Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 40

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 40
40 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Spurning: Ég skrifa þér í von um að þú getir hjálpað mér varðandi vandamál sem tvö af þremur börn- um mínum eru að vandræðast með dags daglega. Þannig er að þau svitna óeðlilega mikið og þurfa þau ekki að gera annað en að ganga rösklega um húsið til þess að svit- inn spretti fram. Þau eru 27 og 19 ára gömul og hafa reynt ýmislegt til að glíma við þennan vanda. Þau hafa bæði farið til lækna sem segja þeim að ekkert sé við þessu að gera, þau verði bara að lifa með þessu. Ég rakst á grein í Morgun- blaðinu fyrir löngu (1–3 árum) þar sem kona segir frá sams konar vandamáli en hafði fundið lausn sem fólst í inntöku einhverra tveggja efna sem ég man ekki hver voru. Þar sem ég var ekki nógu gáfuleg að geyma blaðið eru þessar upplýsingar mér horfnar. Er ein- hver von til þess að þú getir fengið upplýsingar um þessi skrif kon- unnar og e.t.v. bætt einhverju við sem kæmi sér vel að vita fyrir börnin mín? Vandamálið er mikið í þeirra augum þar sem svitinn hamlar þeim í daglegu lífi. Svar: Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitn- ar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur við- komandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörk- uð við viss svæði, eins og lófa, iljar, handarkrika, andlit eða búk, eða dreift um allan líkamann. Óeðlilega mikil svitamyndun (hyperhydrosis) getur átt sér þekktar orsakir eða verið af óþekktum uppruna. Þekkt- ar orsakir fyrir mikilli svitamynd- un eru oft læknanlegar að ein- hverju marki og getur þar t.d. verið um að ræða ofstarfsemi skjaldkirtils, hormónameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli, of- fitu, sykursýki, tíðahvörf og geð- sjúkdóma. Sumir svitna mikið vegna kvíða og fælni, t.d. ef þeir þurfa að koma fram á sviði, í ræðu- stól eða í sjónvarpi. Þegar ekki finnst nein sérstök orsök er oft um að ræða ættgengan kvilla sem gjarnan byrjar á barns- eða ung- lingsárum og fylgir viðkomandi einstaklingi alla ævi. Sumir þess- ara einstaklinga svitna óeðlilega mikið allan sólarhringinn en aðrir við minnstu áreynslu, hækkun á lofthita, sótthita, kvíða eða mikið kryddaðan mat. Oft fylgir þessu roði í húð, einkum í andliti og á hálsi. Sum líkamssvæði hafa mikið af svitakirtlum, önnur minna. Mest af svitakirtlum er að finna í lófum og iljum. Í handarkrikum og nára er mikið af sérstakri gerð svitakirtla sem framleiða þykkan, fitumikinn svita. Þessi fitumikli sviti getur auðveldlega orðið gróðrarstía fyrir sérstakar tegundir baktería sem brjóta niður fituna og við það myndast lyktarsterk efni, þ.e. svitalykt. Svitalykt getur orðið að alvarlegu vandamáli sem m.a. leiðir stundum til félagslegrar einangr- unar. Ekki er hægt að lækna þennan kvilla en ýmiss konar meðferð kemur til greina sem hjálpar mörg- um. Tíðir þvottar og svitameðul geta hjálpað og svitameðul sem innihalda álklóríð verka venjulega best. Rafmagnsmeðferð hjálpar sumum en er erfitt að beita nema á hendur og fætur. Höndum eða fót- um er stungið ofan í saltlausn og vægum rafstraumi hleypt í gegn (með þar til gerðu tæki). Þetta þarf að gera daglega í fyrstu, við það minnkar svitamynd- un smám saman, og eftir nokkurn tíma er vikuleg meðferð venjulega nægjanleg. Tvenns konar lyfja- inntaka kemur til greina, andkól- ínvirk lyf og betablokkar. Til eru ýmis lyf af þessum flokkum og sumum gagnast að taka annað en öðrum hjálpar mest að taka lyf af báðum flokkum. Það nýjasta á þessu sviði er að sprauta í húðina í handarkrikunum lyfi sem stöðvar allan boðflutning til svitakirtlanna og dregur verulega úr svitamynd- un í nokkra mánuði eftir hverja meðferð. Oftast þarf að prófa sig áfram til að leita uppi þá meðferð sem hentar hverjum og einum. Ef annað bregst og ástandið er alvar- legt er hægt að grípa til skurð- aðgerða sem eru stórar og ekki hættulausar. Stundum eru svita- kirtlar í handarkrikum fjarlægðir, sem er nokkuð stór aðgerð, og einnig er stundum gerð