Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 69

Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 69 DAGBÓK Litrík ítölsk og þýsk barnaföt frá 0-12 ára. Falleg föt á mjög góðu verði. Skólavörðustíg 10. Fyrir viðkvæma húð - létt rakakrem eða næringarríkt dag- og næturkrem. Fyrir viðkvæma húð með rósroða (háræðaslit) - sérstök meðferð. Fyrir þurra húð - sem þarf sérstaka umönnun. Fyrir blandaða og feita húð - létt krem sem hefur mattandi áhrif á húðina. kynnir Skinperfect Evolution, nýja og endurbætta línu, sem inniheldur 7 tegundir af dag- og næturkremum, nýja hreinsilínu og maska. MARBERT     Líttu við og fáðu ráðgjöf og prufur. Þú finnur örugglega eitt eða tvö krem sem henta þinni húðgerð. Veglegir kaupaukar í boði Ráðgjafi verður á staðnum Aðrir útsölustaðir: Libia göngugötu Mjódd - Nana Hólagarði, Laugarnes Apótek, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Smáranum, Spönginni og Akureyri, Snyrtistofan Mærin Kópavogi, Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Húsavíkur Apótek, Apótek Vestmannaeyja. á morgun, föstudag í ww w. ma rb er t.c om Kringlunni Snyrtivörudeild Hólagarði Fyrrverandi rokkarinn Brian Neumann mun halda fyrirlestra í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafnarfirði (við Fjarðarkaup) dagana 17., 18., 19. og 20. mars kl. 20.00. Hann mun segja frá reynslu sinni af rokkinu, tónlistariðnaðinum og samspili tónlistar og trúar. Hann hefur spilað undir hjá Elton John og fleirum. Brian er bæði rithöfundur og vinsæll fyrirlesari í Evrópu, Afríku og Bandaríkjunum. Fyrirlestrar hans eru vel rökstuddir og grundvallaðir á Biblíunni. Brian tekur með sér gítarinn og skýrir mál sitt með tóndæmum. Einnig mun hann svara spurningum frá salnum. Fyrirlestrarnir eru eftirfarandi og verða þýddir á íslensku: Tungumál tónlistarinnar lau. 17. mars Hugurinn á bak við kerfið sun. 18. mars Orðsending til hinna hyggnu mán. 19. mars Umbreyting hjartans þri. 20. mars Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. MISSUM EKKI AF ÞESSU EINSTAKA TÆKIFÆRI Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert svolítill skýjaglópur í þér og þótt ímyndunaraflið sé ein af þínum sterku hlið- um áttu til að láta það taka öll völd af hagsýninni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Settu kröfur þínar fram með þeim hætti að það fari ekkert á milli mála hvað það er sem þú vilt. Þú getur ekki skellt skuld- inni á aðra ef málin eru óljós og illa undirbúin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er allt á fleygiferð í kring- um þig og þér finnst erfitt að fóta þig í hamaganginum. En það ríður á að þú haldir haus og standir uppréttur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhverjar breytingar eru á döfinni og þú gerir best í því að mæta þeim með opnum huga því þegar allt kemur til alls munu þær hafa ýmislegt já- kvætt í för með sér fyrir þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þér finnist margt sækja að þér og þú eigir erfitt um vik skaltu ekki láta hugfallast því þú hefur meira en nógan innri styrk til þess að takast á við alla hluti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér gengur vel og fólk dáist að dugnaði þínum og árangri. Mundu bara að nota velgengn- ina sem hvata til að bæta þig en ekki sem afsökun til að slá slöku við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Oft er það svo að þér finnst þú vera eina manneskjan sem get- ur gert hlutina rétt. En þér er alveg óhætt að hafa meiri trú á samstarfsmönnum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Oft skiptir miklu máli að velja atburðum rétt umhverfi og fer það þá eftir smekk hvers og eins hvernig á því máli er hald- ið. Varastu samt of mikinn íburð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er auðvitað algjörlega nauðsynlegt að þú gerir þér grein fyrir því hvað þau orð þýða sem þú lætur falla við aðra. Annars áttu á hættu að vera misskilinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gamlir vinir líta inn og þið eigið skemmtilega stund saman. En þótt gaman sé að rifja upp for- tíðina þá er það samt framtíðin sem þú þarft að hafa efst í huga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst stundum erfitt að ráða í þau kennileiti sem verða á vegi þínum og ert því stund- um óviss um framhaldið. En þér er óhætt að treysta á innsæi þitt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur verið einn á báti of lengi og ættir að finna þér félagsskap við fyrsta tækifæri. Hvort heldur það er á þínu áhugasviði eða annars staðar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu fara lítið fyrir þér og vittu til hvað veröldin ber í skauti. Þú ert ofarlega í huga annarra og átt að fylgjast grannt með þeim. