Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 62
FRÉTTIR
62 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LOKIÐ er athugun Skipulags-
stofnunar á mati á umhverfisáhrif-
um efnisnáms í Hlíðarhorni við
Máná á Tjörnesi fyrir brimvarn-
argarð við Húsavíkurhöfn. Fram-
kvæmdin var formlega tekin til
umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun í
nóvember 2000 og var auglýst í
blöðum og kynnt með fréttatil-
kynningu.
Í frétt frá Skipulagsstofnun
kemur fram að engar athugasemd-
ir bárust á kynningartíma. „Leitað
var umsagnar Tjörneshrepps,
Náttúruverndar ríkisins, Heil-
brigðiseftirlits Norðurlands eystra,
Hollustuverndar ríkisins og Þjóð-
minjasafns Íslands. Framkvæmdin
var kynnt Vegagerðinni og Húsa-
víkurkaupsstað.
Úrskurðurinn í heild liggur
frammi hjá Skipulagsstofnun,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík, og
hann er einnig að finna á heima-
síðu Skipulagsstofnunar: http://
www.skipulag.is,“ segir í fréttatil-
kynningunni.
Niðurstaða
Skipulagsstofnunar
„Í matsskýrslu var kynnt efn-
isnám úr opinni námu í Hlíðarhorni
við Máná á Tjörnesi í Tjörnes-
hreppi fyrir byggingu brimvarnar-
garðs við Húsavíkurhöfn.
Stefnt er að því að framkvæmdir
hefjist í apríl eða maí 2001 og ljúki
ekki síðar en í nóvember 2002.
Fyrirhugað er að vinna 250.000
m³ efni úr námunni. Stærð núver-
andi námusvæðis er um 10.000 m²
og er áætlað að það stækki í um
20.000 m².
Eftir vinnslu árið 1998 eru um
50.000 m³ af efni á um 10.000 m²
lagersvæði norðan við námuna og
er gert ráð fyrir nýju um 60.000 m²
lagersvæði norðvestan við námuna.
Ráðgert er að efni frá námu í Hlíð-
arhorni verði flutt landleiðina eða
að hluta sjóleiðina til Húsavíkur.
Verði hluti efnisins fluttur sjóleið-
ina til Húsavíkur þarf að breyta
vegtengingu núverandi námuvegar
við þjóðveg 85 á um 150 m löngum
kafla og leggja um 350 m langan
veg þaðan til norðurs að fyrirhug-
aðri prammaaðstöðu til bráða-
birgða í Beitarvík. Gert er ráð fyrir
nýju 20.000 m² lagersvæði austan
námuvegar við prammaaðstöðu í
Beitarvík. Prammaaðstaða í Beit-
arvík verður fjarlægð í verklok.
Efnistaka úr námu í Hlíðarhorni
við Máná á Tjörnesi mun hafa áhrif
á landslag vegna stækkunar námu,
gerð aðkomuvega, lagersvæða og
prammaaðstöðu í Beitarvík. Sam-
ráð verði haft við Náttúruvernd
ríkisins við afmörkun fyrrnefndra
framkvæmdarþátta og frágang
þeirra. Sprengingar við námu-
vinnslu, umferð vinnuvéla og efn-
isflutningar munu hafa tímabundin
en ekki varanleg áhrif á kríuvarp í
nágrenni við námuna meðan á
framkvæmdum stendur.
Skipulagsstofnun tekur undir
með framkvæmdaraðila að við
kríuvarpið verði höfð aðgát við
framkvæmdir. Gætt verði að því að
menga ekki vatnsból bæjanna
Mánár og Mánárbakka.
