Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 56

Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur PéturssonStephensen fæddist í Reykjavík 21. apríl 1927. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 9. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Krist- rún Arnórsdóttir, f. 13. desember 1896, d. 6. september 1940, og Pétur Ó. Stephen- sen múrari, f. 24. mars 1899, d. 2. maí 1944. Systir Ólafs er Ragnheiður Kristrún P. Stephensen, f. 11. febrúar 1939, maki Jóhann Hjálm- arsson, f. 2. júlí 1939. Ólafur kvæntist 24. september 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Soffíu Kristbjörnsdóttur, f. 8. júlí 1927. Foreldrar hennar voru Kristbjörn Bjarnason, f. 14. októ- ber 1896, og Guðrún Árnadóttir, f. 22. júní 1898. Börn Ólafs og Soffíu eru: 1) Kristrún, f. 18.2. 1949, gift- ist Halldóri Fannar, þau skildu, börn þeirra eru: Soffía Dögg, gift Daða Friðrikssyni, þeirra börn eru Goði Már og Nína Margrét; Halla Dóra, sambýlismaður henn- ar er Bjarni Adolfsson. Sambýlis- maður Kristrúnar er Guðlaugur Sigurðsson. 2) Pétur, f. 22. maí 1952, maki Sigríður Sigurðardóttir, börn þeirra eru: Ólafur P. Stephensen, Guð- mundur Eggert P. Stephensen og Matthías P. Stephen- sen. 3) Ólafur, f. 4. janúar 1954, maki Sigurbjörg J. Jó- hannesdóttir, börn þeirra eru: Jóhann- es, Pétur og Hrafn- hildur Eva. 4) Guð- rún, f. 17. okt. 1958, sambýlismaður Er- lendur Ásgeir Júl- íusson, barn þeirra er Jökull. 5) Halla Þuríður, f. 2. júní 1960, maki Sævar Magnússon, börn þeirra eru: Magnús Dagur, Ísak Óli, og Una Sóley. 6) Steinar, f. 4. júlí 1965, sambýliskona Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir, börn þeirra eru: Sunna Dögg og Sigurgeir Smári. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947. Hann lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands 1952 og starf- aði sem tannlæknir í Hafnarfirði í 48 ár. Útför Ólafs fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Pabbi okkar. Pabbi, nú ertu farinn frá okkur. Þú kvaddir okkur bræður um miðja nótt. Það var gott að vera hjá þér þessa stund. Við munum muna þessa stund eins lengi og við lifum. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá þér. Þú misstir ungur foreldra þína, en þrátt fyrir mótlætið gekkstu menntaveginn og laukst embættis- prófi frá Háskóla Íslands sem tann- læknir. Við eigum margar góðar minning- ar sem við geymum í huga okkar. Þú varst mikill nátttúruunnandi og unnir útiverunni. Margar veiðiferðir og aðrar ferðir fórum við með þér um landið okkar, því þér þótti vænt um landið þitt. Við þökkum þér fyrir hvað þú varst góður við mömmu og okkur systkinin. Þú hugsaðir fyrst og fremst um fjölskylduna en ekki ver- aldleg gæði. Þínir synir, Ólafur og Steinar. Það er með miklum söknuði að ég kveð Ólaf Stephensen tengdaföður minn. Ég kynntist Ólafi og Soffíu 1983 eða fljótlega eftir að ég fór að venja komur mínar að Ölduslóð í Hafnar- firði. Þau hjónin tóku mér frá upp- hafi einstaklega vel og þar bjuggum við Halla í nokkur ár í kjallaranum. Ólafur hafði mörg áhugamál, s.s. stangveiði, skák og útivist. Það fór svo að hann smitaði mig af veiðibakt- eríunni og fórum við saman í marga