Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 37 Ábyrgð áreiðanleiki Gullsmiðir & Sprenghlægilegt verð! Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 Grensásvegi 16 ÞAÐ var troðfullt á Múlanum á fimmtudagskvöldið var þegar Jóel Pálsson lék ásamt kvartetti sínum frumsamið efni, utan tvö verk eftir Hilmar Jensson, sem flest má væntanlega finna á nýjum diski hans er nefnist KLIF og gefinn verður út í næsta mánuði. Þar leika sömu hljóðfæraleikar- ar með honum utan bassaleikar- inn. Á diskinum er það Skúli Sverrisson rafbassaleikari, sem býr og starfar í New York, en á Múlanum sló Valdimar Kolbeinn kontrabassa. Það verður forvitni- legt að heyra diskinn eftir að hafa fengið forsmekkinn á þessum tón- leikum og þó þetta sé diskur Jóels er trúlegt að örlítill annar blær verði á tónlistinni er Skúli Sverr- isson er með í för – svo einstakur listamaður sem hann er. Það eru þrjú ár síðan Jóel hljóð- ritaði fyrsta disk sinn, PRÍM, sem Jazzís gaf út hérlendis, en NAXOS í fjörutíu öðrum þjóðlöndum. Sá diskur vakti verðuga athygli á Jóel víða um heim og var það að verð- leikum. Jóel er stórbrotinn saxó- fónleikari með einstakan tón, um tæknina þarf ekki að fjölyrða og hann býr yfir ríkum sköpunar- mætti. Þessir tónleikar Jóels voru vel heppnaðir þrátt fyrir að hljóm- burður á efri hæðinni í Húsi mál- arans sé afleitur og hávaði frá neðri hæðinni, skvaldur og glasa- glaumur, kæfi nærri tónlistina þegar veikast er leikið. Ráða verð- ur bót að þessu hið fyrsta og bæta við hljóðeinangrandi teppi við upp- ganginn auk þess sem bæta verður hljóminn í salnum. Jóel byggði tónleikana einstak- lega skemmtilega upp. Hann kynnti í upphafi að leikin yrði ný tónlist eftir hann sjálfan svo og nokkur lög eftir Hilmar og jafnvel eftir Matta ef tími gæfist til, sem ekki varð. , ,Annars skulum við láta tónlist- ina tala,“ sagði saxófónleikarinn og bassinn upphóf einfalda ryþmaslóð er lá til hrynsterks ópus er Jóel blés í tenórinn. Svo tók hann upp kontrabassaklarinettið og óf frjáls- an vef með Hilmari, sem vísaði veginn að ljúfri ballöðu er Jóel greip tenórinn að nýju. Blárri tón- ar leiddu svo að ópus af bíbopp- ættinni sem leikinn var af fítons- krafti og er honum lauk fylgdi örlítil þögn í kjölfarið og þá loks gafst hrifnum áheyrendum tæki- færi til að klappa hljóðfæraleik- urunum lof í eyra. Það hefur viðgengist í djasstón- list í áratugi að klappað væri á eft- ir hverjum sóló og er slíkt auðvelt þegar hefðbundin spilamennska er á ferðinni þar sem skörp skil eru milli sólóa, en Jóel og félagar gáfu ekki færi á því og auk þess flæddu lögin hvert inn í annað. Þetta klapp hefur oft farið í taugarnar á mér á djasstónleikum. Klapp sem er sprottið af hrifningu á fullan rétt á sér en skylduklapp- ið, oft á eftir döprum sólóum, er niðurdrepandi, eins er óþolandi þegar undurfagur ballöðuleikur er truflaður af ástríðulitlu klappi. Eftir hlé tókst þeim félögum að tengja verkin saman af sömu leikni þó þau væru óskyldari en í fyrri hlutanum. Jóel blés í sópran í upphafinu með austurlenskum blæ og í kontrabassaklarinettuhlutan- um var seiður af ætt Mingusar. Svo var tenórhljómur af trúarætt Coltranes en rafhljóð Hilmars leiddu hugann frá himnum. Annars var ekki alltaf auðvelt að henda reiður á tónlistinni við þessa fyrstu hlustun enda er hún fyrst og fremst af ætt Jóels. Síðustu þrír ópusarnir voru ekki úr KLIF svítunni. Tvö verk eftir Hilmar. Hið nýja; Kýlt og hið gamla; Kyrrð. Undurfögur ballaða sem er alltaf einsog