Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 59
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 59
Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 15.
mars kl. 20, verður biblíulestur í
Hjallakirkju í Kópavogi á vegum dr.
Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, hér-
aðsprests í Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra. Um er að ræða annan
fyrirlestur í fyrirlestraröð sem verð-
ur öll fimmtudagskvöld í mars. Í
kvöld fjallar dr. Sigurjón um sköp-
unarsöguna í 1. Mósebók, Guð skap-
arann. Allir eru hjartanlega velkomn-
ir.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14 í
neðri safnaðarsal. Kristján Sig-
tryggsson organisti leiðbeinir og
stýrir hópnum. Allir hjartanlega vel-
komnir til að syngja eða hlusta. Boðið
upp á kaffi á eftir. Mikið spjallað og
stundum tekið í spil. Biblíulestur kl.
20. Fjallað verður um bréf Páls post-
ula.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa í safnaðarheimilinu kl. 14–
16.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur. Passíusálmalestur.
Léttur málsverður í safnaðarheimili
að stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Foreldramorgun kl.
10. Stúlknakór kl. 16. Jesúsbæn kl.
20. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir
maður frið og kyrrð og staldrar við í
asa lífsins, tekur andartak frá til þess
að eiga stund með Guði. Lifandi ljós
og reykelsi bjóða mann velkomin.
Tónlistin fallin til að leiða mann í
íhugun og bæn. Allir velkomnir.
Langholtskirkja. Foreldra- og
barnamorgnar kl. 10–12. Svala djákni
les fyrir eldri börnin. Söngstund með
Jóni Stefánssyni, organista. Kirkjan
er opin til hljóðrar bænargjörðar í há-
deginu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Tónlist, bæn og léttur málsverð-
ur. Samvera eldri borgara kl. 14.
Börn úr Laugarnesskóla sýna dans
undir stjórn kennara síns, Ingibjarg-
ar Róbertsdóttur. Systurnar Guð-
laug og Svana Hróbjartsdætur
syngja. Þjónustuhópur kirkjunnar,
kirkjuvörður og sóknarprestur ann-
ast undirbúning, veitingar og stjórn-
un.
Neskirkja. Unglingastarf Nes- dóm-
kirkju kl. 20 í safnaðarheimili Nes-
kirkju.
Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9–10
ára börn kl. 17.
Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10–
12 ára í Ártúnsskóla kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
föstudag kl. 10–12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöld-
bænir kl. 18. Alfa-námskeið kl. 19.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–
12 ára drengi kl. 17–18.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, heyrum guðsorð og
syngjum með börnunum. Kaffisopi
og spjall, alltaf brauð og djús fyrir
börnin. Æskulýðsfélag í Grafarvogs-
kirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf
fyrir 7–9 ára kl. 16.30. Fyrirlestraröð
undir heitinu „Guð, veruleiki og tál-
sýn?“ í kirkjunni næstu 3 fimmtu-
daga kl. 20. Framandleiki guðs í
Gamla og Nýja testamentinu. 2.
guðsmynd sköpunarsögunar í 1.
Mósebók. Fyrirlesari dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðar-
heimilinu Borgum. Kyrrðar- og
bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna-
efnum má koma til sóknarprests eða
kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára
stráka kl. 17 í umsjá KFUM.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12
í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús
fyrir 8–9 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9–12
ára krakka kl. 17–18.30.
Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag
Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30–
20.30. Unglingar hvattir til þátttöku.
Umræðu- og leshópur, fræðslustarf
fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21–22.
Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni
kl. 22. Koma má bænarefnum til
presta og starfsfólks safnaðarins. All-
ir velkomnir.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
10–11.30 foreldramorgnar. Samveru-
stund foreldra með ungum börnum
sínum. Kl. 14.30 helgistund á Heil-
brigðisstofnun, dagstofu á 3. hæð.
Heimsóknargestir velkomnir. Kl.
17.30 TTT-starfið fyrir 10–12 ára
krakka. Hlíðardalsmótið undirbúið.
Kl. 20 fundur ferðafélaga í æskulýðs-
hópnum sem ætlar til Noregs í júní í
KFUM&K-húsinu. Kl. 20 fundur um
sorgarviðbrögð og missi. Framhald
fundar um barnamissi um daginn.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar
kl. 20. Fyrirbænasamvera kl. 18.30.