eftirminnilega veiðitúra. Hann kenndi mér að kasta með flugustöng í garðinum hjá sér og það varð fljótt forgangsmál að ég, grænjaxlinn, veiddi lax. Svo fór að lokum í einum af mörgum veiðitúrum okkar að mér lánaðist að fá minn fyrsta lax. Það er mér ógleymanlegt hversu stoltur og glaður Ólafur var yfir láni mínu. Ég geri mér ekki enn grein fyrir því hvor var glaðari þennan dag, ég eða hann. Mér eru einnig minnisstæðar ferðirnar sem við fórum norður á Skaga til veiða. Í fyrstu ferð okkar duldist mér ekki snilli hans með flugustöngina. Aðeins tveir veiði- staðir voru í ánni og fljótlega setti Ólafur í einn vænan. Ólafur vissi upp á hár hvar átti að kasta og laxinn tók fluguna á lofti og lét hafa mikið fyrir sér en tengapabbi hélt stíft við hann og svo fór, eftir langa og strembna viðureign, að einn 12 punda lá á bakkanum. Í þessum ferðum var dugnaður og úthald aðalsmerki Ólafs. Ég man að mér fannst ótrúleg yfirferð á manninum. Ég ungur mað- urinn hafði engan veginn við honum. Oftast var það nú svo að hann þurfti að bíða eftir mér móðum og másandi. Þegar dagur var að kvöldi kominn var stundum tekið í tafl og þar átti maður sjaldan möguleika á vinningi, svo sterkur sem hann var á því sviði. Uppgefinn eftir daginn sofnaði ég oftast við það að Óli og félagar hans spiluðu brids fram eftir nóttu. Svo var farið aftur af stað eldsnemma daginn eftir. Þá vakti Óli mig, hann úthvíldur og til í slaginn við laxinn en ég með harðsperrur eftir eltingaleik- inn við hann frá því daginn áður og ekki kominn í almennilegt stuð fyrr en undir hádegi. Ferðirnar austur í summó með Ólafi og Soffíu voru einnig margar og skemmtilegar. Þar undi hann sér vel og féll á einhvern undarlegan hátt inn í umhverfið. Fyrir allar aldir var hann kominn á fætur og dundaði sér við trjárækt af sömu eljusemi og við veiðarnar. Ef eitthvað þurfti að gera var það gert ekki seinna en strax, samt allt í rólegheitunum. Maður sér hann fyrir sér með trjá- plöntur í fötu sönglandi úti í nátt- úrunni og Soffíu í bústaðnum að sauma og hlusta á djass. Í sveitinni hjá Óla og Soffíu höldum við fjöl- skylduhátíðir. Mætingin hefur verið slík að ókunnugt fólk sem átti leið þar hjá hélt að þarna færi fram útihátíð og bjóst til að tjalda. Fjölskyldan skipaði ætíð stóran sess í huga Ólafs enda mjög samrýnd og oft kátt á hjalla. Á fjölskylduhá- tíðunum sýndi Ólafur stundum á sér nýja hlið þegar hann dró munnhörp- una úr vasa sínum og lék af fingrum fram. Ólafur og Soffía hafa reynst mér einstakir tengdaforeldrar. Hún kenndi mér að meta góðan djass og er eins konar gangandi alfræðibók í þeim fræðum öllum. Við hjónin og börnin okkar þrjú höfum notið hjálp- semi þeirra í gegnum tíðina. Ætíð hafa þau verið tilbúin til þess að létta undir með okkur ef aðstoðar hefur verið þörf og vil ég þakka fyrir það. Ég veit í hjarta mínu, elsku Soffía, að við eigum eftir að eiga mörg góð ár saman þótt tímarnir séu erfiðir nú. Minningin um Ólaf mun ætíð skipa sérstakan sess í hjarta mínu. Með þessum ljóðlínum Halldórs Laxness vil ég kveðja tengdaföður minn, Ólaf Stephensen: Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Kveðja. Sævar Magnússon. Í dag munum við stórfjölskyldan