Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var líf og fjör á þingpöllum í vikunni sem leið og stóð fundur oftar en einu sinni fram á kvöld. Fjöldi fyrirspurna, tillagna og framvarpa var lagður fram og nokkur frumvörp send ríkisstjórninni sem lög frá Al- þingi. Bar þar hæst breytingar heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra á lögum um almannatryggingar til að bregðast við dómi Hæstaréttar hvað varðar ellilífeyrisþega. Fyrir dyrum stendur nefndavika í næstu viku og verða þá engir þing- fundir, heldur einbeita nefndir þingsins sér að því að afgreiða mál sem komið hafa á borð þeirra síð- ustu vikur og mánuði. Fjörið hófst strax á mánudag þeg- ar tveir oddvitar Samfylkingarinnar hugðust taka landsfeðurna á teppið fyrir meintan slóðaskap í efnahags- málunum. Fyrst gerði Össur Skarp- héðinsson, formaður flokksins, Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyr- irspurn vegna viðskiptahallans og fékk út úr þeim síðarnefnda að stærð viðskiptahallans ylli því að vextir eru ekki lækkaðir. Síðar um daginn kom Jóhanna Sigurðardóttir svo í umræðu utan dagskrár um skuldastöðu heimilanna og sagði ástandið alvarlegt og sakaði for- sætisráðherra um að vera í afneitun. Úr þessu varð hið líflegasta karp sem endaði á heilmikilli lífsreynslu- sögu forsætisráðherrans frá því hann var ungur maður í húsnæðis- hugleiðingum og mátti dúsa ásamt fleiri slíkum í rigningunni dag eftir dag fyrir framan Landsbankann í Austurstræti í biðröð eftir því að fá lán. Og þegar það loksins kom, hálf- um mánuði síðar, upplýsti forsætis- ráðherra, var það ekki nema þriðj- ungur þess sem beðið var um. Ráðherrann hefur áður minnst æsku sinnar í ræðu og riti, m.a. í ang- urværum dægurlagatextum, og er ekki laust við að lýsingar hans á fólki í fjármagnsleit í gamla daga hafi fengið áheyrendur til þess að hugsa hlýlega til bankakerfisins eins og það er í dag. Davíð Oddsson, sem var kominn í sóknarhug, lét síðan skotin dynja á blessaðri Samfylkingunni, sagði hana vera afturhaldsflokk sem eflaust myndi taka sig til og breyta öllu aftur til fyrri vegar. „Samfylk- ingin hlýtur auðvitað að koma öllu í það horf sem var í gamla daga,“ sagði hann og gaf síðan þingmönn- um flokksins þá einkunn að þeir hefðu afhjúpað yfirgripsmikið þekk- ingarleysi á því hvernig þættir efna- hagsmála tengjast saman. Til að bæta svo gráu ofan á svart tiltók hann sérstaklega að þar væri reynd- ar Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna, undanskil- inn. Spurningin er hvort Samfylking- unni þótti verra. Daginn eftir að Davíð Oddsson lýsti því yfir að engar líkur væru á fjármálakreppu bar til tíðinda að tvær umræður fóru fram utan dag- skrár. Hin fyrra var afar einhliða og snerist um framtíð Reykjavík- urflugvallar og vildu landsbyggð- arþingmenn allir hafa hann áfram í Vatnsmýrinni. Hafði Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, þar framsögu og sagðist sjálfur ekki á tuttugu ára þingferli hafa tekið þátt í jafn ein- róma utandagskrárumræðu um nokkurt mál. Hin umræðan var af allt öðrum toga og sneri að þolendum kyn- ferðisofbeldis og skýrslutöku á börn- um. Er óhætt að segja að sú umræða hafi líka verið einhliða – enda vilja þingmenn og ráðherrar eins og aðrir vernda börnin fyrir slíku ofbeldi og bjóða upp á réttaröryggi þeim til handa. Síðar um daginn dró til tíðinda í umræðum um frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka. Spjót stóðu þá á ráð- herranum, m.a. frá Sverri Her- mannssyni, formanni Frjálslynda flokksins og fyrrverandi banka- stjóra. Ræðu hans afgreiddi Val- gerður með þessum orðum: „Um ræðu Sverris Hermannssonar vil ég bara segja að ég man eftir mann- inum með plastpokann í Landsbank- anum.“ Þóttu mörgum þeim þing- mönnum sem á eftir komu þetta miður drengileg ummæli og m.a. sagði Össur Skarphéðinsson þau for- dæmislaus. En nú tekur flokksþing Fram- sóknarflokksins og atkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll við og síðan nefndavika á þingi. Við sjáum því hverju fram vindur í landsmálunum eftir hálfan mánuð, að því er snertir löggjafarsamkunduna.      