Fyrirbænaefnum er hægt að koma
áleiðis fyrir hádegi virka daga kl. 10–
12 í síma 421-5013. Spilakvöld aldr-
aðra í kvöld kl. 20.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorg-
mæddum.
Ólafsvíkurkirkja. Æskulýðsguðs-
þjónusta í kvöld kl. 20.30. Nemendur
Tónlistarskólans annast tónlistar-
flutning. Væntanleg fermingarbörn
sýna helgileik og lesa ritningarlestra.
Allir velkomnir. Sóknarprestur.
KEFAS. Menn með markmið í kvöld
kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir.
KFUM, aðaldeild. Fundur í kvöld kl.
20 með yfirskriftinni Þekktu landið
þitt. Bjarni Guðleifsson fjallar um
efnið. Allir karlmenn velkomnir.
Kapellan á Klaustri. Föstumessa
með altarisgöngu nk. sunnudag kl.
21. Lesið verður úr píslarsögunni og
eingöngu sungnir Passíusálmar.
Grafarkirkjan í Skaftártungu.
Barnastarf laugardag kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14 sunnudag og að henni
lokinni er aðalsafnaðarfundur. Sr.
Bryndís Malla Elídóttir.
Safnaðarstarf
Guð – veru-
leiki eða
tálsýn?
Hjallakirkja í Kópavogi.
MINNINGAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
&$
' ..
' +
*
$
.
.
731/3,731/3,
))$ ) A
7 8
#
#
7.
/
%$
+ &
3 '
#
!
4' *.!
"8) (5&
#
!%
"5&
-
$& &!7)8)# $%
#
* &$ $%
8
*
6
$
%6
%
'
$ .
.
.
731/3, .
5 $ )B
&
5,! $
!
#
+
%*
/
/+
'
5 +!#) #
5 #"
7)8 = # )
&
" #
"8) #
! )
4
&
! )
& % #"
#
%
& )8) +
#
&$ $%
Mig setti andartak
hljóðan þann morgun
er ég frétti það að Guð-
rún hefði kvatt þessa
jarðnesku tilveru. Ég minnist þeirra
góðu stunda sem ég átti með Guð-
rúnu og afa í gegnum árin. Alltaf
þegar ég hitti þau var Guðrún í góðu
skapi og svo mikið líf í kringum
hana. Sérstaklega man ég eftir þeim
ferðalögum sem ég var samferða
þeim í því Guðrún hafði alltaf svo
gaman af að skoða nýja staði. Hún
sagði alltaf að hún vildi sjá sem mest
af heiminum áður en hún færi héð-
an. Einnig minnist ég þess er ég
heimsótti Guðrúnu og afa á Rétt-
arholtsveginn því Guðrún tók alltaf
á móti manni eins og þjóðhöfðingja.
GUÐRÚN DAGBJÖRT
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Guðrún DagbjörtÓlafsdóttir fædd-
ist á Brúnavöllum á
Skeiðum 18. septem-
ber 1913. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi þriðjudag-
inn 6. mars síðastlið-
inn.
Útför hennar var
gerð frá Bústaða-
kirkju 13. mars.
Eldhúsborðið var yfir-
leitt þakið veitingum
sem Guðrún hafði
útbúið þó svo að maður
hefði ekki boðað komu
sína áður. Ég hefði
ekki trúað því að þegar
ég og unnusta mín
heimsóttum þau á
Réttarholtsveginn fyr-
ir skemmstu væri í síð-
asta skiptið sem ég
myndi hitta Guðrúnu,
þá konu sem hafði
reynst mér eins og
amma allt frá því ég
fæddist.
Við kveðjum nú þessa geislandi og
göfuglyndu konu. Drottinn blessi
minningu hennar, huggi og styrki
ástvini hennar og láti oss ekki
gleyma þeim góðu stundum er við
áttum með henni.
Að morgni dags þitt daggarljós
lát drjúpa’ á vora trúarrós
svo andans skrúði verði skírð.
Vér biðjum, Guð, er stundlegt strá
í stormi fellur jörðu á
að lifi rós í ljóssins dýrð.
(Ef. 3.13.–21.)
