Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 39

Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 39 FÖSTUDAGSINS 2. mars 2001 verður væntanlega minnst í framtíðinni sem upp- hafsdags vetnisvæð- ingar á Íslandi. Á ráð- stefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur var til- kynnt formlega um fyrstu vetnisverkefnin á Íslandi. Daginn eftir greindu Skeljungur hf. og bandarískt fyrir- tæki frá markaðssetn- ingu efnarafala og vetniskúta fyrir al- menning. Vetnisvæð- ingin er hafin. Ísland tilraunaland fyrir Evrópu! Í Ráðhúsinu var greint frá fyrsta stórverkefni vetnisvæðingar á Ís- landi. Nefnist það Ectos. Í því felst reynsluakstur með þrjá strætis- vagna í höfuðborginni ásamt viðeig- andi aðgerðum. Kostnaður er rúm- ur hálfur milljarður króna. Ís- lendingar greiða hluta fjárins en stærstur hluti þess kemur frá hin- um erlendu aðilum. Upplýst var að verkefnið er styrkt af Evrópusam- bandinu með hæsta styrk sem það hefur veitt til verkefnis á Íslandi. Segir það margt um áhuga alþjóða- samfélagsins á vetnistækninni. Fulltrúi ESB greindi frá því að þar á bæ væri mikils vænst af tilraunum Íslendinga og þess vænst að frá okkur yrði upplýsingum miðlað áfram til stórþjóða Evrópu. Önnur verkefni, sem eru á und- irbúningsstigi, lúta að tilraunum með fólksbíla, vetnistækni á skipum og framleiðslu á vetni m.a. til útflutnings. Á næstu misserum má vænta stöðugt nýrra frétta af framgangi þessara tímamótatil- rauna á Íslandi. Stórbrotinn ávinn- ingur fyrir þjóðina Á árinu 1997 lagði nefnd á vegum iðnað- arráðuneytisins til við stjórnvöld að stefnt yrði að vetnisvæðingu íslensks efnahagslífs. Í kjölfarið var stofnað alþjóðlegt félag, Ný- orka, með þátttöku innlendra aðila ásamt erlendum stórfyrirtækjum. Síðan hefur mikið verið fundað og málum þokað áfram. Nú eru fyrstu skrefin stigin til framkvæmda. Mik- ill áhugi er erlendis á tilraunum þessum. Þannig hefur verið fjallað um þær í 40–50 erlendum fjölmiðl- um, m.a. í sjónvarpsþáttum, þekkt- um tímaritum og nú að undanförnu í erlendum fjárfestingablöðum. Skýringin á þessum áhuga er augljós. Margir hafa lýst því yfir að vetni verði orkuberi 21. aldar. Hörð samkeppni ríkir milli bílaframleið- enda og annarra á þessu sviði enda miklir hagsmunir í húfi. Íslendingar eru komnir í forystu. Því veldur stefnumörkun ríkis- stjórnar Íslands, reynsla okkar og rannsóknir á vetnistækni (m.a. með þætti Braga Árnasonar), smæð samfélagsins (kjörin til að halda uppi marktækum tilraunum), reynsla okkar af því að skipta um orkugjafa (með hitaveituvæðing- unni), hátt menntastig og opið sam- félag. Þessir þættir gera Ísland m.a. að kjörvettvangi nýsköpunar og framfara. M.a. þess vegna rísa hér öflug tölvufyrirtæki, lyfjafyrir- tæki, líftæknifyrirtæki og þannig má áfram telja. Ávinningur þjóðarinnar er marg- þættur. Umhverfisþættirnir vega þar þungt en þegar vetni leysir af hólmi jarðefnaeldsneyti eykur Ís- land enn frekar forystu sína varð- andi endurnýjanlega orku. Við munum spara um 10 milljarða í er- lendum gjaldeyri og jafnvel afla gjaldeyris með útflutningi á vetni. Allri nýsköpun fylgja margfeldi- áhrif. Vísindamenn, tæknifólk og aðrir sem að tilraunum munu starfa afla dýrmætrar reynslu sem aðrar þjóðir munu vilja nýta. Vetnisvæð- ingin mun þannig skapa traustari efnahagsforsendur og hafa jákvæð áhrif á vísindi og menntun í landinu. Þá er ljóst að hin jákvæða umfjöll- un, sem vetnisvæðing okkar fær er- lendis, vekur áhuga útlendinga á okkar ágæta landi. Þannig mun ferðaþjónustan hafa hag af verkefn- inu. Með ráðstefnunni 2. mars sl. hófst vetnisvæðingin á Íslandi fyrir alvöru. Fróðlegt verður að fylgjast með næstu skrefum. Ég hygg að nú verði tæpast aftur snúið. Vetnisvæðing hafin á Íslandi Hjálmar Árnason Orka Vetnisvæðingin mun þannig skapa traustari efnahagsforsendur, segir Hjálmar Árnason, og hafa jákvæð áhrif á vísindi og menntun í landinu. Höfundur er formaður iðn- aðarnefndar Alþingis. FRAMTÍÐ Reykja- víkurflugvallar skiptir Reykvíkinga, og raun- ar landsmenn alla, miklu máli. Reykvík- ingar hafa þá sérstöðu umfram aðra lands- menn að hafa kosn- ingarétt í atkvæða- greiðslu, sem fram fer nk. laugardag, enda um skipulagsmál að ræða, sem snertir framtíðarþróun höfuð- borgarinnar. Engu að síður verða menn að hafa hugfast, að staðsetning flug- vallarins skiptir landsbyggðarfólk líka miklu máli, einkum þá, sem fjærst búa frá Reykjavík. Flugmálayfirvöld hafa rembst eins og rjúpan við staur á liðnum árum að sannfæra menn um það, að ekki mætti hreyfa við neinu á Reykjavíkur- flugvelli – fyrr en nú nýverið, að þau hafa lýst yfir, að starfrækja mætti flugvöllinn á töluvert minna land- svæði en verið hefur. Fyrir Reykjavíkur- borg skiptir máli að halda flugvellinum innan borgarmark- anna vegna höfuð- borgarskyldunnar og efnahagslegra þátta, sem skila borgarsam- félaginu miklum tekjum á ári hverju. Langskynsamlegasta niðurstað- an er því sú að sameina þau sjón- armið að halda vellinum áfram í Reykjavík en í breyttri mynd, sem gæti skilað borginni 70–96 ha. Til baka af þeim 133 ha., sem nú fara undir völlinn. Það landsvæði myndi nýtast undir íbúðabyggð og fyrir atvinnustarfsemi og styrkja jafn- framt stöðu Háskóla Íslands og Landspítalans. Ég hvet alla kosningabæra Reykvíkinga til að nýta sér kosn- ingarétt sinn nk. laugardag og minnast þess, að það kýs enginn eftir á. Þú kýst ekki eftir á Alfreð Þorsteinsson Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík. Flugvöllur Fyrir Reykjavíkurborg skiptir máli, segir Al- freð Þorsteinsson, að halda flugvellinum inn- an borgarmarkanna. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.