Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 38

Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi á dögunum að hann vissi ekki betur en að í Hafn- arfirði ríkti sátt um það að markaðsvæða með útboði til einkaaðila kennslu og uppeldi skólabarna í nýjum grunnskóla í Áslandi. Hvort bæjarstjórnin, skólanefndin, foreldrar og jafnvel nemendur sjálfir hefðu ekki lýst yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir flokks- félaga hans í Firðinum. Það er yfirleitt talinn kostur að vera vel upplýstur. Ráð- herrann hefur eitthvað misst úr um- ræðunni síðustu vikurnar, nema það þýði í hans huga fullur einhugur og sátt ef flokksfélagar hans einir og sér eru sammála. Það eru að vísu stórtíðindi, ekki síst í Hafnarfirði, og því ekki að undra þótt ráðherrann og flokksformaðurinn hafi misskilið fréttir úr Firðinum með þessum hætti. Sáttin um þetta sama mál er hins vegar ekki meiri en svo innan rík- isstjórnar og meðal stjórnarliða, að bæði forsætisráðherra og mennta- málaráðherra una því afar illa að þingmenn skuli leyfa sér að ræða þessi mál á Alþingi. Hvorki í þing- nefndum né á þingfundum er leyfð efnisleg umræða um þá grundvall- aruppstokkun sem Sjálfstæðisflokk- urinn boðar nú á velferðarsamfélag- inu, þar sem Hafn- arfjörður hefur verið valinn sem sérstakt til- raunaeldhús frjáls- hyggjunnar í skólamál- um. Það vekur sérstaka athygli að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins gengur í þessu um- deilda máli þvert gegn yfirlýstri stefnu eigin flokks og yfirlýsingum ráðherra og þing- manna flokksins. Í um- ræðunni hefur bæjar- fulltrúinn haldið því fram að ekki sé um einkavæðingu að ræða heldur þjón- ustusamning. Þessi rök eru út í hött. Það er verið að bjóða út kennsluþátt grunnskóla á almennum markaði. Eini þjónustusamningurinn sem er fyrir hendi í bæjarkerfinu í Hafnar- firði er sá sem Framsóknarflokkur- inn hefur gert við Sjálfstæðisflokk- inn um að tryggja honum full yfirráð yfir stjórn bæjarins. Einkaframtak inn í skólana Þegar tillögur sjálfstæðismanna um útboð á skólastarfi í Áslandi komu fyrst til umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lögðu bæjarstjóri og aðrir málsvarar meirihlutans áherslu á að með því að koma ábyrgðinni í hendur einstaklinga væri verið að tryggja framþróun í skólamálum og þessi leið væri til- raunarinnar virði. Tveir af bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins lýstu því jafnframt yfir að eitt meginmarkmiðið væri að hleypa einkaaðilum og einkafram- takinu að rekstri skólanna líkt og öðrum verkþáttum í samfélaginu. Þeir voru ekki að draga eitt eða neitt undan með tilgangi þessa útboðs. Enginn greinarmunur var gerður á gatnaframkvæmdum og húsbygg- ingum annars vegar og menntun og uppeldi barna á skólaskyldualdri hins vegar. Einkaaðilar ættu að fá að keppa um hagnaðarvon í kennslu skólabarna líkt og í verklegum fram- kvæmdum. Þegar ljóst var að þessar fyrirætl- anir mæltust ekki vel fyrir meðal bæjarbúa ákvað meirihlutinn að skipta um áherslur. Ábyrgðin á öllu skólastarfinu væri og yrði hér eftir sem hingað til bæjarins. Eftirlitið með umræddum skóla yrði meira og öflugra en nokkrum öðrum skóla. Allt skólastarfið yrði samkvæmt lög- um og reglum. Samt sem áður yrði þetta meiri og merkilegri skóli en aðrir skólar í bænum, einkaframtak- ið og frelsið myndu sjá til þess. Það þyrfti að slíta burtu þau höft sem héldu aftur af allri þróun í skóla- starfi. Vissulega væri verið að gera margt gott