Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 77 www.sambioin.is Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit nr. 194. Spennandi ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 204.Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 166. Aðeins sameinaðir gátu þeir sigrað! Sýnd kl. 4, 8, og 10.10. B. i. 14. Vit nr. 209. Gíslataka í frumskógum S-Ameríku  Kvikmyndir.is "Russell Crowe og Meg Ryan í magnaðri spennumynd íleikstjórn Taylor Hackford sem gerði myndirnar Devil´s Advocate, An Officerand a Gentleman og Against All Odds" Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl.8 og 10. Vit nr. 197. www.sambioin.is Aðeins sameinaðir gátu þeir sigrað! Frá Jerry Bruckheimer framleiðanda Armageddon og Rock Sýnd kl.6. Enskt tal. Vit nr. 187. Sýnd kl. 6. Enskt tal. Vit nr. 195.Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 14. Vit nr. 191. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 166. Ein allra vinsælasta myndin í USA á undanförnum mánuðum með Óskarsverð- launahafanum Denzel Washington. Mögnuð mynd sem situr í þér! Miði í Regnbogann gildir sem happadrættismiði fyrir PS2 Mel Gibson Helen Hunt Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ísl texti. Skríðandi tígur, dreki í leynum 1/2 Kvikmyndir.is / ÓHT Rás 2 What Women Want Óskarsverðlauna- tilnefningar 10 EMPIRE Óskarsverðlaunatilnefningar0 HENGIFLUG Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 8. Frábær gamanmynd. Loksins... maður sem hlustar. Vinsælasta mynd Mel Gibson til þessa. Yfir 25.000 áhorfendur. Missið ekki af þessari Besta mynd ársins á yfir 45 topp tíu listum! Yfir 40 alþjóðleg verðlaun!  Hausverkur.is  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com ALMENNUR DANSLEIKUR með Önnu Vilhjálms og hljómsveit í Ásgarði, Glæsibæ, föstudagskvöldið 16. mars Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! EFTIRVÆNTINGIN fyrir þessa tónleika Mogwai var búinn að vera mikil og það engin furða. Sveitinni hefur verið hampað undanfarin ár sem helstu von Bretlandseyja í jað- arrokkinu og eru þeir í miklu uppá- haldi jafnt hjá gagnrýnendum sem kantrokkurum. Það að sveitin skuli ákveða að halda fyrstu tónleika sína í um hálft ár hérna, og það eins konar útgáfutónleika vegna væntanlegrar plötu, Rock Action, verður að teljast fréttnæmt í meira lagi. Ég var nokkuð uggandi fyrir þessa tónleika. Ég var búinn að heyra nokkur lög af plötunni nýju og er nokkuð langt frá því að vera hrifinn. Mogwai þykir skemmtileg tónleika- sveit og ég vonaðist því til að þessi beygur minn myndi hverfa. Svo varð nú ekki. Stuart Braithwaite, leiðtogi sveit- arinnar, tók sér stöðu á miðju sviði og kynnti sveitina feimnislega. Byrjað var á nýju lagi, „Sinewave“. Þekki- legasta melódía prýddi lagið sem byrjaði rólega, byggðist upp jafnt og þétt þangað til það braust út í hávaða og læti. Svo datt þetta skyndilega niður og lagið seytlaði hægt en örugglega út. Svona er nú reiknilíkanið hjá Mogwai að langmestu. Og það er að verða svolítið þreytt. Ekki það að ég sé á móti einföldum lagasmíðum. Mogwai eru bara ekki að valda form- inu. Það er t.d. áhyggjuefni að besta lag kvöldsins var elsta lag sveitar- innar. Lag þar sem tveir meðlimir velsku rokksveitarinnar Super Furry Animals tóku þátt í var og ágætt. Hápunktur kvöldsins var svo uppklappslagið, með þessari líka gríðarlegu viðnámsorgíu. Flest lög önnur, en fimm þeirra voru ný, voru mér gleymd á þeirri sekúndu sem þau hættu. Engin hug- hrif, ekkert að gerast. Lögin minna mann á þessa einföldu spuna er bíl- skúrshljómsveitir leika af fingrum fram í góðu flippi. Ég gæti samið svona lög! (ekki hrós). Ekki misskilja mig. Það er hægt að fara vel með svona naumhyggjulegt síðrokk. Godspeed you black emper- or!, Labradford og Sigur Rós eru prýðisdæmi um það, enda búa þær yfir melódíum sem eru að svínvirka. Þetta er því miður ekki málið hjá Mogwai. Sveitin virðist hafa toppað í blábyrjuninni, eins og heyra má á hinu frábæra smáskífusafni Ten Rapid, en síðan hefur leiðin verið línuleg niður á við. Strákarnir í Mogwai eru óskap- lega vinalegir. Flestir fremur ljótir og fótboltabullulegir. Þetta eru svona gaurar eins og ég og þú og af þeim stafar nærri því barnalegur sjarmi. Kannski skýrir þetta að hluta til vin- sældir þeirra. Þeir ýta undir þær hugmyndir að hver sem geti stofnað sveit og spilað – endurspegla rokk- drauma hinna ungu og vonglöðu. Og það verður að teljast þeim til tekna að þeir eru greinilega einlægir í því sem þeir eru að gera. Verst að það sem þeir eru að gera þessa stundina er ekkert sérstaklega merkilegt. Flott ásjónar, menn að gefa sig í þetta, mikill hávaði (hvar Mogwai eru á heimavelli), einlægni og allt það. En ósköp lítið þar fyrir utan. T.d. lög, hvar voru þau? Mogwai er bara engan veginn að standa undir því hrósi sem á hana er ausið. Þetta er í raun og réttu svalar umbúðir ut- an um ekki neitt. Morgunblaðið/ÁsdísStuart Braithwaite á sviðinu í Iðnó. Það bylur hátt … í tómum tunnum TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Tónleikar skosku síðrokkssveit- arinnar Mogwai, 13. mars, 2001. IÐNÓ Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.