Ólafur Elíasson.
skyttnanna þriggja; „einn fyrir alla,
allir fyrir einn“. Þar sem bara eru
konur í þessum bekk, og á besta
aldri, er ekki laust við að fjölskylda
hverrar og einnar komi þar við
sögu.
Þér, elsku Kristján minn, man ég
fyrst eftir af Byggðaveginum, en
við ólumst bæði upp í þeirri götu,
og svo kynntist ég Ellu konunni
þinni og þar með þér líka. Í fyrstu
voru samskiptin ekki mikil en allt
það sem við erum búin að bralla
saman núna síðasta ár stendur upp
úr.
Eitt var það sem einkenndi þig
Stjáni minn og það var bros þitt.
Þú hafðir alltaf húmorinn á hreinu;
hvar sem við vorum og hvað sem
við vorum að gera varst þú alltaf í
besta skapinu og hrókur alls fagn-
aðar. Þú gast sett þig í alls konar
stellingar bara til að fá fólk til að
hlæja. Kannski hafa sumir hneyksl-
ast á hvað við, ég og Maggi, þú og
Ella, Heiðrún og Skarpi, vorum
mikið á djamminu núna í vetur en
eftir á að hyggja tel ég að einhver
tilgangur hafi verið með því. Að
dansa fannst þér ekki leiðinlegt,
enda varstu ævinlega fyrstur á
gólfið þegar við fórum á dansstaði.
Það er ég viss um að ef það er
dansstaður í þínum nýju heimkynn-
um ertu örugglega kominn á gólfið
og farinn að sveifla þér. Samheldni
þín og Ellu stendur upp úr, því við
vitum að í öllum samböndum milli
karls og konu koma alltaf upp ein-
hver atriði sem vekja ágreining og
voruð þið engin undantekning en
það var eitt sem einkenndi ykkur;
þið máttuð ekki hvort af öðru sjá.
Enda tók maður eftir þessu sér-
staka bliki í augum þér þegar þú
talaðir um hana Ellu þína og þá
sérstaklega þegar þú minntist á
daginn sem þið giftuð ykkur.
Á árshátíð háskólanema hér á
Akureyri núna í byrjun mars tókst
þú ákvörðun um að stofna félag
sem átti að heita „Félag einmana
eiginmanna háskólakvenna“, vegna
þess hve mikið við erum frá heimili
okkar á vissum tímabilum. Það veit
ég með vissu að það hefðir þú gert
ef þér hefði enst aldur til.
Elsku Kristján minn, ég skal
gera allt sem ég get til þess að
létta undir með henni Ellu þinni,
Sibbu, Helgu Guðrúnu og honum
Gunnari litla og langar mig til að
þakka þér allar þær stundir sem
við höfum átt saman og vonandi
endurtökum við það allt þegar við
hittumst á ný. Ella mín, ég veit að
ekkert mun koma í staðinn fyrir
Kristján, en eitt átt þú sem enginn
tekur í burtu og það er það sem þið
tvö ein áttuð og vil ég við þig segja
eitt lítið vers sem ég lærði einu
sinni og er svona:
Sértu með sár í hjarta, snertu
það ekki fremur en meinsemd í
auga. Gegn sálarkvölum er aðeins
tvennt sem læknað getur: Von og
þrautseigja.
Ég votta foreldrum Kristjáns,
systkinum, tengdaforeldrum, mág-
fólki og öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Sjáumst.
Bryndís.
Það verður aldrei fullmetið
hversu mikilvægt er að eiga góða
og trausta samstarfsaðila. Við hjá
Samherja hf vorum þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að starfa með
Kristjáni um margra ára skeið,
fyrst sem starfsmanni hjá Eimskip,
síðan hjá FMN. Hann var einn af
þessum áreiðanlegu. Leysti sín
verkefni með bros á vör og aldrei
voru nein vandamál í sambandi við
neitt þegar Kristján átti hlut að
máli.
Hans þjónustulund og vandvirkni
var mjög mikil í starfi sínu við
löndun, gámahleðslu eða annað.
Það er sárt til þess að hugsa að í
blóma lísins sé Kristján fallinn frá.
Minningin mun lifa um brosandi
og jákvæðan dreng og geymast í
huga okkar um ókomna tíð.
Við sendum fjölskyldu og að-
standendum Kristjáns okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
f.h. starfsfólks Samherja hf,
Birgir Össurarson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.