Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Síðan 1972
múrvörur
Traustar
íslenskar
Leitið tilboða!
ELGO
SUNDIÐKUN er holl hreyfing og
notaleg þeim sem hafa náð tökum á
þessari íþrótt. Ekki síst er hentugt
að geta notið „útivistar“ um leið í
góðum útisundlaugum eins og þess-
ar stúlkur gerðu í Sundlaug Kópa-
vogs og hafa þær eflaust ekki verið
einar um að fá sér sundsprett.
Morgunblaðið/Þorkell
Notalegt
í sundi
ALLUR innflutningur á kjötafurð-
um frá löndum Evrópusambandsins
og EFTA hefur verið takmarkaður
vegna gin- og klaufaveiki sem þar
hefur komið upp. Landbúnaðarráð-
herra ákvað þetta í gær, í samráði
við embætti yfirdýralæknis. Inn-
flutningur á hráu kjöti frá ríkjum
ESB verður bannaður með öllu og
það sama gildir um innflutning lif-
andi dýra. Bannið gildir um ótiltek-
inn tíma, eða þar til annað verður
ákveðið, eins og segir í tilkynningu
frá embættinu. Þetta á líka við önnur
lönd þar sem gin- og klaufaveiki hef-
ur orðið vart.
Sigurður Örn Hansson aðstoðar-
yfirdýralæknir sagði við Morgun-
blaðið að til þessa hefðu gilt þau lög
að innflutningur á hráu kjöti væri al-
mennt bannaður, að því tilskildu að
embætti yfirdýralæknis veitti und-
anþágu fyrir slíkum innflutningi ef
sannað þótti að smitefni bærist ekki
með vörunni. Auglýsingu frá land-
búnaðarráðherra hefur verið komið
á framfæri opinberlega um að slíkar
undanþágur verði ekki veittar. Nær
sú takmörkun sérstaklega til ríkja
Evrópusambandsins og EFTA, sem
og annarra landa í heiminum þar
sem vitað er um gin- og klaufaveiki í
búfé.
„Við grípum til þessa ráðs til að
láta alla vita af því að undanþágur
verða ekki veittar, svo að menn fari
ekki að flytja inn vörur,“ sagði Sig-
urður.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hann teldi að með
þessu væri verið að grípa til ýtrustu
varúðarráðstafana sem mögulegar
væru í samræmi við skilmála þeirra
alþjóðasamninga sem Ísland er aðili
að. Nú yrðu ekki veitt leyfi fyrir inn-
flutningi á neinum þeim vörum sem
hugsanlega gætu borið með sér gin-
og klaufaveikismit.
Þá sagði Guðni áríðandi að Íslend-
ingar færu ekki um landbúnaðarhér-
uð í þeim löndum þar sem veikin hef-
ur komið upp. „Það er mikilvægt að
Íslendingar átti sig á því að hér er
mikil alvara á ferð,“ sagði Guðni.
Brýnt væri að farþegar sem kæmu
til landsins færu eftir þeim leiðbein-
ingum sem gefnar hefðu verið út.
Fleiri lönd ákváðu sömu aðgerðir í
gær vegna þessa skæða dýrasjúk-
dóms sem aðallega hefur herjað á
breskan landbúnað en tilfelli hafa
komið upp á meginlandi Evrópu. Þá
hefur gin- og klaufaveiki orðið vart í
Argentínu í S-Ameríku.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér
tilkynningu í gær þar sem segir að
gin- og klaufaveiki geti breiðst út um
allan heim. Hét stofnunin á alþjóða-
samfélagið að grípa til hertra að-
gerða gegn útbreiðslu veikinnar, þar
á meðal aukins eftirlits með innflytj-
endum, ferðamönnum og innflutn-
ingi á matvælum, þar á meðal í far-
angri ferðamanna.
Allir stígi á sótthreinsimottur
Auk takmarkana á innflutningi
kjötafurða hefur yfirdýralæknir
ákveðið, í samráði við sýslumanninn
á Keflavíkurflugvelli, að allir farþeg-
ar sem koma til landsins frá Evrópu
stígi á sótthreinsimottur í landgang-
inum í Leifsstöð. Áður hafa slíkar
mottur eingöngu verið fyrir farþega
frá Bretlandi. Motturnar eru einnig
á Reykjavíkurflugvelli og varavöll-
um fyrir millilandaflug á Akureyri
og Egilsstöðum.
Stjórnvöld grípa til frekari varnaraðgerða vegna gin- og klaufaveikinnar
Innflutningur á kjöti frá
ESB-ríkjum bannaður
Hertar/40
TALNINGU erlendra ferðamanna
sem koma til landsins var hætt um
síðustu áramót í landamærahliðunum
í flugstöð Leifs Eiríkssonar, sam-
kvæmt ákvörðun sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli. Þar sem Ísland
verður aðili að Schengen-samstarfinu
25. mars, sem felur m.a. í sér afnám
vegabréfaeftirlits á svæðinu, var ljóst
að ekki yrði lengur hægt að fram-
kvæma talningu á fjölda og þjóðerni
erlendra gesta sem koma til landsins.