Gengið vasklega til verks fyrir nefndaviku EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is Steingrímur, þú kvartar stundum yfir því á þingi að í tilfelli tilskipana og reglugerða frá ESB sé aðeins um af- greiðslu að ræða, það komi ekki til neinna áhrifa héðan í þeim efnum? „Það er alveg ljóst að sá möguleiki að Alþingi synji staðfestingu á málum sem ákveðin hafa verið í Brussel er nánast aðeins fræðilegur. Á þessum möguleika hangir samt sú röksemda- færsla að ekki sé búið að framselja löggjafarvaldið. Við sjáum að í reynd er þetta synjunarvald ekki til staðar og það hefur nánast aldrei komið til umræðu hér að beita því. Það hefur þó nokkrum sinnum gerst í Noregi og þá hafa íslensk stjórnvöld jafnan fengið hland fyrir hjartað og róið í Norðmönnum að standa nú ekki í þeim ósköpum.“ Viltu þá sjá breytingar á ferli af- greiðslu þessara mála, t.d. hjá utan- ríkismálanefnd? „Ég hef talað fyrir því, já. Ég tel af- ar brýnt að sú nefnd sé efld og fái fastan starfsmann, því varla er vansa- laust hvernig okkur er ætlað að vinna að málum sem geta skipt verulegu máli úti í þjóðfélaginu, t.d. vegna Schengen-samstarfsins sem nú verð- ur senn að veruleika. Ég tel jafnvel koma til greina að Alþingi komi sér sjálft upp fulltrúa í Brussel þaðan sem allt kemur og hefði t.d. einn starfsmann á sendiráðinu eða litla stjórnarráðinu í Brussel, eins og ráðuneytin hafa. Það er mikilvægt að hafa aðkomu að Evrópumálunum, en auðvitað er staðan erfið þegar ekki liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda í þessum efnum og sjálfur utanríkis- ráðherrann er sífellt að tala um hve EES-samningurinn sé orðinn veikur og þurfi endurskoðunar við.“ Hvað áttu við? „Það er brýnt að búa við skýra stefnu í utanríkismálum, en ekki að sífellt sé verið að tala í og úr. Það er erfitt að gæta hagsmuna okkar þegar ekki liggur skýrt fyrir hvað framtíðin, nokkur næstu ár hið minnsta, ber í skauti sér. Ekki þarf annað en að fylgjast með framgangi Framsóknar- flokksins og Samfylkingarinnar til að merkja það. Það er ótrúleg rökleysa að með því að vilja ekki endalaust vera að velta þessum málum upp sé verið að leggjast gegn umræðu um þessi mál. Það er eins og hvert annað kjaftæði.“ Eins og þú talar eiga Vinstri græn- ir og sjálfstæðismenn samleið í þess- um málum. Er það ekki? „Jú, að þessu leytinu til. Við höfum mótað okkur mjög afdráttarlausa stefnu í þessum efnum og viljum ekki inn í ESB, þar sem það er ekki hag- stætt. Mér hefur sýnst Sjálfstæðis- flokkurinn afdráttarlaus í þessum efnum líka. Það hefur hins vegar ver- ið magnað að fylgjast með framgöngu Halldórs Ásgrímssonar í Evrópumál- unum. Hann hóf mikla flugferð með þeim en áttaði sig síðan á því að flokk- ur hans er þverklofinn í málinu og úr varð magalending þar sem slegið er úr og í með allt saman. Lendingin var því ekki jafnglæst og flugtakið.“ Þú minnist á Schengen-samstarfið sem tekur gildi nú um mánaðamótin. Hefur það verið rætt nægilega að þínu mati á Alþingi eða úti í þjóðfélag- inu? „Alls ekki. Öll málsmeðferðin hefur verið mjög sérstök og ég hef sterk- lega á tilfinningunni að menn hafi verið að koma þessu máli í gegn með því að láta lítið fyrir því fara. Það er ekki að merkja af kynningu stjórn- valda að um sé að ræða jafnstórt mál og raun ber vitni. Fjölmargt hefur nær ekkert verið kynnt almenningi þótt svo stutt sé til stefnu, t.d. hvað varðar persónuskilríki og lyfjaskilríki en umræða um þessi mál hefur verið mjög fyrirferðarmikil erlendis að undanförnu.“ Hefur Schengen mikið borið á góma í starfi utanríkismálanefndar? „Allt of lítið, finnst mér. Ég hef far- ið fram á að við nýttum tímann vel í þessum mánuði og fram að gildistök- unni til að kynna okkur stöðu málsins, en satt best að segja hefur gefist lítill tími til þess. Utanríkismálanefnd er hins vegar ekki aðalgerandinn í þessu máli, en við höfum fengið til umfjöll- unar ýmis mál sem þarf að staðfesta og lögleiða hér á landi og þau hafa verið unnin í miklum flýti, enda liggur víst mikið á. Aðalatriðið er að pólítísk samstaða hefur verið um að ganga inn í þetta samstarf og þess vegna hefur í raun ekki farið fram nein hlutlaus út- tekt á kostum þess og göllum. Það er gríðarlegur kostnaður þessu samfara og á móti koma litlar tekjur.