stór aðgerð þar sem farið er inn í brjósthol og taugar til svitakirtla á stórum hluta líkamans rofnar. Sumir prófa hómópatalyf, nálastungulækn- ingar, nudd, dáleiðslu eða nátt- úrumeðul en óvíst er um árangur. Erfitt er að leita uppi gamalt efni í dagblöðum en vonandi hefur spurningum bréfritara verið svar- að. Þeir sem þjást af mikilli svita- myndun ættu að leita til heim- ilislæknis. Meira efni (á ensku) má finna á Netinu, t.d. www.excessivesweating.org/ Óeðlilega mikil svitamyndun MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Ýmsar orsakir  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. Fyndni Hvers konar ljós notaði Nói í Örkinni? Offitulyf Megrunarlyf verði nið- urgreidd í Bretlandi? Reykingar Námskeið á Netinu til að hætta að reykja Verkjalyf Úðinn linaði sársauka hraðar en sprautanHEILSA ÞAÐ er allur munur á litlum og kurteislegum brandara sem maður segir aldraðri frænku sinni og flóknari og jafnvel vafasömum brandara sem maður segir skóla- bróður sínum. Samkvæmt niður- stöðum nýrrar rannsóknar eiga mismunandi viðbrögð við þessum tegundum brandara rætur að rekja til mismunandi stöðva í heilanum. Vísindamenn frá Kanada og Bretlandi notuðu ómmyndatæki til að skanna heilann í 14 konum og körlum á meðan þátttakendurnir hlustuðu á brandara. Voru þetta sjálfboðaliðar og urðu þeir að gæta þess að hlæja ekki því það hefði truflað tækið. Meðal brandaranna voru 30 sem lýst er sem „merkingarlegum“, það er að segja, áheyrandinn varð að taka með í reikninginn meira en bara bókstaflega merkingu orð- anna. Til dæmis var einn þessara brandara svohljóðandi: Hvers vegna bíta hákarlar ekki lögfræð- inga? Vegna faglegrar kurteisi. Aðrir 30 voru orðaleikir, eins og til dæmis þessi: Hvers konar ljós notaði Nói í Örkinni? Flóðljós. (Tíu ára gamall sonur aðalhöfundar rannsóknarinnar, Vinods Goels, lagði til flesta orðaleikina.) Goel er aðstoðarprófessor í sál- fræði við York-háskóla í Toronto í Kanada. Hann segir að þegar þátt- takendurnir heyrðu brandara hafi það komið af stað hreyfingu í þeim hluta heilans er tengist veitingu umbunar. Þegar þeir heyrðu veru- lega lélegan orðaleik sýndi óm- myndatækið hreyfingu í þeim stöðvum heilans sem vitað er að vinna úr raddhljóðum. Segir Goel að þessar stöðvar þurfti til að mað- ur skilji brandara sem byggist á hljómi raddarinnar. En þegar þátttakendurnir heyrðu merkingarbrandara kom það af stað hreyfingu í öðrum stöðvum í heilanum, sem gera okk- ur kleift að vinna úr mismunandi líklegri merkingu orða, segir Goel. Eftir að þátttakendurnir voru komnir úr ómmyndatækinu báðu vísindamennirnir þá að meta hversu fyndnir brandararnir hefðu verið. Samanburður á heilavið- brögðum og tilteknum bröndurum leiddi í ljós að því fyndnari sem brandarinn var, því meiri hreyfing greindist í þeim hluta heilans sem tengist veitingu umbunar, það er að segja, því sem maður sækist eft- ir. Greint er frá niðurstöðum rann- sóknarinnar í marshefti Nature Neuroscience. Prabitha Shammi, taugasálfræðingur sem hefur rann- sakað hvernig heilaskemmdir hafa áhrif á það hvernig fólk skynjar húmor, hrósar rannsókninni. „Ég held að það sé ekki til neitt sem mætti kalla „húmorsmiðstöð“,“ segir Shammi, sem starfar við Sun- nybrook and Womeńs heilbrigðis- rannsóknarstöðina í Toronto. En hvað með dónalega og óvið- eigandi brandara? Goel segir að slíkir brandarar kalli á aðra þætti, þ.e. dóma okkar um það hversu mikið megi slaka á félagslegum hömlum við tilteknar aðstæður. „Þegar um er að ræða húmor fyrir fullorðna, kynferðislegan húmor eða dónalega brandara verður að víkja samfélagsviðmiðum til hlið- ar,“ segir hann. „Áheyrendur verða einnig að víkja þeim til hliðar. Ann- ars myndi engum finnast brand- arinn fyndinn.“ Hvar er húmorinn í heilanum? Reuters Jerry Seinfeld og Earvin „Magic“ Johnson í vænni hláturgusu. The New York Times Syndicate. TENGLAR ..................................................... Nature Neuroscience: www.nature.com/neuro Viðbrögð heilans við fyndni mæld með ómtækni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.