Ferðamálaráð, Markaðsráð, Sam-
tök ferðaþjónustunnar og fleiri sam-
tök hafa lýst áhyggjum af þessu og
leita nú allra framkvæmanlegra leiða
til að hægt verði að halda áfram að
mæla umfang erlendra ferðamanna
eftir þjóðerni, að sögn Magnúsar
Oddssonar ferðamálastjóra.
„Það er alveg ljóst að við verðum
að finna einhverja leið. Það er verið
að setja hundruð milljóna í markaðs-
og landkynningarmál. Það er okkur
algerlega lífsnauðsynlegt að finna
einhverja leið til þess að mæla um-
fangið í greininni og hvort það eykst
eða minnkar eftir þjóðernum og
markaðssvæðum. Það eru nokkrir
möguleikar sem gætu komið til
greina en menn hafa ennþá ekki
fundið einfalda leið sem kemur í stað-
inn fyrir þessa, sem verið hefur við
lýði í áratugi,“ segir hann.
Kanna möguleika á talningu
við brottfararinnritun
Að sögn Magnúsar er nú m.a. verið
að kanna hvort hægt verði að telja
ferðamenn við brottför frá landinu
eftir þjóðerni, t.d. við innritun. ,,Það
er einnig hægt að taka stikkprufur í
könnunum eins og margar aðrar
þjóðir gera og búa til reiknilíkan út
frá því,“ segir hann.
Magnús segir að gistináttatalning
Hagstofunnar mæli að sjálfsögðu
umfangið. „Þær upplýsingar eru enn
sem komið er verulega seinar og ein
af þeim leiðum sem hafa verið skoð-
aðar er hvort hægt er að flýta þeim
niðurstöðum. Þær berast a.m.k. enn
of seint til að hægt sé að sjá þróun á
einstökum mörkuðum. Svo eitt dæmi
sé tekið þá hefur þessa mánuði verið
markaðssett ný vetrarvara sums-
staðar. Það er erfitt að mæla hvaða
áhrif hún hefur á einstökum mörk-
uðum á meðan okkur skortir þessa
talningu erlendra gesta.“
Breytingar á Keflavíkurflugvelli við gildistöku Schengen
Talningu erlendra ferða-
manna hefur verið hætt
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, sótti slasaðan vélsleðamann í
Lambahraun, suður af Langjökli,
upp úr klukkan 18 í gær. Maðurinn
er alvarlega slasaður og liggur á
gjörgæsludeild. Rétt eftir að þyrlan
lenti var hún kölluð út öðru sinni
vegna manns sem slasaðist m.a. á
baki í vélsleðaslysi í Glerárdal við
Akureyri. Björgunarsveitarmenn
komu fljótlega á staðinn og hugðust
flytja manninn á börum á vélsleða,
en hann reyndist of mikið slasaður
og því var óskað eftir aðstoð Land-
helgisgæslunnar. Vegna aðstæðna á
slysstað gat þyrlan ekki lent þar og
var henni snúið til Akureyrar. Var þá
ákveðið að flytja manninn til byggða
í snjóbíl.
Þriðja vélsleðaslysið varð síðan
upp úr klukkan 18 í gær þegar mað-
ur velti vélsleða í Unadal upp af
Hofsósi. Hann fótbrotnaði og hlaut
fleiri áverka. Maðurinn var fluttur á
sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Þrír vél-
sleðamenn
mikið
slasaðir
FUNDI í kjaradeilu sjómanna og
viðsemjenda, sem hófst kl. 13.30 í
gærdag, lauk um kl. 00.30 í nótt án
árangurs. Boðað hefur verið til nýs
fundar kl. 10.30 í dag. Verkfall hefst
að óbreyttu kl. 23 í kvöld.
Verðmyndun á fiski og mönnunar-
mál eru veigamikil atriði í kjaradeil-
unni. Sjómenn hafa til þessa hafnað
hugmyndum um breytingar á skipt-
um við fækkun í áhöfn. Eins hafa sjó-
menn hafnað tillögu útgerðarinnar
um að hækka verð á þorski í beinum
viðskiptum upp í allt að 100 krónur á
kílóið en það er vegið meðalverð á
þorski á mörkuðum og í beinum við-
skiptum á síðasta ári. Meðalverð á
fiskmörkuðum á síðasta ári var rúm-
lega 145 krónur á kíló. Aðeins eru
um 18.712 tonn að baki þeim við-
skiptum en rúm 84 þúsund tonn voru
seld í beinum viðskiptum.
Innan samtaka Sjómannasam-
bands Íslands eru um fjögur þúsund
manns og nær verkfallið til þeirra
langflestra. Þá starfa á milli 5 og 6
þúsund manns við fiskvinnslu í land-
inu og ljóst þykir að starfsemin
stöðvist fáeinum dögum eftir að
verkfall sjómanna hefst. Þannig
verður hátt á annan tug þúsunda
manna frá vinnu vegna verkfallsins,
komi til þess.
Fundað í
dag í sjó-
mannadeilu
Deilt um/27