Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞÚ ERT að verða vitni að „panik“- ástandi,“ sagði Valgeir Valdimars- son, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, um leið og blaðamaður Morgunblaðsins gekk inn í Prem- iere-leikhúsið í listamiðstöðinni við höfnina í Toronto. Klukkan var rétt rúmlega tólf á hádegi frumsýningar- dags. Þetta var upphaf sýningarferð- ar Íslenska dansflokksins um Norð- ur-Ameríku en flokkurinn hefur aldrei áður farið á þær slóðir. „Hluti leikmyndarinnar var ekki kominn til Toronto. Þetta er tré sem notað er í einu verkinu og það þarf að vera hægt að hanga í því svo við get- um ekki notað hvað sem er,“ sagði Valgeir á milli símtala við Eimskip og amerísk flutningafyrirtæki. „Tréð á að vera á leiðinni til Tor- onto í flutningabíl núna. Það kemur í ljós á næstu fimmtán til tuttugu mín- útum hvernig þetta fer. Við sendum tréð af stað í febrúar því við ætluðum að vera viss um að það yrði komið nógu snemma,“ segir Katrín Hall. „Tréð, svört kerti og annað smádót er búið að vera sex vikur á leiðinni frá New York.“ Hún og Valgeir virðast á yfirborð- inu ótrúlega róleg yfir ástandinu en sleppa ekki hendi af farsímunum. Kanadískir tæknimenn setja upp ljós undir stjórn Elfars Bjarnasonar ljósameistara og tveir fyrstu dansar- arnir mæta í salinn. „Vita ekki allir að æfingin hefst klukkan tólf?“ segja Guðmundur Hermannsson og Hildur Óttarsdóttir sem byrja að teygja sig á sviðinu. Hinir mæta hver af öðrum og það færist ró yfir salinn. Lauren æfingastjóri setur píanótónlist af stað og dansararnir hlýða skipunum hennar af mikilli samviskusemi, og þeir vita jú ekki að tréð er týnt. Tréð komið til Toronto Myndatökumenn frá ýmsum kan- adískum sjónvarpsstöðvum mæta á staðinn og stilla upp tækjum og tól- um. Klukkan er orðin tvö þegar Katr- ín segir dönsurunum að samkvæmt nýjustu fréttum sé tréð komið til Tor- onto, þótt þau viti ekki nákvæmlega hvar það er eða hvenær það kemst á áfangastað. „Ef þetta kemur ekki verðum við sjálfsagt að sleppa einu verkinu í kvöld. Ég gæti hlaupið út núna og reynt að finna kerti sem við gætum notað og breytt kóreógrafíunni svo að við þurfum ekki tréð, en við skul- um gefa þessu klukkutíma í viðbót.“ Þó að Katrín sé ekki ánægð með frammistöðu amerísku flutningafyr- irtækjanna er augljóst að hún lætur ekki slá sig auðveldlega út af laginu, enda lentu þau í svipaðri aðstöðu í Vilnius fyrir tveimur árum þegar hluti leikmyndarinnar skilaði sér ekki á staðinn. Dansflokkurinn æfir Pocket Ocean eftir Rui Horta, hratt verk með mikl- um stökkum og erfiðum lendingum. Í einu stökkinu lendir Katrín Johnson illa og meiðist á framhandlegg. „Hvar finn ég ís?“ spyr hún og er vísað fram á gang þar sem hún finnur plastpoka og ís. Æfingarnar verða að halda áfram og Katrín byrjar næsta atriði haldandi íspokanum við bólginn framhandlegginn. „Þetta er sem betur fer ekki alvar- legt,“ segir Katrín Hall, „en auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur af meiðslum. Þetta er tveggja og hálfs tíma sýning hjá okkur og við keyrum í gegnum allt prógrammið seinni- partinn, tökum tveggja tíma pásu og svo hefst sýningin. Þetta er mikið álag á dansarana,“ segir hún, þótt enginn þeirra kvarti enn. Klukkan er tíu mínútur gengin í fimm þegar Valgeir kemur í salinn og segir Katrínu að tréð sé á leiðinni í hús. „Nú, jæja,“ segir hún eins og hún trúi því ekki fyrr en hún sér það. Klukkan kortér yfir fimm halda Katrín og Valgeir stuttan fund með þeim dönsurum sem eru ennþá í hús- inu. „Við skulum taka pásu núna og koma aftur eftir klukkutíma,“ segir Katrín. „Vonandi verður tréð komið og þá getum við rennt í gegnum verk- ið einu sinni.