Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATHUGUN stendur nú á því innan
heilbrigðisráðuneytisins hvort
breyta þurfi reglum um lyf sem
ferðamenn taka með sér á milli
landa áður en Ísland fær aðild að
Schengen-samstarfinu 25. mars.
Skv. 75. grein Schengen-samn-
ingsins mega þeir sem ferðast til
eða innan aðildarríkja Schengen
hafa með sér þau ávanabindandi lyf
og geðvirku efni sem þeim eru nauð-
synleg vegna læknismeðferðar,
enda geti þeir við eftirlit framvísað
vottorði sem gefið er út eða staðfest
af viðkomandi yfirvaldi í búsetu-
landi.
Mikil umræða hefur orðið um
framkvæmd þessara reglna í Dan-
mörku eftir að fjölmiðlar greindu
frá því að fjölmörg algeng lyf gætu
fallið undir þessar reglur. Taka ný
lög gildi í Danmnörku 25. mars þar
sem m.a. er gert ráð fyrir að ferða-
menn fái ókeypis lyfjavottorð.
Þurfa sjaldan
að framvísa vottorðum
Ákvarðanir hafa ekki verið teknar
hér á landi um hvernig þessar regl-
ur verða framkvæmdar en athugun
ráðuneytisins í öðrum löndum hefur
leitt í ljós að litlar sem engar breyt-
ingar verði gerðar á gildandi reglum
í Noregi og Svíþjóð vegna þátttöku
þessara þjóða í Schengen-samstarf-
inu. Hefur einnig komið í ljós að far-
þegar eru mjög sjaldan krafðir um
lyfjavottorð á ferðalögum í aðildar-
löndum Schengen. Hafa Frakkar
gefið út að meðaltali 100 slík lyfja-
vottorð á ári og Hollendingar 150.
Heilbrigðisráðherra Danmerkur
hefur óskað eftir því við Ingibjörgu
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og
heilbrigðisráðherra á öðrum Norð-
urlöndum að þetta mál verði tekið
til sérstakrar umfjöllunar á sameig-
inlegum fundi í vor með það fyrir
augum að Norðurlöndin komi á
samræmdum reglum um lyfjavott-
orðin.
Lyfjavottorð vegna Schengen-samningsins
Ráðuneyti kannar fram-
kvæmd í öðrum löndum
SAMTÖK verslunarinnar hvetja til
aukins samtarfs kaupmanna og
safna víða um land, þar sem tæki-
færi er til mun meiri viðskipta en
verið hefur. Verslun er hluti af af-
þreyingu ferðamanna og því eiga
söfn að vinna að uppbyggingu
verslana um leið og þau eru hönn-
uð eða sýningar skipulagðar, að
mati Hauks Þórs Haukssonar, for-
manns Samtaka verslunarinnar,
sem hélt erindi á málþingi um sýn-
ingahald, sögustaði og viðskipti við
ferðamenn; að gera söguna sýni-
legri, sem haldið var í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær.
Endurgreiðslur virðisauka-
skatts um 1.200 millj. í fyrra
Miðað við þann fjölda erlendra
ferðamanna sem streymir til lands-
ins ár hvert eru möguleikar á sviði
verslunar feykilegir, segir Haukur
og bendir á að velta ferðamanna-
verslunar á Íslandi miðað við end-
urgreiðslur virðisaukaskatts hefur
aukist, árið 1998 var hún 703 millj-
ónir en í fyrra um 1.200 milljónir.
„Samt sem áður erum við ekki
langt komin sé miðað við ýmsar ná-
grannaþjóðir. Ein ástæða þess er
skortur á vönduðum minjagripum í
verslunum, gera þarf meira af því
að fá lista- og handverksfólk til
samstarfs við ferðaþjónustuna.“
Um 730 verslanir
bjóða endurgreiðslu
Um 25% af tekjum ESB-
ríkjanna kemur af verslun við er-
lenda ferðamenn og því fóru Sam-
tök verslunarinar m.a að íhuga
stefnumótun á þessu sviði árið
1996. „Síðan hefur margt áunnist.