í skólamálum í bænum en þessi leið myndi tryggja enn betri skóla. Í bréfi því sem menntamálaráð- herra hefur nú sent frá sér þar sem hann veitir bæjaryfirvöldum vilyrði fyrir útboði á skólastarfinu í Áslandi er allt uppfullt af fyrirvörum. Þær hörðu deilur sem hafa verið í Hafn- arfirði og víðar um þetta mál og for- sætisráðherra hefur einhverra hluta vegna algerlega farið á mis við hafa þegar haft umtalsverð áhrif á fram- gang þessa máls. Menntamálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi fyrir réttum mánuði að hann hefði þá þegar tilkynnt í rík- isstjórn að hann myndi veita bæjar- yfirvöldum í Hafnarfirði heimild til að bjóða út rekstur grunnskólans í Áslandi. Eftir að hafa skoðað málið nánar í heilan mánuð liggur fyrir að ráðherrann treystir sér ekki til að veita slíka heimild, heldur samþykk- ir hann vilyrði fyrir útboði en tekur skýrt fram að endanleg ákvörðun ráðuneytisins um einkavæðingu í Ás- landsskóla liggi ekki fyrir. Jafnframt hafa ráðherra og ráðu- neytið gert athugasemdir við ýmsa þætti í útboðslýsingu meirihlutans, og reyndar tekið undir fjölmörg af þeim atriðum sem andstæðingar þessa útboðs hafa bent ítekað á sem bæði sérkennileg og ótrúverðug. Þannig hefur vægi kostnaðar verið minnkað umtalsvert í fyrirhuguðu mati á tilboðum í skólastarfið og vægi hugmyndafræði kennsluþáttar aukið að sama skapi. Þá hefur verið reynt að plástra yfir ýmsar aðrar áberandi meinlokur, ekki síst þær sem snerta lagalegan rétt og stöðu kennara og skólastjórnenda. Eftir stendur sú lykilsetning í bréfi ráð- herra; að sveitarstjórn beri ábyrgð á öllum rekstri og framkvæmd skóla- starfsins innan sveitarfélagsins og það verði á engan hátt vikist undan þeirri ábyrgð, né ábyrgð og skyldum skólanefndar. Útboð í þágu hverra? Til hvers var þá lagt af stað í þessa frjálshyggjuferð, þegar ábyrgðin, skyldan, eftirlitið og umsjónin skal hér eftir sem hingað til vera á hönd- um sveitarfélagsins og ráðherra ger- ir jafnframt að kröfu sinni að „aðal- námskrá grunnskóla verði ekki fyrir borð borin og tryggt sé að nemendur í skólanum njóti að minnsta kosti jafngóðrar kennslu og fæst í öðrum skólum...“ Hvert er frelsið sem sóst var eftir og var frumforsenda þess að framþróun mætti eiga sér stað, frels- ið til að slíta höftin í úreltu skóla- starfi, frelsið sem á að vera tilraun- arinnar virði? Jú nú liggur það alveg skýrt fyrir. Eina frelsið sem sóst var eftir var ekki í þágu barnanna og skólastarfsins, heldur frelsi til handa þeim sem vilja gera skólastarfið að markaðsvöru og féþúfu. Það er það eina sem eftir stendur og var í raun og veru alla tíð megintilgangurinn. Öll nýbreytnin og framþróunin í skólastarfinu sem Sjálfstæðisflokk- urinn boðar snýst um það eitt að einkavæða skólana og gera þá að markaðsvöru. Ekkert annað skiptir máli. Það er þetta og ekkert annað sem er kjarni málsins og rétt að allir geri sér fulla grein fyrir því. Eru ekki allir sáttir í Firðinum? Lúðvík Geirsson Einkavæðing Eina frelsið sem sóst var eftir var ekki í þágu barnanna og skóla- starfsins, segir Lúðvík Geirsson, heldur frelsi til handa þeim sem vilja gera skólastarfið að markaðsvöru og féþúfu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði. UMRÆÐA um inn- anlandsflugið hefur farið um víðan völl í orðsins fyllstu merk- ingu. Ástæða er til að draga saman nokkur aðalatriði málsins. Í fyrsta lagi er því haldið fram að það geti ekki flokkast und- ir hlutverk höfuðborg- arinnar að hýsa flug- völl, enda