Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 57

Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 57 smásnáða með á taflmót. Það var alltaf fullt af börnum á Ölduslóðinni enda áttu Óli og Soffía frænka sex börn og fullt af barnabörnum og barnabarnabörnum. Það var alltaf fullt af börnum í kringum þau og þau voru alltaf velkomin. Og við vorum alltaf látin í friði fyrir okkar leiki. Samt einkenndi það Óla að hann var alltaf að passa alla. Ef við vorum að ganga þá var hann alltaf síðastur til að passa að enginn yrði eftir. Hann vakti yfir öllu en þó á þann hátt að enginn tók eftir því. Maður vissi að hann var nálægt. Það er nú svo, af slíkum manni fær maður aldrei nóg. Alltaf var talað um þau Óla og Soffíu frænku í sömu setningunni, svo samrýnd voru þau hjón. En nú er einn hlekkurinn í þessari sterku keðju brostinn og farinn á vit feðr- anna þar sem við munum öll hittast að lokum. Bless á meðan, Óli, ég veit að þú munt vaka yfir okkur þangað til. Árni Björn Ómarsson. Það er eins og dánarfregn komi manni ávallt á óvart. Jafnvel þótt einhver sé undanfari að slíkri frétt. Við ætluðum að hittast við spilaborð- ið í þessari viku rétt eins og við höf- um gert að vetri til á tveggja vikna fresti sl. 16 eða 17 ár. En af því verð- ur ekki að sinni. Kunningsskapur okkar „kollega“ og spilafélaga hefir varað lengi eða fjóra–fimm áratugi og á þessu langa tímabili, sem virðist svo stutt þegar litið er til baka, höfum við hist öðru hverju við hin ýmsu tækifæri þó einna helst á tannlæknafélagsfund- um og tímamótasamkomum, þar til við tókum upp á því að spila saman brids. Þá fjölgaði þeim skiptum, sem við hittumst. Á slíkum stundum er ekki bara spilað. Þarna er ekki síst verið að sinna þeirri heimspeki að maður er manns gaman og þá er gott að sitja til borðs með mönnum, sem hafa einhverju að miðla. Ólafur var einn slíkra. Þótt hann væri hægur og rólegur á yfirborði bjó innra með honum skap og skoðanafesta. Hann átti til að fara hægt af stað með sína skoðun en herti á ef með þurfti. Hann naut lífsins meðan lifði í faðmi fjölskyldu, ættingja og kunningja og hafði ánægju af að spreyta sig á lax- veiði, borðtennis, skák og brids auk ferðalaga, sem hann hafði mikla ánægju af. Ólafs er sárt saknað af okkur spilafélögunum og skarð hans verð- ur ekki fyllt því þótt sagt sé að mað- ur komi í manns stað gildir það ekki alltaf. Um leið og við sendum eiginkonu Ólafs henni Soffu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur þá þökkum við af alhug fyrir öll þau yndislegu kvöld, sem við átt- um á heimili þeira hjóna í gegnum árin. Slíkar minningar geymast ásamt minningunni um góðan dreng. Sverrir Einarsson, Birgir J. Jóhannsson, Hörður Sævalds. Þjóðhátíðardaginn 1947 gengu 72 nýstúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík út í sólskinið og bjarta framtíð. Af þeim höfðu 8 byrjað sam- an haustið 1935 í 8 ára bekk í Mið- bæjarbarnaskólanum og fljótlega hafði myndast samstilltur hópur sem utan skólatíma kom saman til að leika sér í knattspyrnu eða við skák og spilamennsku. Af þessum hópi hafa nokkrir haldið hópinn í 65 ár við skák og bridge og í dag kveðjum við einn úr hópnum, Ólaf Stephensen, tannlækni í Hafnarfirði. Fljótlega eftir stúdentspróf stofn- aði Ólafur heimili er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Soff- íu Kristbjörnsdóttur. Tveir bekkjar- bræðra hans úr barnaskóla