Þá voru einungis tvær verslanir í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, báðar í
eigu ríkisins, auk þess sem endur-
greiðsla á virðisaukaskatti var í
molum. Um 200 verslanir buðu þá
endurgreiðslu á virðisaukaskatti en
nú eru þær um 730 auk þess sem
fjöldi erlendra ferðamanna sem
nýtti sér virðiskaukaskattskerfið
hefur aukist úr 20.000 í um 90.000.“
Bresk könnun um frjálsar tekjur
safna, þ.e. tekjur án styrkja, leiddi
í ljós, að sögn Hauks, að verslun
gefur langmest af sér, á eftir kem-
ur veitingasala og loks aðgangs-
eyrir.
„Hlutverk safnaverslunar ætti
þannig að vera tekjulind fyrir safn-
ið, hluti af upplifun safngesta,
minning um heimsóknina og um
leið uppfylla þörf fyrir fræðsluefni.
Samkvæmt breskum skýrslum er
einnig ágæt reynsla af því að kaup-
menn komi með beinum hætti að
verslunum í söfnum en kosturinn
við að fá atvinnumenn til samstarfs
er m.a. að það sparar vinnu, tíma
og fjármuni.“
Hvatt til aukins samstarfs kaupmanna og safna
Tækifæri til mun
meiri viðskipta
NEFND um veiðar villtra dýra,
sem er umhverfisráðherra til ráð-
gjafar, hefur samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins komist að þeirri
niðurstöðu að fyrirhugaðar til-
raunaveiðar á álftum á vegum emb-
ættis yfirdýralæknis hafi engan til-
gang til varnar því að gin- og
klaufaveiki berist til landsins. Því
mun nefndin ekki mæla með þess-
um veiðum, en yfirdýralæknir sótti
um undanþágu til að veiða 10 álftir
svo hægt væri að taka sýni úr þeim.
Formaður nefndarinnar vildi
hvorki játa né neita þessari nið-
urstöðu í samtali við Morgunblaðið
og sagði að umhverfisráðuneytið og
yfirdýralæknir ættu eftir að fá
formlegt svar.
Nefndin aflaði gagna frá yfir-
dýralækni um málið og leitaði víða
ráðgjafar. Meðal annars var leitað
til erlendra fuglafræðinga og töldu
þeir tilraunaveiðarnar ekki þjóna
tilgangi sínum. Ekki væri sannað
að álftir gætu borið smitefni gin- og
klaufaveikinnar eða annarra dýra-
sjúkdóma með sér. Þá taldi nefndin
að fjöldi álftanna væri ekki nægur
til að fá örugga og vísindalega nið-
urstöðu, veiða hefði þurft nokkur
hundruð fugla til þess.
Nær að gera rann-
sóknina í Bretlandi
Einnig var sett spurningamerki
við að velja álftir til tilraunaveið-
anna þar sem aðrar tegundir far-
fugla kæmu frá Bretlandi og væru
nærri bújörðum. Var það t.d. mat
erlendra fuglafræðinga að nær
væri að gera rannsóknina á vett-
vangi í Bretlandi og taka sýni úr
álftunum þar.
Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir vildi ekki tjá sig um málið í
gær þar sem hann sagðist ekki hafa
fengið svör nefndarinnar í hendur.
Nefnd um veiðar villtra dýra
Mælir ekki með
veiðum á álftum
í tilraunaskyni
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, tók fyrstu skóflu-
stunguna að nýrri íþróttamiðstöð
við Víkurveg í Grafarvogi í gær og
naut borgarstjóri aðstoðar leik-
skólabarna úr hverfinu. Íþrótta-
miðstöðin verður byggð í tveimur
áföngum. Sá fyrri er yfirbyggður
10.800m² gervigrasknattspyrnu-
völlur í fullri stærð með áhorf-
endastæðum fyrir 2000 áhorf-
endur.
