Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HARÐAR deilur um framtíð Reykjavíkur- flugvallar í borgar- stjórn og á Alþingi hafa snúist upp í pólitískan skrípaleik og kerfis- bundið lýðskrum þegar yfirmenn samgöngu- mála í landinu eru hafð- ir að blóraböggli eins og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem borgarstjórinn í Reykjavík hefur oftar en einu sinni ráðist á í blöðum, útvarpi og sjónvarpi síðan jarð- gangaáætlun Vega- gerðarinnar var kynnt á blaðamannafundi snemma á síðasta ári. Þessar hörðu deilur um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem eru orðnar mannskemmandi, valda póli- tískri togstreitu milli Reykjavíkur- listans og minnihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur. Yfirmenn samgöngumála og allir borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu standa uppi sem sigurvegarar í þessu máli sem Reykjavíkurlistinn er að tapa í orustunni við minnihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Þessi barátta Reykjavíkurlistans og stjórnarandstæðinga á Alþingi fyrir flutningi innanlandsflugsins úr Vatnsmýrinni á nærliggjandi staði utan Reykjavíkur eða til Keflavíkur er pólitísk atlaga að heilbrigðisþjónustunni og sjúkrafluginu sem skiptir miklu máli á sama tíma og mínútur geta skilið milli lífs og dauða þótt borgar- fulltrúar R-listans segi allt annað og haldi áfram að slást við stað- reyndir eins og þeim verður best lýst. Það verður aldrei hjá því komist næstu 40–50 ár- in, vegna staðsetningar sjúkrahúsanna á höfuð- borgarsvæðinu, að mið- stöð sjúkraflugsins verði áfram í Reykjavík á sama stað og flugvöllurinn er í dag án þess að R-listinn játi sig sigraðan, það væri heppilegra fyrir borgar- stjórnarmeirihlutann og sömuleiðis borgarstjórann í staðinn fyrir að ráð- ast á Sturlu Böðvarsson samgöngu- ráðherra í grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Samgönguráð- herra og Reykjavíkurflugvöllur“. Sturla Böðvarsson, sem vill berjast fyrir bættum samgöngum milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggðar- innar í heild, á margt betra skilið en að sitja undir pólitískum árásum R- listans, borgarstjórans og þing- manna suðvesturhornsins. Lagfær- ingar á austur-vestur-braut Reykja- víkurflugvallar, sem Halldór Blöndal fyrrverandi samgönguráðherra beitti sér fyrir í sinni ráðherratíð, voru óhjákvæmilegar vegna mikilla skemmda sem gátu skapað hættu fyrir flugumferðina á sama tíma og R-listinn brást illa við þeirri fjárveit- ingu sem þá var ákveðið að verja til þessara framkvæmda. Þessi afstaða borgarstjórans og R-listans er póli- tísk atlaga að innanlands- og sjúkra- fluginu. Það er óhjákvæmilegt og mikið öryggisatriði að Reykjavíkur- flugvöllur liggi í minnst fjórar áttir eða meira gagnvart farþega- og sjúkraflugi í staðinn fyrir að láta flugvöllinn liggja í tvær áttir á sama tíma og neyðartilfelli getur komið upp. Flugbraut í tvær áttir og ekki meira á Reykjavíkursvæðinu getur frekar boðið hættunni heim gagnvart farþega- og sjúkrafluginu þegar ekki er hægt að lenda vegna hliðarvinds. Þá væri mannslífum stefnt í tvisýnu án þess að andstæðingar Reykjavík- urflugvallar hafi nokkurn tímann haft vit á samgöngumálum. Tengsl milli íbúa suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar eru óhugsandi án flugvallarins í Vatnsmýrinni ef öllu innanlands- og sjúkraflugi yrði beint til Keflavíkur þótt andstæðingar Reykjavíkurflugvallar berji höfðinu við steininn og haldi áfram að gera Sturlu Böðvarssyni upp skoðanir án nokkurs tilefnis eins og borgar- fulltrúar R-listans og allir þingmenn Reykjavíkur og Reykjaneskjördæm- is gerðu á síðasta ári á fundi með borgarstjóranum í Reykjavík eftir að jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar var kynnt snemma á síðasta ári. Flutningur innanlands- og sjúkra- flugsins til Keflavíkur hefði það í för með sér að bæði flugfélögin, Flug- félag Íslands og Íslandsflug, sem enn flýgur til Bíldudals og Sauðárkróks, gætu strax pakkað saman og hætt rekstri fyrir fullt og allt. Versta kjaftshöggið fyrir heilsugæsluna og alla íbúa landsbyggðarinnar væri að missa sjúkraflugið þótt innanlands- flugið, sem er orðið alltof dýrt, legð- ist niður í eitt skipti fyrir öll. Hug- myndir um að byggja nýjan flugvöll úti á Lönguskerjum, Hvassahrauni, á Álftanesi og á svæðinu sunnan Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópa- vogs og Reykjavíkur eru óraunhæfar vegna þess hvað það er misvinda- samt á þessu svæði eins og flugmenn flugfélaganna sem vel þekkja þetta svæði hafa margoft varað við þótt borgarstjórnarmeirihlutinn og allir stjórnarandstæðingar á Alþingi hafi alltaf þrætt fyrir. Kostnaðurinn við að byggja