séu þess engin dæmi annars staðar. Þessi skoðun stenst ekki athugun. Mannvirki, sem þjóna samgöngum, taka í öllum höfuðborgum Evrópu gríð- arlegt rými í miðborg. Í Evrópu eru járnbrautir und- irstaða innanlandssamgangna og ferðalaga á styttri leiðum. Járn- brautarstöðvar eru alls staðar í miðborgum, í hjarta borganna. Nægir að benda á Kaupmanna- höfn. Í París er fjöldi stöðva í mið- borginni og firnamikið landrými sem fer undir slíkar stöðvar og að- liggjandi spor. Vaxandi hlutverk lesta í samgöngum meginlands Evrópu byggist á því að þær fara frá miðborg til miðborgar. Frá miðborg Brussel kemst ferðalang- urinn á innan við tveimur klukku- stundum til miðborgar Parísar með lest. Á Íslandi eru ekki lestarkerfi og ólíklegt að svo verði í framtíðinni. Þar hafa hins vegar þróast full- komnari flugsamgöngur en víðast hvar annars staðar. Þessi þróun stendur undir samkeppnishæfni at- vinnulífs á Íslandi. Flug á Íslandi á því að bera saman við járnbraut- arkerfi annarra landa. Ef fluginu verður bægt frá höfuðborginni til Keflavíkur, en það er hinn raun- verulegi valkostur, er verið að gengisfella höfuðborgina sem sam- göngu- og þjónustu- miðstöð landsins. Allt hefur miðað að því að stytta sam- gönguleiðir. Á sama tíma er verið að bjóða þeim sem fljúga frá höfuðborginni til Vest- fjarða, Norðurlands, Austurlands og Vest- mannaeyja upp á þann kost að lengja ferða- lagið um helming. Við getum spurt okkur hvort heyrðist í Hafn- firðingum eða Reyk- nesingum ef til stæði, af skipulagsástæðum í Reykjavík, að lengja leið þeirra til Reykjavíkur um helming. Hér er kjarni málsins. Hvort sem litið er til heilsugæslu, við- skipta eða þróunar atvinnulífs er tíminn orðinn dýrmætur. Vegna aukinnar sérhæfingar á öllum svið- um er sambandið við Reykjavík orðið undirstöðuatriði. Við erum því að færast aftur um marga ára- tugi ef úthýsa á fluginu frá Reykja- vík. Guðrún Ögmundsdóttir lætur það hvarfla að sér að flugsamgöng- ur við höfuðborgina séu einkum hagsmunamál fyrir þingmenn! Slíkt geta menn sagt og skrifað ef þeir telja sig þess umkomna að gera lítið úr hagsmunum sjúklings- ins, sem þarf að koma tvisvar í viku í nýrnavél, svo tekið sé aðeins eitt af mýmörgum dæmum um skjólstæðinga innanlandsflugsins, sem ég þekki. Flóra farþeganna er eins og þjóðin, þar ægir saman öll- um tegundum hagsmuna. Og þótt sumir skjólstæðingar séu smáir og ekki líklegir til að skrifa greinar í blöðin eiga þeir líka sína hagsmuni. Það er t.d. ærið oft sem ég horfi upp á litla farþega með kort í bandi um hálsinn, sem bíða þess, nokkuð tvístígandi og áhyggjufullir, að fljúga einir til að hitta mömmu eða pabba í fjarlægum landshluta. Allir þessir ólíku hagsmunaaðilar eiga þó eitt sameiginlegt. Það er stórt skref aftur á bak fyrir þá alla að flytja flugið frá Reykjavík til Keflavíkur. Reykjavík vill verða ráðstefnu- borg og eru mikil áform um bygg- ingar í því sambandi. Reykjavík verður ekki ráðstefnuborg nema sem samgöngumiðstöð. Frankfurt er ráðstefnumiðstöð af tveimur ástæðum: nálægð við stóran milli- landaflugvöll ræður þar miklu en ekki síður sú staðreynd að borgin er samgöngumiðstöð lestarkerfis, sem nær inn í hjarta borgarinnar. Þróun ferðaþjónustu á Íslandi á mikið undir innanlandsflugi. Hér er um að ræða þá grein atvinnulífs- ins, sem einna mestar vonir eru bundnar við. Aðilar í ferðaþjónustu eru sammála um að það yrði reið- arslag fyrir ferðaþjónustuna, ef innanlandsflug yrði flutt frá Reykjavík til Keflavíkur. Þeir