Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 48

Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTI ábúandinn á hinu fornfræga höfuð- bóli Ási rétt ofan Hafn- arfjarðar var Guðrún Árnadóttir langamma mín. Þar ólst Sólveig amma mín upp. Hún sótti nám í Garðaskóla á Garðaholti og til þess þurfti hún að ganga daglega í gegnum Hafnarfjörð, framhjá barnaskólanum í bæn- um og út á holtið. Ástæðan var einfald- lega sú að Ás tilheyrði Garðasókn en ekki Hafnarfirði á þessum árum. Nú eru í Ási umdeildar einkafram- kvæmdir á fullu við grunnskóla sem kallaður er Áslandsskóli. Meðal þeirra aðila sem hafa fundið sig knúna til að mótmæla þeirri ákvörð- un bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að bjóða kennslu og rekstur skólans út í einkaframkvæmd eru stærstu sam- tök launafólks í landinu, ASÍ, BSRB og Kennarasamband Íslands. Í BSRB eru 17.500 manns, í ASÍ um 70.000 manns og kennarar eru ríf- lega 6.000 þannig að samtök tveggja þriðju hluta launafólks á Íslandi hafa séð sig knúin til að mótmæla einka- framkvæmd í rekstri grunnskóla í Hafnarfirði. Klámhögg Þrastar Fimmtudaginn 8. mars birtist grein í Morgunblaðinu eftir Þröst Harðarson undir fyrirsögninni „Nokkrar spurningar vegna skólamála í Hafnarfirði“. Þar er spurningum m.a. beint til BSRB. Þröstur gerir mikið úr þekkingu sinni á skóla- málum í Hafnarfirði. Nú vill svo til að ég þekki einnig talsvert til skólamála í Firðinum, hafandi gengið sjálfur minn menntaveg í gegnum Lækjarskóla og Flensborg, og síðan hafa börn mín stundað nám í Hafnarfirði. Í krafti sonar míns lenti ég í foreldraráði Víðistaðaskóla í vetur og þekki ágætlega til þess skóla. Þrátt fyrir að mörgu sé þar ábótavant í búnaði og byggingum er það mikilvægasta til staðar til að gott skólastarf geti farið fram, en það er gott starfsfólk. Nauðsynlegt er að benda Þresti á að grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaganna 1. ágúst 1996. Fram til þess tíma var hann í umsjá ríkisins. Að kenna fyrri meirihlutum í Hafn- arfirði um ástand skóla í bæjarfélag- inu um miðjan síðasta áratug er því klámhögg sem hittir Sjálfstæðis- flokkinn fyrir, og þá einkum Björn Bjarnason menntamálaráðherra, hugmyndafræðinginn á bak við einkaframkvæmd í grunnskólanum. Það var því menntamálaráðherra sem fjötraði „börn framtíðarinnar í úrelta og ónýta skóla“, svo orðaval Þrastar sé notað. Spurningin sem Þröstur beinir til BSRB er mjög óljós. Hann virðist vilja svar við því hvers vegna BSRB hafi ekki bent á þann kostnaðarauka sem fjölskyldur verða fyrir vegna þess að kennsla í grunnskólum liggur niðri í þrjá mánuði á sumrin. Síðan segist hann vísa á bug sem ómerki- legri rökleysu öllum klisjukenndum ásökunum um að foreldrar nenni ekki að passa börnin sín. Ekki veit ég hvaðan þær ásakanir eru komnar. Í öllu falli ekki frá BSRB og skil ég því ekki hvert Þröstur er að fara. Einungis ein leið er til að bæta fjölskyldufólki þann kostnaðarauka sem það verður fyrir vegna þess að kennsla liggur niðri yfir sumartím- ann, en það er með því að bæta kjör og auka réttindi launafólks og fyrir því markmiði hefur BSRB barist. Vantraust á sjálfan sig Án þess að Þröstur segi það beint út er BSRB dregið inn í grein hans vegna ályktunar stjórnar bandalags- ins 23. febrúar sl. Þar er því mótmælt að kennsla í hverfisskóla sé boðin út í einkaframkvæmd og sagt að það stríði gegn „þeirri grundvallarhug- mynd sem samstaða hefur ríkt um á Íslandi