Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 24

Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 24
LANDIÐ 24 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GÖMLUBÚÐ á Höfn verður opn- uð í dag, laugardag, kl. 14 far- andsýning á teikningum norrænna barna. Sýningin er árangur af teikni- og ritunarsamkeppni sem var skipulögð af Norrænu ráð- herranefndinni og Norðurlanda- ráði á haustdögum í Noregi árið 2000, undir yfirskriftinni Norræn sérkenni. Sýningin fer um öll Norðurlöndin en er aðeins sett upp á tveimur stöðum á Íslandi; fyrst á Höfn í Hornafirði og ferð þaðan til Reykjavíkur. Öllum efri bekkjum grunnskóla á Norðurlöndum var boðin þátt- taka í samkeppninni og alls bárust 1.239 teikningar frá Íslandi, Sví- þjóð, Finnlandi, Álandseyjum, Færeyjum, Danmörku og Noregi og er úrval af myndunum á þess- ari farandsýningu. Einnig var útbúið kver, Lestu og lærðu, sem hefur að geyma valda texta úr keppninni, þar sem ungmennin lýsa því hvernig þeim finnst að eiga heima á Norðurlöndum. Kverið liggur frammi á sýning- arstað. Saga byggðar á Höfn Sýningin verður opin tvær næstu helgar kl. 14–17 og gefst fólki um leið tækifæri á að skoða byggðasafnið. Ókeypis aðgangur. Nú stendur yfir sýningin Saga byggðar á Höfn í Pakkhúsinu. Á sýningunni eru skipulagsupp- drættir frá árinu 1920 fram til árs- ins 2001, gamlar myndir frá byggðinni og nýlegt líkan af Höfn. Í sýningarkössum er hægt að sjá fundargerðarbækur frá ýmsum tímum byggingarnefndar bæj- arins. Bæði bindin af Sögu Hafnar í Hornafirði eru svo og til sýnis. Sýningin er opin frá 14–17. Norræn sérkenni – sýning á listsköpun barna Listamaðurinn sem teiknaði þessa mynd heitir Kine Djupevåg Fristad og er í Olsvik-skóla í Noregi. ÞJÓÐAHÁTÍÐ Vestfirðinga verður sett í Súðavík í dag. Þetta er í fjórða sinn á jafnmörgum árum sem slík há- tíð er haldin og að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, framkvæmdastjóra Þjóðahátíðarinnar, taka liðlega 40 þjóðerni þátt að þessu sinni en vel á fimmta hundrað manns af erlendu bergi brotnu eru nú búsett á Vest- fjörðum. Magnús segir Alþjóðadag Samein- uðu þjóðanna gegn kynþáttafordóm- um hafa verið kveikjuna að því að fyrsta hátíðin var haldin árið 1998 en hann er 21. mars ár hvert. „Upphaf- lega voru það nokkrar konur sem byrjuðu á þessu en markmið þeirra var að hér skyldi rísa nýbúamiðstöð,“ segir hann. „Þær vildu ná saman þeim gríðarlega mannauði, sem býr í því fólki, sem hingað hefur flutt frá öðrum löndum á nokkra staði hér á Vestfjörðum, þannig að Íslendingar sem aðrir gætu nýtt sér þeirra reynslu.“ Síðan fyrsta hátíðin var haldin hef- ur hún stöðugt undið upp á sig. Að þessu sinni mun hún teygja sig yfir vikutíma. Hátíðinni er einnig dreift á mismunandi staði á Vestfjörðum eftir dögum. Opnunarhátíðin í dag hefst klukkan tvö í íþróttahúsi og grunnskóla Súða- víkur með blandaðri hátíðardagskrá á sviði þar sem meðal annars verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardag- skrá. Þá verður myndlistarsýning grunn- og leikskólanema þar sem tólf verk verða verðlaunuð sérstaklega. Dagskráin yfir vikuna verður fjöl- breytt. Má þar nefna kynningu á ís- lensku samfélagi sem verður í sal Menntaskólans á Ísafirði og hefst klukkan 14 á morgun og í kjölfar hennar, klukkan 15, verður kaffiboð að hætti Pólverja. „Mikill mannauður í nýbúum“ Þjóðahátíð sett á Vestfjörðum í dag Selfossi - 67 konur gengu í Kven- félag Selfoss á konukvöldi sem félagið gekkst fyrir nýverið og jókst félagatalan þetta kvöld um 63%. Félagskonur voru 107 en urðu 174 og telja konur þetta vera landsmet ef ekki heimsmet en altént er þetta einsdæmi. Um 230 konur á öllum