Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er enginn skortur á ágreinings- efnum á Íslandi enda á það svo að vera í lýðræðislandi. Og út af fyrir sig sé ég ekkert athugavert við skiptar skoðanir á því hvort flugvöll- urinn verður þarna eða ekki. En ég ætla samt að leggja orð í yfirfullan belg. Í fyrsta lagi. Er ekki nokkuð snemmt að setja fast hvað má og ekki má eftir 16 ár? Mér finnst það hláleg „framsýni“. Í öðru lagi finnst mér það hálfundarlegt, svo ekki sé meira sagt, að efna til „þjóðarat- kvæðagreiðslu“ í Reykjavík um at- riði, sem allur almenningur hefur takmarkað vit á – af eðlilegum ástæðum. Ég hef sjálfur hvorki þekkingu né framsýni til að ráða því þótt ég þykist fylgjast með eftir föngum. En nóg um það. Það verður eflaust til að auka fjörið um kosn- ingahelgina. Að lokum þetta: Ég heyrði í umræðum í kvöld í sjónvarp- inu að fjálglega var talað um hve ónothæf og gamaldags flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli væri. Þar er ég á annarri skoðun. Ég hef síðastliðin 25 ár oft ferðast loftleiðis innanlands og frá sjónarmiði farþega finnst mér flugstöðin nógu góð! Ég hef ekkert út á húsnæðið eða þjónustuna að setja. En að sjálfsögðu veit ég ekki um tæknilega hlið þess. Ég hef beðið eftir flugi, bæði á Kefla- og Reykjavíkurflugvöllum, í góðu yfirlæti á báðum stöðum, þó að ekki séu rándýr forljót listaverk á Reykjavíkurflugvelli KRISTJÁN ÁRNASON, dvalarheimili aldraðra, Sauðárhæðum. Flugvöllur áfram í Vatnsmýrinni – eða ekki Frá Kristjáni Árnasyni: MARGIR eru uggandi um framtíð miðbæjarins í Reykjavík. Þar af hef- ur sprottið sú þörf að stofna félög, nefndir og samtök, allt til þess að efla og vernda miðbæinn. Öfugstreymi alls þess erfiðis sem unnið er til þess að vernda miðbæinn og veita honum líf með ys og þys mannlífsins er það erfiði sem borgin leggur fram með störfum stöðumælavarða. Þeir sem lifa og starfa í miðbænum þurfa margvíslega þjónustu svo sem aðföng til verslunar, neyslu og þjón- ustu. Þeir þurfa og að koma frá sér vörum og viðskiptum. Fólk, þetta sem gerir borgir lifandi, þarf að kom- ast í fyritæki, verslanir og stofnanir til að reka erindi sín. Til alls þessa eru bílar nýttir í verulegum mæli og aug- ljóslega í óþökk borgaryfirvalda. Einkabílaeigendur njóta þó nokkurs skilnings og ýmsir starfsmenn ríkis, borgar og einkafyritækja. Þetta er gert með því að bifreiðastæði fyrir lið þetta eru sérmerkt allt að inngangi vinnustaða. Mikill hluti fastra bif- reiðastæða í miðborginni er frátekinn fyrir það fólk sem mætir til starfa að morgni og heldur brott að kvöldi. Einmitt þetta fólk ætti undantekn- ingarlaust að nota bílastæðahúsin sem sögð eru lítt notuð. Að taka frá við inngang stofnunar stæði fyrir starfsfólk er til háborinnar skammar og sýnir megna fyrilitningu gagnvart viðskiptavinum. Þessa eru mörg dæmi og vissulega ekki bundin við miðbæinn. Viðskiptavinir miðbæjar- ins eru því settir skör lægra, en þeir þurfa oftast aðeins að stansa skamma stund en er þá vísað á stæði fjarri ákvörðunarstað, eða í bílastæðahús- in. Skipulagið virðist þannig til þess gert að starfsfólk miðbæjarins geti verið sem mest í friði fyrir viðskipta- vinum. Með þessu er hönd dauðans lögð á miðbæinn. Almenningur fer að forðast miðbæinn og þjónustuaðilar sem þurfa að sinna miðbænum kom- ast ekki að til að þjóna, eða eins og sendibílstjóri sagði. „Ég vil fá frið til að vinna, ef ég kem í miðbæinn þá er ég ofsóttur af stöðumælavörðum og ef ég fer frá bílnum sem jafnvel er ólöglega lagt (strangt til tekið) þó ekki sé bannað að stansa á staðnum, þá er óðara komin á mig sekt upp á 2.500 krónur og ég sem er bara að þjóna fyrirtæki eða einstaklingi í mið- bænum. Ég vil fá að vinna fyrir mér og hafa sanngjarnan frið til þess.“ Við þessa lýsingu má bæta að leigubíl- stjóri sem stansar þar sem hann er ekkert fyrir umferð og hleypir far- þega inn í fyrirtæki eða stofnun og þarf að bíða hans skamma stund, hann er sömuleiðis hundeltur af stöðumælavörðum sem krefjast taf- arlausrar brottfarar, ella verði kallað á kranabíl og beitt sektum. Lífs von Til þess að miðbærinn verði lifandi þarf að líða umferð um hann. Margir þurfa að nýta leigubíla eða sendibíla vegna viðskipta í miðbænum. Stöðv- un slíkra bíla er oftast mjög stutt og því ætti að líða þeim stöðvun hvort sem er til að afgreiða farþega eða vörur. Stöðvun þessara bíla ætti að vera án sekta jafnvel þótt stöðvað sé þar sem kalla má ólöglegt, svo fremi sem bíllinn hindrar ekki umferð. Afar áríðandi er að virt sé þörf sendibíl- stjóra til að stöðva sem næst við- skiptastað. Sendibílstjórar og leigu- bílstjórar óska sannarlega eftir því að sinna viðskiptum með lipurð og í friði. Þeir vilja ekki standa í stríði við stöðumælaverði sem nú um stundir virðast vinna eftir skipuninni: Hindr- ið þjónustu við fyrirtæki og einstak- linga í miðbænum og leggið við- skiptavini miðbæjarins í einelti eftir því sem unnt er. Þess verður að krefjast að Frami, félag leigubílstjóra, og Trausti, félag sendibílstjóra, láti til sín taka í máli þessu svo ofsóknum gegn mannlífi í miðbænum linni. KRISTINN SNÆLAND leigubílstjóri, Engjaseli 65. Dauður miðbær Frá Kristni Snæland:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.