Gert er ráð fyrir að knatt-
spyrnulið af öllu Reykjavíkursvæð-
inu muni nýta húsið til æfinga og
keppnishalds enda er stefnt að því
að húsið verði aðalkeppnishús
landsins fyrir innanhússknatt-
spyrnu. Auk þessa er fyrirhugað
að nýta knattspyrnusalinn fyrir
fleiri íþróttir s.s. frjálsíþróttir, golf
og fimleika. Húsið hentar einnig til
tónleika- og sýningahalds. Áætluð
verklok vallarins eru 1. mars 2002.
Seinni áfangi byggingarinnar,
fjögurra hæða 12.000m² hliðar-
bygging verður tilbúin ári síðar.
Þar er gert ráð fyrir líkamsrækt-
arstöð og skautasvelli af löglegri
stærð fyrir ísknattleikskappleiki,
listhlaup og almenna skautaiðkun.
Aðstaða til sýningarhalds verður í
anddyri hliðarbyggingarinnar. Til
marks um stærð íþróttamiðstöðv-
arinnar má nefna að hún verður
sjö sinnum stærri en Laugardals-
höllin.
Meðal gesta við skóflustunguat-
höfnina í gær voru forystumenn
íþrótta- og ungmennahreyfing-
arinnar auk fulltrúa íbúasamtaka
og félagasamtaka í Grafarvogi.
Morgunblaðið/Kristinn
Leikskólabörn úr Grafarvogi aðstoðuðu borgarstjóra við fyrstu skóflustunguna að nýrri íþróttamiðstöð.
Borgarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna í Grafarvogi
Stærsta íþrótta-
miðstöð landsins
KENNARA við grunnskóla á
Norðurlandi hefur verið vikið
frá störfum á meðan lögregla
rannsakar kæru um að hann
hafi átt samræði við stúlku und-
ir lögaldri. Stúlkan er nemandi
í skólanum.
Maðurinn hefur verið yfir-
heyrður af lögreglu sem mun
að rannsókn lokinni senda mál-
ið áfram til ríkissaksóknara.
Sakaður um
samræði við
unga stúlku
HÖFNINNI í Oyndarfirði í Færeyj-
um hefur verið lokað vegna gruns
um að svokölluð ISA-veira hafi kom-
ið upp í laxeldiskvíum þar. Björn
Harlou, landlæknir í Færeyjum, seg-
ir að ekki sé staðfest að veiran hafi
komið upp í firðinum, að því er fram
kemur í vefútgáfu Sosialurin.
ISA-veiran barst upphaflega frá
Noregi til Skotlands og áfram til
Færeyja á seinasta ári, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Norður-Atlantshafslaxasjóðnum.
Þar segir að ekki sé með öllu ljóst
hvernig ISA-veiran hafi borist frá
Noregi en líklegasta skýringin sé
sjókjölfesta skipa. Flest stærri skip
dæli sjó í botngeyma kjölfestu og er
algengt að sjávarlífverur og smitber-
ar berist á þann hátt milli fjarlægra
hafsvæða.
Norður-Atlantshafslaxasjóðurinn
telur mikla hættu á að Ísland verði
næsti viðkomustaður veirunnar.
Tjónið gæti numið
einum milljarði
ISA er veirusjúkdómur sem
leggst á blóð og nýru laxfiska og get-
ur verið banvænn. Vísindamenn hafa
sannað að veiran berst úr laxeldinu
út í lífríkið, í villta laxastofna og aðr-
ar fiskitegundir, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningunni.
Sjókvíarnar þar sem veiran hefur
nú komið í ljós eru hluti af Vestlaks-
fyrirtækinu sem er m.a. í eigu
norska fyrirtækisins Panfish. Reikn-
að er með að tjónið nemi einum millj-
arði króna.
Óttast að veiru-
sýking í laxi
berist hingað