kveðja hann afa. Ég skil þetta ekki, hann sem var svo hress og hugsaði vel um sig, alltaf svo duglegur í leik- fimi, hljóp á skíðum þegar tækifæri gafst og fór reglulega út að ganga. Ég var alltaf svo ánægð með hve íþróttalega sinnaður hann var. Þótt hann væri alltaf að, þá minnist ég hans sem svo rólegrar mannveru, hann gekk alltaf hægum skrefum á eftir okkur ömmu þegar við vorum á gangi og oftar en ekki hægði ég á mér til að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá honum og það var alltaf. Það virtist vera að hann væri að passa upp á okkur og alltaf að hugsa um eitthvað merkilegt. Afi var alveg svona ekta afi, svo ljúfur og góður, með nokkrar sér- viskur og allt. Gjarnan þegar hann fékk sér te, þá drakk hann „hitavei- tute“ sem samanstóð af sjóðandi heitu hitaveituvatni úr krananum og tepoka í bolla. Engum öðrum hafði dottið í hug að það væri alger óþarfi að sjóða vatn – nú, það er tilbúið í krananum! Afi var svolítið fyndinn án þess þó að vita af því. Jafn huggulegur og settlegur og hann alltaf var þá gat hann blótað ógurlega en mér hefur nú alltaf fundist það í lagi því hann blótaði svo skemmtilega! Hann er eini maðurinn í kringum mig sem hefur leyfst að blóta. Hann fór svo fínt með það. Afa fannst alltaf svo gaman að fara upp í summó en ég gat aldrei skilið hvað hann gat verið að bardúsa endalaust. Hann var iðulega fyrstur á fætur og fann sér alltaf verkefni og þegar þau voru búin þá færði hann bara tré og plöntur til og frá. Ég sé hann alltaf fyrir mér með fötu í sitt- hvorri hendi og að þvælast með þær fram og tilbaka. Hann gat bara ekki slappað af nema þegar sólin lét sjá sig, en þá var hann fyrstur manna kominn úr sokkunum, búinn að bretta uppá buxurnar og farinn úr að ofan, fyrir sólina. Í summó fann hann margfalt oftar sól en við hin. Skýringin var sú að hann náði alltaf morgunsólinni og snemmmorgunstillunum og var því búinn að liggja í sólbaði þegar aðrir vöknuðu um miðjan dag. Ég trúi því, eftir að hafa farið yfir allt í huga mínum, að hans hefur ver- ið þörf til að koma að lausn ákveðins verkefnis sem hefur lengi verið óleyst hinum megin. Afi minn, það var alltaf gaman og gott að hafa þig í kringum sig, þú hafðir svo góða nærveru. Nú veistu sjálfsagt svör við mörgum spurning- um sem bíða á vörum okkar hinna og sjálfsagt eru þau enn fleiri við jafn- mörgum spurningum sem okkur hafa ekki hugkvæmst ennþá. Soffía Dögg. Afi minn, mikið var alltaf gaman þegar þið amma komuð að heim- sækja okkur til Svíþjóðar. Á meðan amma og mamma fóru í bæinn kenndir þú mér að búa til flottar pappírsflugvélar sem flugu út um allt. Þér fannst svo gott að sitja úti í sólinni að lesa eða bara liggja í sól- baði. Þú fórst út að ganga um hverfið með ömmu og vorum við alltaf hálf- hrædd um að þið rötuðuð ekki til baka aftur. Mikið fannst þér sniðugt að geta lesið íslensku fréttirnar í sjónvarp- inu á íslensku, þetta fannst þér alveg stórkostlegt. Alltaf fylgdist þú með veðrinu heima á Íslandi, skyldi það vera betra þar? Síðastliðið sumar fórum við í rútu- ferð til Prag. Þar fannst þér skemmtilegast að ganga eftir gömlu brúnni, þú vildir ganga aftur og aftur yfir. Elsku afi minn, ég veit að