bjuggu í næsta nágrenni í Vesturbænum og fór ekki hjá því að heimili Ólafs og Soffíu varð miðstöð skákiðkana þeirra. Fljótlega komu aðrir skóla- félagar til liðs við þá og komst fast form á samkomurnar. Skákkvöld voru haldin annað hvert mánudags- kvöld allan veturinn og skiptu félag- arnir með sér að vera gestgjafar. Yf- ir hálfa öld hafa 12 bekkjarbræður úr MR verið virkir þátttakendur um lengri eða skemmri tíma, og sjö allan þennan tíma. Öll úrslit voru jafn- framt færð til bókar. En ekki var þetta nóg, úr þessum hópi myndaðist fljótlega bridge- klúbbur sem kom saman hinn mánu- daginn og hefur gert í hálfa öld. Ólaf- ur var virkur og áhugasamur þátt- takandi í báðum þessum hópum, sterkur og snjall skákmaður enda á yngri árum meistaraflokksmaður í skák. Ekki var þetta heldur látið nægja, um margra áratuga skeið hafa spila- félagarnir fjórir farið saman í veiði- ferðir á hverju sumri, annaðhvort til silungs- eða laxveiða. Ólafur var slyngur veiðimaður og naut útivistar í íslenskri náttúru enda festi hann ásamt öðrum kaup á eyðibýli austan við Kattarnef við Markarfljót. Þá hafði hann og yndi af ferðalögum og fór á yngri árum víða um lönd með fjölskyldu sinni. Á háskólaárunum tók Ólafur að leika borðtennis en til slíks var að- staða á Gamla Garði. Hann varð vel fær í þeirri íþrótt og hefur borðtenn- isbakterían erfst til sonar hans, Pét- urs, sem um langt skeið hefur verið í forystu fyrir borðtennisdeild Vík- ings og Borðtennissambandi Ís- lands. Og áfram hefur þetta erfst til sonar Péturs, Guðmundar Stephen- sen, sem hefur um árabil allt frá barnsaldri verið fremsti borðtennis- leikmaður landsins. Ólafur greindist með sykursýki á áttunda áratugnum. Hann tók þeim tíðindum strax af al- vöru og gerði á stuttum tíma það, sem þörf var á til þess að koma á jafnvægi. Ef til vill var þessi „duldi eldur“ orsök alvarlegs hjartaáfalls, sem hann fékk sumarið 1992. Hann náði sér aftur og gat hafið störf á ný. Ólafur var hvers manns hugljúfi, ró- lyndur og hógvær, vinfastur og trygglyndur. Hann var glaðsinna og skemmti sér manna best á manna- mótum. Hann hafði yndi af tónlist og átti mikið og gott plötusafn. Hann hafði góða söngrödd og tók á árum áður þátt í Stúdentakórnum. Ólafur og Soffía létu sig aldrei vanta þegar árgangurinn frá 1947 kom saman og það var ósjaldan. Öll söknum við góðs félaga, sem ánægjulegt var að vera samvistum við, og sendir ár- gangurinn Soffíu og afkomendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Skák- og bridgefélagar þakka ára- tuga vináttu og félagsskap. Fyrir hönd stúdentanna frá 1947, Sigurgeir Guðmannsson. Vinur minn Ólafur P. Stephensen er látinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman í barnaskóla. Vinátta okkar styrktist enn frekar þegar hann giftist bestu vinkonu minni, Soffíu Kristbjörns- dóttur, sem hafði starfað með mér á Morgunblaðinu. Þá vorum við á fermingaraldri en vinátta okkar hef- ur varað alla tíð. Seinna stofnuðum við báðar okkar eigin heimili og bjuggum öll í vest- urbæ Reykjavíkur. Þau Ólafur og Soffía eignuðust sín fyrstu börn og við Guðmundur einn- ig. Mikil ánægja var að umgangast hvor aðra með þrjú og fjögur börn á sama aldri og við brölluðum margt saman á þeim árum. Á sama tíma var Ólafur í Háskóla Íslands í tannlæknanámi ásamt tveimur öðrum sem einnig námu við tannlæknadeildina á þeim tíma. Þeg- ar hann lauk námi fluttu þau til