sem best þekkja til flugmála telja að grundvellinum yrði kippt undan innanlandsflugi. Af því sem að framan er talið vona ég að sé ljóst að hér er um mikla hagsmuni að tefla bæði fyrir Reykvíkinga og aðra landsmenn. Það er ekki hægt að líta á málið sem einangrað skipulagsmál Reykjavíkurborgar. Ég treysti Reykvíkingum til þess að skilja það. Reykjavíkur- flugvöllur Tómas Ingi Olrich Flugvöllur Aðilar í ferðaþjónustu eru sammála um að það yrði reiðarslag fyrir ferðaþjónustuna, segir Tómas Ingi Olrich, ef innanlandsflug yrði flutt frá Reykjavík til Keflavíkur. Höfundur er alþingismaður. NÚ ERU að bresta á kosningar Reykvíkinga um það hvort Reykja- víkurflugvöllur skuli vera eða víkja. Í um- ræðum um flugvöllinn hafa margar nýjar áhugaverðar hugmynd- ir verið kynntar til sög- unnar. Ef niðurstaða kosninganna verður sú að völlurinn skuli áfram vera innan borgar- markanna, virðist sem nokkrir valkostir komi til greina þegar núver- andi skipulagstímabili lýkur eftir um 16 ár. Í því ljósi finnst mér rétt að það komi skýrt fram að austur-vestur brautin getur aldrei verið færð út í utanverð- an Fossvog með þeim hætti sem sýnt er á kynningunni sem nú stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það kom mér á óvart að hávaðaútreikningar fyrir þá braut (R4) skuli ekki sýndir þrátt fyrir að þeir liggi fyrir. Í þeim kemur skýrt fram að byggð í Kópavogi, nán- ar tiltekið sú sem liggur með norður- strönd Kársnessins, lendir yfir leyfi- legum hávaðamörkum hvort heldur sem er í nútíð eða framtíð, þ.e. með eða án kennsluflugs. Flugbraut úti í Fossvogi er mikið hagsmunamál fyrir íbúa Kársnessins, Fossvogsdalsins og fyrir uppbygg- ingu Kópavogshafnar. Þegar hug- mynd um braut þessa kom fram í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum óskaði Kópavogsbær eftir því við Reykjavík- urborg að íbúar bæjar- ins fengju að taka þátt í kosningunum. Einnig óskaði bærinn eftir því að skipuð yrði samráðs- nefnd sveitarfélaganna sem skyldi leggja fram tillögur um það hvernig samskiptum þeirra yrði háttað í tengslum við nýtt skipulag flugvall- arins. Reykjavíkurborg hafnaði því að íbúar Kópavogs fengju að taka þátt í kosn- ingunum en samþykkti að skipa full- trúa í samráðsnefnd. Nefndin, sem undirritaður á sæti í, var búin að halda nokkra fundi þegar í ljós kom að flugbraut í Fossvogi yrði ekki val- kostur eins og gert hafði verið ráð fyrir. Í þeim gögnum sem þegar hafa verið lögð fyrir nefndina voru m.a. há- vaðaútreikningar sem framkvæmdir voru af verkfræðistofunni Línuhönn- un og borgarverkfræðingur lagði fram í janúar sl. Í þeim kemur fram eins og áður segir að íbúabyggð á Kársnesinu lendir yfir leyfilegum mörkum þar sem hún yrði yfir 55 db. hávaða en það eru hæstu mörk leyfi- legs hávaða í íbúðarbyggð við gerð nýrra flugbrauta. Af þessum sökum má öllum vera ljóst að svokölluð braut R4 er kostur sem ekki kemur til greina. Þetta finnst mér nauðsyn- legt að komi fram þannig að þeir sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni geta ekki litið á fyrrgreinda hugmynd sem hugsanlega lausn, hún getur aldrei orðið að veruleika með þeim hætti sem kynnt hefur verið. Þetta eru engin ný tíðindi fyrir borgaryf- irvöld. Getur aldrei orð- ið í Fossvoginum Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Flugvöllur Hávaðaútreikningar sýna, segir Ármann Kr. Ólafsson, að ekki er hægt að færa norður- suður-flugbraut út í Fossvoginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.