Í umsögnum hefur verið bent á
að efnisflutningar á landi úr námu í
Hlíðarhorni á Tjörnesi í brimvarn-
argarð við Húsavík muni valda
óþægindum fyrir íbúa vegna ryk-
og hávaðamengunar á Húsavík og
hefur verið bent á að til að draga
úr þessum óþægindum sé ástæða
til að leggja nýjan, rykbundinn
bráðabirgðaveg norðan Húsavíkur-
bæjar að hafnarsvæði. Fram-
kvæmdaraðili leggur ríka áherslu á
að flytja hluta af efninu sjóleiðina
til Húsavíkur til þess að draga úr
óþægindum vegna aukinnar um-
ferðar þungaflutningabíla um götur
bæjarins. Aftur á móti komi ekki í
ljós fyrr en tilboð í verkið verða
opnuð hvort það sé raunhæfur
möguleiki. Flutningarnir séu einn-
ig háðir veðri og sjólagi á verk-
tíma. Skipulagsstofnun telur mik-
ilvægt að sem stærstur hluti
efnisflutninga úr námu í Hlíðar-
horni á Tjörnesi fari fram sjóleið-
ina til Húsavíkur til að draga úr
áhrifum vegna ryk- og hávaða-
mengunar, slysahættu og annarra
óþæginda af umferð um Tjörnes og
götur bæjarins. Skipulagsstofnun
tekur undir ábendingar um að
lagður verði bráðabirgðavegur
norðan Húsavíkur niður að hafn-
arsvæði verði ekki af efnisflutn-
ingum sjóleiðina og þarf Húsavík-
urbær að ákveða í samráði við
framkvæmdaraðila hvort ástæða sé
til þess að leggja veginn til að
draga úr fyrrnefndum áhrifum
vegna efnisflutninga í bænum.
Skipulagsstofnun telur brýnt að
uppfylltar verði kröfur reglugerðar
nr. 933/1999 um hávaða vegna
framkvæmdarinnar. Verði efni ein-
göngu flutt landleiðina til Húsavík-
ur tryggi framkvæmdaraðili og
Húsavíkurbær í sameiningu að
verktaki og almenningur fái allar
tiltækar upplýsingar um fram-
kvæmdina þannig að menn séu
meðvitaðir um þá hættu sem óhjá-
kvæmilega mun stafa af aukinni
þungaumferð.
Á grundvelli gagna framkvæmd-
araðila lögðum fram við athugun,
umsagna og svara framkvæmda-
raðila við þeim fellst Skipulags-
stofnun á efnistöku í námu í Hlíð-
arhorni við Máná á Tjörnesi fyrir
brimvarnargarð við Húsavíkur-
höfn, byggingu aðkomuvegar, gerð
lagersvæða og prammaaðstöðu til
bráðabirgða í Beitarvík. Niður-
staða Skipulagsstofnunar byggist á
að framfylgt verði þeirri fram-
kvæmdatilhögun og mótvægisað-
gerðum sem framkvæmdaraðili
hefur lagt til og lýst er í mats-
skýrslu og 4. kafli úrskurðarins og
niðurstaða hans byggist á.
Samkvæmt 27. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
þarf framkvæmdaraðili að sækja
um framkvæmdaleyfi til Tjörnes-
hrepps vegna framkvæmdarinnar.
Ekkert skipulag er í gildi á svæð-
inu og þarf Tjörneshreppur að
óska eftir meðmælum Skipulags-
stofnunar skv. 3. tl. bráðabirgða-
ákvæða skipulags- og byggingar-
laga vegna veitingar fram-
kvæmdaleyfis fyrir efnisnámi,
lagersvæðum og vegagerð. Verði af
þeim áformum að flytja efni sjó-
leiðina til Húsavíkur þarf Tjörnes-
hreppur ennfremur að óska eftir
meðmælum stofnunarinnar vegna
leyfis fyrir prammaaðstöðu í Beit-
arvík. Áður en framkvæmdaleyfi er
veitt skal liggja fyrir áætlun um
efnistöku sbr. 48. gr. laga nr. 44/
1999 um náttúruvernd.
Í samræmi við 11. grein laga um
mat á umhverfisáhrifum nr. 106/
2000 hefur Skipulagsstofnun farið
yfir þau gögn sem lögð voru fram
samkvæmt 10. grein sömu laga af
hálfu framkvæmdaraðila við til-
kynningu ásamt umsögnum og
svörum framkvæmdaraðila við
þeim.
Með vísun til niðurstöðu Skipu-
lagsstofnunar sem gerð er grein
fyrir í 5. kafla úrskurðarins er fall-
ist á fyrirhugaða efnistöku úr
námu í Hlíðarhorni við Máná á
Tjörnesi fyrir brimvarnargarð við
Húsavíkurhöfn eins og henni er
lýst í framlögðum gögnum fram-
kvæmdaraðila.“ Samkvæmt 12.
grein laga nr. 106/2000 má kæra
úrskurð skipulagsstjóra ríkisins til
umhverfisráðherra. Kærufrestur er
til 28. mars 2001.
Framkvæmdum
verði lokið 2002
Skipulagsstofnun um efnisnám í Hlíðarhorni á Tjörnesi fyrir brimvarnargarð við Húsavík