Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 33 HÆGRIMENN í Frakklandi leggja nú hart að sér við að reyna að tryggja sér sigur í seinni umferð borgarstjórakosninganna í París er fram fer á morgun, sunnudag. Lík- ur eru þó á að sósíalistinn Bertrand Delanoë, er hlaut mest fylgi í fyrri umferðinni, sigri. Klofningur í röð- um hægrimanna, sem haldið hafa embættinu samfleytt frá 1977, veld- ur miklu um að vinstriöflin eygja möguleika á að brjóta loks hefðina. Tveir sterkustu keppinautarnir á hægrivængnum, báðir úr gaullista- flokki Jacques Chiracs Frakklands- forseta, RPR, munnhöggvast opin- berlega og því ljóst að samstarf milli þeirra í seinni umferðinni er torvelt. Chirac var borgarstjóri Parísar í átján ár, frá 1977 til 1995, og yrði það mikið áfall fyrir hann ef gaullistar töpuðu slagnum. Forseta- kosningar eru á næsta ári og er tal- ið líklegt að Chirac sækist eftir end- urkjöri og jafnframt að Lionel Jospin, forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, verði andstæðingur hans. Opinber frambjóðandi RPR er Philippe Seguin, sem var lengi for- seti franska þingsins. Hann er landsþekktur stjórnmálamaður en þykir ákaflega óvæginn og ekki mikill samningamaður. Borgarstjór- inn síðustu árin og flokksbróðir Seguins, Jean Tiberi, var við- riðinn slæm fjármála- og mútuhneyksli í borgarstjóratíð Chir- acs er ljóstrað hefur verið upp um að und- anförnu en forsetinn hefur vísað eindregið á bug nokkurri ábyrgð í þeim efnum. Tiberi þótti hins vegar sann- ur að sök og RPR lét hann róa en hann neitaði að draga sig í hlé og fékk 13,9% fylgi en Seguin 25,7%. Svo gæti farið að átökin milli Tiberis og Seguins endi með því að hvorugur verði borgarstjóraefni gaullista en einhver annar, til dæmis Edouard Balladur, fyrrverandi forsætisráð- herra og á bak við tjöldin keppi- nautur Chiracs, verði málamiðlun. Einnig er nefnd til sögunnar Franç- oise de Panafieu en hún gæti hafa dregið úr líkunum með því að vera óvenju skorinorð um flokksbræður sína. Hefur hún sagt um Seguin, sem er stór og vörpulegur, að hann sé „King Kong sem hræði börn“ og Tiberi hefur hún líkt við „garðálf“. Seguin hefur í einu orðinu sagt að hann sé reiðubúinn að gefa út sameiginlega yfirlýs- ingu og láta mynda sig með Tiberi en segir í hinu orðinu að Tiberi sé „ábyrgðarlaus mað- ur“ og gallagripur sem sé fullur af mótsögn- um. Seguin gaf í skyn að hneykslismál Tiber- is hefðu vakið athygli eins og hávaðinn í manni sem lemur potta og pönnur á götum úti. „Kannski ég ætti að fá mér potta og pönnur – ég gæti fengið nokk- ur atkvæði út á það,“ sagði Seguin. Hægriblaðið Le Fig- aro gagnrýndi Seguin harkalega fyrir að samþykkja ekki samstarf með Tiberi í seinni umferðinni í sex af tuttugu hverfum borgarinnar en þannig myndu atkvæðin nýtast bet- ur. Ótraust samkomulag náðist á síðustu stundu um samstarf en deil- urnar milli frambjóðendanna draga úr trúverðugleika þess. Borgarráð skipað fulltrúum allra hverfanna kýs borgarstjóra 25. mars. Bertrand Delanoë gerði gys að hugmyndum um samstarf Seguins og Tiberis og sagði að barátta hins fyrrnefnda gegn spillingunni í tíð Tiberis og þar á undan Chiracs í borgarstjóraembættinu myndi verða fáránleg. „Seguin, sem vildi bjóða sig fram gegn kerfinu, er orðinn að