fram til þessa, að grunnþættir velferðarkerfisins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónusta, séu reknir á samfélagslegum grunni“. Hér er ekki verið að ræða um út- boð á byggingu skólahússins og rekstur þess. Það á að bjóða náms- hlutann út í einkaframkvæmd, sem er mun alvarlegri hlutur. Grundvallar- hugmyndin á bak við einkafram- kvæmdina er sú að einstaklingar séu hæfari en opinberir aðilar til að ann- ast þessa lögboðnu þjónustu. Þar með eru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að lýsa því yfir að þau treysti sjálfum sér ekki og slík vantraustsyfirlýsing á sjálfan sig er áður óþekkt í íslenskri stjórnmálasögu. Hverju á þessi tilraun að skila? Betri skóla? Ódýrari skóla? Skólinn verður aldrei betri en starfsmenn hans gera hann, hvað sem ytri búnað varðar. Með þessu er ég ekki að halda því fram að verra fólk ráðist til skóla í einkaframkvæmd en skóla sem bæj- aryfirvöld reka sjálf. Ég get hins veg- ar ekki séð að betra fólk ráðist til slíks skóla. Ég held að rekstrarfyr- irkomulagið hafi mjög lítið að segja um það hvert fólk ræður sig. Frekar að kjör og réttindi ráði því. Ljóst er að rekstraraðilinn ætlar að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Með einhverjum ráðum verður að skapa hagnað fyrir hluthafana. Hlutafélög sem rekin eru með tapi fara á haus- inn. Hvað gerist ef Áslandsskóli fer undir hamarinn? Aftur til síðustu aldar Magnús Gunnarsson bæjarstjóri hefur lýst því yfir að eftirlit með framkvæmd skólahaldsins verði mik- ið. Það er það sem koma skal, við gef- um þetta allt frjálst en hið opinbera annast eftirlitið. Ekki er ég viss um að Davíð Oddsson sé ýkja hrifinn. Hann hefur skorið upp herör gegn eftirlitskerfinu. Um miðjan síðasta áratug fór ég til Nýja-Sjálands til að kynna mér markaðsvæðingu velferðarkerfisins. Algeng sjón í stórmörkuðum var fólk að safna fyrir skóla barnanna sinna, svo hægt væri að mála, kaupa kennslutæki, húsgögn og ýmislegt annað því öllum rekstarkostnaði var haldið í lágmarki. Er þetta það sem við viljum sjá hér, Þröst og aðra full- trúa í foreldraráðum að betla peninga fyrir skóla barna sinna? Þeir sem ekki hafa áhuga á að setja börnin sín í skóla í einkaframkvæmd geta sent börnin annað hefur verið haft eftir bæjarstjóranum. Framtíðar- sýnin er þá sú að við hverfum aftur til upphafs síðustu aldar þegar hún amma mín gekk yfir skólalóðina í Hafnarfirði til þess að sækja skólann á Görðum. Það er mikið til í því að þeir sem geipa hæst um nýja sýn og fram- tíðarhyggju virðast haldnir uppdrátt- arsýki fortíðarinnar. Það eru ekki margar aldir síðan að skólarnir voru einkareknir og menntun stéttskipt. Vona ég að það sé ekki framtíðarsýn Þrastar og annarra meintra áhuga- manna um menntun barna okkar. Þrautaganga frjáls- hyggjunnar í Hafnarfirði Sigurður Á. Friðþjófsson Skólamál Er þetta það sem við viljum sjá hér, spyr Sig- urður Á. Friðþjófsson, að við hlið blindra og fatlaðra séu Þröstur og aðrir fulltrúar í for- eldraráðum að betla peninga fyrir skóla barna sinna? Höfundur er upplýsinga- og fræðslufulltrúi BSRB. Í FRÉTT um opinn fund Umhyggju, félags til stuðnings langveik- um börnum, um rétt- indi foreldra vegna veikra barna sem birt- ist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 27. febr- úar síðastliðinn var vitnað til rannsóknar sem ég vann. Að gefnu tilefni vil ég fá tæki- færi til að leiðrétta það sem þar er missagt og gera athugasemdir við