Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 52
UMRÆÐAN
52 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er eins og ekk-
ert sé jafnóumbreytan-
legt og flugvöllur í
mýri. Fyrir þessu lág-
reista mannvirki verð-
ur allt að víkja. Sam-
gönguráðherra skrifar
um flugvallarmálið í
Mbl. sunnudaginn 11.
mars sl. Þar kveður við
sama tón og áður, sem
studdur er af sveitar-
stjórnarmönnum á
landsbyggðinni. Hægt
er að leysa öll sam-
göngumál innanlands-
flugsins með því að
láta miðborgarskipu-
laginu blæða út. Að öðrum kosti er
Reykjavík engin höfuðborg. Enn og
aftur minnist ráðherrann á það að
allir landsmenn eigi að kjósa um
flugvöllinn. Nægir dreifbýlismönn-
um ekki tvöfaldur atkvæðisréttur til
alþingiskosninga? Eiga þeir líka að
greiða atkvæði um sveitarstjórnar-
mál í Reykjavík? Hvað kemur dreif-
býlisbúum það við þótt færa þurfi
einhverja starfsemi á milli staða í
Reykjavík (höfnin t.d.)? Dreifbýlis-
menn með samgönguráðherrann
fremstan hafna þeirri lausn, sem
leysir mál langflestra, flugvelli á
Lönguskerjum. Ráðherrann fullyrð-
ir í grein sinni að sá kostur sé of dýr.
Stefán Ólafsson segir í skýrslu sinni
að flugvöllur á Lönguskerjum kosti
8.610 millj. kr. umfram Reykjavík-
urflugvöll (4.760 milj. kr.). Átta milj-
arðarnir eru mest vegna landfyll-
inga svo ekki er rétt að telja þær
með kostnaðinum þar sem þær eru
fjárfesting í nýju landi, sem endist
að eilífu. Lönguskerjalausnin kostar
því sama og endurbætur á Reykja-
víkurflugvelli. Borgarstjóri og sam-
göngumálaráðherra gerðu með sér
samning í júní 1999 um að kjósendur
skuli vera áhrifalausir í málinu í 15
ár áður en boðið er upp á almenna
kosningu um sama mál. Þessi samn-
ingur var mistök, sem borgarstjóri
er búinn að gera sér grein fyrir en
er búinn að skipta um skoðun. Sam-
kvæmt þessum samningi fékk sam-
gönguráðherra allt sem hann bað
um fram til 2016 en vill nú meira.
Þetta er ósanngjarnt. Jafnframt
fullyrðir hann að Reykvíkingar þurfi
ekkert að snúa sér að skipulagsmál-
um sínum í þessu sambandi fyrr en
eftir árið 2016. Ennþá meiri ósann-
girni. Samgönguráðherra hefur bent
á Keflavíkurflugvöll sem lausn.
Skv. Schengen-samkomulaginu
verður sá flugvöllur innanlandsflug-
völlur í Evrópu síðar í þessum mán-
uði. Búið er af fjárfesta 3,7 milljarða
í þessu skyni án þess að geta notað
breytinguna fyrir innanlandsflug Ís-
lendinga sjálfra. Flugvöllurinn heyr-
ir undir utanríkisráð-
herra. Við Íslendingar
höfum tvo alþjóðaflug-
velli, sem jafnfamt eru
innanlandsflugvellir,
við höfum tvo flug-
málaráðherra og tvo
flugmálastjóra. Þurfa
kjósendur virkilega
ekki að fylgjast betur
með? Stöðugt sígur á
ógæfuhliðina.
Á meðan Gálga-
hraun, Álftanes,
Bessastaðanes, Vatns-
mýrin, Viðey og Geld-
inganes standa að
mestu óbyggð teygir
byggðin sig stöðugt austur fyrir
Elliðaár og til norðurs og suðurs
þaðan.
Sumir eru þó svo heiðarlegir að
játa hreinskilnislega að þeir gera
sér grein fyrir afleiðingunum. Rún-
ar Guðbjartsson flugstjóri skrifar
grein í Mbl. 4. mars. sl.
