Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 28
VIÐSKIPTI
28 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR af rekstri Lyfjaversl-
unar Íslands hf. nam 41,7 milljónum
króna eftir skatta á síðasta ári sam-
anborið við 58,0 milljónir árið áður.
Í tilkynningu frá Lyfjaverslun Ís-
lands segir að hagnaður af reglu-
legri starfsemi félagsins hafi verið í
samræmi við væntingar og sá besti
til þessa. Fjármagnsgjöld hafi hins
vegar verið hærri en gert hafi verið
ráð fyrir og valdi því einkum 50
milljóna króna gengistap á erlend-
um skuldum.
Fram kemur í tilkynningunni að
vegna mikilla fjárfestinga á þessu
ári leggi stjórn félagsins til að ekki
verði greiddur arður til hluthafa á
árinu. Á hluthafafundi sem haldinn
hafi verið í janúar síðastliðnum hafi
verið samþykkt heimild til stjórnar
að auka hlutafé um allt að 300 millj-
ónir króna sem sé tvöföldun.
Frekari vöxtur
og hagræðing
Í lok ársins 2000 náðist samkomu-
lag milli stjórnar Lyfjaverslunar Ís-
lands hf. og eigenda A. Karlssonar
hf. um sameiningu félaganna og seg-
ir í tilkynningu Lyfjaverslunar að
henni muni ljúka fyrir lok þessa
mánaðar. Þá segir að í ársbyrjun
þessa árs hafi einnig tekist samn-
ingar um sameiningu Thorarensen –
Lyf hf. við Lyfjaverslun Íslands hf.
og að henni muni að öllum líkindum
ljúka fyrir mitt árið. Thorarensen –
Lyf hf. á 87% hlut í Lyfjadreifingu
ehf. og allt hlutafé í J.S.Helgason
ehf. Þessi félög munu verða hluti af
félagasamstæðu Lyfjaverslunar Ís-
lands hf. og í samstæðuuppgjöri
hennar á árinu 2001.
Í tilkynningunni segir að áætluð
velta félagasamstæðu Lyfjaverslun-
ar Íslands hf. á árinu 2001 verði ríf-
lega 6 milljarðar króna. Þá segir að
framangreindar sameiningar miði
að því að ná fram hagkvæmari dreif-
ingu lyfja og annarra heilbrigðis-
vara hér á landi, með það að mark-
miði að tryggja viðunandi arðsemi af
rekstri félagsins.
Gert er ráð fyrir auknum
rekstri í Eystrasaltslöndunum
Í árslok nam bókfært verð eign-
arhluta Lyfjaverslunar í öðrum
félögum 633 milljónum króna. Miðað
er við framreiknað kaupverð hlut-
anna. Eignarhluti í Delta hf. var
bókfærður á 417,5 milljónir króna,
en miðað við gengi 23 í árslok var
markaðsverðið 787 milljónir króna.
Í dag er gengi bréfanna 28 sem ger-
ir markaðsverð eignarhluta Lyfja-
verslunar 958 milljónir króna.
Fjárfest var í félögum á árinu fyr-
ir 178 milljónir króna. Þar af var
fjárfest í Ilsanta UAB í Litháen fyr-
ir 113 milljónir króna, og var það
þáttur í endurfjármögnun félagsins.
Í tilkynningunni segir að stjórn
félagsins líti björtum augum á fram-
tíðarrekstur í Eystrasaltslöndunum
og ráðgeri að auka hann enn frekar.
Lyfjaverslun fjárfesti á árinu í
húsnæði fyrir tæpar 270 milljónir
króna. Fjárfestingar, ásamt aukn-
ingu á birgðum og viðskiptakröfum
samfara veltuaukningu, valda því að
efnahagsreikningur félagsins hefur
hækkað um 48% milli ára.
Dótturfyrirtæki Lyfjaverslunar
Íslands hf. eru átta talsins: Lyfja-
verslun Íslands – Dreifing ehf.,
Gróco ehf., Ísfarm ehf., Ísmed ehf.,
Ísteka ehf., Heilsuverslun Íslands
ehf., Íslensk fjallagrös ehf. og Lettis
ehf. Félögin skiluðu öll jákvæðri af-
komu á síðasta ári utan Heilsuversl-
un Íslands ehf. sem var stofnað í
ársbyrjun 2000 og hefur lagt tölu-
vert fé í uppbyggingu markaða.