gísl kerf- isins,“ sagði Delanoë á útifundi á fimmtudag. Hann er fimmtugur, hefur viðurkennt að hann sé sam- kynhneigður og þykir hæfur en ekki litríkur stjórnmálamaður. Samlyndi einkennir vinstriöflin Delanoë fékk 31,3% atkvæða í fyrri umferðinni og hefur nú tryggt sér stuðning græningjans Yves Contassot sem fékk 12,3%. Samlyndið einkennir vinstriöflin og aginn er svo góður að þar falla vart styggðaryrði á milli manna. Gera vinstriflokkarnir sér vonir um að sigra í París, Lyon og Toulouse en annars staðar hafa þeir víða orð- ið fyrir vonbrigðum. Þeir höfðu vænst þess að styrk staða stjórnar Jospins og góður gangur í efna- hagslífinu myndi skila sér í auknum byr í fyrri umferð sveitarstjórnar- kosninganna en svo fór ekki. Sigur í París yrði þó svo sætur að hann myndi duga til að þeir tækju gleði sína. Seinni umferð frönsku sveitarstjórnarkosninganna á morgun Agaðir vinstrimenn von- ast eftir sigri í París París. Reuters, AFP. Philippe Seguin, borgarstjóraefni gaullistaflokksins. ÞING Skotlands samþykkti í gær umdeilt lagafrumvarp um að útgerðar- og sjómönnum yrði greitt fyrir að leggja togurum sínum til að vernda fiskistofn- ana. Frumvarpinu hafði verið hafnað í atkvæðagreiðslu á þinginu í vikunni sem leið og var það fyrsti ósigur skosku stjórn- arinnar, undir forystu Verka- mannaflokksins, á þinginu frá því það var stofnað árið 1999. Í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir því að greiða 27 milljónir punda, andvirði 3,4 milljarða króna, fyrir að úrelda fimmtung skoska fiskveiðiflotans. Mori sagður víkja í maí JAPANSKA fréttastofan Jiji hafði í gær eftir heim- ildarmönn- um í Frjáls- lynda lýðræðis- flokknum, stærsta stjórnar- flokki Jap- ans, að frammá- menn í flokknum stefndu að því að Yoshiro Mori léti af embætti forsætisráðherra í byrjun maí. Þeir vilji að eftirmaður Moris sem leiðtogi flokksins verði kjörinn 20. apríl og hann myndi síðan nýja stjórn fyrir 3. maí. Gíslarnir halda heim FJÓRIR þýskir ferðamenn, sem voru teknir í gíslingu í Egyptalandi, héldu til Þýska- lands í gær eftir að egypskir saksóknarar yfirheyrðu þá. Mannræninginn, egypskur leið- sögumaður, var ákærður fyrir mannrán og úrskurðaður í fimmtán daga gæsluvarðhald. Hann gafst upp í fyrradag og gíslarnir fundust bundnir í íbúð hans. Einnig fundust þar gervi- handsprengjur og startbyssa. Flóttafólk ferst í sjóslysi BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að allt að tuttugu farþegum báts sem sökk undan eyjunni St. Martin í Karíbahafi í fyrradag. Að minnsta kosti 20 lík höfðu fundist í gær en tveimur farþeg- um var bjargað og þeir sögðu að alls hefðu verið 40 manns í bátn- um. Farþegarnir voru flótta- menn frá Dóminíska lýðveldinu og talið er að þeir hafi ætlað að reyna að komast til Bandaríkj- anna með ólöglegum hætti. Finnska stjórnin held- ur velli TILLAGA um vantraust á fimm flokka stjórn Finnlands var felld með miklum meirihluta atkvæða á finnska þinginu í gær. 60 þing- menn greiddu atkvæði með til- lögunni en 116 á móti. Miðflokk- urinn lagði tillöguna fram vegna óánægju með áform stjórnar- innar um aðgerðir til að bæta kjör fátækra landsmanna og sagði þær ófullnægjandi. STUTT Skoskum togurum fækkað Mori
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.