Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 67

Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 67
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 67 Full búð af nýjum vörum! Svart/drapplitað st. 36-41 Kr. 2.500 Svart st. 40-46 Kr. 3.000 Drapplitað st. 36-41 Kr. 3.000 Hvítt st. 36-41 Kr. 3.000 KRINGLAN sími 568 6062 Laugavegi 101 við Hlemm. Opið mán.-fös. frá kl. 11-18, lau. frá 11-16 ANTIK- ÚTSALA Skápar, skenkar, borð og stólar, málverk. Mikið af fáséðum smáhlutum, matar- og kaffistell 10—30% afsláttur ÉG get ekki orða bundist lengur og verð að taka þátt í þessum farsa. Feginn er ég að búa ekki lengur í Reykjavík. Þar vill sjálfur borgar- stjórinn fjarlægja mikilvægasta samgöngutæki landsins, Reykjavík- urflugvöll. Mér finnst leitt að fá ekki að kjósa um flugvöllinn, en ég er nefnilega landsbyggðarmaður sam- kvæmt skilgreiningu borgarstjóra, bý í Kópavogi. Mér finnst við líka höfð að fíflum, því við borgum okkar skatta, sem fara í ríkissjóð og þaðan fara þeir í að reka Reykjavíkurflug- völl og samt fáum við „landsbyggð- arfólkið“ ekkert að segja um málið. Hvers konar lýðræði er það? Starfs- fólk vallarins fær t.d. ekkert um málið að segja nema það búi í Reykjavík. Er það lýðræði? Á það ekki mikilla hagsmuna að gæta eins og landsbyggðin eða er þeirra lífs- viðurværi einskis vert? Ef flugvöll- urinn fer hvað flytja þá margir til Reykjanesbæjar með innanlands- fluginu? Mengun Ef byggt verður í Vatnsmýrinni fyrir 25.000 eins og Samtök um betri byggð (Subb) hafa lagt til munu 15.000 bílar bætast við. Miðað við að nú eru bílar í landinu fleiri en íbúar þess er það varlega áætlað. Bíllinn veitir okkur frelsi og er besti skjól- fatnaður sem völ er á hér á klak- anum og má ég hundur heita ef Ís- lendingar gefa hann upp á bátinn, þótt þeir búi í Vatnsmýrinni. Það er barnaskapur að gera ráð fyrir því að fólk fari ekki austar en t.d. Kringlan og þurfi þess vegna ekki bíl. Fólk vill eiga bíl. Þannig er það nú bara. Mengunin og umferðarvandræðin sem fylgdu byggð í Vatnsmýri yrðu langtímavandamál og kostnaðurinn vegna þeirra stjarnfræðilegur. Það þarf að sexfalda Miklubraut, byggja upp svokallaðan Hlíðarfót og gera a.m.k. ein göng undir Fossvoginn sem kæmu upp í Smáranum, svo þessi byggð geti gengið upp. Það sér hver maður gleraugnalaust að skatt- ar og álögur í Reykjavík myndu hækka talsvert í beinu framhaldi, sem og kostnaður heilsugæslu vegna mengunarinnar. Á björtum dögum getur maður sé gulbrúnt mengun- arskýið yfir miðborginni. Með byggð í Vatnsmýrinni mun það stækka töluvert og dvelja lengur við. Vilja Reykvíkingar búa í slíku andrúms- lofti? Flugvellir eru opin svæði með margfalt minni loft- og hljóðmengun en bílaumferð. Spyrjið bara fólkið sem býr við Miklubrautina. Sóun Ég vil benda þeim 85.000 Reyk- víkingum sem eru á kjörskrá og ætla ekki að kjósa á að senda borgar- stjóra reikning fyrir 353 kr. en það er það sem hvert atkvæði kostar. Það væri nær að nota peningana í að byggja dagheimili eða í að leysa önn- ur vandræði í höfuðborginni því af nógu er að taka. „Landsbyggðin“ Það er nokkuð ljóst að af atkvæða- greiðslunni verður og vil ég biðja landsbyggðarfólk, og þá meina ég líka Kópavogsbúa, Garðbæinga, Hafnfirðinga, Seltirninga, Mos- fellsbæinga og íbúa Bessastaða- hrepps, að hringja í ættingja sína í Reykjavík og hvetja þá til að kjósa völlinn kyrran í Vatnsmýrinni. Það er nefnilega merkilegt að andstæð- ingar Reykjavíkurflugvallar virðast ekki taka neitt mark á ráðum þeirra er vit hafa á flugmálum. Hvassahraun útilokað Hvassahraun er út úr myndinni sem valkostur fyrir innanlandsflugið og flugmenn og sérfræðingar í flug- málum hafa hvað eftir annað bent á þetta en samt halda andstæðingar vallarins þessu til streitu. Hvers vegna? Er ekki einfaldlega verið að gefa falsvonir um að Hvassahraun sé raunhæfur möguleiki, sem hann er alls ekki, í því skyni að koma flug- vellinum úr Vatnsmýrinni? Allt í plati? Tillaga samgönguráðherra sem birtist í Mbl. fyrir stuttu er góð lausn fyrir alla aðila. Styðjum sam- gönguráðherra í að gera flugvöllinn að þeirri glæsilegu samgöngumið- stöð sem honum ber að vera jafn- framt því að búa til byggingarland fyrir borgina. Það er góð málamiðl- un sem lýsir framsýni og skynsemi. Lífæð og lífsgæði Reykjavíkurflugvöllur hefur í meira en hálfa öld verið lífæð fólks- ins í landinu og nýting hans verið eins og best verður á kosið. Hvers vegna eigum við að minnka lífsgæðin og taka svona stóra áhættu með jafn mikilvægt mál og þetta? Reykjavík og Reykjanesbær munu vaxa saman með tíð og tíma og við lítið breytt skipulag flugvallarmála verða báðir flugvellir að lokum í úthverfum. Ég vona að flugvallarandstæðingar lendi ekki í slysi úti á landi sem yrði þess valdandi að það þyrfti að fljúga með þá til Reykjavíkur í sjúkraflugi því þá þyrftu þeir að skipta um skoð- un. Ef sjúkraflugvél lendir á Kefla- víkurflugvelli og ófært er milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hvað þá? „Jæja, hann verður þá bara að þjást þar til búið er að moka.“ Ég kýs völlinn kyrran, þótt ég fái ekki að greiða atkvæði um það, en vona svo sannarlega að Reykvíkingar séu sammála mér. MATTHÍAS ARNGRÍMSSON, Rimalind 7, Kópavogi. Völlinn kyrran – eina vitið Frá Matthíasi Arngrímssyni: MÉR finnst mjög hvimleitt hve margir fjölmiðlamenn og aðrir mál- flytjendur ljósvakanna eru illa tal- andi. Um þessar mundir fer sérstaklega fyrir brjóstið á mér tvöfaldur n- framburður, þar sem ritað er einfalt n. Hafið þið heyrt um frúnna, sem gekk út á brúnna, rak tánna í slánna, sveif yfir ránna og datt oní ánna? Vinsamlegast reynið að venja ykk- ur af þessari vitleysu og það ekki seinna en strax. STEFÁN HELGI AÐALSTEINSSON, Melgerði 24, Reykjavík. Reimaðu skóna Frá Stefáni Helga Aðalsteinssyni: Fermingarmyndatökur Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndastofa Laugavegi 24, sími 552 0624 Pantanir í síma 552 0624 frá kl. 13-18 Gól fe fn i á v innustað inn Ármúla 23, sími 533 5060 alltaf á þriðjud.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.