Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 63 X Y Z E T A / S ÍA falleg og vinsæl Þóra Einarsdóttir fer með hlutverk Músettu í La Bohème. Hún starfar um þessar mundir við ýmis óperuhús í Evrópu. Þóra syngur 16.-17.-23.- og 24. mars. La Bohème hefur hlotið frábærar viðtökur og nú er uppselt á allar sýningar. Í haust setjum við á svið aðra óperuperlu, Töfraflautuna eftir Mozart. Við hlökkum til að sjá þig. SÝNINGAR 9. sýning16. mars kl. 20...........uppselt 10. sýning 17. mars kl.19 .........uppselt 11. sýning 23. mars kl. 20 .......uppselt lokasýning 24. mars kl. 19....uppselt TÖFRANDI LIONSKLÚBBARNIR í Hafnar- firði hafa alla tíð verið með það á stefnuskrá sinni að styrkja Hrafn- istuheimilið í Hafnarfirði. Þann 15. febrúar síðastliðinn færðu Lionsklúbburinn Kaldá og Lionsklúbbur Hafnarfjarðar Hrafn- istuheimilinu í Hafnarfirði tvær lyft- ur að gjöf, en andvirði þeirra er um 700 þúsund krónur. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar og Lionsklúbburinn Kaldá fengu að hluta styrk til kaup- anna af söfnunarfé sem safnaðist á degi Rauðu fjaðrarinnar á síðasta ári. Lyfturnar eru notaðar til þess að aðstoða aldraða við að komast í og úr baði og koma því að miklum notum fyrir heimilisfólk á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Viðstaddir afhendinguna voru, frá vinstri: Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, Vigdís Ásgeirsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Kaldár, Sig- urður Sigurjónsson, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Ragnheiður Stephensen, hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna, og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. Lionsklúbbar gefa Hrafnistu lyftur TÍSKA.IS í samvinnu við hugi.is kynnir vortískuna í beinni útsend- ingu á Netinu fimmtudaginn 15. mars klukkan 21 og er hún haldin á Atlantic bar. Fólki gefst tækifæri á að horfa á tískusýningu í beinni heima í stofu í gegnum tölvuna og kynnast því nýjasta í vortískunni frá London, París og Reykjavík. Til þess að sjá tískusýninguna þarf að fara inn á vefsíðurnar www.tiska.is eða www.hugi.is. Á þessum vefjum er hægt að tengjast tískusýningunni og er útsendingin aðgengileg öllum tölvum sem eru tengdar Netinu. Tískusýning í beinni útsendingu á Netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.