Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 24
LANDIÐ 24 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GÖMLUBÚÐ á Höfn verður opn- uð í dag, laugardag, kl. 14 far- andsýning á teikningum norrænna barna. Sýningin er árangur af teikni- og ritunarsamkeppni sem var skipulögð af Norrænu ráð- herranefndinni og Norðurlanda- ráði á haustdögum í Noregi árið 2000, undir yfirskriftinni Norræn sérkenni. Sýningin fer um öll Norðurlöndin en er aðeins sett upp á tveimur stöðum á Íslandi; fyrst á Höfn í Hornafirði og ferð þaðan til Reykjavíkur. Öllum efri bekkjum grunnskóla á Norðurlöndum var boðin þátt- taka í samkeppninni og alls bárust 1.239 teikningar frá Íslandi, Sví- þjóð, Finnlandi, Álandseyjum, Færeyjum, Danmörku og Noregi og er úrval af myndunum á þess- ari farandsýningu. Einnig var útbúið kver, Lestu og lærðu, sem hefur að geyma valda texta úr keppninni, þar sem ungmennin lýsa því hvernig þeim finnst að eiga heima á Norðurlöndum. Kverið liggur frammi á sýning- arstað. Saga byggðar á Höfn Sýningin verður opin tvær næstu helgar kl. 14–17 og gefst fólki um leið tækifæri á að skoða byggðasafnið. Ókeypis aðgangur. Nú stendur yfir sýningin Saga byggðar á Höfn í Pakkhúsinu. Á sýningunni eru skipulagsupp- drættir frá árinu 1920 fram til árs- ins 2001, gamlar myndir frá byggðinni og nýlegt líkan af Höfn. Í sýningarkössum er hægt að sjá fundargerðarbækur frá ýmsum tímum byggingarnefndar bæj- arins. Bæði bindin af Sögu Hafnar í Hornafirði eru svo og til sýnis. Sýningin er opin frá 14–17. Norræn sérkenni – sýning á listsköpun barna Listamaðurinn sem teiknaði þessa mynd heitir Kine Djupevåg Fristad og er í Olsvik-skóla í Noregi. ÞJÓÐAHÁTÍÐ Vestfirðinga verður sett í Súðavík í dag. Þetta er í fjórða sinn á jafnmörgum árum sem slík há- tíð er haldin og að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, framkvæmdastjóra Þjóðahátíðarinnar, taka liðlega 40 þjóðerni þátt að þessu sinni en vel á fimmta hundrað manns af erlendu bergi brotnu eru nú búsett á Vest- fjörðum. Magnús segir Alþjóðadag Samein- uðu þjóðanna gegn kynþáttafordóm- um hafa verið kveikjuna að því að fyrsta hátíðin var haldin árið 1998 en hann er 21. mars ár hvert. „Upphaf- lega voru það nokkrar konur sem byrjuðu á þessu en markmið þeirra var að hér skyldi rísa nýbúamiðstöð,“ segir hann. „Þær vildu ná saman þeim gríðarlega mannauði, sem býr í því fólki, sem hingað hefur flutt frá öðrum löndum á nokkra staði hér á Vestfjörðum, þannig að Íslendingar sem aðrir gætu nýtt sér þeirra reynslu.“ Síðan fyrsta hátíðin var haldin hef- ur hún stöðugt undið upp á sig. Að þessu sinni mun hún teygja sig yfir vikutíma. Hátíðinni er einnig dreift á mismunandi staði á Vestfjörðum eftir dögum. Opnunarhátíðin í dag hefst klukkan tvö í íþróttahúsi og grunnskóla Súða- víkur með blandaðri hátíðardagskrá á sviði þar sem meðal annars verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardag- skrá. Þá verður myndlistarsýning grunn- og leikskólanema þar sem tólf verk verða verðlaunuð sérstaklega. Dagskráin yfir vikuna verður fjöl- breytt. Má þar nefna kynningu á ís- lensku samfélagi sem verður í sal Menntaskólans á Ísafirði og hefst klukkan 14 á morgun og í kjölfar hennar, klukkan 15, verður kaffiboð að hætti Pólverja. „Mikill mannauður í nýbúum“ Þjóðahátíð sett á Vestfjörðum í dag Selfossi - 67 konur gengu í Kven- félag Selfoss á konukvöldi sem félagið gekkst fyrir nýverið og jókst félagatalan þetta kvöld um 63%. Félagskonur voru 107 en urðu 174 og telja konur þetta vera landsmet ef ekki heimsmet en altént er þetta einsdæmi. Um 230 konur á öllum aldri komu á konukvöldið hjá