þú ert í sólinni núna. Jökull í Svíþjóð. Elsku afi. Við kveðjum þig með miklum söknuði í hjarta okkar en minnumst jafnframt allra góðu stundanna sem við áttum saman og munum við ávallt geyma þær í huga okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhannes, Pétur og Hrafnhildur Eva. Vorið kemur Þér, sem hefir þunga borið, þráða gleðifregn ég ber: Bráðum kemur blessað vorið, bráðum glaðnar yfir þér. Æskan heillar, augu skína, eyru fyllast glöðum klið. Syngur vor í sálu þína svanakvak og vatnanið. (Stefán frá Hvítadal.) Ástkæri afi. Þú varst alltaf svo glaður þegar vorið loksins kom. Þú brostir um leið og sólin hækkaði á lofti því þá gast þú farið í summó sem þér þótti svo vænt um. Við kveðjum þig og biðjum englana að vernda þig í himnaríki. Bless afi minn. Þín barnabörn, Sunna Dögg og Sigurgeir Smári. Það er einum manni færra. Heim- urinn breyttur. Að minnsta kosti hjá okkur sem þekktum Óla. Mann sem vert er að taka sér til fyrirmyndar, en þannig lifir hann líka áfram á meðal okkar. Ljúf framkoma hans færði honum ósjálfráða virðingu annarra. Maður sem bar ábyrgð á heiminum og öllum í kring. Pabbi Steinars, Höllu, Gurru, Óla, Péturs og Kristrúnar. Afi barnanna þeirra og barnabarna. Mágur og sálarbróð- ir mömmu minnar. Söngvari, tann- læknir, skákmaður, veiðimaður, og fyrst og síðast maðurinn hennar Sof- fíu. Öllum hlutverkunum gegndi Óli af einstakri prýði. Hann var maður sem mátti stóla á út í hið óendanlega. Þegar ég var lítil áttu Óli og Soffía jeppa sem rúmaði allt. Örugglega aldrei færri en sex manns inní jepp- anum og aldrei takmörk fyrir mann- fjöldanum. Þannig var líka allt hjá Óla, allir komust fyrir. Einsog við stóra borðið á Ölduslóðinni í hádeg- inu. Nýtt fransbrauð úr mjólkurbúð- inni og Óli á sínum stað og Soffía á sínum stað og allir krakkarnir og við hin líka frændurnir og frænkurnar. Óli sat við stýrið, kom öllum í höfn. Við systir mín bjuggum hjá þeim eitt sinn í sumarfríinu og ég gleymi aldrei þegar Óli ákvað á laugardags- kvöldi að fara með alla í messu í Kópavogskirkju á sunnudags- morgni. Við hlökkuðum til, þetta var ferð til tunglsins, enginn hafði áður farið í messu, úr því átti nú að bæta og örugglega tíu tólf manns sem ferðuðust í jeppanum inneftir í Kópavoginn að hlusta á prest. Geim- verur í jeppa að fara að skoða lífið í kirkjunum. Ótrúlegt fjör. Heldur ekki gleymi ég kvöldunum þetta sumar, um ellefuleytið, allir að fá sér mjólk og kex fyrir svefninn. Svona róyndis dularmagnað and- rúmsloft fullt af spennu og eftir- væntingu eftir svefninum og nætur- heiminum. Óli sá fyrir öllu. Á hæðinni uppi máttum við gera allt sem okkur datt í hug, því við vor- um krakkar. Lágum á pullum fyrir framan sjónvarpið og drukkum kók og borðuðum nammi. Í hverfissjoppunni stóð strákur sem þekkti ekki mikið til en vissi að pabbi hennar Höllu var tannlæknir og skildi ekki hvað Halla keypti allt- af mikið kók og nammi. Það var kók- taskan fræga rauða búin til fyrir sex litlar kók, farið með hana niður í sjoppu að skipta á tómu glerjunum fyrir nýjar flöskur og borða kókos- bollur. Að tannlæknadóttir væri allt- af að kaupa kók og nammi. Það skildi strákurinn ekki. En Óli var ekki