Í grein hans er fullyrt að það sé
löngu liðin tíð að Reykjavíkurflug-
völlur sé í „miðborg“ Reykjavíkur
heldur sé hann í suðvesturútjaðri
Stór-Reykjavíkur. Gamli miðbærinn
sé að þróast í að vera miðstöð næt-
urlífsins í Stór-Reykjavík líkt og St.
Pauli-hverfið í Hamborg. Eins og
sjá má af grein Rúnars má ekki
hreyfa við flugvellinum. Það verður
að flytja miðbæinn með flestum
stjórnarbyggingum og Alþingishús-
inu upp á Korpúlfsstaðasvæðið við
Mosfellsbæ. Nú eru þau rök að flug-
völlurinn sé svo nálægt stjórnsýsl-
unni orðin veik.
Halldór Jónsson verkfræðingur
var búinn að lýsa svipuðum sjón-
armiðum í Morgunblaðinu í septem-
ber 1999. Hann segir ennfremur að
skaðinn sé skeður og miðborgin orð-
in að huggulegum „Altstadt“. En
hvar er þá „Neustadt“? Því má þá
ekki reisa hann í Vatnsmýrinni í
framhaldi af gamla bænum? Þótt ég
sé ósammála sjónarmiðum Rúnars
og Halldórs kann ég vel að meta
hugrekki þeirra og heiðarleik. Þeir
gera sér ljóst hver raunveruleikinn
er og vilja horfast í augu við afleið-
ingarnar. Slík afstaða er gagnlegt
framlag til umræðunnar.
Í þættinum „Í vikulokin“ í ríkisút-
varpinu 3. mars. sl. sagði Sigrún
Magnúsdóttir borgarfulltrúi það
sína skoðun að flugvöllurinn ætti að
vera kyrr í Vatnsmýrinni, en í
breyttri mynd. Hún sagði það sína
stefnu að það ætti að þétta byggð,
en í sömu setningu tilkynnti hún um
fyrirhugaða nýja byggð á útjöðrum
borgarlandsins við Úlfarsfell fyrir
allt að 15 þús. manns. Í sjónvarps-
þætti sunnudaginn 11. mars kom
fram hjá borgarstjóra að ríkið var
tilbúið að selja sinn hlut í Vatnsmýr-
inni á 4 milljarða króna.
Gallinn við kyrrsetu flugvallarins
er m.a. sá að hann hindrar tengingar
um brýr yfir til Álftaness og Bessa-
staðaness, þar sem er enn nægilegt
byggingarland mun nær aðalbyggð-
inni, sem er ennþá á Seltjarnarnes-
inu. Slík uppbygging myndi stytta
allar akstursleiðir á höfuðborgar-
svæðinu og draga úr umferðarslys-
um, sem óhjákvæmilega fylgir
dreifðari byggð með tilheyrandi
akstursaukningu. Það hagræði, sem
sjúkraflugið hefur af nálægð flug-
vallarins við sjúkrahúsin, er á kostn-
að feiri slysa sem orsakast af meiri
akstri, sem dreifðari byggð í
borgnni kallar á.
Margir háskólamenn hafa séð fyr-
ir sér staðsetningu þekkingariðnað-
REYKVÍKING-
AR, EYÐILEGG-
IÐ EKKI BORG-
INA YKKAR
Jóhann J. Ólafsson
Gallinn við kyrrsetu
flugvallarins er m.a. að
hann hindrar tengingar
um brýr yfir til Álfta-
ness og Bessastaðaness,
segir Jóhann J. Ólafs-
son, þar sem er enn
nægilegt byggingarland
mun nær aðalbyggðinni,
sem er ennþá á Sel-
tjarnarnesinu.
SKOÐUN
EINS og fram kom í grein okkar
um klæði, skó og nytjahluti í síðustu
viku, þá kemur fram í stofnsamningi
SORPU að SORPA skuli stuðla að
vinnslu og sölu á efnum úr sorpi til
endurnýtingar og eiga samstarf og
viðskipti við fyrirtæki er starfa á því
sviði eftir því sem hagkvæmt þykir
hverju sinni.