Uppgjörið verður að
teljast þokkalegt
Katrín Friðriksdóttir, sérfræð-
ingur hjá rannsóknum og greiningu
Búnaðarbankans – verðbréfa, segir
að uppgjör samstæðu Lyfjaverslun-
ar Íslands verði að teljast þokka-
legt.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði sé 98 milljónir króna sam-
anborið við 79 milljónir árið áður.
EBITDA-framlegð samstæðunnar
minnki þó milli ára, úr 4,8% í 4,5%,
en framlegð móðurfélagsins aukist
hins vegar lítillega, úr 4,65% í
4,75%. Veltuaukning á fyrstu sex
mánuðum ársins hafi verið 31% en
eftir hálfsársuppgjör félagsins hafi
verið gert ráð fyrir að veltuaukn-
ingin á árinu í heild yrði allt að 40%.
Veltuaukning á árinu í heild hafi
verið 33% og sé fyrirtækið því í
neðri mörkum áætlunar sinnar.
„Lyfjaverslunin er að vaxa mikið
og fjárfesti talsvert á árinu, m.a. í
Litháen. Samruni félagsins við A.
Karlsson, annars vegar, og Thor-
arensen – Lyf, hins vegar, mun
styrkja félagið til muna og verður
áhugavert að fylgjast með þeirri
þróun. Gengi bréfa í Lyfjaverslun
Íslands hefur hækkað um nær 100%
frá því í byrjun ársins 2000 og er
V/H hlutfall félagsins nú í kringum
40,“ segir Katrín.
Hagnaður Lyfja-
verslunar Íslands
um 42 milljónir
. /000
!
$% &
!
/
!
/
#$
#$
!$#
$
$"
"!$
"$
1&541 6
!$!
!$
"$
$
#%
$
$#%
+(#(-$
+%(,-&
"$-%
'
)-)
")-)
'
'-#
'
*+%-)
%",-+
,#(-'
%,-&
#+.
+-&"
+)-#.
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
!
" #
" #
" #
!
"00 "44
!
HLUTABRÉF á helstu mörkuðum
heims héldu áfram að lækka í vik-
unni. Það sem einkennir lækkunina
nú er hversu víðtæk hún er og hvað
hún nær til margra greina atvinnu-
lífsins. Fram til þessa höfðu hluta-
bréf í tækni-, tölvu- og fjarskipta-
geira lækkað hvað mest á
mörkuðum. Núna nær lækkunin
hins vegar líka til fyrirtækja í rót-
grónum, hefðbundnum atvinnu-
greinum. Mikill meirihluti fyrir-
tækja lækkar á meðan aðeins örfá
þeirra hækka. Minnkandi hagvöxtur
í Bandaríkjunum er sérstakt
áhyggjuefni fyrir heimshagkerfið.
Síðasti áratugur í Bandaríkjunum
er ein lengsta samfellda uppsveiflan
í sögu hlutabréfamarkaðar þar.
Bandaríkjamarkaður hefur að miklu
leyti drifið eftirspurn eftir neyt-
enda- og fjárfestingarvörum og ef
bandarísk fyrirtæki og neytendur
halda að sér höndum eins og útlit er
fyrir getur það haft víðtæk áhrif.
Áhrifin verða mest á lönd sem
treysta mikið á útflutning til Banda-
ríkjanna eins og mörg ríki Austur-
og Suðaustur-Asíu.
Japanskt efnahagslíf í mikilli lægð
Ástand efnahagsmála í Japan er
einnig áhyggjuefni. Hingað til hafa
einu góðu fréttirnar frá Japan verið
að útflutningsfyrirtæki hafa gengið
ágætlega. Innlent efnahagslíf er
hins vegar í mjög mikilli lægð.
Nikkei-hlutabréfavísitalan fór niður
í 11,819 stig í vikunni og hefur ekki
verið lægri síðan um miðjan níunda
áratuginn. Margir stórir bankar eru
samkvæmt vestrænum bókhalds- og
endurskoðunnarreglum gjaldþrota.
Ef Nikkei-hlutabréfavísitalan held-
ur áfram að lækka þurfa bankarnir
að gjaldfæra tap af hlutabréfafjár-
festingu sinni og það getur verið
dropinn sem fyllir mælinn. Ríkis-
stjórn Yoshiro Mori hefur aldrei
verið óvinsælli og ekki virðist vera
neinn leiðtogi í Frjálslynda lýðræð-
isflokknum sem sé fær um að taka
þær stóru ákvaðanir sem Japan
þarfnast til að koma landinu út úr
þessari langvinnu efnahagslægð.
