Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYKVÍKINGAR búsettir eða staðsettir erlendis gátu ekki greitt atkvæði utan kjörfundar um stað- setningu flugvallarins í Vatnsmýri, sem lauk form- lega í gær. Gunnar Eydal, formaður kjörstjórnar, sagði við Morgunblaðið að óformleg beiðni hefði ver- ið lögð fram hjá dóms- málaráðuneytinu, um að Reykvíkingum yrði gefinn kostur á að kjósa í sendi- ráðum erlendis eða hjá ræðismönnum, en beiðn- inni verið hafnað að at- huguðu máli. „Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla heyrir undir dómsmálaráðuneytið þannig að eftir þessi svör gátum við ekkert gert frekar. Ætli þeim hafi ekki fundist þetta of viða- mikið,“ sagði Gunnar um svör ráðuneytisins. Skoðanakönnun en ekki kosning Að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, aðstoð- armanns dómsmálaráð- herra, lítur ráðuneytið svo á að kosningin fari ekki fram samkvæmt sveit- arstjórnarlögum um al- mennar atkvæðagreiðslur og hafi t.d. ekki verið aug- lýst af hálfu félags- málaráðuneytisins, sem fer með málefni sveit- arfélaganna. Frekar sé um óformlega skoðanakönnun að ræða. Telur Ingvi Hrafn að hafi borgaryf- irvöld viljað gefa kost á kosningu í íslenskum sendiráðum hafi þau átt að leita beint til utanríkis- ráðuneytisins, þar sem at- kvæðagreiðslan sé ekki innan ramma laga um kosningar. Ekki var hægt að kjósa erlendis Flugvallarkosningin FORNLEIFAGRÖFTURINN á horni Aðalstrætis og Túngötu geng- ur samkvæmt áætlun að sögn Mjall- ar Snæsdóttur fornleifafræðings, en honum á að vera lokið fyrir 1. júní. Í fyrradag var verið að undirbúa upp- gröft á lóðinni Aðalstræti 16, en búið er að fjarlægja húsið sem þar stóð í rúm 200 ár. Húsið verður endur- byggt á lóðinni þegar fornleifarann- sóknunum lýkur. Að sögn Mjallar hafa þegar fund- ist merkar minjar á þeim stöðum sem rannsakaðir hafa verið, t.d. skál- ar frá víkingaöld. Hún sagði að þess- ir skálar, sem líklega væru þrír eða fjórir, hefðu verið mannabústaðir og því ljóst að á svæðinu hefði búið þó- nokkur fjöldi á þessum tíma. Einnig hefði fundist langeldur í miðju gólf- inu á skálanum sem nýbúið væri að grafa upp á lóðinni Aðalstræti 14. Að sögn Mjallar hefur lóðin Að- alstræti 16 mjög lítið raskast og lík- legt sé að þar finnist framhald af skálanum á Aðalstræti 14. Fornleifagröfturinn við Aðalstræti gengur samkvæmt áætlun Fundist hafa manna- bústaðir frá víkingaöld Morgunblaðið/Kristinn Verið er að undirbúa fornleifauppgröft á lóðinni Aðalstræti 16, en húsið sem þar stóð var fjarlægt fyrir skömmu. ÍBÚUM Reykjavíkur gefst kostur á að velja milli tveggja kosta í at- kvæðagreiðslu sem fram fer í dag um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar- innar. Spurt verður: „Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöll- urinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?“ Svarmöguleikar eru þrír. Í fyrsta lagi að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016, í öðru lagi að flugvöllurinn fari úr Vatns- mýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi er hægt að skila auðu. Utankjör- fundaratkvæðagreiðslu lauk síð- degis í gær í ráðhúsinu og kusu þar um 2.700 manns. Á kjörskrá eru 81.282 íbúar Reykjavíkur en meginskilyrði kosningaréttar eru að vera íslensk- ur ríkisborgari, hafa átt lögheimili í Reykjavík 24. febrúar 2001 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Enn fremur eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár sam- fellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti ofangreindum skilyrðum. Niðurstöður ættu að liggja fyrir um kl. 22 í kvöld Kjördeildir verða 50 talsins á sex stöðum í borginni; í Kringlunni, Engjaskóla, Seljaskóla, Laugar- nesskóla, Hagaskóla og í ráðhúsinu sem verður aðalkosningamiðstöðin. Kjördeildir verða opnar frá kl. 10.00 til kl. 20.00 í kvöld og gerir Gunnar Eydal, formaður kjör- stjórnar, ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni liggi fyrir í meginatriðum um kl. 21.00 í kvöld, sem er mun fyrr en ef kosið yrði með hefðbundnum hætti. Í fyrsta sinn verður nú kosið með rafræn- um hætti og er kjörskráin miðlæg sem þýðir að kjósandi getur kosið á hvaða kjörstað sem er og er ekki bundinn við fyrirfram ákveðinn kjörstað og kjördeild, líkt og í al- mennum kosningum. Kosið verður á tölvu en kosn- ingin krefst ekki sérstakrar tölvu- kunnáttu hjá kjósendum, að sögn Gunnars, en leiðbeiningar fylgja hér á skýringarmynd. Sérstakur búnaður verður fyrir fatlaða og verður sérbúin kosningatölva fyrir blinda og sjónskerta í ráðhúsinu. Þetta stór atkvæðagreiðsla hefur ekki áður farið fram með rafræn- um hætti hér á landi, ef kosningar á síðasta ASÍ-þingi eru undan- skildar. Í grein í Morgunblaðinu í gær var bent á öryggisþátt raf- rænna kosninga og þá staðreynd að a.m.k. einn tæknimaður hefði aðgang að öllum þáttum kosninga- kerfisins og gæti þess vegna breytt niðurstöðum kosninganna. Tölvumenn heita trúnaði og heilindum með yfirlýsingu Þegar þetta var borið undir Gunnar Eydal sagði hann yfirkjör- stjórnina fyllilega hafa gert sér grein fyrir þessum möguleika. Einn til tveir menn hefðu aðgang að einni aðaltölvu sem væri stað- sett í ráðhúsinu í læstu rými. Þess- ir aðilar skrifuðu undir trúnaðar- yfirlýsingu til yfirkjörstjórnar. Hann sagði tölvusérfræðinga á vegum borgarinnar einnig fylgjast með störfum umsjónarmanna með kosningakerfinu, sem eru frá Ein- ari J. Skúlasyni hf. en það fyr- irtæki hannaði kerfið, er nefnist Kjarval. „Þessi mannlegi brestur getur alltaf verið fyrir hendi hjá yfirkjör- stjórn eða tölvumönnum. Við höfum hugsað út í þetta og brugðist við með þessum hætti, þannig að menn heiti trúnaði og heilindum í sínum störfum,“ sagði Gunnar. Fimmtíu kjördeildir á sex stöðum í borginni opnar frá kl. 10 til 20 vegna flugvallarkosningar Borgarbúar kjósa milli tveggja kosta                               !             "   ! #  $   %%  & '                    #       &   # $   (    $         ( $      $     #     )  *      $      +       $     , $      $   %    & $       $     $    #   $   $       $ (               $             +    - $       #      !  %%     $ (      %%     %      Morgunblaðið/Árni Sæberg Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk síðdegis í gær í Ráðhúsinu. Ein af kjördeildunum í atkvæðagreiðslunni í dag er í Seljaskóla en þar voru þeir Guðni Sigfússon og Sigurður Pálsson að setja upp kjörklefa í gær og bæta við símalínum og rafmagnstenglum fyrir tölvur. Alls kusu um 2.700 borgarbúar utan kjörfundar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.