Hafnarfjarðar. Aldrei slitnuðu þó vináttubönd okkar og margar heim- sóknir hafa verið farnar á Ölduslóð 20. Þau Ólafur og Soffía eignuðust tvö börn til viðbótar og hafa komið upp sex mannvænlegum börnum sem þau eru stolt af. Allar minningar mínar frá þessum tíma eru góðar. Ólafur var ljúfur maður, vina- margur, kom vel fyrir og sinnti fjöl- skyldu sinni og starfi mjög vel. Hann reyndist fjölskyldu minni líka vel. Heimili þeirra Ólafs og Soffíu er að jafnaði opið öllum og það eru ávallt margir sem sækja þau heim enda er þangað gott að koma. Ég votta vinkonu minni, börnum og fjölskyldum þeirra djúpa samúð. Með virðingu og vináttu kveð ég vin minn. Elín Torfadóttir. ✝ Þorsteinn Þor-geirsson fæddist á Lambastöðum í Garði 4. desember 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Magnússon, f. 17.11. 1875 í Garðbæ í Garði, d. 9.9. 1956, og Helga Jónína Þor- steinsdóttir, f. 21.11. 1891 í Finnsbæ í Garði, d. 9.12. 1957. Systkini Þorsteins eru 1) Helga Steinunn, f. 27.3. 1911, d. 5.9. 1975; 2) Magnea Rannveig, f. 10.11. 1916; 3) Guð- rún, f. 28.6. 1918, d. 15.1. 1997; 4) Guðmundur, f. 3.3. 1921; 5) Símon, f. 14.8. 1922, d. 22.4. 1984; 6) Gróa Sigríð- ur, f. 13.9. 1923; 7) Þorgeir, f. 6.1. 1925, d. 22.3. 1970; 8) Rannveig, f. 9.5. 1926; 9) Guðmunda Kristbjörg, f. 11.9. 1929; 10) Valgerður, f. 20.1. 1931; 11) Ein- ar, f. 14.12. 1934, d. 6.4. 1986. Þorsteinn var ókvæntur og barn- laus. Hann starfaði við sjómennsku frá unga aldri og bjó alla sína ævi á Lambastöðum í Garði. Útför hans verður gerð frá Út- skálakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Hvernig á að skrifa um háaldr- aðan frænda sinn sem nú er allur, saddur lífdaga og hlýddi því kalli sem við verðum öll að hlýða. Mér finnst viðeigandi að minnast hans með þeim atvikum sem upp úr standa í minningunni. Þorsteinn Þorgeirsson kallaður Steini eða stundum Lambi var einn af tólf systkinum. Hann varð fyrir því um fimm ára aldur að missa bæði mál og heyrn í kjölfar heilahimnubólgu. Þrátt fyrir fötlun sína vann Steini frá unga aldri við sjómennsku. Sem ungur drengur fékk ég oft að dvelja hjá Veigu frænku og Agga sambýlismanni hennar. Þau bjuggu ásamt syni Veigu honum Lessa og Einsa frænda í húsi Gvendar frænda á ættaróðalinu á Lambastöðum í Garði og þar var gott að vera. Fyrsta minningar- brotið sem kemur upp í hugann er þegar ég fékk einu sinni sem oftar að fara með þeim frændum mínum Steina og Einsa ásamt Agga í kríueggjatöku. Þá var gott að geta leitað skjóls undan árásum kríunn- ar hjá sér hærri mönnum sem gjarnan leiddu lítinn dreng að hreiðurstæði til að finna egg. Mikið var ég hreykinn þegar ég kom heim að kveldi með öll eggin sem ég hafði fundið. Eggin voru svo soðin í gamla hraðsuðukatlinum heima á Lambastöðum og borðuð af bestu lyst. Næsta minningarbrot er frá sjóferð þegar ég fékk að fara með pabba, Lúlla, Símoni og Steina á handfæri út á Garðsjó á opnum báti sem Steini átti. Þessi bátur var geymdur í vörinni í Lambastaðafjörunni við hliðina á fiskhúsinu og Steini hugsaði alltaf um hann af svo mikilli natni að un- un var að. Þriðja minningarbrotið er frá því er ég þóttist vera orðin fullorðinn. Ég var að leik með félögum mínum þeim Villa Braga frá Akurhúsum, Einsa frá Nýjabæ og Björgvini frá Guðlaugsstöðum og höfðum við komist yfir tóbak sem kjörið var að prófa. Staðurinn var valinn, gamall og úr sér geng- inn árabátur sem annaðhvort