Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 58
MINNINGAR 58 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur - . *  ./ 01 - ,223 45 +%  !6 !"     /  '  . 0! !,!11! % -  & &! - #  við Nýbýlaveg, Kópavogi "    73  .5 7(  )8) % )9 # 8     '     2!  - .       %   #    (! !,!11! 3* %.       .*            /  6  %8 #  "        .3 5 8 + ):;< 7 #" '    4 '  . 0! !,!11! 3* %.     7)8 = + #          ( > 7'( > ) ) 8 * "     5!  !# # %  &&$%  " +   .,3 5 '., 3  *    ! ! - .% '  6 3* %.      '       ! "8) 5& !# #  3    -7?2(73   * )$ #"  )   /8#%!)  #$ %$ &    !  7)8 =  "&7)+!#) -= #@ ) Þegar við fréttum að Kristján væri dáinn hugsuðum við: Af hverju hann? Hann sem var svo ungur og svo góður. Svo góður sonur, svo góður bróð- ir, svo góður eiginmaður, fjöl- skyldufaðir og vinur. Þvílíkur miss- ir fyrir hvern þann sem átti hlut í lífi hans. Sá hlutur lýsir nú þeim sársauka og sorg sem er í lífi okkar. Í gær – þá dó, langþráð eftirvænting eftir sumri dagsljósið varð þokukennt, stóra gjöfin: lífsgleðin fékk áfall, sorgin tók völd og læsti sig í hjörtu og andlit. .... af hverju? af hverju? vinur vina sinna er dáinn. Ef við bara gætum... í gegnum tárvot augu og sundurkramið hjarta þá lítum við upp. sólin skín, hún virðist skína ennþá. eins og í draumi þá skynjum við vænt- umþykju og svipur og nærvera hans end- urspeglast, – vinar okkar sem dó. „syrgið þið – þá líður mér illa grátið – þá græt ég með ykkur. þökkum þann tíma sem við áttum saman. gleðjist – þá gleðst ég. látið ekki ræna ykkur lífsgleðinni, því þar eigum við samleið um alla eilífð.“ (H.S.) KRISTJÁN GUNNAR MAGNÚSSON ✝ Kristján GunnarMagnússon fæddist á Akureyri hinn 14. apríl 1972. Hann lést af slysför- um 6. mars síðastlið- inn. Útför hans var gerð frá Glerár- kirkju 13. mars. Elsku Ella, Sigrún, Helga, Gunnar, Maddi, Systa, systkini, vinir og allir þeir sem þekktu þennan góða dreng, megi góður guð styrkja ykkur á allan hátt. Hreinn (Hrenni) mágur. Hann Kristján á bryggjunni lést í þessu slysi. Þessi hræðilegu orð færðu okkur fréttirnar um að einn vinnufélagi okkar hefði beðið bana í bílslysi á flutningabíl sem hann ók. Þetta eru orð sem enginn óskar sér að heyra en stundum þarf að segja þau og þá er erfitt að vera til. Þegar vinnufélagi lætur lífið við störf sín sækja alls konar hugsanir að sem ekki láta á sér bera í dagsins önn. En svona er lífið og alls staðar eru hætturnar. Það er aðeins eitt öruggt í þessu lífi og það er dauðinn. Við getum ekki vitað hver er næstur eða með hvaða hætti hann fer. Kristján vann á bryggjunni hjá okkur frá því um haustið 1995 við losun og lestun skipanna. Hann hafði ekki unnið hjá okkur í mörg ár þegar hann sótti meiraprófið því hugur hans stóð til þess að komast í akstur flutningabílanna. Sá draumur hans rættist og vann hann við aksturinn ásamt ýmsum öðrum störfum. Nú ert þú sofnaður svefninum langa en minning þín lifir, ekki hvað síst í boltanum á Þelamörk á miðvikudagsvöldum. Um leið og við kveðjum þig og þökkum þér allt of stutta samfylgd er ofarlega í huga mynd af þér við gítarleik og söng á þorrablótinu okkar í febrúar sl., takk fyrir það. Og við