aldri komu á konukvöldið hjá kven- félaginu og skemmtu sér mjög vel. Þetta kvöld bauð Hótel Selfoss konunum upp á kvöldverð á tilboð- inu tveir fyrir einn og síðan tók við fjölbreytt dagskrá, þar á meðal ferðakynning frá Suðurgarði, strengjasveit frá Tónlistarskóla Ár- nesinga spilaði, leikkonan Sigrún Sól var með leikþátt og gamanmál og Jóna Guðrún Kristinsdóttir söng. Þá var tískusýning þar sem kven- félagskonur sýndu fatnað frá versl- uninni Lindinni, Snyrtistofa Ólafar sá um snyrtingu og Hártískuhúsið Centrum og Ózon önnuðust hár- greiðsluna. Þá var kynning á förð- unarlínunni Kanebo og Majorica- perlur voru til sölu. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá tískusýningunni á konukvöldi kvenfélagsins. 67 konur gengu í kvenfélagið á einu kvöldi Bíldudal - Kennarar í skólum í Vest- urbyggð og á Tálknafirði héldu sam- eiginlegan fund í Bíldudalsskóla ný- lega þar sem fjallað var m.a. um samnýtingu gagna og gæða skólanna og ýmis fyrirhuguð samstarfsverk- efni bæði meðal kennara og nem- enda. Margar góðar hugmyndir komu eining fram um vettvangsferð- ir eins og ferð í Byggðasafnið að Hnjóti, út í Selárdal og til Hrafns- eyrar svo eitthvað sé nefnt. Á fundinn kom Andrés Guð- mundsson frá Símenntunarstofnun og hélt hann fyrirlestur og fræðslu um lífsleikni. Morgunblaðið/Nanna Sjöfn Kennarar í skólum í Vesturbyggð og á Tálknafirði héldu sameiginlegan fund í Bíldudalsskóla. Samstarfsdagur kennara ÁRNI Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, segir stofnunina hafa verktaka á sínum snærum sem sjái um allar meindýravarnir í þjóð- garðinum á Jökulsárgljúfrum þar sem hvorki refur né minkur sé frið- lýstur. „Minkur hefur alltaf verið veiddur í þjóðgarðinum en minna hefur verið um refaveiðar. Þegar grunur liggur á um dýrbít er þó auðvitað gripið til við- eigandi ráðstafana og við stöndum auðvitað ekki í vegi fyrir slíku,“ segir Árni. Auk þessa er í sumar fyrirhugað faglegt mat á stofnstærð refa og minka bæði þar og í þjóðgarðinum í Skaftafelli þar sem þéttleiki stofn- anna verður kannaður. Árni segir Árna Loga Sigurbjörns- son, hjá Meindýravörnum Íslands á Húsavík, því hafa farið með rangt mál í viðtali við Morgunblaðið sem birt var á fimmtudag, þar sem hann segir að ekki megi eyða minki í þjóðgarðinum í Jökulsárglúfrum, þar sem Náttúru- vernd ríkisins hafi friðlýst svæðið. Hvorki minkur né refur friðlýstur Fáskrúðsfirði - Hreppsnefnd Búða- hrepps voru nýlega færðar gjafir. Björg Lilja Jónsdóttir og börn hennar hafa gefið forláta sófasett er áður var í eigu franskra nunna er voru á Fá- skrúðsfirði snemma á öldinni sem leið. Í gjafabréfi sem fylgir með gjöfinni er þess getið að hún sé gefin til minn- ingar um franska sjómenn. Björg Lilja og eiginmaður hennar, Finnbogi Jóhann Indriðason, sem nú er látinn, keyptu sófasettið eftir að starfsemi Franska spítalans lauk 1929, en það var notað í stássstofu nunnanna í Franska spítalanum á Fá- skrúðsfirði. Þegar starfsemi spítal- ans lauk voru flestir munir seldir á uppboði. Í gjafabréfinu segir að þetta sófasett hafi verið fyrsta og eina sófasettið er þau hjón áttu. Fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðun um að koma upp safni á Fáskrúðsfirði til minningar um franska tíma. Safni þessu hefur verið valinn staður á lofti ráðhússins og þar má sjá sófasettið ásamt mynd af frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði sem einnig var gefin af sömu aðilum. Hreppsnefnd Búðahrepps þakkar höfðinglega gjöf. Búðahreppi færðar gjafir úr Franska spítalanum Morgunblaðið/Albert Kemp Sófasettið forláta sem Búðahreppi hefur verið gefið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.