“ Þetta tekur á mann „Ég er orðin hálfþreytt,“ segir Katrín Johnson þar sem hún labbar út í sjoppu til að kaupa sér kók. „Þetta tekur á mann að æfa allan daginn.“ Bólgan er horfin úr handleggnum og bara mar eftir. Sjálfsagt eru tíma- mismunur og flugþreyta að segja til sín. „Ég ætla bara að leggja mig hérna,“ segir Guðmundur og kemur sér fyrir fremst á sviðinu þar sem hann er ekki fyrir sviðsmönnunum sem eru að setja nýjan dúk á sviðið. Það eru tveir tímar og tuttugu mín- útur þar til sýningin hefst. Klukkan tíu mínútur yfir sex kem- ur sviðsmyndin loksins í hús og af einhverjum ástæðum er ekki bara eitt tré, heldur tvö. Svörtu kertin komu líka með. Valgeir og Katrín anda léttar og brosa breitt enda þótt þau hafi enga hugmynd um af hverju hitt tréð kom með. Katrín Johnson og Hlín Diego sitja á gólfinu baksviðs og spila teningaspil á meðan sviðsmenn- irnir glíma við að setja tréð saman. Hálftíma áður en sýningin hefst er Katrín enn á sviðinu með dönsurun- um að ganga úr skugga um að tréð sé stöðugt, því dansararnir þurfa að sveifla sér á greinum þess og einn karldansarinn er nýtekinn við því hlutverki. Öryggi dansaranna er framar öllu. Fjöldi fólks hefur safnast saman í anddyrinu. Fjölmargir gestanna eru félagar í Íslenska klúbbnum í Tor- onto. Aðrir eru fastagestir Premiere- leikhússins. Svavar Gestsson aðal- ræðismaður er líka mættur á staðinn ásamt Guðrúnu Ágústsdóttur, konu sinni. Sumir gestanna bera með sér kræsingar fyrir móttökuna sem halda á eftir sýninguna, vínartertur að vestur-íslenskum sið. Sýningin hefst á réttum tíma og dansararnir standa sig stórkostlega í hverju verkinu á fætur öðru, NPK eftir Katrínu Hall, Man Is Always Alone eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, Kraak Een eftir Jo Strömgren og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Í lok sýningarinnar stóðu áhorfendur upp og hylltu dansarana ákaft. Opnari áhorfendur „Ég fann mikinn mun á því hversu opnari áhorfendur eru hér en heima,“ sagði Lára Stefánsdóttir dansari í móttökunni sem haldin var eftir sýn- inguna. „Þeir ætluðu sér að fá pen- inga sinna virði. Það var hlegið meira hér en heima og í síðasta verkinu þegar Cameron [Corbet] byrjar að tala svöruðu áhorfendur honum. Þeir ætluðu sér að skemmta sér á sýning- unni og mér fannst þeir skemmta sér betur en áhorfendur heima.“ Gestir í móttökunni lýstu sýn- ingunni sem kraftmikilli, frumlegri og skemmtilegri, en sumir dans- aranna sögðust ekki hafa verið í toppformi á þessari sýningu. Þeir kenndu ferðaþreytu um. Á morgun geta þeir hvílt sig allan daginn og næstu sýningar verða betri, sögðu þau. Svavar Gestsson var heillaður af frammistöðu dansflokksins. „Það er svo mikilvægt fyrir Íslendinga að sýna að þjóðin er nútímaþjóð. Þessi danssýning hér í kvöld var alveg stór- kostleg vegna þess að hún gefur al- gerlega nýja mynd af Íslandi gagn- vart þessu fólki sem hér býr. Við vorum að sýna Ísland hér allt síðast- liðið ár en þetta dýpkar þá mynd þannig að ég er óskaplega ánægður með þessa sýningu. Þau eru alveg frábær.