Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 29
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 29
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykja-
víkur, ÍTR, hefur gert samkomulag
við Smartkort ehf. um rafrænt miða-
útgáfukerfi fyrir Sundlaugar Reykja-
víkur. Með þessu munu prentaðir
sundmiðar og sundkort víkja fyrir
rafrænum aðgangsmiðum á svoköll-
uðu smartkorti eða snjallkorti, sem er
greiðslukort með örgjörva í stað seg-
ulrandar. Áætlað er að hefja notkun
kerfisins í byrjun næsta árs.
Að sögn Gunnars Geirssonar hjá
Smartkortum ehf. verður virkni kerf-
isins eitthvað á þessa leið:
Gestur sundstaðar, sem kaupir raf-
rænt kort í fyrsta skipti, fer í af-
greiðslu sundstaðar og biður um það
kort sem hann vill kaupa. Starfsmað-
ur velur kortið af skjá og fyllir inn
þær upplýsingar sem beðið er um,
sem getur t.d. verið kyn korthafans í
þessu tilviki. Að því loknu skrifar les-
arinn nauðsynlegar upplýsingar í ör-
gjörva smartkortsins sem viðskipta-
vinurinn fær loks í hendur.
Fyllt á kortið eftir þörfum
Korthafi greiðir fyrir aðgang með
því að framvísa kortinu og er því
stungið í smartkortalesara. Hafi gest-
urinn fullnýtt sundmiðana eða tíma-
bilið á kortinu er ekki gefið út nýtt
kort heldur er fyllt á það gamla í af-
greiðslu sundstaðarins. Allar upplýs-
ingar sem settar voru á kortið í upp-
hafi eru áfram til staðar.
Gunnar segir kortalesarann safna
saman upplýsingum um hvaða kort
voru notuð og hvenær. Upplýsing-
arnar eru svo hringdar inn í miðlægt
kerfi sem heldur utan um frá hvaða
stað og úr hvaða kortalesara upplýs-
ingarnar voru sendar. Í kerfinu verða
því upplýsingar um hvar og hvenær
kortin eru seld og hvar og hvenær
þau eru notuð.
Betri upplýsingar um
aðsóknarmynstur
Steinþór Einarsson markaðsstjóri
ÍTR segir nýja kortið fyrst og fremst
gefa ÍTR kost á að fá betri upplýs-
ingar um viðskiptavinina og aðsókn-
armynstur þeirra. Þannig verði t.d.
hægt að skipuleggja starfsmannamál
betur á tilteknum tímum og af því fá-
ist nokkurt hagræði.
„Þá fáum við með þessu tækifæri
til að koma uppgjörsmálum í betra
horf. Við höfum verið dálítið bundnir
af ákveðinni gerð aðgöngukorta og í
dag eru uppgjörsmálin þannig að
þegar keypt er árskort í afgreiðslu
sundlaugar þá fer öll tekjufærslan á
þá sundlaug þrátt fyrir að árskortið
sé notað annars staðar. Nú sjáum við
okkur hins vegar fært að stokka þetta
upp. Þannig fara tekjufærslurnar á
staðina þar sem er verið að nota kort-
in,“ segir Steinþór. Hann segir gest-
um í sundlaugarnar sjö í Reykjavík
hafa fjölgað um 3-400 þúsund manns
á síðastliðnum fjórum árum en árið
2000 heimsóttu rúmlega 1,7 milljón
gesta í laugar borgarinnar. „Þess
vegna höfum við leitað leiða til að auð-
velda allt aðgengi og upplýsingar um
viðskiptavini.“
Mörg tækifæri í notkun kortsins
„Markmiðið er að fá meiri sveigj-
anleika í verðmyndunina,“ segir Skúli
Skúlason fjármálastjóri ÍTR. „Við
viljum einnig bæta aðgengi viðskipta-
vina okkar að þjónustunni og það er
ásetningur okkar að gera þessa lausn
mjög vel úr garði þannig að hún falli
vel að mismunandi þörfum okkar við-
skiptavina.
Hins vegar eru mörg tækifæri til
að nota lausnina og þegar við höfum
náð tökum á þessu fyrsta skrefi get-
um við farið að skoða aðra möguleika.
Við viljum hafa þetta í réttri röð en í
samningnum er gert ráð fyrir opinni
lausn, þ.e. að við getum tekið aðra
þætti inn í. Enda ef við horfum til
lengri tíma er markmiðið að nota
lausnina jafnframt og þá á sama
korti, á öðrum sviðum starfsemi okk-
ar, t.a.m. hjá Fjölskyldugarðinum.
Einnig býður lausnin upp á að aðrar
borgarstofnanir tengist kortinu. Til
dæmis hefur Félagsþjónustan áhuga
á að nýta sér svona lausn í þjónustu-
miðstöðvum þeirra.
Síðast en ekki síst getum við leitað
til annarra sveitarfélaga með sams
konar þjónustu um samnýtingu kerf-
isins í samstarfi við Smartkort. Það
bakvinnslukerfi sem er verið að setja
upp núna býður sem sagt upp á að
halda utan um mismunandi sveitar-
félög, mismunandi stofnanir og upp-
gjör þeirra.
Viðskiptavinurinn getur þannig
fengið ýmiss konar þjónustu í gegn-
um eitt og sama smartkortið,“ segir
Skúli og bætir við að lausn í þessum
dúr hafi verið til umræðu hjá Reykja-
víkurborg um árabil og Smartkort
hafi vakið athygli manna á þessu.
Tæknin hafi, að mati borgarinnar,
hins vegar ekki verið nægilega langt
á veg komin þar til nú. „Við finnum
það að áhuginn er að vakna víðs veg-
ar.“
Hvað varðar kostnað Reykjavíkur-
borgar af samningnum segir Skúli:
„Við fórum nýlega út í að tengja alla
okkar starfsstaði saman í gegnum
víðnet og eftir mánuð verða þeir allir
komnir í víðnetssamband við ÍTR.
Því sjáumvið fram á að kostnaður við
tæknibúnað verði óverulegur. Helsti
kostnaðurinn liggur í nýjum netþjóni
og kortalesurunum. Gagnaleiðirnar
eru þegar til staðar þannig að það
ætti ekki að vera vandamál.“
Pylsu með öllu og sundmiða
Þorsteinn Geirsson, framkvæmda-
stjóri Smartkorta, segir þennan
samning við ÍTR vera upphafið að
miklu samstarfi fyrirtækisins við
Reykjavíkurborg. Hann tekur undir
orð Skúla um að miðakerfið fyrir
sundlaugarnar sé aðeins fyrsta skref-
ið í notkunarmöguleikum kortsins í
framtíðinni.
„Þetta getur nýst fyrir leikhús, bíó,
sundlaugar og flest það sem borgin,
og þá jafnvel í samvinnu við önnur
sveitarfélög, er að gera.
Þá væri einnig hægt að hugsa sér
að fyllt yrði á kortin í posanum hjá
næsta kaupmanni og þannig yrði
sölustöðum fjölgað. Til dæmis mætti
afgreiða sundmiða á pylsubar eða
hvar sem boðið er upp á kortales-
lausn,“ segir Þorsteinn.
ÍTR semur við Smartkort um rafrænt miðaútgáfukerfi
Snjallkort í stað sundmiða