Í þessari grein munum við halda
áfram að fjalla um úrgangsflokka
sem SORPA tekur á móti og kemur
í endurvinnslu. Að þessu sinni eru
það málmar og timbur sem við mun-
um fjalla um því þetta eru þeir
flokkar sem SORPA hefur hvað
lengst verið að senda áfram í end-
urnýtingu. Allt frá fyrstu dögum
SORPU hefur fyrirtækið verið í
samstarfi við FURU ehf. málmend-
urvinnslu í Hafnarfirði um móttöku
málma sem borist hafa til fyrirtæk-
isins og Íslenska járnblendifélagið
hf. sem endurnýtt hefur kurlað
timbur sem kolefnisgjafa við fram-
leiðslu kísiljárns í verksmiðju fyr-
irtækisins á Grundartanga. Kísil-
járn er notað sem íblöndunarefni í
stál og steypujárn.
Hráefni í nýjar vörur
Það eru ógrynnin öll af málmum
sem berast endurvinnslustöðvum
SORPU, hvort sem það er í formi
gamallar þvottavélar sem endað
hefur sína lífdaga eða smærri hluta
svo sem niðursuðudósa, málmloka,
álpappírs eða þríhjóls. Ónýtur hús-
búnaður fer einnig í þennan farveg.
Þeim málmum sem SORPA tekur á
móti er safnað í gáma og ekið til
FURU. Þar eru þeir flokkaðir eftir
gerð og eðlisþyngd, malaðir niður
og síðan fluttir út til endurvinnslu.
Umhverfislegur ávinningur af
endurvinnslu málms er meðal ann-
ars sá að það verður minni ágangur
á nýtt hráefni sem unnið er úr jörðu
með námuvinnslu. Sú aðgerð er dýr,
tímafrek, krefst meðhöndlunar með
ýmsum umhverfisspillandi efnum og
skilur eftir sig stór sár á jörðinni.
Ein stærsta koparnáma í heimi er
um 4 km.² og um 1 km. á dýpt eða
tvisvar sinnum Laugarvatn að
stærð! Málmar eru mjög auðend-
urvinnanlegir og þykja í raun hag-
kvæmara hráefni í framleiðslu
nýrra bíla og ýmissa annarra tækja.
Málmur ætti aldrei að fara í rusla-
tunnuna. Látum ekki hráefni í nýjar
vörur fara til spillis.
Minni útblástur
gróðurhúsalofttegunda
Timbur er kurlað niður í timb-
urtætara móttökustöðvar SORPU
og er allt endurnýtt sem kolefnis-
gjafi í stað kola og koks við fram-
leiðslu járnblendis í verksmiðju Ís-
lenska járnblendifélagsins hf.,
Grundartanga. Þesskonar endur-
nýting á timbri er sú fyrsta sinnar
tegundar í heiminum. Timbur hefur
hingað til oftast verið nýtt sem
orkugjafi en við sem höfum vist-
væna orkuframleiðslu með virkjun
vatnsafls nýtum timbrið betur á
þennan hátt. Félagið flytur því inn
mun minna magn af kolum og koksi
frá útlöndum og við spörum land-
rými sem annars færi undir urðun
timburs. Útblástur gróðurhúsaloft-
tegunda er einnig minni fyrir til-
stuðlan þessarar nýtingar. Notkun á
timburkurli frá SORPU minnkar
gróðurhúsaáhrif ÍJ um 30–40% og
má það teljast mjög góður árangur
af þessu séríslenska samstarfsverk-
efni SORPU og ÍJ.
Á meðfylgjandi súluriti má sjá
magn timburs sem farið hefur til
endurnýtingar hjá ÍJ s.l. 10 ár. Um
3.000 tonnum minna af því sem fór
til ÍJ árið 2000 endaði í urðun.
Ástæðan fyrir því var breytt fram-
leiðsla hjá ÍJ. Verksmiðjan verður
að tryggja að magn efnisins títans í
gæðaafurð hennar sé innan vissra
marka. Komið hefur í ljós að ef
timburkurl frá SORPU er notað
óflokkað er magn títans of hátt en
títan er að finna í allri ljósri máln-
ingu sem og ljósri klæðningu á inn-
réttingum. Því tekur SORPA nú á
móti tveimur flokkum timburs, ann-
ars vegar lituðu og hins vegar ólit-
uðu timbri. Litaða timbrið fer þó
núna einnig til ÍJ og nýtist í járn-
blendi að lægri gæðum. Við sjáum
því fram á að aukning verði á magni
timburkurls sem sent verður til ÍJ
árið 2001 miðað við áætlun út frá
fyrstu tölum ársins 2001.