Ef þessi tvö stærstu hagkerfi
heims, Bandaríkin og Japan, ná
ekki að brjótast út úr þessum víta-
hring er hætt við að það kunni að
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
hlutabréfamarkaði og afkomu fyr-
irtækja víða um heim. Ástandið
virðist betra í Evrópu. Hins vegar
eru stór evrópsk fyrirtæki ekki
ónæm ef slæmt ástand ríkir á helstu
mörkuðum þeirra utan Evrópu.
Þetta kom berlega í ljós á mánudag
þegar sænska fjarskiptafyrirtækið
Ericsson gaf út afkomuviðvörun.
Ein af aðalástæðunum taps Erics-
son var að salan á Bandaríkjamark-
aði var minni en áætlanir gerðu ráð
fyrir. Fyrirtæki sem hingað til hafa
ekki lækkað mikið á þessu ári eru
nú farin að lækka. Hefðbundin fyr-
irtæki í svokölluðu „gamla hagkerfi“
hafa séð verð hlutabréfa sinna
lækka. Fyrirtæki í atvinnugreinum
eins og dreifingu, bílaiðnaði, þunga-
iðnaði, fjármálaþjónustu og fram-
leiðslu á neytendavörum hafa lækk-
að. Mun meiri svartsýni er á
mörkuðum en oft áður. Fjárfestar
kaupa nú frekar hlutabréf í lyfja-,
trygginga- og orkugeirum til að
tryggja sig gagnvart niðursveiflu,
en þessi hlutabréf eru talin öruggri
kostur þegar almenn lækkun verður
á markaði.
Á stærsta markaði á meginlandi
Evrópu, Þýskalandi, hefur DAX 30-
hlutabréfavísitalan lækkað úr 6.204
stigum við opnun á mánudegi í
5.767stig við lokun á föstudag eða
um tæp 7%. Neuer Markt, en þar
eru skráð hlutabréf minni fyrir-
tækja, hefur á sama tíma lækkað
um tólf prósent. CAC-40 vísitalan í
París ogFTSE 100-vísitalan í Lond-
on hafa einnig lækkað umtalsvert í
vikunni. Í Svíþjóð, stærsta markaði
Norðurlanda lækkaði Stockholm
Generalindex-vísitalan um tæp átta
prósent í kjölfar afkomuviðvörunar
Ericsson.
Hlutabréf í Asíu lækkuðu einnig.
Í Hong Kong lækkaði Hang Seng
um fimm prósent og í Singapore um
tæp sex prósent frá opnun á mánu-
degi til lokunar á fimmtudegi. Efna-
hagslægð í Bandaríkjunum kemur
hvað verst við Singapore, Taívan og
Kóreu en stór hluti af þeirra lands-
framleiðslu er útflutningsvara sem
fer á markað í Bandaríkjunum. Á
fimmtudag réttu markaðir aðeins úr
kútnum. Þá hækkuðu flestir mark-
aðir í Asíu, Evrópu og Bandaríkj-
unum. Hækkanirnar voru samt ekki
miklar yfirleitt í kringum eitt pró-
sent, nema í Finnlandi en þar hækk-
aði HEX vísitalan um átta prósent
vegna frétta frá Nokia um að fyr-
irtækið byggist við að áætlanir um
hagnað á fyrsta ársfjórðungi stand-
ist þrátt fyrir lægri sölu. Í gær
breyttust markaðir í Asíu lítið.
Áhugavert verður að fylgjast með
mörkuðum á næstu vikum og mán-
uðum. Prófsteinninn verður hvort
fjárfestar trúi á að markaðir rétti úr
kútnum eða eigi eftir að lækka enn
frekar. Ef fjárfestar taka upp á því
að selja þegar vísitölurnar hækka
örlítið til að tryggja sig gagnvart
frekari lækkunum kann hætta að
vera á ferðum. Þeir skipta þá yfir í
skuldabréf eða aðra fjárfestingar-
kosti til að losa sig út úr mark-
aðinum. Þá er líklegt að markaðir
lækki enn frekar. Ef aðilar á mörk-
uðum trúa því hins vegar að botn-
inum sé náð kunna markaðir að
hækka frá því sem nú er.
Almenn lækkun
hlutabréfa í vikunni
Morgunblaðið. Stokkhólmi.