Þor- geir afi eða Guðlaugur í Neðra- Hofi hafði átt og lá hann á hvolfi fyrir neðan garðinn við fiskhúsið hjá Steina. Okkur datt ekki í hug að fylgst væri með okkur þar sem við púuðum tóbakið í mesta grandaleysi og reykurinn liðaðist hægt og rólega undan bátnum. Þetta hlýtur að hafa verið einn af þeim fáu dögum á ári þegar logn er í Garðinum, þó að í minningunni finnist mér reyndar að alltaf hafi verið þar gott veður. Það skipti engum togum að Steini kom ask- vaðandi og það ekki með neinn englasvip á andlitinu. Ég vissi al- veg hvað hann vildi segja og við félagarnir fórum sneypulegir burt. Fjórða minningin sem kemur upp í hugann er þegar ég, 17 ára gamall, fór á vetrarvertíð á Vonina, 65 tonna bát frá Sandgerði hjá Þor- steini Einarssyni skipstjóra. Sem fyrr var ég undir verndarvæng frænda minna þeirra Lessa og Steina sem líka voru á bátnum. Ég bjó þennan vetur á Lambastöðum og var í fæði hjá Lessa og Ester konu hans ásamt Steina og Einsa. Einhverju sinni var verið að leggja trossu og mitt verk var að láta drekann sem heldur netatrossunni niðri, falla en við enda drekans var færi sem hringað er niður á dekk- ið. Steini var aftur við stýrishús með hnífinn tilbúinn að skera ef eitthvað skyldi bregða út af. Ég var greinilega eitthvað annars hug- ar þar sem ég stóð við lunninguna tilbúinn að láta falla þegar kallið kæmi. Allt í einu verð ég var við að ótrúlegt hljóð kemur frá Steina frænda og skildi hvorki upp né nið- ur. Hann bíður ekki boðanna en stekkur yfir netahrúguna í einu hendingskasti, æðir beint að mér, rífur mig burt úr dagdraumunum og ýtir mér frá. Við það fer annar fóturinn á mér úr miðri færishönk- inni og hættunni var bægt frá. Þessi árvekni Steina kom í veg fyr- ir alvarlegt slys og þetta atvik mundi ég honum ætíð síðan. Annað sem einkenndi Steina var hvað hann var barngóður, hann náði sér- staklega góðu sambandi við börn þrátt fyrir mál- og heyrnarleysi sitt, því stundum eru orðin óþörf til að tengsl myndist. Að endingu vil ég þakka Steina fyrir góða samfylgd og kveðja þennan aldna sjómann með þeirri virðingu sem hann átti svo sann- arlega skilið. Grétar Eiríksson og fjölskylda. ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON Lítill drengur lítur dagsins ljós. Lítill drengur er lagður við hlýtt brjóst móður sinnar með litlum bróð- ur sínum. Lítill dreng- ur skynjar vermandi hönd ástríks föður. Lítill drengur er laugaður helgu vatni. Lítill drengur kveður til eilífs lífs við uppkomu sólar. Og við, við sitjum eftir og við skilj- um ekki. Við hrópum og við spyrjum. En svörin, svörin eru litli dreng- urinn, litli drengurinn í hjörtum okk- ar sem kvaddi til eilífs lífs, eilífs lífs á himnum. JÓHANNES ÖRN SÓLMUNDSSON ✝ Jóhannes ÖrnSólmundsson fæddist 14. janúar síðastliðinn í Reykja- vík. Hann lést á heimili sínu 6. mars og fór útför hans fram frá Grensás- kirkju 14. mars. Ó himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, Sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Þökk fyrir ljúfar stundir. Friður Guðs fylgi þér og Guð veiti líkn þeim sem lifa. Þín amma Steinunn og afi Jón.                       !"              !   ! !"  #   $%  #$%  $ $% &$ $ $%  "           '(  $ # !)) !! *+ !      #$ %$ &  '  (! '    %+    (!  ,!  !   #   , "   #   '   & - #"   #     "##  #   +!#) ##  #   #$% $ $% $ $ $%  &$ $ $ $ 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.