Af ofangreindu má því sjá að
SORPA vinnur markvisst að því að
koma nýtanlegum hráefnum aftur
inn í eðlilega hringrás hráefnanna
(málmar), sem og að koma þeim úr-
gangi sem hægt er í endurnýtingu
(timburkurl) og stuðla þannig að
vistvænni framleiðslu.
Stuðlum að vist-
vænni framleiðslu
Endurvinnsla
SORPA vinnur mark-
visst að því, segja Ragna
Halldórsdóttir og
Sif Svavarsdóttir, að
koma nýtanlegum hrá-
efnum aftur inn í eðlilega
hringrás hráefnanna.
Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri
gæða- og þjónustusviðs Sorpu,
Sif Svavarsdóttir, kynningar- og
fræðslufulltrúi Sorpu.
Málmar og
timbur til end-
urnýtingar
Í FYRRA fór nánast
eitt sjúkraflug á dag
um Reykjavíkurflug-
völl fimm daga vikunn-
ar og líklegt er að
sjúklingum framtíðar-
innar verði ekki hlátur
í huga þegar löng öku-
ferð á næsta hátækni-
sjúkrahús bíður þeirra
eftir að sjúkrafluginu
lýkur ef sú verður
raunin að flugstarf-
semin flytjist úr
Reykjavík.
Í fyrra, árið 2000,
var lent í Reykjavík
315 sinnum með sjúk-
linga, þar af 79 sinnum
með þyrlu, sem lenti við Sjúkrahús
Reykjavíkur í flestum tilfellum.
Ekki er vafa undirorpið að hagur
þeirra sem þurftu á sjúkrafluginu
að halda hefði verið verri, ef sjúkra-
flugið hefði þurft að fara um Kefla-
víkurflugvöll. Varðandi almanna-
varnir er rétt að hafa í huga að í
Reykavík eru öflugustu sjúkrastofn-
anir landsins. Þurfi að
flytja slasað fólk utan
af landi vegna stór-
slysa, sem afleiðing af
náttúruhamförum eða
annarri vá, þá eru
flutningar í lofti fljót-
virkasta og oft örugg-
asta leiðin. Það yrði
því verulegt óhagræði
af því að flytja innan-
landsflugið til Kefla-
víkur. Setja þyrfti upp
nýja flutningslínu milli
Reyjavíkur og Kefla-
víkur, sem myndi
lengja flutning slas-
aðra um minnst eina
klukkustund.
Dýrari kostur
Hvað varðar aðra flugstarfsemi
Landhelgisgæslunnar, yrði öll bak-
vaktarþjónusta erfiðari og dýrari ef
flugið yrði flutt til Keflavíkur, því
starfsmenn yrðu að vera á svæðinu
á bakvaktartíma. Að öðrum kosti
myndi viðbragðstími lengjast til
muna. Byggja þyrfti upp alla flug-
starfsemi Gæslunnar í Keflavík og
hlytist af því mikið óhagræði. Eft-
irlitsflug yrði einnig lengra og dýr-
ara vegna lengri flugtíma. Það er
því nokkuð skýrt í huga flestra
þeirra er koma að flugrekstri að
rekstur Reykjavíkurflugvallar í
Vatnsmýrinni er hentugasti kostur-
inn, þótt útfæra megi flugvallar-
svæðið með ýmsum hætti til að sam-
ræma sem flest sjónarmið og ná
almennri sátt í málinu til næstu ára-
tuga.
Í þágu sjúkraflugs
og almannavarna
Benóný
Ásgrímsson
Flugvöllur
Setja þyrfti upp nýja
flutningslínu milli
Reykjavíkur og Kefla-
víkur, segir Benóný
Ásgrímsson, sem myndi
lengja flutning slasaðra
um minnst eina
klukkustund.
Höfundur er yfirflugstjóri
Landhelgisgæslunnar.