framsetningu á um- fjöllun Morgunblaðsins um þennan góða fund. Rannsóknin sem vís- að er til var unnin á vordögum 1999, en ekki í fyrra eins og fram kemur í fréttinni en að öðru leyti er rétt far- ið með meginniðurstöður. Hins veg- ar er ekki eðlilegt eða sanngjarnt að draga Tryggingastofnun ríkisins fram á þann hátt sem gert er og gera þann þátt að aðalatriði umfjöll- unarinnar. Síðan rannsóknin var gerð hefur reglum um umönnunar- bætur, sem er sú aðstoð sem for- eldrar langveikra barna sækja til Tryggingastofnunar, verið breytt talsvert og kjör þessara fjöl- skyldna bætt nokkuð. Það er því ósennilegt að sömu niðurstöður fengjust hvað þennan þjónustuþátt varðar væri könnun gerð á því í dag. Hins vegar hefur lítið þokast í öðrum réttindamálum enn sem komið er og þar er verk að vinna. Á fundinum, sem er umræðuefni fréttar- innar, áttu sér stað góðar og þarfar um- ræður um málefni for- eldra í landinu. Þar bar hæst þörf á auknum réttindum til launaðs veik- indaleyfis frá vinnu vegna veikra barna til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannalönd- unum. Ýmis önnur þjónusta, s.s. aukin sálfélagsleg þjónusta og greiðari aðgangur að upplýsingum um réttindi, er einnig brýn þegar um langveik börn er að ræða eins og skýrt kom fram í umræðunum. Þó svo að lítillega hafi verið minnst á umrædda rannsókn á fundinum skýtur það skökku við að um helm- ingur umfjöllunarinnar um fundinn skuli vera þessi rannsókn og er því nærtækt að álykta sem svo að fréttaritari hafi ekki verið viðstadd- ur fundinn enda hlyti umfjöllunin þá að hafa litið talsvert öðru vísi út. Aths. ritstj. Vegna ummæla Huldu Sólrúnar Guðmundsdóttur skal tekið fram að blaðamaður Morgunblaðsins sat fund Umhyggju og byggði frásögn sína á því sem hann taldi fréttnæm- ast. Athugasemd um annað í lok greinar Huldu Sólrúnar á því ekki við rök að styðjast. Langveik börn og Trygginga- stofnun ríkisins Hulda Sólrún Guðmundsdóttir Höfundur er sálfræðingur. Umhyggja Hins vegar er ekki eðli- legt eða sanngjarnt, segir Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, að draga Tryggingastofn- un ríkisins fram á þann hátt sem gert er og gera þann þátt að aðalatriði umfjöllunarinnar. Á LAUGARDAGINN verður kosið um framtíð Vatnsmýrarinnar í Reykjavík, hvort þar eigi að vera flugvöllur að loknu gildandi skipu- lagstímabili árið 2016 eða hvort þar eigi að verða atvinnu- og íbúðar- byggð. Mismunandi sjónarmið eru uppi og hafa fjölmargir aðilar tekið þátt í umræðu og kynnt afstöðu sína auk þeirra tveggja stjórnvalda sem að málinu koma. Það er annars vegar Reykjavíkurborg sem leitast hefur við að koma á framfæri hlut- lægum upplýsingum sem auðvelda almenningi að taka rökstudda af- stöðu og hins vegar flugmálayfir- völd sem hafa lagt allt kapp á að sannfæra almenning um að þeirra skoðun sé hin eina rétta. Í desember á nýliðnu ári fól borgarráð þróunarsviði Reykjavík- urborgar undir stjórn stýrihóps, sem undirrituð hafa átt sæti í, að vinna að undirbúningi og skipu- lagningu kosninganna. Hópurinn gerði tillögu til borgarráðs um þá tvo kosti sem bornir eru undir at- kvæði. Byggðist tillagan á því að aðeins skyldu greidd atkvæði um þann hluta málsins sem Reykavík- ingar hafa á valdi sínu, þ.e. skipu- lagsmál Vatnsmýrarinnar. Borgar- yfirvöld geta eðli málsins samkvæmt hvorki efnt til kosninga í öðrum sveitarfélögum né um kosti sem aðrir hafa á valdi sínu að fram- kvæma. Í undirbúningi kosninganna