gengum af stað. Það var gamall vegur og gott að rata. Og við hugsuðum djarft: Nei, við hræðumst það ekki, þetta er heimalnings gata. Svo héldum við áfram. Í hópnum var enginn huglaus né tregur. Svo námum við staðar: Það var auðn og myrkur á allar hliðar, og enginn vegur. (Steinn Steinarr.) Með þessum orðum viljum við heiðra minningu Kristjáns Gunnars Magnússonar og biðjum góðan Guð að gefa Elínu Helgu og börnum þeirra, Sigrúnu Birnu, Helgu Guð- rúnu og Gunnari Hafsteini, styrk í þeirra miklu sorg. Kveðja, vinnufélagar. Veðrið úti blæs sínum kalda blæstri, í vetur höfum við átt veð- urblíðu að fagna en núna þegar veðrið er búið að vera sem verst dundu hörmungarnar yfir. Mér finnst eins og tíminn standi kyrr og ég bíð eftir að hann haldi áfram þar sem frá var horfið. En tómarúmið sem ég finn fyrir verður ekki umflúið. Fyrir tæpum tveimur ár- um byrjuðum við „stelpurnar“ í Háskólanum á Akureyri í kennara- deild. Ein af þeim sem byrjuðu þá var Ella konan hans Kristjáns. Fljótlega kom í ljós að við allar áttum margt sameiginlegt, sem hefur styrkst jafnt og þétt, enda er samheldni bekkjarins þannig að það mætti líkja honum við slagorð Elsku amma. Með þessum sálmi viljum við þakka þér RAGNHEIÐUR ÁGÚSTA TÚBALS ✝ RagnheiðurÁgústa Túbals fæddist í Múlakoti í Fljótshlíð 13. des- ember 1907. Hún lést á heimili sínu, Kirkjuhvoli á Hvols- velli, 17. febrúar síð- astliðinn. samfylgdina og við biðjum Guð um að blessa og styrkja hann afa okkar. Sofðu vært hinn síðasta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (V. Briem) Hjörleifur og Ragna Björg. DALRÓS HULDA JÓNASDÓTTIR ✝ Dalrós HuldaJónasdóttir fæddist á Móbergi á Húsavík 28. septem- ber 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga 19. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 24. febrúar. kveðja þig með nokkr- um orðum. Það var alltaf gott að koma til þín til Húsavíkur á Bröttu- hlíð fyrstu áratugina á sumrin þegar við vorum krakkar og þar lékum við okkur. Og eins þegar þú fluttir á Hvamm og bjóst þar síðast. Þú varst alltaf svo glöð að sjá okkur, svo kát og jákvæð og við fundum alltaf fyrir hlýjum straumum frá þér. Þú vildir fylgjast vel með þínu fólki og vildir alltaf hafa það nálægt þér. Þú komst oft Elsku amma, nú ertu lögst til hinstu hvílu og áttir alveg skilið að fá hvíld og varst sátt við að kveðja þennan heim. Okkur systurnar langar að suður til okkar á meðan þú gast, ef eitthvað var um að vera, til að samgleðjast okkur, því eins og þú sagðir sjálf þá vildir þú ekki missa af neinu. Við höfðum svo gaman af því að heimsækja þig norður daginn eftir níræðisafmælið þitt. Þú lést engan bilbug á þér finna, alltaf sama lífs- glaða amma. Svo síðast þegar nafna þín hringdi í þig þá vissir þú alveg þegar síminn hringdi að þetta var hún nafna þín að hringja og gerðir bara að gamni þínu þó að þú hafir nýverið mikið veik og tvísýnt um líf þitt. Þetta lýsir þér best, amma mín, hvað þú varst alltaf jákvæð og létt, hvað sem gekk á. Við kveðjum þig með söknuði og hlýju og geymum minningu þína í hjarta okkar. Dagný, Dalrós og Sigríður. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.