“ Hvað telur þú að Schengen-sam- starfið muni hafa í för með sér? „Að sumu leyti erum við að færa okkur enn nær Evrópusambandinu, því ákveðið hefur verið að innlima þetta samstarf inn í stofnanir sam- bandsins. Við erum að gerast aðilar að einni af stofnunum ESB og að því leytinu að ganga einu skrefi lengra heldur en gert var á sínum tíma með EES-samningunum. Þeir byggja þó á sjálfstæðum stofnunum en þetta er það sem ég kalla að fara bakdyra- megin inn í þennan hluta Evrópusam- bandsins. Það er einmitt athyglisvert að Írar og Bretar vildu ekki vera með í þessu samstarfi og að mínu mati um- hugsunarefni hvort ekki hefði átt að skoða þann kost vel. Ég tel mjög óeðlilegt að við gerumst aðilar að stofnunum ESB með þessum hætti. Ef við ætlum til frambúðar að standa utan Evrópusambandsins, sem ég tel að við eigum að gera, þarf auðvitað sérstök rök til þess að gangast sífellt inn á fleiri samninga og samstarf með þessum hætti.“ Ertu að segja að við séum komin hálfa leið inn í ESB með þessu móti? „Ja, það væri þó aldrei að það væri einmitt það sem vekti fyrir utanrík- isráðherra. Það getur vel verið að ein- hverjir hugsi málin einmitt þannig. Hann hefur lagt gríðarlega áherslu á þessi mál og varð ævinlega heldur hvumpinn þegar einhver lýsti efa- semdum sínum. Hann hugsar þetta kannski sem hluta af stærra máli og víðtækari nálgun við ESB.“ Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að koma fyrr að stærri málum sem varða samskipti Íslands við útlönd, sérstaklega Evrópusambandið, og ef til vill væri réttast að starfsmaður nefndarinnar hefði aðsetur í sendi- ráði Íslands í Brussel. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og nefndarmaður í utanrík- ismálanefnd, við Björn Inga Hrafnsson. Steingrímur segir furðulegt hve lítill viðbúnaður er hér á landi vegna gildistöku Schengen-sam- starfsins og telur það á ýmsan hátt þýða inngöngu landsins bakdyra- megin inn í Evrópusambandið. Steingrímur J. Sigfússon Er Ísland á leið bak- dyramegin inn í ESB?  STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur mælt fyrir á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda. Samkvæmt tillögunni verður gert átak í öryggismálum sjófarenda á árunum 2001 til 2003 en markmið þess verði að treysta öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega á íslenskum skipum og skipum sem sigla í ís- lenskri efnahagslögsögu. Stefnt verði að því að skilgreina hlutverk þeirra sem vinna að ör- yggismálum sjófarenda og að slys- um til sjós fækki um að minnsta kosti þriðjung fram til ársins 2004 og að sama skapi dragi úr tjóni vegna sjóslysa. Samgönguráðherra skal fyrir 1. apríl hvers árs, fyrst árið 2002, leggja fyrir Alþingi skýrslu um framgang áætlunar í öryggismálum sjómanna og hvern- ig henni miðar í átt að settu marki. Alls er gert ráð fyrir að 45 millj- ónum kr. verði varið í átakið, 10 milljónum í ár, 15 á næsta ári og 20 milljónum árið 2003. Ítarlegar tillögur verkefnisstjórnar Áætlun sérstakrar verkefnis- stjórnar á vegum samgönguráðu- neytisins um þessi mál hefur skil- að af sér ítarlegum tillögum sem taka til hvers kyns þátta sem varða öryggismál sjófarenda. Þar kemur m.a. fram að megináherslu í öryggismálum þurfi að leggja á forvarnir gegn slysum og óhöpp- um. Auka þurfi vitund allra sjó- manna um slysahættu og um leiðir til að minnka hana, áætlanir þurfi að gera um fræðslu og áróður um slysahættu til sjós, bæta þurfi slysa- og óhappaskráningu þannig að orsakir þeirra komi fram, auka þurfi upplýsingastreymi til sjó- manna og allt aðgengi að nauðsyn- legum upplýsingum sem tengjast öryggi þeirra á sjó og auknar ör- yggiskröfur verði gerðar til bún- aðar, tækja og vinnuaðstöðu í skip- um. Þá er einnig nefnt að fullnægj- andi ástand öryggismála í skipum verði ekki nema áhafnir séu virkar í úrbótum. Reglulegt og virkt eft- irlit útgerða og áhafna þurfi að vera með öryggisþáttum í skipum, tryggja þurfi að eftirlit með skipum, opinbert sem á veg- um einkaaðila, sé skilvirkt og nauðsynlegt sé að reglur um stjórn fiskveiða stuðli einnig að bættu öryggi og aðbúnaði í fiski- skipum. Morgunblaðið/Þorkell Kristján Pálsson og Svanfríður Jónasdóttir hlýða á umræður. Langtímaáætl- un um öryggi sjófarenda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.