nýjan flugvöll á þessu svæði yrði aldrei undir 15–20 millj- örðum króna. Þá yrði það ríkissjóður sem fljótlega fengi skellinn ef þessi kostnaður nálgaðist 25–30 milljarða króna. Borgarstjórnarmeirihlutinn og allir stjórnarandstæðingar á Al- þingi tækju það aldrei nærri sér ef þessi kostnaður yrði skrifaður á reikning skattgreiðendanna í land- inu. Mikill meirihluti þjóðarinnar, sem telur Reykjavíkurflugvöll mik- ilvægan fyrir íbúa höfuðborgarsvæð- isins og landsbyggðarinnar í heild, myndi aldrei telja það heilbrigða skynsemi að láta þennan kostnað bitna á skattgreiðendunum, allir andstæðingar Reykjavíkurflugvallar verða að sætta við þá staðreynd að ís- lenska ríkið hættir sér aldrei út í þennan kostnað sem hlýst af því að flytja allt innanlandsflugið úr borg- inni suður fyrir Hafnarfjörð eða á aðra staði utan höfuðborgarsvæðis- ins. Það væri hægt að lengja austur- vestur-brautina út í Skerjafjörð, öðru máli gegnir hvort hægt yrði að gera aðra flugbraut frá vesturenda, sem þá myndi liggja út og suður. Að vel athuguðu máli yrði þetta dýrt. Þá yrði það mikið verk að keyra efni út í Skerjafjörð til þess að flugbraut út í sjó yrði örugg fyrir sjávarseltu sem flugvélarnar gætu aldrei þolað mjög lengi. Héðan af kemur ekki til mála að flugvöllurinn fari úr borginni næstu 40–50 árin að loknum fram- kvæmdum á austur-vestur-braut- inni, sem kostað hafa vel á annan milljarð króna, til þess er kostnaður- inn orðinn of mikill. Það veit borg- arstjórnarmeirihlutinn ósköp vel. Með flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur hefur enginn efni á að missa sjúkraflugið ef mannslíf á landsbyggðinni yrði í hættu, það væri blaut tuska framan í heilbrigð- isþjónustuna í landinu, sem skiptir miklu máli fyrir alla landsmenn. Þá væri heppilegra fyrir borgarstjóra R-listans og alla stjórnarandstæð- inga á Alþingi að þeir sæju sóma sinn í að láta Reykjavíkurflugvöll í friði á sama tíma og þeir berjast fyrir því að stækkun Reykjanesbrautar gangi fyrir án þess að borgarstjóri þurfi nokkurn tímann að vinna fyrir kaup- inu sínu. Flugvöllurinn er ekkert á förum úr borginni næstu 20–30 árin þótt R-listinn láti innanlands- og sjúkraflugið aldrei í friði. Pólitískur skrípaleikur Guðmundur Karl Jónsson Flugvöllur Tengsl milli íbúa suð- vesturhornsins og landsbyggðarinnar, segir Guðmundur Karl Jónsson, eru óhugsandi án flugvallarins í Vatnsmýrinni. Höfundur er farandverkamaður. ÞAR sem ég undir- ritaður hef ekki kosn- ingarétt um framtíð vinnustaðar míns á Reykjavíkurflugvelli, en bý þó í aðeins um 800 metra fjarlægð í beinni loftlínu frá flug- vellinum í vesturbæ Kópavogs, vil ég skora á Reykvíkinga að treysta flugvöllinn í sessi og stuðla þannig að þeirri bráðnauðsyn- legu uppbyggingu sem fram þarf að fara á vell- inum, þ.e. vegagerð, byggingu samgöngu- miðstöðvar og fegrun svæðisins í heild. Í áratugi hefur ekki mátt hrófla við neinu á flugvallarsvæðinu vegna skipulagsleysis og óvissu um framtíð vallarins. Þetta höfum við í flugdeild Landhelgisgæslunnar fengið að reyna í áraraðir, en ítrekað hefur verið reynt að fá endurbætur hjá borgaryfirvöldum á malarveginum frá Hótel Loftleiðum að svæði Landhelgisgæsl- unnar en án árangurs, og er gjarnan borið við að skipulag sé ekki fyr- ir hendi. Um þessa veg- arónefnu eru sjúkir og slasaðir fluttir sem lagðir eru inn á Land- spítalann við Hring- braut; er það eingöngu vegna natni veghefils- stjóra borgarinnar að venjulegir fólksbílar komast um hann óskemmdir. Mig óar við áfram- haldandi stöðnun á flugvallarsvæðinu ef hann er ekki festur í sessi. Svokölluð innanlands- flugstöð sem er í raun 60 ára gömul braggabygging yrði þá næstu 15 árin hlutskipti þeirra sem ferðast þurfa til og frá höfuðborginni í stað þess að fá nýja glæsilega flugstöð/sam- göngumiðstöð við Hótel Loftleiðir. Nálægð Reykjavíkurflugvallar við hátæknisjúkrahúsin hefur í gegnum árin bjargað fjölda mannslífa og ekki bara landsbyggðarfólks því verulega stór hluti sjúkra og slasaðra eru Reykvíkingar á ferð um þjóðvegi landsins eða þá í vélsleða- eða jeppa- ferðum um hálendið. Iðulega skilja mínútur milli lífs og dauða fyrir sjúkt og illa slasað fólk og skiptir því stað- setning flugvallarins öllu um hvernig því reiðir af. Ég skora því á Reykvíkinga að velja líf og heilsu samborgara sinna fram yfir hagsmuni fáeinna arki- tekta og húsabraskara. Sjúkraflugvöll- ur Reykjavíkur Jakob Ólafsson Höfundur er þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Flugvöllur Ég skora því á Reykvík- inga að velja líf og heilsu samborgara sinna, segir Jakob Ólafsson, fram yfir hagsmuni fáeinna arkitekta og húsabraskara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.