hef- ur Reykjavíkurborg leitast við að draga fram upplýsingar um hvað- eina sem getur gagnast Reykvík- ingum þegar þeir taka afstöðu til málsins á laugardaginn. Bent hefur verið á hvernig nýta má Vatnsmýr- ina ef flugvöllurinn flyst þaðan, hvaða staðir koma til álita fyrir nýjan innanlandsflugvöll og hug- myndir um annars konar skipulag í Vatnsmýrinni þar sem saman fari flugvöllur og meiri byggð. Efnt var til kynningarfundar um málið í samvinnu við Sjónvarpið, kynning- arbæklingur var borinn í öll hús í Reykjavík, á heimasíðu Reykjavík- urborgar er upplýsingavefurinn flugvollur.is sem er öllum opinn. Í ráðhúsinu er yfirgripsmikil sýning um skipulagsforsendur og ýmsa kosti varðandi innanlandsflugvöll. Áhugasamtökum og hagsmunaaðil- um var boðið að fá þar aðstöðu og fengu hana allir sem um sóttu. Á kynningarfundum í ráðhúsinu hafa mismunandi sjónarmið verið kynnt, stúdentar og sérfræðingar, íbúar og flugrekendur, stjórnmálamenn og skipulagsfræðingar. Sem betur fer hafa það ekki bara verið borgaryfirvöld sem staðið hafa að kynningunni. Einstakir fjölmiðlar hafa sinnt málinu af miklum metnaði og er þar skemmst að minnast afar vandaðrar umfjöll- unar Morgunblaðsins, þar sem bæði hefur verið horft til hug- myndafræði íbúalýðræðisins, kosta fyrir innanlandsflugið og skipu- lagshugmynda. Í umræðum hafa líka komið fram nýjar hugmyndir um staðsetningu innanlandsflug- vallar eftir 2016, t.d. á Bessastaða- nesi. Fyrstu viðbrögð benda til þess að sá kostur sé flugtæknilega og samgöngulega afar góður. Hins vegar þarf auðvitað að skoða hann betur, eins og alla aðra kosti, ef finna þarf innanlandsflugi nýjan stað eftir 2016 í kjölfar atkvæða- greiðslunnar. Það er alveg ljóst að þá hvílir sú skylda á samgönguyfir- völdum að kanna og bera saman kosti og galla allra tiltækra mögu- leika. Ber þeim þá að hafa í huga heildarhagsmuni landsmanna allra, bæði þeirra sem búa á landsbyggð- inni og á höfuðborgarsvæðinu. Borgaryfirvöld telja það skyldu sína að vinna hlutlægt og faglega að undirbúningi atkvæðagreiðsl- unnar. Stýrihópurinn hefur verið trúr þessari skyldu í störfum sín- um. Í röðum borgarfulltrúa eru skoðanir um hvernig nýta eigi Vatnsmýrina eftir 2016 skiptar. Leitast hefur við að kynna sem best mismunandi sjónarhorn. Fag- lega hefur Reykjavíkurborg hvergi beitt sér fyrir öðrum kostinum í at- kvæðagreiðslunni umfram hinn. Það verður hins vegar dálítið ójafn leikur, þegar samgönguyfirvöld landsins hafa tekið mjög eindregna afstöðu í málinu og beita sér og sér- fræðingum ríkisins af fullu afli og þunga. Sérfræðingar sem unnið hafa að málinu fyrir Reykjavíkur- borg og samvinnunefnd um svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins beita sér hins vegar ekki í málinu því þeir líta á sig sem hlutlausa ráð- gjafa. Því eru engir til andsvara aðrir en fjárvana hagsmunasam- tök. Það er ójafn leikur. Ólíkt hafast menn að Flugvöllur Borgaryfirvöld telja það skyldu sína, segja Helga Jónsdóttir, Kristín A. Árnadóttir, Stefán Her- mannsson og Stefán Ólafsson að vinna hlut- lægt og faglega að und- irbúningi atkvæða- greiðslunnar. Stýrihópur um undirbúning atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar: Helga Jónsdóttir er borgarritari, Kristín A. Árnadóttir er fram- kvæmdastjóri þróunar- og fjöl- skyldusviðs, Stefán Hermannsson er borgarverkfræðingur og Stefán Ólafsson er prófessor. verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.