“ Guðrún Ágústsdóttir tók í sama streng og sagðist hafa heyrt suma áhorfendur undrast hversu nútíma- leg verkin voru. „Það er mjög tíma- bært að á árinu 2001 sýni Ísland eitt- hvað sem vísar til framtíðar og þessir listamenn sköruðu fram úr hér í kvöld.“ „Mér líður mjög vel,“ sagði Katrín Hall sem virtist þreytt í lok erfiðs dags en ánægð með jákvæð viðbrögð áhorfenda. „Ég held að miðað við að- stæður hafi sýningin tekist mjög vel. Þetta tré-vandamál leystist að lokum en að sjálfsögðu hefði ég viljað geta notað tímann til æfinga í stað þess að bíða eftir leikmyndinni.“ „Mér fannst áhorfendur kaldir í byrjun en við unnum þá smám saman á okkar band. Við ætluðum okkur alltaf að sýna þeim breiddina í hópn- um með því að sýna fjögur mismun- andi verk og það finnst mér hafa virk- að vel.“ Augljósar breytingar „Þessi fyrsta sýningarferð okkar til Norður-Ameríku er í sjálfu sér ekki að marka nein þáttaskil en á síð- ustu sex mánuðum hafa augljósar breytingar orðið,“ sagði Valgeir, framkvæmdastjóri dansflokksins. „Við erum að fá miklu meira af fyr- irspurnum frá útlöndum. Við eigum núna í viðræðum við fólk í 12–14 lönd- um um sýningar á næstu þremur ár- um, þannig að það sem var stefnt að árið 1996 þegar skipt var um listræna stjórn hjá dansflokknum er að ganga eftir.“ „Það var ákveðið að „fókusera“ á ákveðna nútímastefnu og það er farið að skila þeim árangri að við erum komin á sama plan og sambærilegir evrópskir hópar. Það mun sanna sig enn frekar á næstu árum að þetta var rétt ákvörðun. San Francisco-ballett- inn er miklu betri en við í því að setja upp Hnotubrjótinn, en Pocket Ocean gerum við miklu betur en þeir gætu nokkru sinni gert.“ „Við erum að sigla inn í tímabil þar sem sýningarferðir til útlanda eiga eftir að verða miklu algengari og lengri. Það þarf mun fleiri sýningar í hverri ferð til þess að svona útgerð borgi sig fjárhagslega.“ Íslenski dansflokkurinn mun halda sex sýningar í Kanada og sú síðasta fer fram í höfuðborginni Ottawa á þriðjudaginn í næstu viku. Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun verða sérstakur gestur þeirrar sýningar og Valgeir er ánægður með það. „Það er sérstaklega ánægjulegt að Björn Bjarnason skuli mæta á sýn- inguna því að hann á stóran þátt í þeirri endurreisn sem hefur átt sér stað hjá Íslenska dansflokknum.“ Katrín Johnson hlúir að smávægilegum meiðslum sem hún hlaut á æfingu fyrir sýningu. Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson Liðsmenn Íslenska dansflokksins fetta sig og bretta á æfingu á sviðinu í Toronto. Vísað til framtíðar Svavar Gestsson aðalræðismaður ræðir við Katrínu Hall listdansstjóra og Guðmund Hermannsson dansara að sýningu lokinni á þriðjudag. Einnig má sjá Guðrúnu Ágústsdóttur, eiginkonu Svavars, á myndinni. Katrín Johnson og Hlín Diego hvíla lúin bein og spila teningaspil. Íslenski dansflokkurinn hélt fyrstu sýning- una í Kanadaferð sinni að kvöldi þriðjudags í Toronto. Jón E. Gústafsson fylgdist með undirbúningi, þar sem gekk á ýmsu, sá sýn- inguna og ræddi við flokksmenn og gesti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.