokksins. Atal Bihari
Vajpayee forsætisráðherra nýtur
áfram stuðnings stjórnarflokkanna
en Laxman hefur sagt af sér. Stjórn-
arandstaðan segir að málið sýni að
ráðherrar þiggi mútur. Hnefar voru
steyttir á þingfundinum og vart
heyrðist mannsins mál fyrir hávað-
anum. „Sagt er á hverju götuhorni
að forsætisráðherrann sé þjófur,“
hrópuðu nokkrir þingmenn og er
hann gekk í salinn voru gerð hróp að
honum.
Vajpayee sagðist vilja að þing-
menn ræddu málið. „Það er eitthvað
grunsamlegt að gerast,“ sagði hann
aðspurður um myndband sem sýnir
ráðamenn taka við mútum. Leiðtogi
flokks ráðherrans sagði að enginn
ráðherra hefði verið bendlaður við
mútuhneykslið. „Við erum reiðubún-
ir fyrir hvaða rannsókn sem er,“
sagði leiðtoginn, V.K. Malhotra.
Liðsmenn fréttavefjarins
Tehelka.com ákváðu nýlega að
leggja gildru fyrir nokkra ráðamenn
og komast þannig að því hvort þeir
tækju við mútum. Tveir fréttamenn
þóttust vera fulltrúar vopnasölufyr-
irtækis er væri að reyna að semja
um sölu á myndavélum og öðrum
tæknibúnaði handa hernum fyrir 40
milljónir rúpía sem samsvarar 74
milljónum króna. Þeir sýndu á
þriðjudag myndband þar sem
Laxman sást taka við 100.000 rúpí-
um, um 180 þúsund krónum, og
sögðu fréttamennirnir tveir að pen-
ingarnir væru ætlaðir flokkssjóðn-
um. Myndbandið er alls fjögurra
stunda langt og var sýnt á Tehelka-
vefnum síðdegis á þriðjudag. Það
sýnir einnig háttsetta foringja í
hernum og embættismenn að
minnsta kosta tveggja stjórnar-
flokka í samsteypustjórn Vajpayees
taka við peningagreiðslum gegn lof-
orðum um að mæla með vopnasöl-
unni. Var myndbandið sýnt á nokkr-
um rásum einkarekinna sjónvarps-
stöðva aðfaranótt miðvikudags.
Tehelka var stofnað á sínum tíma til
að fletta ofan af mútuhneyksli í
krikketleikjum.
Kongress-flokkurinn kætist
„Gríman er fallin. Þeir ættu að
segja af sér,“ sagði Margaret Alva,
talsmaður Kongress-flokksins sem
er í stjórnarandstöðu. „Við höfum
lengi heyrt orðróm en nú erum við
með þetta allt á myndbandi.“
Laxman var forseti Bharatiya
Janataflokks Vaypayee forsætisráð-
herra. Er hann sagði af sér fullyrti
hann að féð hefði runnið í flokkssjóð-
inn og mennirnir tveir hefðu ekki
sagt neitt um vopnasölusamninga.
Reynist indverskur stjórnmála-
maður hafa þegið fé fyrir að hafa
beitt sér fyrir vopnasölufyrirtæki
getur hann verið dæmdur í allt að
sjö ára fangelsi. Verið er að rann-
saka svonefnt Bofors-hneyksli í Ind-
landi en það kom upp 1986 er
sænsku Bofors-verksmiðjurnar
beittu mútum til að selja indverska
hernum sprengjuvörpur. Málið olli á
sínum tíma falli stjórnar Rajivs
Gandhis 1989.
Hart deilt á Indlandsþingi eftir að indverskur stjórnmálaleiðtogi gekk í gildru fréttamanna
Meint mútuþægni
fest á myndband
Reuters
Indverskir stjórnarandstæðingar úr röðum sikha hrópa slagorð og
brenna líkneski af Atal Behari Vajpayee forsætisráðherra fyrir utan
þinghúsið í Nýju-Delhí í gær.
Nýju Delhí. Reuters, AP.
ÞRÁTT fyrir andstöðu Bandaríkja-
stjórnar hét Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti því í fyrradag að selja
Írönum vopn til landvarna og auka
aðstoð Rússa við að koma upp kjarn-
orkuverum til raforkuframleiðslu í
Íran. Pútín lýsti þessu yfir eftir fund
með Mohammed Khatami, forseta Ír-
ans, í Moskvu.
Íranar og Rússar hafa átt í viðræð-
um um vopnasölu og nefnd íranskra
hernaðarsérfræðinga heimsótti her-
gagnaverksmiðju í Rússlandi. Pútín
reyndi þó að sefa áhyggjur Banda-
ríkjastjórnar og sagði að Rússar
myndu eingöngu selja Írönum „varn-
arvopn“, en það bryti ekki í bága við
alþjóðlega samninga.
Pútín sagði einnig að Rússar væru
reiðubúnir að aðstoða Írana enn frek-
ar við byggingu hins umdeilda Bush-
ehr-kjarnorkuvers, en Bandaríkja-
stjórn óttast að verið muni auðvelda
Írönum að þróa kjarnorkuvopn.
Stjórnvöld í Moskvu og Teheran vísa
því á bug og segja að verið verði undir
alþjóðlegri stjórn. Talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, Richard
Boucher, sagði í gær að Bandaríkja-
stjórn hefði verulegar áhyggjur af
kjarnorkuaðstoðinni og vopnasölu
Rússa til Írans. Boucher sagði það
„sérlega óheppilegt“ af hálfu Rússa
að selja þess konar búnað til ná-
grannaríkja sinna „sem hefði áhrif á
allan heiminn og gæti ógnað öllum
heiminum“.
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði hins vegar að
áhyggjur Bandaríkjastjórnar ættu
ekki við rök að styðjast. „Samstarf
Rússa og Írana beinist ekki gegn öðr-
um ríkjum. Þvert á móti er því ætlað
að auka stöðugleika í þessum heims-
hluta,“ hafði Interfax-fréttastofan
eftir Ívanov í gær.
Heitir því að efla lýðræði
Mohammed Khatami hét því í
ræðu sem hann hélt í Alþjóðasam-
skiptastofnuninni í Moskvu að hann
myndi leggja sitt af mörkum til að
efla lýðræði í Íran. „Við ættum að
hafa bæði trú og lýðræði í hávegum í
samfélagi okkar,“ sagði Khatami í
ræðu sinni, en hann hefur átt í úti-
stöðum við klerkaveldið í landinu.
Mohammed Khatami í opinberri heimsókn í Moskvu
Pútín segir að Rússar
muni selja Írönum vopn
Moskvu. AFP, AP.
Reuters
Mohammed Khatami (t.v.) og
Vladimír Pútín í Kreml.