ný og minnir mig á bestu ballöður Ornette Cole- mans s.s. Lonley Woman. Innganginn lék Hilmar glæsi- lega með spænska klassísk og nor- rænan hljóm í bland. Lokalagið var eftir Jóel; Riff Raff. Bassinn var kraftmikill og trommurnar fönký. Saxinn ýlfrandi villtur og gítarinn magnaði upp spennuna uns laglínunni var náð og laginu lokið. Jóel, Hilmar og Matthías voru brilljant á þessum tónleikum og bassaleikarinn ungi, Valdimar Kol- beinn, stóð sig með ágætum, þótt hljómleysi salarins léki bassatón- inn grátt á stundum. Stórbrotinn saxófón- leikari, einstakur tónn DJASS M ú l i n n í H ú s i m á l a r a n s Jóel Pálsson tenórsaxófón, sópran- saxófón og kontrabassaklarinett, Hilmar Jensson gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Matthías M.D. Hemstock trommur. Fimmtudagskvöldið 15. mars 2001. KVARTETT JÓELS PÁLSSONAR Vernharður Linnet LISTAKONAN Yoko Ono, sem mörgum er eflaust best kunn sem eiginkona Bítilsins Johns Lenn- ons, fikrar sig hér í gegnum völ- undarhús úr plexigleri í Walker- listamiðstöðinni í Minneapolis. í Bandaríkjunum Völundarhúsið, sem nefnist „AMAZE“, er eitt af verkum Ono, en listamiðstöðin stendur nú fyrir yfirgripsmikilli sýningu á mál- verkum, skúlptúrum, tónlist og minjagripum Ono frá friðarbar- áttu hennar og Lennon á fyrri ár- um. AP Völundar- hús Ono ANDREA Gylfadóttir og Kammerkór Hafnar- fjarðar syngja negra- sálma í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásöl- um, á morgun, sunnu- dag, kl. 17. Andrea syngur einsöng með kórnum og einnig nokkra negrasálma við undirleik Gunnars Gunnarssonar píanó- leikara og Jóns Rafns- sonar bassaleikara. „Andrea Gylfadóttir er löngu landsþekkt fyr- ir söng sinn og tekst nú á við einn stílinn enn, sem negrasálmarnir eru.Gunnar Gunnarsson píanó- leikari og Jón Rafnsson munu einnig spila saman tónlist sem tengist negrasálmunum,“ segir Helgi Bragason, stjórnandi tón- leikanna. „Uppruni sálmanna er allt frá þrælatímunum, en það var fyrst eftir 1840 sem byrjað var að safna þeim og skrá. Á tímum þrælanna var þess gætt að þekk- ing þeirra yrði ekki of mikil og kemur það einnig vel fram í text- unum, þar sem veröld þeirra er bara nánasta um- hverfi, bæjarlæk- urinn er áin Jórd- an og handan við hana er fyrirheitna landið og frelsið. Kristin trú er sterk í sálmunum og eru tilvitnanir í Biblíuna sterkar og tærar og flétt- ast frelsisþráin inn í textana, oft undir rós,“ segir Helgi. Erindi um negrasálmana „Áhrif negrasál- manna á tónlistar- söguna eru mjög mikil. Blús og svo djass verða til vegna áhrifa þeirra og allir vita að dægur- tónlist hefur þróast úr djass- tónlist. Negrasálmarnir hafa líka haft sterk áhrif á mörg tónskáld t.d. Dvorak, Gershwin, Berio, Milhaud og marga fleiri.“ Ingólfur Hartvigsson cand. theol. hefur tekið saman sögu sálmanna og kannað uppruna texta þeirra og mun hann flytja stutt erindi um þá á tónleikunum. Morgunblaðið/Ásdís Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu. Kórtónleikar í Hafnarfirði Andrea Gylfadóttir ÁRLEGIR hljómsveitartónleikar Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar verða haldnir í Seltjarnar- neskirkju í dag kl. 14. Strengjasveitir I, II og III og gítarsveit framhaldsnema, alls 70 tónlistarmenn, munu flytja verk eftir Albeniz, Lennon og McCartn- ey, Scott Joplin og Elías Davíðs- son. Stjórnendur sveitanna eru Páll Eyjólfsson og Sigursveinn Magn- ússon. Hljómsveit- artónleikar Tónskóla Sigursveins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.