kven- félaginu og skemmtu sér mjög vel. Þetta kvöld bauð Hótel Selfoss konunum upp á kvöldverð á tilboð- inu tveir fyrir einn og síðan tók við fjölbreytt dagskrá, þar á meðal ferðakynning frá Suðurgarði, strengjasveit frá Tónlistarskóla Ár- nesinga spilaði, leikkonan Sigrún Sól var með leikþátt og gamanmál og Jóna Guðrún Kristinsdóttir söng. Þá var tískusýning þar sem kven- félagskonur sýndu fatnað frá versl- uninni Lindinni, Snyrtistofa Ólafar sá um snyrtingu og Hártískuhúsið Centrum og Ózon önnuðust hár- greiðsluna. Þá var kynning á förð- unarlínunni Kanebo og Majorica- perlur voru til sölu. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá tískusýningunni á konukvöldi kvenfélagsins. 67 konur gengu í kvenfélagið á einu kvöldi Bíldudal - Kennarar í skólum í Vest- urbyggð og á Tálknafirði héldu sam- eiginlegan fund í Bíldudalsskóla ný- lega þar sem fjallað var m.a. um samnýtingu gagna og gæða skólanna og ýmis fyrirhuguð samstarfsverk- efni bæði meðal kennara og nem- enda. Margar góðar hugmyndir komu eining fram um vettvangsferð- ir eins og ferð í Byggðasafnið að Hnjóti, út í Selárdal og til Hrafns- eyrar svo eitthvað sé nefnt. Á fundinn kom Andrés Guð- mundsson frá Símenntunarstofnun og hélt hann fyrirlestur og fræðslu um lífsleikni. Morgunblaðið/Nanna Sjöfn Kennarar í skólum í Vesturbyggð og á Tálknafirði héldu sameiginlegan fund í Bíldudalsskóla. Samstarfsdagur kennara ÁRNI Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, segir stofnunina hafa verktaka á sínum snærum sem sjái um allar meindýravarnir í þjóð- garðinum á Jökulsárgljúfrum þar sem hvorki refur né minkur sé frið- lýstur. „Minkur hefur alltaf verið veiddur í þjóðgarðinum en minna hefur verið um refaveiðar. Þegar grunur liggur á um dýrbít er þó auðvitað gripið til við- eigandi ráðstafana og við stöndum auðvitað ekki í vegi fyrir slíku,“ segir Árni. Auk þessa er í sumar fyrirhugað faglegt mat á stofnstærð refa og minka bæði þar og í þjóðgarðinum í Skaftafelli þar sem þéttleiki stofn- anna verður kannaður. Árni segir Árna Loga Sigurbjörns- son, hjá Meindýravörnum Íslands á Húsavík, því hafa farið með rangt mál í viðtali við Morgunblaðið sem birt var á fimmtudag, þar sem hann segir að ekki megi eyða minki í þjóðgarðinum í Jökulsárglúfrum, þar sem Náttúru- vernd ríkisins hafi friðlýst svæðið. Hvorki minkur né refur friðlýstur Fáskrúðsfirði - Hreppsnefnd Búða- hrepps voru nýlega færðar gjafir. Björg Lilja Jónsdóttir og börn hennar hafa gefið forláta sófasett er áður var í eigu franskra nunna er voru á Fá- skrúðsfirði snemma á öldinni sem leið. Í gjafabréfi sem fylgir með gjöfinni er þess getið að hún sé gefin til minn- ingar um franska sjómenn. Björg Lilja og eiginmaður hennar, Finnbogi Jóhann Indriðason, sem nú er látinn, keyptu sófasettið eftir að starfsemi Franska spítalans lauk 1929, en það var notað í stássstofu nunnanna í Franska spítalanum á Fá- skrúðsfirði. Þegar starfsemi spítal- ans lauk voru flestir munir seldir á uppboði. Í gjafabréfinu segir að þetta sófasett hafi verið fyrsta og eina sófasettið er þau hjón áttu. Fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðun um að koma upp safni á Fáskrúðsfirði til minningar um franska tíma. Safni þessu hefur verið valinn staður á lofti ráðhússins og þar má sjá sófasettið ásamt mynd af frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði sem einnig var gefin af sömu aðilum. Hreppsnefnd Búðahrepps þakkar höfðinglega gjöf. Búðahreppi færðar gjafir úr Franska spítalanum Morgunblaðið/Albert Kemp Sófasettið forláta sem Búðahreppi hefur verið gefið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.