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. mars, verður sextugur Jó- hann Leó Gunnarsson frá Eiði, Eyrarsveit, Salthömr- um 16, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Svala S. Guðmundsdóttir, verða að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,15. mars, verður fimmtugur Þorsteinn Ólafs- son. Af því tilefni taka hann og maki hans, Guðný Eiríks- dóttir, á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonar- stræti í Reykjavík á morg- un, föstudag, kl. 19. Þeim sem vilja gleðja afmælis- barnið með gjöfum er bent á eftirtalda sjóði: Baldurs- sjóður (526-14-100835), Styrktarsjóður SKB (301- 26-545) og Styrktarsjóður Umhyggju (101-15-371020). LJÓÐABROT GRÖFIN Hvar er í heimi hæli tryggt og hvíld og mæðufró? Hvar bærist aldrei hjarta hryggt? Hvar heilög drottnar ró? Það er hin djúpa dauðra gröf, – þar dvínar sorg og stríð – er sollinn lífs fyrir handan höf er höfn svo trygg og blíð. Þú kælir heita hjartans glóð og heiftar slökkur bál, þú þaggar niður ástar-óð og ekkert þekkir tál. Þú læknar hjartans svöðusár og svæfir auga þreytt, þú þerrir burtu tregatár og trygga hvíld fær veitt. Þú griðastaður mæðumanns, ó, myrka, þögla gröf, þú ert hið eina hæli hans og himins náðargjöf. Kristján Jónsson vel samhæfðir menn hans verða og svo hitt hve kóng- staða hvíts verður óásjáleg. Textaleikurinn sameinar báða þessa þætti og gerir stöðu hvíts hartnær von- lausa. Fram- haldið varð: 21.Df2 Dxe5 22.He1 Bxd5 23.h4 Bf4 24.Bb5 Bxa2 25.Hh3 c4 26.Hf3 Df5! 27.Dc2 Ill nauðsyn en svartur hótaði máti á b1. 27...Bxe3+ 28.Hexe3 Dxb5 29.Hxf7 Kxf7 30.Dh7 Hd3 og hvítur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.-2. Vladimir Chuchelov og Ein- ar Gausel 7½ vinninga af 9 mögulegum 3.-11. Laurent Fressinet, Sarunas Sulskis, Ildar Ibragimov, Stanislav Savchenko, Alexander Mois- eenko, Peter Heine Nielsen, Levon Aronjan, Thomas Luther og Miroslav Grab- arczyk 7 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STAÐAN kom upp á Capp- elle la Grande skákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Annar af sigurvegurum mótsins, norski stórmeistar- inn Einar Gausel (2481) hafði hvítt gegn stigahæsta keppandanum, Mikhail Gurevich (2694). 19...Rxe5! 20.fxe5 Bg5! Mannsfórn svarts byggðist á því hversu MAGNÚS Magnússon og Þröstur Ingimarsson spila í sænsku meistaradeildinni og spil dagsins kom þar upp um síðustu helgi. Þröstur var í vestur og hitti á gott út- spil gegn fjórum spöðum – hjartaáttu: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 2 ♥ D4 ♦ ÁD52 ♣ ÁKD864 Vestur ♠ Á3 ♥ KG8 ♦ K8764 ♣972 Vestur Norður Austur Suður – – – 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Magnús tók slaginn á hjartaás og spilaði hjarta- sjöu til baka, en sagnhafi fylgdi lit með níu og tíu. Þröstur tók slaginn á kóng- inn og… Frestum framhaldinu og spyrjum fyrst: Hvað hefði lesandinn gert? Norður ♠ 2 ♥ D4 ♦ ÁD52 ♣ ÁKD864 Vestur Austur ♠ Á3 ♠ 972 ♥ KG8 ♥ Á76532 ♦ K8764 ♦ – ♣972 ♣G1053 Suður ♠ KD109875 ♥ 109 ♦ G1093 ♣– Hjartafylgjur suðurs benda til að hann sé með 109 tvíspil, en hann gæti vel ver- ið að blekkja með 109x. Samkvæmt aðferðum þeirra Þrastar og Magnúsar sýnir hátt spil til baka upphaflega staka tölu spila í litnum (3– 5–7), en lágt spil upphaflega jafna tölu (2–4–6). Þröstur áleit að Magnús væri að sýna fimmlit (og sagnhafi þar með að blekkja). Hann lagði því niður spaðaás og spilaði hjartagosa. Þar féll tjaldið – sagnhafi trompaði og átti afganginn. Magnús var að reyna að kalla í tígli með hæsta hjart- anu sínu. Hann hefði hugs- anlega getað komið Þresti inn á rétta braut með því að láta spaðagosann í ásinn („kveiktu-á-perunni-kall“), en lykilspurningin er auðvit- að þessi: Hvort hefur for- gang hér – talning eða hlið- arkall? Og við því er ekkert ein- falt svar til (eða er það?). BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ég vil fá skilnað. Þessi gamli hjólbeinótti asni held- ur því fram að ég hafi aldrei virt hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.