tannlæknir í pólitískri bar- áttu við matarvenjur, hann var pabbi sem gaf börnunum sínum allt sem til þurfti svo þau gætu verið krakkar. Krakkalíf mitt gerðist að stórum hluta á heimili hans. Þar var hann konungurinn, góði konungurinn, sem með Soffíu stóð fyrir skemmti- legustu gamlárskvöldspartíum í heimi, sá fyrir stórri fjölskyldu, að öllum liði vel og allir hefðu það skemmtilegt. Nóg af tónlist, nóg að borða og nóg pláss fyrir alla til að vera til. Hann kannski inní bílskúr að dútla sér, dúkkaði stundum upp einsog álf- ur, í miðjum látunum, rólegur og góður en skoðandi vel í kringum sig. Augnaráð hans varð ekki umflúið. Ég hafði á tilfinningunni að hann sæi allt. Þegar krakkarnir voru farnir að heiman sátu konungurinn og drottn- ingin í ríki sínu, hlustuðu á jazz, fengu sér hamborgara og bjór á föstudagskvöldum, horfðu á bíó, skutluðust eitthvað, í heimsókn, að passa, athuga hvort allt væri ekki einsog það átti að sér að vera í heim- inum, í ferðalög til útlanda, í bæinn... Soffía og Óli kynntust mjög ung og ég sé það í anda, þó ég viti lítið um nokkurn skapaðan hlut, þegar hann kom að ná í jazzstelpuna á Berg- staðastræti heima hjá afa okkar og ömmu. Fallegur maður með kvik- myndaleikaralega útgeislun. Soffía og Óli voru einsog búin til fyrir hvort annað. Saman eignuðust þau meira en 52 ár, sex börn, barnabörn, barna- barnabörn, eitt fallegasta heimilið í heiminum, líf sem var án stæla, snobbs, ekkert fór meir í taugarnar á Óla en það, og aldrei að forðast það sem var skemmtilegast, ekki að vera með of mikinn undirbúning eða yf- irskipulagsstarfsemi, gera hlutina og hafa gaman af. Óli var fyrirmyndarmaður og með lífi sínu kenndi hann öllum ást, virð- ingu, ábyrgð, fölskvaleysi, hógværð, og að lifa án þess að vera með vesen eða taka því of hátíðlega. Hann var og er stóri pabbinn í fjöl- skyldunni. Takk Óli. Takk takk takk fyrir mig og mína. Kristín Ómarsdóttir. Látinn er maður sem ég hef þekkt allt mitt líf. Ég held að það fyrsta sem ég lærði á eftir pabbi og manna hafi verið Óli og Soffía frænka. Enda eru móðir mín og Soffía frænka mjög samrýndar systur. Og það var eins með Óla, hann var alltaf nálægt Soffíu frænku. Á svona stundu koma upp margar góðar minningar sem maður átti með Óla og Soffíu frænku. Hvort sem það var á Ölduslóðinni, uppi í Summó, þar sem Óli var óðalsbónd- inn, eða annars staðar. Það var alltaf mannmargt á Öldu- slóðinni. Þar fékk maður heitan mat í hádeginu þegar maður var í skóla og svo margir komu að við Steinar þurftum að sitja í gluggakistunni í eldhúsinu. Hver hefur ekki setið í gluggakistunni? Við Steinar erum löngu vaxnir upp úr gluggakistunni en það komu önnur börn og barna- börn í staðinn fyrir okkur. Já, eldhúsið hjá Óla og Soffíu frænku, þá rifjast upp margt sem brallað var á Ölduslóðinni. Sama hvað við Steinar gerðum þá stóð Óli alltaf með okkur og leyfði okkur að gera allt. En hann kenndi okkur líka ýmislegt með leikjunum, t.d. borðtennis og tafl, tók okkur ÓLAFUR PÉTURS- SON STEPHENSEN EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudags- blað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. . Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.